Pressan - 21.03.1991, Side 24
24
FIMMTUDAGUR PRESSAN 21. MARS 1991
9íl)jnr
tok’Hsslinr
^jóðiögur
Yfirmaöur á fjölmennum
vinnustaö í Reykjavík haföi
þann ósiö, þegar hann var
undir áhrifum áfengis, aö
reka starfsfólk sitt úr vinnu.
Á árshátíö gekk hann á milli
manna og tilkynnti öllum
sem hann náöi til aö viö-
komandi væri hér meö rek-
o
inn úr vinnunni og þaö hafi
verið sín mestu mistök aö
ráöa viðkomandi til starfa.
Enginn tók mark á yfir-
manninum, sérstaklega þar
sem hann hafði oft gert það
sama áður, og þar meö
voru allir starfsmenn hans
orðnir vanir brottrekstrum
þegar yfirmaöurinn var viö
skál. Ef mark heföi verið
tekiö á yfirmanninum er
hætta á að vandræöi heföu
oft skapast þar sem stóran
hluta heföi þá vantaö af
starfsfólkinu.
Einn starfsmannanna,
sem var á árshátíöinni,
haföi drukkiö of mikið og
svaf áfengissvefni í stól sín-
um. Þegar yfirmaöurinn sá
sofandi manninn rifjaðist
þaö upp fyrir honum aö
þennan mann átti hann eft-
ir aö reka. Yfirmaðurinn
settist viö hlið sofandi
mannsins og hóf aö reka
hann úr vinnunni. Greini-
lega geröi sá sofandi sér
enga grein fyrir umræö-
unni og svaf áfram værum
svefni. Yfirmaðurinn veitti
svefninum enga athygli og
hélt sínu striki ákveðnari en
áður.
„Þú ert rekinn. Þaö voru
mestu mistök sem ég hef
gert aö ráöa þig til starfa og
það er á hreinu aö þú þarft
ekki aö mæta á mánudag-
inn, auminginn þinn. Þaö er
sama hvar ég leita, allstað-
ar skal ég finna betri mann
en þig," hálföskraði yfir-
maðurinn í sofandi eyra
undirmannsins.
Ekkert svar kom frá und-
irmanninum. Því var ræðan
endurtekin og endurtekin
og endurtekin. Til aö leggja
meiri áherslu á orö sín
bankaöi yfirmaðurinn í öxl
undirmannsins. Viö þaö
rann sá sofandi fram af
stólnum og endaöi flatur á
gólfinu undir borðinu.
Yfirmanninum þótti
greinilega ekki komió nóg
því hann renndi sér á eftir
„líkinu" undir borðið og
hélt áfram þar til hann taldi
víst aö hann heföi komið
máli sínu til skila.
Allir starfsmennirnir
mættu til starfa á mánu-
deginum.
(Úr yfirmannasögum)
Tryggvi Hansen listamaður
Ég bjó til talandi trommu
úr líknarbelg sonar míns
„Ég bjó til litla trommu úr
Uknarbelg sonar míns,“ segir
Tryggui Hansen listamaöur.
,,Eg tók belginn strax og
strengdi hann upp á ramma
til að þurrka. Þetta uar fínt
gegnsœtt skinn og mjög
nœmt fyrir raka. Ef maður
bar trommuna upp að uitum
sér breyttist tónninn jafnóð-
um. Þetta var því talandi
tromma. Tromman var síðan
til þangað til strákurinn var
orðinn fimm ára en þá sló
hann í gegnum hana miðja.
Mérþóttiþað ná dálítið tákn-
rænt."
Tryggvi er kunnur af því að
fara sínar eigin leiðir og oft
skemmtilegar í listsköpun
sinni:
„Annað hljóðfæri sem ég
hef smíðað er íslensk fiðla. Ég
studdist þar við fiðlu sem til
er á Þjóðminjasafni og ritað-
ar heimildir. Fiðlan hljómar
ekki ósvipað og baul enda
kalla ég hana Búkollu. Ég hef
einnig smíðað hljóðfæri sem
ég kalla Eddu. Pað er smíðað
úr hrosshauskúpu. Kjafturinn
er glenntur sundur með stóru
beini og milli skoltanna eru
strengirnir. Þetta er því harpa
og nafnið er þannig til komið
að ég sé fyrir mér svartan
hest á nóttu fyrir ævalöngu
en nú er hann hauskúpa og
harpan þögnuð."
Tryggvi er meðlimur í ása-
SJÚKDÓMAR OG FÓLK
(Symmetrel) er mikið notað
við þessum sjúkdómi. Það
losar um boðefni (katekóla-
mín) í heilanum sem hafa
góð áhrif á sjúkdómsmynd-
ina. Ef engin áhrif fást með
þessum lyfjum eða lyfja-
áhrifin fara þverrandi er
stundum gefið Bromocrip-
tine (Pariódel). (Parlódel).
