Pressan - 21.02.1991, Blaðsíða 21
21
LISTAPÓSTURINN
Myndlistin
á aö vera
skemmtileg
„Undirtónninn er dálítiö
skyldur þjódsögum, það er
þuí að það sé einhver annar
heimur en sá sem við sjáum
með berum augum," segir
Hulda Hákon um sýningu
sína sem hún opnar í Galleríi
11 laugardaginn 23. febrúar
kl. 14.00.
„Viðfangsefnið er oftar en
ekki einhverskonar biðstaða
en myndirnar mínar skýra sig
nú mest sjálfar. Yfirleitt er
einhver texti með myndun-
um þar sem ég njörva mynd-
efnið enn frekar niður. Mér
finnst að myndlist eigi að
vera aðgengileg fyrir alla og
þykir miður þegar fólk segir
við mig að það hafi ekkert vit
á myndlist. Ég held að allir
hafi vit á myndlist og að mín-
um dómi á hún að vera
skemmtileg en ekki einhver
dauðans alvöruþungi."
Pú talar ekki um myndlist-
,,Ef við týnum niður Ijóð-
stafahefðinni er það mesta
menningarslys sögunnar.
Sérstaklega myndi ég sjá eftir
lausavísuhefðinni," segir
Ragnar Ingi Aðalsteinsson
höfundur Bögubókarinnar
sem notuð er til kennslu í
bragfrœði í framhaldsskól-
um.
Ragnar er íslenskukennari
við Foldaskóla en hefur auk
þess að kenna starfað í gegn-
um tíðina við allskyns störf til
sjós og lands:
„Það sem er áhugaverðast
við bragfræðikennsluna er
hvað nemendur hafa gaman
af því að yrkja hefðbundið
þegar þeir komast upp á lagið
með það. Ég geri skýran
greinarmun á skáldskap og
yrkingum sem listgrein ann-
arsvegar og hagmælsku hins-
vegar sem ég tel öðru fremur
vera íþrótt. Skáldskapargáfan
er ekki til í ríkum mæli nema
í einstaka manni en allir hafa
eitthvað að segja og vísna-
gerð er ein tegund tjáskipta.
Það sem er síðan mikilvægt
er að yrkja undir settum regl-
arnámið sem slíkt í sýningar-
skránni, er einhver ástœða
fyrir því?
„Ég tel að á fyrri sýningum
mínum hafi ég gert því nægi-
leg skil og vil sem minnst um
það tala. Það hefur svo mikið
annað gerst síðan sem skiptir
kannski meira máli. En af því
að þú spyrð vil ég taka fram
að mér finnst mjög vænt um
að hafa verið í nýlistadeild-
inni. Það stóð mikill styr um
hana þegar ég var þar í námi
og hún mætti miklum for-
dómum en við sem útskrifuð-
umst þaðan þá erum öll starf-
andi myndlistarmenn. Ég var
mjög græn þegar ég fór inn í
skólann og hélt eins og svo
margir að galdurinn væri
fólginn í því að vera góð að
teikna. En mér var kippt úr
þeim blekkingarheimi. Ér ég
kom inn í nýlistadeildina var
fyrsti kennarinn minn Guð-
um því ef við missum þær
eins og nágrannaþjóðir okk-
ar hafa gert eigum við ekkert
eftir nema endarímið og það
eru slæm örlög.
Hefðbundin ljóð eru geysi-
lega stór þáttur í bókmennt-
um okkar. Kunnátta í brag-
fræði er því að mínum dómi
ekki síst mikilvæg til að nem-
endur skilji þær bókmenntir
sem heyra undir þann þátt."
