Pressan - 21.03.1991, Qupperneq 27
FIMMTUDAGUR
... fær Ágústa Gústafs-
dóttir fyrir að yrkja Ijóð
á kaffihúsum, sjálfri sér
og okkur hinum til ynd-
isauka.
um hans heitir nýja verkið hjá
Hugleik. Fyrir utan að vera með
skrítið nafn eins og öll hin er það
líka gamansamt og þjóðlegt.
KLASSÍKIN
BÍÓIN
Awakenings með þeim Robert
de Niro og Robin Williams er
væntanleg i Stjörnubíó. Þetta er
endurgerð eldri myndar og fjall-
ar um sjúkling, þrálátan sjúk-
dóm, þrautsegju, lækni og lítið
kraftaverk í lokin. Myndin er
hins vegar miklu skemmtilegri
en þessi upptalning gefur til
kynna. Bæði Williams og de Niro
sýna snilldartakta. Myndin verð-
ur sýnd í Stjörnubíói innan
skamms og er siðust myndanna
sem tilnefndar eru til Óskars-
verðlauna til að komast á tjaldið
hér heima.
LEIKHÚSIN
Pétur Gautur verður frumsýnd-
ur um helgina í nýuppgerðum
salnum i Þjóðleikhúsinu. Það
þekkja allir Pétur Gaut en það
hafa fáir séð nýja salinn með ein-
um svölum í stað tveggja. Okkar
spá er sú að skoðanir verði skipt-
ir, bæði á salnum og uppfærsl-
unni, sama hvað fólk klappar í
lokin.
Kysstu mig Kata er mikil
skemmtun. Reykvikingar eiga
þvi erindi til Akureyrar um pásk-
ana þrátt fyrir snjóleysið.
1932 eftir Guðmund Ólafsson er
aðalstykkið í Borgarleikhúsinu.
Ekkert meistaraverk en hugljúft
og notalegt.
Sagan af Sveini sáluga Sveins-
syni í Spjör og samsveitung-
Sinfónían, Ashildur Haralds-
dóttir flautuleikari, Hljómeyki
og einsöngvarar verða með tón-
leika í Langholtskirkju í kvöld.
Tékknesk kammertónlist
verður flutt á laugardaginn kl.
15.00 í Listasafni Sigurjóns. Lauf-
ey Sigurðardóttir, Richard
Talkowsky og Selma Guðmunds-
dóttir leika en Martinu og Dvo-
rák sömdu.
Tríó Reykjavíkur leikur verk
eftir rússnesku höfuðsnillingana
Rakhmanínof, Mússorgskí og
Tsjajkovskí í Hafnarborg á
sunnudaginn kl. 20.00.
Kammersveit Reykjavíkur,
Mótettukórinn og Unnur Mar-
■a Ingólfsdóttir fiðluleikari
leika verk eftir Frank Martin í
Hallgrímskirkju á pálmasunnu-
dag kl. 17.00.
POPPIÐ_________________________
Full Circle með Arbæinginn
Skúla Sverrisson á bassa spilar á
Púlsinum i kvöld og annað
kvöld. Fróðir menn segja að
Skúli sé að slá í gegn með þessari
hljómsveit þar sem bassinn hans
leikur einna stærsta hlutverkið.
Tónlistin er jass-rokk með afrik-
önskum ryþma og brasilískri
sveiflu.
Hljómsveit Eddu Borg tekur
við af Full Circle á Púlsinum á
fimmtudags- og föstudagskvöld.
íslandsvinir spila á Tveimur
vinum á föstudagskvöldið.
Tommi rótari, stuðsveitin frá
Selfossi, verður á Tveimur vinum
á laugardagskvöldið.
Hilmar Jensson og Jill Seifer
leika og syngja á Púlsinum á
laugardagskvöldið. Jass.
Tregasveitin með þeim feðgum
Pétri og Guðmundi spilar trega-
fullan blús á sunnudagskvöldið á
Púlsinum. Villtir gítarsólóar og
harmþrungið breim Péturs trylla
lýðinn.
ÞUNCA GATAN
LÁRÉTT: 1 fen 6 refsar 11 fúa 12 hrakningar 13 meitt 15 annmarki
17 krap 18 skip 20 tangi 21 venslamanns 23 handlegg 24 þekking
25 dreifa 27 tilnefna 28 herkví 29 hitaskil 32 fýl 36 raust 37 hlóðir
39 ból 40 loga 41 óskaddaða 43 Ásynja 44 tindri 46 skjátlist 48 fugl-
inn 49 keyrð 50 lotning 51 nuddaði.
LÓÐRÉTT: 1 dýrð 2 skáli 3 skipun 4 hlunnindi 5 gæfa 6 augnlok 7
rugg 8 stjórasteinn 9 útlimur 10 vog 14 skír 16 þrábeiðni 19 sólundi
22 tími 24 hlaði 26 umboðssvæði 27 nokkur 29 draga 30 labb 31
lúðumagi 33 kaffibrauð 34 borubrött 35 þáttur 37 síðla 38 ættarnafn
41 ullarlagður 42 stilla 47 svardaga.
HVERJIR ERU HVAR7
Yfir strikið ermiklubetri staður
en forverinn Hollywood var und-
ir það síðasta. Á efri hæðinni er
nú glimrandi House-tónlist og
Bigfoot notar hefðbundin DJ-trix
til að halda fólkinu á gólfinu á
neðri hæðinni. Gestirnir eru
ekki af verri endanum og sér-
staklega ekki stelpurnar. Og allir
eru á réttum aldri — það er þeim
aldri sem er skemmtilegast að
skemmta sér og fólk er skemmti-
legast við að skemmta sér, 20 til
27 ára.
Og ef fólk er heppið má rekast á
eftirtalda yfir strikinu:
Obbu, Birgi Birgisson, Eydísi
Sæmundsdóttur í Centrum,
Arnar Gauta Sverrisson,
Nönnu úr Levis-sýningunni,
Katrínu Hermanns, Heiðu Al-
freðsdóttur og Mínervu líka
Alfreðsdóttur, Gunnar Hilm-
arsson í Hanz, Jóhann Fri-
mann Traustason, Laufeyju
Johansen flugfreyju, Lindu
Hilmarsdóttur, Sigurð Bolla-
son 17, Harald M. Unnarsson,
Rut Róbertsdóttur, Ingibjörgu
Hilmarsdóttur og Elínu Reyn-
isdóttur ungfrú Hollywood
sem var.
Strætó, áður Café Strætó og þar
áður Mensa, var til húsa uppi á
lofti á horni Lækjargötu og Aust-
urstrætis. Það er álitamá! hvort
Café Romance sé sérstakur stað-
ur þar sem hann er kannski fyrst
og fremst koniaksstúka fyrir Ca-
fé Óperu. En hvað um það. Þang-
að kemur fólk bæði af götunni og
eins af Óperu. Þetta á að vera
hlýleg stofa með þykkum sæt-
um, arineldi og huggulegheit-
um. Og hún er það svo sem. En
básarnir eru alltof stórir þannig
að það er ekki ráðlegt að fara
þangað nema með stórum hóp.
Annars kemur stór hópur og
gleypir ykkur í sig. Helsti kostur-
inn við þessa stóru bása er að
það er auðvelt að koma kjafta-
sögum af stað í þeim bara með
því að tala stundarhátt. Daginn
SJÓIN
Infernó 5 verður með gerninga-
kvöld á föstudaginn á Nl. Frum-
fluttur verður gjörningurinn Eitt-
hvað er i hafinu... Auk þeirra i In-
fernó mætir Bjarni blautavör
sjónháttarfræðingar á svæðið
undir nafninu Kokkur Kyrjan
Kvæsir og Tryggvi Ha Inúal fer
með digital kvæði. Skemmtunin
hefst klukkan ellefu og er öllum
sem aldur hafa til heimill að-
gangur.
MYNDLISTIN________________
Magnús Kjartansson er með
voðalega sæta sýningu á Mokka.
Kirkjur, hestar og fleira gott.
Erla Þórarinsdóttir sýnir í Nor-
ræna húsinu litlar og stórar
myndir.
Ljósmyndasýningar eru tvær i
borginni. Önnur i Listasafni al-
þýðu með bestu blaðaljósmynd-
um síðasta árs og hin á Kjarvals-
stöðum með bestu ljósmyndum
fjölmargra Ijósmyndara.
Danskir súrreaiistar sýna í
Listasafni íslands. Þetta eru verk
i eigu Sönderjyllands Kunst-
museum og frá ýmsum tima.
Kristinn Harðarson lokar sýn-
ingu sinni i Nýlistasafninu um
helgina. Það er góður húmor i
myndunum hans Kristins.
NÆTURLÍFIÐ________________
Café Romance er þar sem Víva
Sancerre hvítvínið ar
frá Loire-dalnum í Frakk-
landi, framleitt af Lucien
Balland. Árgangurinn
sem fæst í ríkinu er '89,
sem ætti ekki að koma
að sök, því ráðlegt er að
drekka þetta vín frekar
ungt. Það er úr berjateg-
undinni Sauvignon
Blanc, frekar þurrt, ferskt
og með smá aldinkeim.
Sancerre hentar sérstak-
lega með fiskréttum og
kostar sléttar 1300 krón-
ur í ríkinu.
eftir verður sagan komin í annað
hvert mötuneyti í bænum.
VEITINGAHÚSIN_____________
Café Hressó er formlegt nafn á
Hressingaskálanum, sem yngra
fólk þekkir sem Hressó en það
eldra sem Skálann. Þrátt fyrir
innréttingar Valgerðar Matthias-
dóttur, sem settar voru upp fyrir
nokkrum árum, er Café Hressó
næstum þvi eins og Hressó eða
Skálinn. Elstu gengilbeinurnar
. eru þarna ennþá. Klósettin eru
jafn ókræsileg og alltaf. Þjónust-
an er hæg sem fyrr og alltaf hef-
ur maður á tilfinningunni að ör-
lítil öreind í kaffinu sé síðan fyrir
strið. Kenningin er nefnilega sú
að kaffikannan á Hressó sé ekki
þrifin heldur sé alltaf hellt uppá
nýtt ofani gömlu lögunina. I dag
fá gestirnir þvi örlítið af sama
um og því lítið að sjá á næstu
borðum eða út um gluggann. En
hvar er allt fallega fólkið? Ein-
hver sagði að það væri allt orðið
að fyrirsætum i Japan.
ÁÐUR ÚTI NÚNA INNI
Frá því að fyrsti peningaseðillinn
kom til landsins og allt þar til fyr-
ir stuttu hefur íslendingum verið
í nöp við peninga. Þeir hafa
reynt að koma þeim í lóg hið
fyrsta. En nú er tíðin önnur. Það
er í tísku að spara. Og í dag er
ekki nóg að spara. Fólk á að
kaupa sér líftryggingu ef það
skyldi deyja. Það á að ganga í
Frjálsa lífeyrissjóðinn til að eiga
fyrir ellinni. Það á að gerast
áskrifandi að spariskírteinum
rikissjóðs til að mæta stærri áföll-
um eða til að safna fyrir lang-
tímamarkmiðum. Síðan á það að
eiga verðbréf til að mæta smærri
áföllum eða til að safna fyrir
minni markmiðum. Loks á það
að eiga bankabækur til að borga
óvænta reikninga. Fyrir utan
þetta allt saman á fólk að búa til
menntunarsjóði fyrir börnin sín
og fleira og fleira. Er von að mað-
ur spyrji á hverju fólk lifi frá degi
til dags?
ÁÐUR INNI NÚNA ÚTI
Um leið og skoðanir eru aftur að
komast i tísku verða einstreng-
ingslegar skoðanir enn meira
púkó en áður. Þumalputtareglan
er sú, að hafa engar þær skoðan-
ir sem standa í vegi fyrir þvi að
þú getir notið alls þess sem þetta
stutta lif hefur upp á að bjóða.
Skoðanir sem hafa breitt sig yíir
öll svið mannlegrar og ómann-
legrar náttúru eru óæskilegar.
Kvennafræðin, frjálshyggjan,
sósíalisminn og annað slíkt er
úti. Það hefur sýnt sig að svona
hugmyndakerfi fá fólk til að
missa af fleiru en þau gefa. Það
er alltof mikið sem er bannað,
púkó og óæskilegt. Þar fyrir utan
er hægt að læra fólk með svona
hugmyndakerfi utan að. Það er
nóg að það segi eina setningu þá
er næsta vist hvað það segir
næst. Litlar skoðanir eru bestar
og langbest er að raða þeim
þannig upp að ólíklegt sé að fólk
geti lesið ykkur út. Tvær, þrjár
sérviskur skemma ekki.
VID MÆLUM MEÐ_____________
Frjálsum opnunartíma
Við viljum fá að borða um miðja
nótt, dansa á morgnana og
kaupa mjólk á sunnudögum.
Að blaðburðabörn vakni fyrr
á morgnana
Allt almennilegt fólk fer í vinn-
una fyrir klukkan átta.
Einkavæðingu — rétt eins og
Sjálfstæðisflokkurinn
Og hvernig væri að einkavæða
Sjálfstæðisflokkinn og hætta að
veita honum sérfræði-, útgáfu-
og blaðastyrki?
Expresso-væðingunni
Bráðum verður hægt að fá al-
mennilegt kaffi næstum hvar
sem er.
kaffinu og Steinn Steinar drakk
eða jafnvel W.H. Auden. Og það
er sjarminn við Hressó. Gallinn
er hins vegar sá hvað það er orð-
ið lítið af fallegu fólki í miðbæn-
Vinsælustu
vasabækurnar
1. Memories of
Midnight
Sidney Sheldon
2. Sleeping with the
Enemy
Nancy Price
3. The Silence of the
Lambs
Thomas Harris
4. Dances with
Wolves
Michael Blake
5. A Ruling Passion
Judith Michael
& Good Intentions
Joy Feelding
7. Devices and
Desires
P.D. James
8. Vineland
Thomas Pynchon
9. Magatrends 2000
John Naisbitt &
Patricia Aburdene
10. The Prince
Celia Brayfield