Pressan - 21.03.1991, Blaðsíða 20
20
FIMMTUDAGUR PRESSAN 21. MARS 1991
Bjarni Dagur
eignast
þjáningarsystur
Þaö er ekki langt síðan
vid sögðum frá hremming-
um útvarpsmannsins
Bjarna Dags þegar hann
fór í bíó. Þrjár stúlkur úr
Hafnarfirðinum eyðilögðu
ferðina. En nú hefur
Bjarni Dagur eignast þján-
ingarsystur. Það er engin
önnur en Agnes Braga-
dóttir, stjörnublaðamaður
Morgunblaðsins, og segir
hún farir sínar ekki sléttar
í rabbþætti í Morgunblað-
inu fyrir skömmu.
Agnes brá sér á bíó með
karli föður sínum og ætluðu
.. þau feðginin að njóta ís-
lensku myndarinnar Ryð. En
margt fór á aðra leið. Gefum
Agnesi orðið: „Þótt aðeins
átján hræður væru á þessari
sýningu voru átta þeirra að
týnast inn ein og ein fyrsta
korter sýningarinnar, með til-
heyrandi truflunum. Ekki
nóg með það, þegar órofin
nærvera þagnarinnar var
hvað brýnust, var hún rofin æ
ofan í æ, með skruðningum
þeim sem fylgja því þegar
sælgætisbréf eru rifin utan af
sætindum, skrjáfi í popp-
kornspokum, smjatti, hósta-
kjöltri og umli. Oþolandi —
hreint óþolandi og sem eitur
í mínum beinum!“. Skyldi
Bjarni Dagur bjóða Agnesi í
bíó?
Lóa spákona
skekur
útvarpið
„Ég hafði bara ekkert
heyrt um þetta,“ sagði Lóa
spákona þegar hún var
spurð um harkaleg við-
brögð útvarpsráðsmanna
við því þegar hún spáði í
bolla Davíðs Oddssonar
formanns Sjálfstæðis-
flokksins mánudaginn eft-
ir að hann var kosinn for-
maður.
Síminn á rás 2 varð þegar
rauðglóandi meðan á útsend-
ingu stóð og hringdi þar inn
hver útvarpsráðsmaðurinn af
öðrum. — Allir öskureiðir yf-
ir að frambjóðanda fyrir
næstu kosningar væri hamp-
að svona og þar að auki fékk
hann góða spá. Og nú hefur
útvarpsráðsmaðurinn Mark-
ús A. Einarsson, fulltrúi
Framsóknarflokksins, lagt
fram formleg mótmæli í út-
varpsráði. Þetta mun hafa eft-
irmála.
En Lóa er bara hissa. Hún
sagðist ekki hafa séð þetta
fyrir og lætur sér fátt um finn-
ast. Hún heldur bara áfram
að spá í bolla, lófa og Tarrot
spil. Hún segist hafa fengið
áhugann þegar hún sem ung
stúlka fór til spákonu og síð-
an hefur hún spáð fyrir gest-
um og gangandi. Það er
kannski tími til kominn að út-
varpsráð geri hana fræga?
Grunnskólanemendur kynna sér vinnumarkaöinn
vekja upp umræðu. Ég vil að
tekið verði upp persónukjör í
stað flokkakjörs. Það eru
menn í öllum flokkum sem ég
vil á þing, en aðra vill maður
ekki sjá þar. Það er miklu
eðlilegra að í okker fámenna
þjóðfélagi fái fólk að velja á
milli einstaklinga.“
Haukur nefndi einnig sem
baráttumál aðhald að lög-
fræðingum. „Þeir setja sam-
an svimandi háan taxta sem
siðan dómarar eru látnir sam-
þykkja. Þetta er borðleggj-
andi brot á mannréttindum.
Fólk kemur efnahagslega
ónýtt frá þessari fámennis-
klíku. Þá eru fangelsismálin í
megnasta ólestri. Það er lítið
gert fyrir fanga, þeir koma
skítblankir út úr fangelsi og
lenda nánast óhjákvæmilega
í sama vítahringnum. Loks
má nefna að ég er á móti
óheftum innflutningi á út-
lendingum. Ég er ekki kyn-
þáttahatari, en þennan lær-
dóm dreg ég af veru minni í
Svíþjóð."
Haukur segir að hann hafi
nánast fiúið til Svíþjóðar á
sínum tíma. „Ég flúði áfengis-
vandamálið, því pressan var
of mikil hér. Nú er ég alveg
laus við lyfin sem ég var að
láta ofan í mig og ég get feng-
ið mér einn og einn bjór án
þess að lenda í vítahring. Ég
starfaði um hríð með trúar-
söfnuði og þótt ég geri það
ekki núna þá trúi ég á Jesúm.