Er ekki tiltölulega sjald-
gœft í dag að nemendur séu
látnir lœra Ijóð utanbókar
eins og tíðkaðist? Öðlast
nemendur þá ekki síður
þessa tilfinningu fyrir hefð- o
bundnum Ijóðum? w
„Ég er mjög hlynntur því
að krakkar læri ljóð utanbók-
ar til að þau fái innsýn í ljóða-
hefðina en ekki síst til að
þjálfa heilann. Utanbókar-
lærdómur hefur sömu áhrif á
heilann og íþróttir fyrir vöðv-
ana. Undanfarið hefur verið
eytt allt of miklu púðri í nú-
tímaljóð miðað við hvað þau
eru lítill hluti af íslenskum
bókmenntum.
Það má ekki skilja þetta
þannig að ég sé að kasta rýrð
bergur Bergsson. Hann
kenndi kúrs í „concrete poe-
try“. Ég hélt að það væri ætl-
ast til þess að ég skrifaði
þannig ljóð sem ég og gerði.
Ég fór síðan með ljóðið til
Guðbergs en hann gerði
stólpagrín að mér. Það var
ekki lengur málið að gera
hlutina eftir pöntun og fá síð-
an hrós hjá kennaranum.
Kennurunum í nýlistadeild-
inni stóð einfaldlega á sama
hvort þeir fengu í hendurnar
efnislegar úrlausnir eða ekki.
List snýst ekki um að þjóna
kerfinu, þar skiptir þörfin til
að skapa öllu máli og hún
verður að vera fyrir hendi.
Það er svo auðvelt að blekkja
í listum og ég tel að þessi lær-
dómur úr nýlistadeildinni
hafi verið mér einstaklega
dýrmætur og gott vegar-
nesti."
Nú hefur þú skapað þér
á óhefðbundin ljóð. Meðal
þeirra er það besta sem við
eigum. Formið í sjálfu sér er
aðeins umgjörð um það sem
verið er að yrkja.
Þegar ég var í menntaskóla
var óhefðbundið ljóðform að
ryðja sér til rúms. En það
varð fyrir miklu aðkasti og
fordómum. Ég var þá mjög
harður talsmaður nútíma-
ljóðlistar enda taldi ég form-
byltinguna af hinu góða og að
mjög góðan orðstír erlendis
sem myndlistarmaður. Var
ekki erfitt að koma sér á
framfoeri?
„Það byrjaði með því að ég
tók þátt í samsýningu lista-
manna á Norðurlöndum. Ég
hef orðið talsvert vör við að
fólk heldur að það sé ákaf-
lega tilviljunarkennt hvernig
fólk velst inn á svona sýning-
ar og hvaða myndir vekja at-
hygli. Mér finnst það svolítið
undarleg afstaða. Ég fékk
mörg tilboð um sýningar og
myndirnar mínar fengu
mikla umfjöllun og það hefur
orðið mér til góðs. Ég hef
núna á þessu ári tekið þátt í
samsýningum í Sovétríkjun-
um, Bandaríkjunum og
Þýskalandi en sú sem mér
þótti einna vænst um var í
Astralíu. Sú sýning var sam-
sýning um 130 myndlistar-
manna víðsvegar að úr heim-
mörgu leyti var hún það.
Þetta snérist hins vegar fljót-
lega alveg við og allir fóru að
yrkja óhefðbundið. Það fóru
að ícoma fram ýmsir fordóm-
ar gagnvart hefðbundnu ljóð-
formi og ég brást aftur hinn
reiðasti við, enda hef ég alltaf
haft lúmskt gaman af því að
vera öðruvísi en aðrir."
Lausavísnahefö og bóklest-
ur heyrir það ekki sögunni
til?Nú hafa krakkar sjónvarp
inum og sá sem valdi hana
saman er mjög virtur þýskur
sýningarhaldari. Það var mér
mikill heiður að fá að máta
mig við myndlistarmenn sem
ég hafði áður lært um í lista-
sögunni og þetta var
skemmtileg reynsla. Ég
hugsa að það eigi þátt í að ég
næ athygli erlendis að ég
nota myndefni úr þeim bak-
grunni sem ég þekki best,
það er að segja íslenskum."
Hvernig gengur þér að lifa
af myndlistinni?
„Það er alltaf á mörkunum
að það sé hægt að lifa af
myndlist. Allur kostnaður
hleður svo mikið utan á sig.
Ég er gift myndlistarmanni
þannig að við erum bæði háð
frekar tilviljunarkenndum
tekjum. Það hefur líka ýmsa
kosti í för með sér að vera
giftur manneskju sem er að
fást við sömu hluti og maður
og vídeó og ýmis önnur
áhugamál. Hvað með þœr
raddir sem telja of mikið
framboð fjölmiðla og afþrey-
ingar stofna menningu okkar
í hœttu?
„Þegar ég var strákur í Jök-
uldal var aðeins eitt útvarp
og dagblöð sáum við aðeins
hálfsmánaðarlega. Þrátt fyrir
þessa fábreytilegu afþreyingu
var til fólk sem aldrei las í bók
eða barði saman vísu.
Ég get ekki séð að hlutun-
um sé öðruvísi farið í dag.
Börn og unglingar lesa skóla-
bækur allan daginn og sum
þeirra einnig aðrar bækur.
Mér finnst þetta öðru fremur
vera barlómur. Hlutir eins og
sjónvarp kollvarpa ekki
menningu okkar, þar kemur
annað til. Foreldrar barna
hafa langsamlega mest að
segja um uppeldi þeirra.
Hvorki sjónvarpsskermur,
Hallærisplan né bjórinn hef-
ur þar neina úrslitaþýðingu.
Unglingarnir eru bara spegil-
mynd þeirra sem þeim þykir
vænst um þegar þau alast
upp,“ segir Ragnar Ingi Aðal-
steinsson.
sjálfur. Ég myndi ekki kjósa
mér maka úr neinni annarri
stétt nema hann væri ógeðs-
lega ríkur," segir Hulda og
glottir.
Velþekktur myndlistar-
maður, eiginkona, og móðir.
Skyldi vera að Huldu langaði
stundum til að hlaupa í burtu
og fela sig? Er einhver tog-
streita í þér milli myndlistar-
mannsins og hinna hlutverk-
anna?
„Það er kvöð að vera lista-
maður og hún lætur þig aldr-
ei í friði. Stundum öfunda ég
fólk sem hefur ekki þessa
þörf. Ég horfi líka stundum
yfir heimili mitt og fyllist
þessari vanmáttarkennd
gagnvart húsmóðurstörfun-
um sem hafa aldrei verið mín
sterka hlið. Ég fyllist kannski
ekki síst vanmætti gagnvart
vanmættinum. Öll þessi um-
ræða um konur í listum á
mjög mikinn rétt á sér. All-
staðar þar sem ég kem til
dæmis erlendis þá eru hlut-
föllin í sterkustu galleríunum
mjög svipuð. Konurnar eru
kannski tvær á móti hverjum
12 karlmönnum. Þetta er
mjög leiðinlegt og ég veit
ekki hverju er um að kenna.
Þetta er harður heimur og
svo hittir maður konur sem
hafa brotist í gegn og eru oft
skemmdar __ af taugaveiklun
og æsingi. Á vissan hátt verð-
ur maður að segja sig úr lög-
um við samfélagið til að geta
haldið áfram."
Leikarar
hættu eftir
deilur viö
leikstjóra
Æfingar hjá Alþýðuleik-
húsinu á leikritinu Undirleik-
ur við morð eru fremur fálið-
aðar þessa dagana.
Aðeins einn leikari er eftir í
sýningunni en það er Hjálm:
ar Hjalmarsson. Hinir leikar-
arnir hættu allir eftir deilur
við leikstjórann Hávar Sigur-
jónsson.
Leikstjórinn er nú á höttun-
um eftir nýjum leikurum.
Unglingar eru spegilmynd þeirra sem þeim þykir vænst um
— segir Ragnar Ingi Aðalsteinsson, sem kennir börnum bragfrœði