Pressan


Pressan - 21.03.1991, Qupperneq 25

Pressan - 21.03.1991, Qupperneq 25
25 LISTAPÓSTURINN Kristirm G. Harðarson Spólar til baka og nálgast sína Ingrid Jónsdóttir, Rósa G. Þórsdóttir og Stefán Jónsson: Fengum ómetanlegar upplýsingar um atferli blindra. Dalur hinna blindu Þíbilja frumsýnir leikgerð byggða á smásögu eftir H.G. Wells „Það er mjög fallegur boö- skapur í verkinu sem segir okkur ekki minna um heim sjáenda en heim hinna blindu," sögðu leikarar úr leikhópnum Þíbilju sem frumsýnir bráölega leikrit byggt á smásögu eftir H.G. Wells sem nefnist Dalur hinna blindu. Þetta er þriðja verkefni leikhópsins sem var stofnaður fyrir þremur árum en fyrsta sýningþeirra á verk- inu Gulur rauður grœnn og blár var frumsýnd vorið 88. Smásaga H.G. Wells byggist á suður-amerískri þjóðsögu sem segir frá því þegar Evr- ópubúar réðust inn í Suður- Ameríku. Spænskur harðstjóri leggur undir sig Ecuador í Andes- fjöllum og hópur fólks flýr undan harðræði hans langt upp í fjöllin og sest að í litlum dal. Ógæfan dynur yfir sam- félagið þegar miklir jarð- skjálftar orsaka grjótskriður sem loka dalnum af. Augn- sjúkdómur veldur því að börnin í dalnum fæðast blind en með hjálp hinna fullorðnu læra þau að aðlaga sig daln- um. Með nýjum kynslóðum glatast þeim vitneskjan um sjónina að fullu og heims- mynd þeirra tekur mið af því. Wells lætur síðan nútíma- mann koma í dalinn og hann vill leiða íbúana í allan sann- leik um sjónina. í leikgerð Þí- bilju eru nútímamennirnir tveir, faðir og sonur. Þeir upp- lifa heiminn á ólíkan hátt. Annar þeirra vingast við íbú- ana og sættir sig við þeirra gildismat en hinn vill leiða þá í allan sannleik um yfirburði sjónarinnar. Listapósturinn ræddi við þrjá leikara úr sýningunni, þau Ingrid Jónsdóttur, Rósu G. Þórsdóttur og Stefán Jóns- son og Ólöfu Sigurðardóttur búningahönnuð. Hvernig gerðuð þið leik- gerðina að verkinu? „Fyrst bjuggum við til grind en unnum handritið að öðru leyti í spuna. Við þurft- um auðvitað að lesa okkur mikið til um frumstæða þjóð- flokka og kynna okkur hin ýmsu trúarbrögð áður en við byrjuðum að spinna út frá þeim upplýsingum. í forvinn- unni höfðum við einnig sam- band við Blindrafélagið sem veitti okkur dygga aðstoð og þá einkum Asgerður Ólafs- dóttir blindrakennari. Sú vinna gaf okkur mikið og við fengum þar ómetanlegar upplýsingar um atferli bíindra sem leiddu okkur áfram í að búa til þetta samfé- lag. Við fengum að dvelja inni í skólastofu þar sem blind börn voru við nám og þau sýndu okkur leikrit. Það var gífurlega mikilvægt að okkar dómi að kynnast þess- um börnum því þau hafa ekki náð að aðlaga sig heimi sjá- enda og allar hreyfingar og annað slíkt er þeim fullkom- lega eðlilegt. Eftir að við höfðum unnið í talsverðan tíma með spuna tókum við hlé í mánuð meðan leikstjór- inn skrifaði og vann úr text- anum. Það taka ails tíu leikarar þátt í sýningunni og átta þeirra leika blint fólk. Þessir átta þurftu því að skapa trú- verðuga og margbreytilega fulltrúa slíks samfélags. Þetta var gífurlega krefjandi og um leið skemmtilegt." Hvað segir þetta leikrit okkur um átök þessara tveggja heima? Erum við leidd í allan sannleik um yfir- burði sjónarinnar eða hroka hins vestræna heims? „Leikritið segir okkur ekki minna um heim hinna sjá- andi en heim hinna blindu. Leikritið vekur upp spurningar um gildismat Vesturlandaþjóða gagnvart frumstæðum þjóðfélögum og gagnvart þeim sem eru öðru- vísi. I litla samfélaginu er mikil harmónía og barnsleg gleði ríkjandi og þau þekkja til dæmis ekki ofbeldi fyrr en mennirnir tveir koma inn í samfélagið. í lokin er síðan spurningin. Hverjir eru blind- ari; þeir sem sjá eða hinir sem sjá ekki?“ í sýningunni eru falleg dansatriði. En þið dönsuðuð svolítið bogin. Var það með ráðum gert? Hvernig er að hreyfa sig svona alveg blind- ur? „Það krafðist mikillar þjálf- unar. Blint fólk hreyfir sig var- lega og hægar. Það er ekkert að vingsa höndunum í allar áttir. Við leikum líka með límt fyrir augun og viljum síður upplifa það að detta niður af sviðinu. Dansinn er snar þátt- ur í frjósemisdýrkun og trúar- brögðum frumstæðra þjóð- flokka og við gáfum okkur það að svo væri einnig í þessu tilfelli þó að með öðru sniði væri. Svo er þetta líka leik- sýning og við vildum hafa eitthvað fyrir augað.