ERFITT TILFELLI
Bessi var á nægilegu
magni lyfja sem ég sá ekki
ástæðu til að breyta. Ég
ákvað að láta sitja við
óbreytta lyfjameðferð en
reyna að fá henn í meiri
sjúkraþjálfun sem oft hef-
ur ágæt áhrif á þessa sjúkl-
inga. Við Bessi hittumst eftir
þetta nokkrum sinnum og
hann var stundum eitthvað
betri en áhrif lyfjanna virt-
ust þó mjög mismunandi.
Hann varð gleymnari eftir
því sem tíminn leið. Alltaf
þegar við hittumst sagði
hann: — Hvenær eigum við
að fara saman upp á Völl til
að rassskella dátana? Það
var það skemmtilegasta sem
ég gerði um ævina. Ég las í
blöðunum um daginn að
Bessi væri dáinn. Nú er eng-
inn lengur til að lemja á
ameríska hernum, hugsaði
ég. Þar fór í verra.
Gamall lögregluþjónn meö
Parkinsonsveiki
ÓTTAR
GUDMUNDSSON
Einn sjúklinga minna úti á
landi hét Bessi. Hann var um
sjötugt og illa farinn af Park-
inson-sjúkdómi. Bessi
hafði veikst nokkrum árum
áður og einkenni sjúkdóms-
ins farið hægt versnandi.
Hann var hestamaður og
trillueigandi, kvæntur
þriggja barna faðir og hafði
horft fram á áhuggjulausa
elli. Konan hans dó þá
skyndilega og hann fór að
finna fyrir einkennum Park-
insonsveikinnar. Fótunum
var sem kippt undan tilveru
Bessa. Hann varð fljótlega
óvinnufær og gat illa séð um
sig sjálfur. Þegar við hitt-
umst bjó hann ennþá heima
hjá sér og naut aðstoðar
heimahjúkrunar. Börnin
heimsóttu hann sjaldan.
Honum leiddist mikið og
harmaði oft örlög sín. Ég
kom stöku sinnum til að
skrifa upp á nýja lyfseðla og
fylgjast með honum. Bessi
hafði verið frammámaður í
pólitík og aðalmaðurinn í
björgunarsveitinni á staðn-
um. Hann hafði unnið sem
bílstjóri og lögreglumaður á
Vellinum auk fleiri starfa.
Einhvern tíma hafði hann
flogist á við 4 drukkna amer-
íska dáta uppi á velli og haft
betur. — Nú er maður eins
og hver annar vesalingur,
sagði Bessi stundum hljóm-
lausri röddu, og strauk var-
færnislega eftir stólbríkinni.
Hann leit upp á kommóðuna
á myndir af börnunum og
barnabörnunum og brúð-
kaupsmynd af þeim hjónum.
— Maður sér þetta aldrei,
tuldraði hann stundum í
barm sér. Fyrir ofan mynd-
irnar var ameríski fáninn og
íslenski fáninn í kross og
skrautritað skjal á ensku.
Þar voru Bessa þökkuð vel
unnin störf í þágu varnar-
liðsins um árabil. — Núna
láta íslenskir lögregluþjónar
þetta hyski uppi á Velli troða
á sér, sagði hann gleðilaust
og án æsings. — Segðu mér
heldur frá sjúkdómnum,
sagði ég.
EINKENNI
PARKINSONSVEIKI
Ég rifjaði upp allt sem ég
mundi um þennan sjúkdóm.
Sjúkdómurinn er kenndur
við breskan taugasjúkdóma-
fræðing, James Parkin-
son, sem lýsti honum fyrstur
1817. Sjúkdómurinn er
býsna algengur og 1% allra
þeirra sem eru yfir fimmtugt
fá hann. Megineinkennin
eru mikill stirðleiki og
skjálfti. Skjálftinn byrjar yf-
irleitt í þumli og vísifingri
þannig að sjúklingurinn
virðist vera með eitthvað
milli fingranna og velta því í
sífellu. (pillu-velti-skjálfti).
Annað einkenni er mikill
stirðleiki. Þessir einstakling-
ar eiga erfitt með að hreyfa
sig eðlilega og gangurinn er
stirðbusalegur. Þeir hætta
að sveifla handleggjunum
við gang. Sjúklingurinn á
erfitt með að hneppa hnöpp-
um og skrifa eðlilega. And-
litið er steinrunnið og sjúkl-
ingurinn brosir ekki eðli-
lega. Talið er óeðlilegt og
sjúklingurinn kvartar undan
mikilli þreytu. Skriftin breyt-
ist og stafagerðin verður
ákaflega smá. Eitt leiðinleg-
asta einkenni sjúkdómsins
er skyndilegt blóðþrýstings-
fall. Það veldur því að sjúkl-
ingurinn getur liðið út af
þegar hann reynir að standa
upp.