Ég þakka honum fyrir að ég
losnaði út úr hringavitleys-
unni.“
„Ég er á móti óheftum innflutningi á útlendingum. Ég er ekki kynþáttahatari, en þennan lærdóm
dreg ég af veru minni í Svíþjóð."
Haukur Haraldsson hellir sér í kosningaslaginn
Framfaraflokkur berst
fyrir persónukjöri og
aðhaldi á lögfræðinga
„Ég er staðráðinn í því
að bjóða fram í komandi
þingkosningum. Ég ætlaði
að bjóða fram einn á eigin
Iista, það hefur hingað til
verið hægt, en alþingis-
menn fengu víst niður-
gang og breyttu lögunum,
þannig að nú er persónu-
framboð útiiokað og þarf
heilan flokk með fullan
lista.“
Haukur Haraldsson, sem
fyrir nokkrum árum var á
allra vörum vegna sölu á
„hjálpartækjum ástarlífsins"
og fyrir að stjórna sjóðheit-
um nærfatasýningum Pan-
hópsins, er kominn til lands-
ins eftir tveggja ára „útlegð"
í Svíþjóð. Hann er nú að
stofna stjórnmálaflokk, sem
hann nefnir Framfaraflokk-
inn („á ekkert skylt við Glistr-
up. Er bara flott nafn“).
„Ég er tilbúinn með lista til
að fá framboðið samþykkt og
listabókstaf — ég sæki um F
— og ég verð ekki lengi að fá
nýjan lista yfir meðmælend-
ur.
Það sem
ég vil er ekki
endilega að
komast á þing,
þótt ég sé bjart-
sýnn á að það
gæti tekist,
heldur vil ég
OG HVER ERU SVO HLUNNINDIN?
Þúsundir grunnskóla-
nemenda hafa að undan-
förnu valið sér stofnanir
og fyrirtæki í sérstakri
starfskynningu fræðslu-
umdæmanna. Ekki veitir
af að búa börnin og ungl-
ingana vel undir átökin
sem þau munu óhjákvæmi-
lega upplifa á vinnumark-
aðnum og varla sakar að
þau fái nasasjón af því
hvar verði best að bera
niður að námi loknu.
Því voru börnin send út af
örkinni með nítján spurning-
ar á blaði og voru forsvars-
menn stofnana og fyrirtækja
beðnir um að fræða þau.
Hvað þarf að læra í skóla til
að verða X? Hverjir þiggja
þjónustu X? Hvar vinnur X?
Tíunda spurningin: Hver
eru hlunnindi í starfi X? Sú
þrettánda: Hvernig er starfs:
tíma háttað? Sautjánda: í
hvaða stéttarfélagi er X? Átj-
ánda: Hvað fær X langt sum-
arfrí? Og sú nítjánda og síð-
asta: Hver eru grunnlaun X?
Ekki ónýtar upplýsingar
fyrir börnin. „Ekki síður fyrir
kennarana," mun ónefndur
lögfræðingur hafa tuldrað
eftir að hafa handfjatlað
spurningalistann.
KYNLÍF
Hin ýmsu stig kynlífsfíknar
Ég hef öðru hverju fjallað
um kynlífsfíkn (sexual add-
iction) í pistlaskrifum mín-
um. Éftir hundrað ár eða
svo spái ég því að almenn
viðhorf til kynlífsfíknar
verði svipuð og til alkóhól-
isma nú á tímum. Að gefa
viðhorfabreytingu meðal
almennings svona langan
tíma rökstyð ég með þvi að
þegar um kynlíf er að ræða
eru allar breytingar miklu
hægari. Fleiri veggir hafa
verið reistir um þessa
mannlegu upplifun en
nokkra aðra mannlega
hegðan og því tekur lengri
tíma að brjóta þá múra.
Hugmyndir þær sem ég
hef reifað um kynlífsfíkn
eru að sjálfsögðu ekki úr
lausu lofti gripnar og hef ég
aðallega stuðst við skrif
Patrick Carnes sem er
frumkvöðull að meðferðar-
prógrammi fyrir kynlífs-
fíkla í Golden Valley heilsu-
miðstöðinni í Minneapolis í
JÓNA
INGIBJÓRG
JÓNSDÓTTIR
Norður-Ameríku. Munið
þið þegar íslensku alkarnir
fóru fyrst til Freeport?
Carnes hefur þær hug-
myndir að til séu hin ýmsu
stig kynlífsfíknar — nánar
tiltekið þrjú stig. Mig langar
að tæpa á þessum stigum.