“ Eitthvað að lokum? „Já, við köllum þetta Blindrabæ núna. Við viljum koma á framfæri þökkum til Borgarleikhússins fyrir lánið á aðstöðunni og annan stuðn- ing sem þau hafa veitt okkur. Auk þess viljum við hvetja fólk til að láta sýninguna ekki framhjá sér fara. Þetta hefur verið mjög krefjandi og skemmtilegur tími en þó skyggir á fjárskortur sem er fylgifiskur sjálfstæðu leik- hópanna." Leikararnir sem taka þátt í sýningunni eru alls tíu. Þeir eru: Árni Pétur Guðjónsson, Rósa Guðný Þórsdóttir, Ingrid Jónsdóttir, Stefán Jónsson, Kjartan Bjargmundsson, Ól- afur Guðmundsson, Ása Hlín Svavarsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Inga Hildur Har- aldsdóttir og Stefán Sturla Sigurjónsson. Leikstjóri er Þór Túliníus en um hreyfing- ar sá Sylvía Von Kospoth. Lýsinguna hannaði Egill Ingi- bergsson og leikmynd og búninga þær Guðrún Sigríð- ur Haraldsdóttir og Ólöf Sig- urðardóttir. Sýningar verða í Lindarbæ. „Árin eftir að ég skreið úr skóla fór ég vítt yfir, úr einu í annað. Undanfarin fjögur ár hefég verið að spóla til baka og hendi því sem ég kann ekki við í mínu fari, skapa meiri heild. Líklega er ég ná- lœgt því aö komast á mína þúfu," segir Kristinn Guð- brandur Harðarson myndlist- armaður í spjalli við PRESS- 'UNA á sýningu sinni í Nýlista- safninu. Kristinn hóf myndlistar- nám í Myndlistaskóla Reykja- vikur árið 1972. Síðan fór hann í Myndlista- og handiða- skóla íslands árið 1973 og lauk þaðan námi árið 1977. Eftir það dvaldi hann eitt ár við nám í Haag í Hollandi, en hefur síðan unnið margvísleg störf hér heima, aðallega við kennslu síðustu ár, nú í MHÍ og Myndlistaskóla Reykjavík- ur. A sýningunni í Nýlista- safninu kemur Kristinn víða við; týndir kettir, ló, blýantur á olíu á striga, sulta og maj- ónes. Allt þetta rennur saman hjá Kristni og myndar heild. „Straumar og stefnur í myndlist eru nú á margan hátt gerólíkar því sem verið hafa á öldinni, bæði efnislega og hugmyndalega," segir hann. „Þú getur varla fundið það efni sem ekki er verið að vinna með og menn búa jafn- vel til ný efni.“ Þú smitaðist af expression- ismanum upp úr 1980? „Já þetta varð flóðbylgja og ég tók þátt í leiknum eins og flestir. Reyndar lenti ég svolítið á milli tveggja elda. Þegar ég var í Myndlista- og handíðaskólanum fékk ég konseptuppeldi, en um það bil er ég var að ljúka námi og var enn mjög móttækilegur kom þessi bylgja í málverk- inu." Kristinn segir að hug- þúfu myndalistin hafi verið endir á ákveðnu skeiði: Alltaf áfram, aldrei að líta til baka. Svo kom þetta nýja málverk sem var kannski upphafið á nýrri hugmyndafræði: Stöldrum við, lítum til baka. ...en núna er allt leyfilegt? „Já, að því er virðist, en það koma alltaf reglur. Um leið og búið er að brjóta rammann koma aðrar reglur. Maður losnar aldrei undan reglunum." Þú ert svolítill sögumaður í verkum þínum? „Ég finn til skyldleika við þessa sérkennilegu alþýðu sagnamanna, sem eru senni- lega alveg að hverfa. Út um allt land voru fræðimenn sem skrifuðu um allt mögulegt, sögur af sjávarhrakningum, slæmum veðrum, vísur, mál- lýsingar, draugasögur og kímnisögur. Þetta finnst mér mjög spennandi litteratúr." Kristinn segist ákveðinn í að gefa út bók, með litlum sögum. Boðsgestir á sýningu hans í Nýlistasafninu fengu nokkur sýnishorn úr þeirri smiðju hans og hér fylgir eitt: BLÓMASAGA Tveir stálpaðir drengir sitja á grasflöt framan við tvílyft timburhús. Gróðurinn á lóð- inni hefur bersýnilega haft sína hentisemi árum saman. Drengirnir halla bökum sín- um makindalega upp að steintröppum sem liggja upp að bakdyrum hússins. I kjöltu þeirra liggja þykkar möppur sem halda saman hasarblöð- unum. Þeir lesa af ákafa. Með annarri hendi fletta þeir blað- siðunum og bleyta puttana við og við með tungunni svo þeir nái betra gripi. Með hinni slíta þeir annars hugar upp fífla og grös. koma aðrar reglur.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.