LYFJAMEÐFERÐ
— Er ekkert hægt að gera
meira fyrir mig? spurði
Bessi. Parkinsonsveiki er
hrörnunarsjúkdómur í
taugakjörnum í undirstöðv-
um heilans. Einkennin virð-
ast stafa af ójafnvægi ákveð-
inna boðefna, dópamíns og
acetylkólíns sem eru nauð-
synleg fyrir eðlilega starf-
semi í heilanum. Sjúklingur
með Parkinsonsveiki hefur
of mikið af acetylkólíni og
skort á dópamíni í undir-
stöðvum heilans. Meðferðin
beinist að því að ieiðrétta
þetta. Aðallyfið sem gefið er
heitir Levodopa (Madopar,
Sinemet) en það er forstig
dópamíns. Það bætir upp
þann skort sem er á boðefn-
inu. Því miður fylgja ýmis
aukaáhrif þessum lyfjum í
líkamanum eins og ósjálf-
ráðar hreyfingar og kippir.
Sjúklingar svara meðferð-
inni mjög misjafnlega og
það getur breyst frá degi til
dags. Sumir kvarta undan
andlegum einkennum eins
og breyttum svefni, mar-
tröðum og draumarugli.
Margir gefa sjúklingum með
væg einkenni svokölluð
andkólinerg lyf í byrjun eins
og benshexol (Artane) eða
Akineton. Þessi lyf eiga að
vinna gegn acetylkólínáhrif-
unum. Þau hafa aukaáhrif
sem geta verið erfið fyrir
sjúklinginn eins og þvag-
teppa og rugl. Amantadín
trúarsöfnuðinum:
„Ég tilheyri honum að ein-
hverju leyti, aðallega vegna
vináttu minnar við Svein-
björn. Ég er hvorki heiðinn
né ekki heiðinn. Ég trúi engu
og ég trúi ÖIIu. Ég fór sjö ára
gamall í KFUM og þeirra guð
var mjög grimmur. Ég varð
mjög hamingjusamur þegar
ég losnaði undan valdi hans.
Seinna kynntist ég ýmiss
konar guðspeki og heimspeki
og það má segja að ég sé
meira og minna tengdur
þessu öllu.“
Tryggvi segir að sem ungl-
ingur hafi hann verið hippa-
drengur með sítt hár og blóm
í hárinu:
„Ég mundi öðru fremur
kalla mig náttúrudýrkanda.
Mér finnst gott að gleyma
mér í náttúrunni og renna
saman við hana. Mitt við-
fangsefni er einkum það að
skapa gæðastundir fyrir sjálf-
an mig og aðra. Ég sæki mik-
ið í það að vera einn úti í nátt-
úrunni, fer í langar göngu-
ferðir og kveiki elda og sit og
horfi í þá. Svo finnst mér gott
að skapa hvort sem það er
mynd, ljóð eða söngur og
ekki má gleyma því að hitta
góðar manneskjur."
Ef þú lifir fullkomlega í sátt
við allar þessar kenningar
ertu þá ekki ákaflega ham-
ingjusamur?
„Ég er hvorki hamingju-
samur né óhamingjusamur.
Ég upplifi tilveruna sem ráð-
gátu og tilfinningar mínar
gagnvart þeirri gátu spanna
allt frá reiði til furðu. Þegar
ég er glaður syng ég hástöf-
um en þegar ég er þungur og
sár yrki ég ljóð. Ég er líka far-
inn að trúa því að það sé
normalt að vera í sveiflu og ef
óhamingjan væri tekin frá
mér yrði ég eflaust harla tóm-
ur í kollinum. Þessar aðferðir
verja mig gegn miklu hugar-
víli. Ég kann að bregðast við
og set ekki bara hönd undir
kinn þegar erfiðleikarnir
berja að dyrum. Ég held að
leti sé æðsta dyggðin. Leti
gegn striti. í letinni fæðast all-
ar hugmyndir og á eftir þeim
kemur athafnasemin. Hér á
landi er vinnusemin í háveg-
um höfð en letin á sér fáa
meðmælendur. Enda eru þeir
fáir sem verpa nýjum hugsýn-
um. Sú leti sem ég dýrka best
er í grunna jtottinum í Laug-
ardalnum. Eg fer þaðan upp
úr klukkan sjö á kvöldin og
horfi til himins.
Leti mín er
ekki andleg
leti. Hún er
antistrit."
Mitt viðfangsefni er einkum
það að skapa gœðastundir fyrir
sjálfan mig og aðra