En fyrst vil ég ítreka að
ekki má rugla saman kyn-
lífsfíkn og ánægjulegu sam-
lífi sem meirihluti fólks iðk-
ar. Það má heldur ekki
rugla kynlífsfíkn við þá
sem „oft“ stunda sín kyn-
mök en það sem einum
finnst ,,oft“ getur öðrum
fundist „sjaldan". Heilbrigt
fólk getur sett sér og öðrum
mörk en kynlífsfíklar hafa
misst stjórnina og kynlífs-
ástundun þeirra er skamm-
góður vermir og veitir
meiri vanlíðan en vellíðan
þegar upp er staðið.
Þá eru það stigin. Með
stigum er ekki átt við að
fíknin þróist upp í þriðja
stigs fíkn ef ekkert er að
gert heldur eru stigin hugs-
uð sem leið til að lýsa og
flokka. Kynlífsfíkn sem
gæti flokkast undir fyrsta
stigs fíkn, að mati Carnes,
eru gagnkynhneigð og
samkynhneigð sambönd,
sjálfsfróun, klám og vændi.
Samkvæmt normum í sam-
félaginu er þessi kynhegð-
un ýmist viðurkennd og tal-
in sjálfsögð (t.d. sjálfsfróun
og gagnkynhneigð sam-
bönd) en sum kynhegðun
eins og klám og vændi er
umdeild. Þegar þessi kyn-
hegðun er dæmd ólögleg
ganga lögin ekki ýkja hart
fram að uppræta ósómann.
Þessi staðreynd setur kyn-
lífsfíkilinn í litla hættu með
hegðun sinni. Hér á landi
eru klámspólur öðru hverju
gerðar upptækar og í gær
sagði unglingur mér sögu
af konu einni vestur í bæ
sem ítrekað á að hafa feng-
ið til sín viðskiptavini sem
sóttust eftir blíðu hennar
en bæði hún og viðskipta-
vinirnir væru látin óáreitt
af lögreglunni. Þegar fyrsta
stigs hegðun er ólögleg er
sjaldan minnst á fórnar-
lömb líkt og um engin fórn-
arlömb væri að ræða. Hins
vegar á misnotkun sér oft
stað þó hún sé mörgum hul-
in. Viðhorf almennings ein-
kennast stundum af við-
bjóði samanber gróft klám
eða tvískinnungshætti t.d.
þegar um „kvennagull" er
að ræða („eftirsóttur"/
„hugsar með tippinu").
í annars stigs kynlífsfíkn
getur verið um að ræða
„dónasímtöl", flassara og
gluggagægjara. Hver man
ekki eftir strípalingnum
. .. í annars stigs
kynlífsfíkn getur
verid um að ræða
„dónasímtöl“,
flassara og
giuggagægjara.
sem fílaði í botn að hlaupa
eftir Laugardalsvellinum á
fótboltaleikjum? Samfélag-
ið viðurkennir ekki þessa
hegðun og litið er á hana
sem frekar hvimleiða ár-
áttu. Fíkillinn er talinn eitt-
hvað klikkaður en tiltölu-
lega meinlaus. Þessi hegð-
un er algengt brandaraefni
og gerir lítið úr sársauka
fíkilsins. Áhætta kynlífsfík-
ilsins, og spenna, er hér
sýnu meiri en í fyrsta stigs
fíkn. Hér á hann á hættu að
verða handtekinn og verða
dreginn fyrir lög og rétt. í
annars stigs fíkn er alltaf
um að ræða fórnarlömb.
í þriðja stigs kynlífsfíkn
er að finna hegðun eins og
nauðgun, sifjaspell og kyn-
ferðislega misnotkun
barna. Þessi hegðun er tal-
in alvarlegt brot á normum
samfélagsins og fíkillinn
setur sig í mikla áhættu
hvað lög varðar. Um fórn-
arlömb er alltaf að ræða og
almenningur hálf tryllist
stundum af reiði þegar
vitneskja um þessi brot
berst út. Litið er á gerendur
sem alvarlega veika menn
og telja sumir að þeim sé
hreinlega ekki viðbjarg-
andi.
Að ofansögðu er Ijóst að
ekki er öll kynlífsfíkn eins
og að fíkillinn setur sig í
mismikla hættu með atferli
sínu. 1 öllum tilvikum upp-
lifir fíkillinn skömm en mis-
mikla m.a. eftir því hvert
viðhorf samfélagsins er.
Annað sem fíklum er sam-
eiginlegt, sama á hvað stigi
þeir eru, er tilfinning um að
vera kominn í vítahring.
Spyrjió Jónu um kynlífiö. Utanáskríft: Kynlíf c/o PRESSAN, Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík