Pressan - 21.02.1991, Blaðsíða 22

Pressan - 21.02.1991, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR PRESSAN 21. FEBRÚAR 1991 LP LISTAPÓSTURINN Lyst eða list I rœðu sinni uid af- hendingu íslensku bók- menntauerdlaunanna uakti Thor Vilhjálmsson meðal annars upp spurningar um huaö uœri list og huaö uœri ekki list. Hann tók meö- al annars sem dœmi þá ákuörðun menntamála- ráðuneytisins að greiða íslenskri dœgurtónlist götu á erlendum mark- aði og freista þannig að gera hana samkeppnis- hcefa. Þetta fannst Thor hið mesta glaprœði og taldi greinilega ekki uan- þörfá þuí að útskýra fyr- ir samkomugestum hvaö uœri list og huað ekki, enda stundum suo að uart má á milli sjá. Líkt og bókmenntirnar geta uerið spegill á ákveðinn tíðaranda þá er dœgurtónlist það líka. Dœgurtónlistin og dœg- urmenningin hafa ekki síst orðið listamönnum uppspretta í gegnum tíð- ina. Sú tilhneiging að uera sífellt að hefja sig yfir múgmenninguna hlýtur að uera bœöi þreytandi og tímafrekt og minnir helst á ís- lenska uerkalýðsbaráttu þar sem kjarabœtur lág- launastéttanna snúast meira um að skerða hlut einhverra annarra hópa í þjóðfélaginu heldur en aö ná fram raunueruleg- um jöfnuði. Það hlýtur að uera til eitthuaö ann- að viölag viö samkomur af þessu tagi heldur en innantómt raus um huort ein tegund listar sé fínni en önnur. Það er nú einu sinni þannig að list- in á ekki að þurfa þess með. Listin á ekki að þarfnast upphafningar eða ósýnilegs stalls og nái hún ekki eyrum fólks í dag leiðir tíminn annað í Ijós seinna. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir ,,Það eru ákaflega margir listamenn sem engum dytti í hug aö uœru lista- menn og allra síst þeim sjálfum," segir Pétur Már■ Péturs- son. er lífs- vidhorf Glœdur Péturs Más Péturssonar Björk og 808 State í bresku popp-pressunni ,,Myndirnar mínar eru Ijóð- rœnar, afstœðar og fœöast óvœnt. Bakuið hverja mynd eru tíu aðrar myndir. Vinnan felst í aö skafa, skera og þurrka burtu fleti og undan þeim birtast gamlir kunningj- ar sem ég málaði kannski uikuna áður," segir Pétur Már Pétursson sem sýnir máluerk í Listhúsi Vesturgötu 17. „Ég fæst við svokallað sjálf- sprottið málverk. Ég leyfi til- finningunum að hafa yfir- höndina og þegar að því kemur að ég finn flöt sem mér líkar vel við vinn ég út frá honum. Maður er alinn upp með allskonar klisjur í hausnum sem sífellt troða sér fram og sjálfsprottið málverk er ein aðferð til að losa sig við þær. Það er svo gott með verk sem eru margræð að hver getur skilið þau sínum skiin- ingi. Fólk á kannski erfitt með að stökkva inn í hugar- heim myndarinnar fyrst í stað en málverkið verður betra með aldrinum eins og gott vín. Þetta konkretleysi veldur því að áhorfandinn getur sí- fellt skynjað myndina upp á nýtt. Ég var mjög ungur þegar ég byrjaði að mála og hef eig- inlega málað mig í gegnum allar þessar stefnur. Ég legg mikið upp úr því að vera ein- lægur í því sem ég er að gera og reyna að halda í minn per- sónulega stíl. Þegar ég sýndi 1984 hafði nýja málverkið náð að grassera svo rækilega að enginn hafði verið að fást við þessa hluti lengi. Sýning- in fékk þess vegna góðar við- tökur hjá eldri listmálurum en ég varð var við vissa for- dóma hjá sumum þeirra yngri sem þótti ég of hefð- bundinn eins og gengur og gerist." Nú ertu þriggja barna faðir og lífsbaráttan hefur tekið drjúgan skerf af vinnutíman- um. Fannstu ekki mikla tog- streitu milli málaralistarinn- ar annarsvegar og brauð- stritsins hinsuegar? „Jú vissulega. Myndlistin er þannig að þú þarft að helga þig henni algerlega til að geta náð þeim árangri að vera ánægður. Kannski fór ég öfugt í hlut- ina í upphafi. Ég byrjaði í Myndlista- og handíðaskólan- um en hætti eftir stuttan tíma. Ég hafði ekki kynnt mér innviði skólans áður en ég byrjaði og námið full- nægði ekki þeim væntingum sem ég gerði til þess. í dag hefði ég eflaust reynt að halda það út og fara sömu braut og hinir, það er til út- landa í framhaldsnám. Þá hefði ekki verið aftur snúið og ég hefði dembt mér út í þetta af fullum krafti. Það er með myndlist eins og skriftir að það þarf að vinna í samhengi. Þú getur ekki unnið þetta svo vel ásamt einhverju öðru. Það er á hinn bóginn hægt að vinna stanslaust í tvö ár og hætta síðan í langan tíma. Eg fór út í það að vinna mjög mikið al- menna launavinnu og mála í stopulum frístundum með þá von í brjósti að geta þá síðar meir einbeitt sér að myndlist- inni. Núna hef ég ákveðið að helga mig myndlistinni alger- lega og það næstu árin. Ég er nýlega búinn að koma mér upp vinnuaðstöðu en að- stöðuleysi hefur mikið háð mér.“ Þaö er semsagt listamaður- inn sem hefur rutt launa- manninum úr vegi? „Áður fyrr þegar ég eyddi löngum tíma í að spekúlera í lífinu og tilverunni fann ég að það búa svo margir karakter- ar í hverjum og einum. Það er í rauninni tilviljunum háð hver af þessum karakterum nær yfirhöndinni. Ég held að listamaðurinn búi í blóðinu. Það er sama hvar í þjóðfélag- inu þú ert staddur, þú horfir á umhverfið með augun lista- mannsins. Það er algerlega óháð árangri þínum á vett- vangi listarinnar og það verð- ur aldrei vegið og mælt á vettvangi listfræðinga eða annarra spekúlanta. Það eru ákaflega margir listamenn sem engum dytti í hug að væru listamenn og allra síst þeim sjálfum," segir Pétur Már Pátursson. Það þykir mikill viðburöur í bresku tónlistarlífi að Björk Guðmundsdóttir söngkona Sykurmolanna hafi sungiö inn á plötu með 808 State. í nýjasta blaði Melody Ma- ker er fórnað heilli opnu til að fjaila um samstarfið og New Musical Express hefur einnig gert plötunni góð skil. Darr- en, liðsmaður hljómsveitar- innar, segir í viðtali við Mel- ody Maker að hann viti mætavel hvað Björk er að yrkja um í textanum við lagið Oops! „Hún er að skrifa um viðhorf sín til karlmanna," segir Darren. „Að vera eign- uð einhverjum. Hún skilur karlmenn og skrifar um það á sinn eigin hátt.“ AÐ ÞÍNUM PÓMI HEIMIR PÁLSSON A gagnrýnin á bókmenntaverdlaunin rétt á sér? íslensku bókmenntaverð- launin hafa sætt gagnrýni einkum frá ungum höfund- um. Það sem einkum hefur verið gagnrýnt er tilnefning forlaganna sjálfra. Óánægju- raddir segja að sá kostnaður sem liggur í að tilnefna bók sé litlu forlögunum ofviða og þeim höfundum sem ráðast í að gefa út bækur sjálfir. Einn- ig hefur jöfn skipting hiilli stærri forlaga vakið tor- tryggni og þykir mörgum sem ýmsar bækur séu til- nefndar til að ganga ekki fram hjá neinu forlaganna þó að bækurnar sjálfar eigi lítið heima í þessum hópi. Einnig hefur heyrst að síðustu tvær tilnefningar beri með sér að þar sé verið að verðlauna höfunda og feril þeirra í heild en ekki einstök verk og þykir mörgum sem ungir höfundar hafi litla möguleika. Listapósturinn spurði Heimi Pálsson formann Fé- lags íslenskra bókaútgefenda eftirfarandi spurningar. Á þessi gagnrýni rétt á sér að þínum dómi og ef svo er hvaða leiðir eru til úrbóta? „Það verður seint til þeirra verðlauna stofnað sem allir verða sammála um. Það hef- ur alla tíð verið ljóst að ís- lensku bókmenntaverðlaun- in eru markaðsverðlaun. Til þeirra er stofnað af bókaút- gefendum og þeir standa undir öllum kostnaði við þau og bera á þeim fulla ábyrgð. Hingað til hafa íslendingar heykst á að efna til annars konar verðlauna og er ekkert meira um það að segja. Á hinn bóginn hafa aðstand- endur verðlaunanna líka sýnt að þeir vilja leita leiða til þess að bókmenntaverðlaunin standi í sannleika undir nafni og sýni þá virðingu og þökk sem bókmenntir og höfundar þeirra eiga skilið. Til þess benda meðal annars ger- breytingar á verðlaununum milli ára. Kostnaður við til- nefningar var svo lágur að ég vísa þeirri fullyrðingu ger- samiega á bug að hann hafi getað staðið í vegi fyrir til- nefningu. Það er fyrirsláttur og ekki annað. Sama er að segja um kjána- legar staðhæfingar um skipt- ingar milli forlaga. Svo vel er mér kunnugt um starf dóm- nefnda að ég veit að það hef- ur aldrei verið hugsað. Dóm- nefndirnar bæði í fyrra og nú hafa unnið eftir sannfæringu sinni og skilað erfiðu verki sér til sóma. Það er tölfræðilegur kjána- skapur að halda að sagan verði lesin út úr atburðum tveggja ára. Þeir sem þar að auki eru haldnir slíkri skyn- villu að telja að verðlaunin þessi tvÖ ár hafi verið veitt fyrir eitthvað annað en þær þrjár bækur sem þau hafa hlotið — þeir verða bara að fá að lifa í sinni skynvillu," sagði Heimir Pálsson. Sjón í Kvennaskólanum Fúría leikfélagKvennaskól- ans í Reykjavík hefur undan- farið sýnt leikritiö Ástir Bjart- mars Isidórs á Galdraloftinu. Leikritið fjallar um ástir skáidsins og rithöfundarins Bjartmars ísidórs. Sjón samdi leikritið sérstaklega fyrir Kvennaskólann og í samtali við Listapóstinn sagði Sigrún Harðardóttir sem situr í stjórn leikfélagsins að leikrit- ið væri prakkaraleg ástar- saga. Hún sagði ennfremur: „Skólastjórinn og nem- endaráð veittu okkur mikinn stuðning og án hans hefði þetta ekki verið' mögulegt. Leikfélagið lagðist af fyrir fjórum árum dg þetta er því frumraún okkar sem komum fram núna. Það er mjög spennandi og þetta hefur ver- ið mjög skemmtiiegur tími." S.ÞÓR

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.