Pressan - 18.04.1991, Side 18
18
FIMMTUDAGUR PRESSAN 18. APRÍL 1991
Ingólfur skildi mig eftir á flugvallar-
hóteli í London án farseðils
ALVÖRU
LISTAMENN
Listamenn sem eru á framboöslistum
Jónas í litskrúðugum karnivalfötum, en græna hárkollan varö eftir á hótelinu í
London.
„Eg ákvaö fyrir páskana
aö láta eftir mér langþráöan
draum um ferö til Brasilíu,"
segir Jónas Guölaugsson
fyrrverandi sjómaöur og
frœöimaöur úr Reykjavík.
Jónas varö fyrir þeirri
óskemmtilegu lífsreynslu aö
Ingólfur Guöbrandsson skildi
hann eftir einan og farseöils-
lausan á flugvallarhóteli í
London.
„Þegar Ferðamiðstöðin
Veröld auglýsti ferðina ákvað
ég að slá til þótt hún væri
óheyrilega dýr en hún kost-
aði tæplega 260.000 krónur
fyrir aðeins 14 gistinætur er-
lendis. Skömmu fyrir brottför
vorum við farþegarnir alls
tuttugu talsins kallaðir sam-
an. Mér blöskraði að Ingólfur
skyldi nota drjúgan tíma af
þeim fundi til að fjargviðrast
út af því að farþegar væru fáir
og ekkert væri af þekktu eða
málsmetandi fólki í hópnum.
Þegar til London var komið
snemma morguns var farþeg-
um boðin nokkurra tíma
\TENGSL\
Þórhallur Guðmundsson
miðill var í Vogaskóla eins
og
Einar Már Guðmundsson
rithöfundur sem á fimm
börn eins og
Ingi Björn Albertsson
þingmaður sem býður sig
fram í öðru kjördæmi en
hann er þingmaður fyrir
eins og
Arni Gunnarsson þing-
maður sem vann um tíma á
fréttastofu Ríkisútvarpsins
eins og
Jón Oddsson hæstarétt-
arlögmaður og frambjóð-
andi sem er í leynifélaginu
Loka eins og
Davíð Oddsson borgar-
stjóri sem á engan bíl
(hefur hins vegar tvær
embættisbifreiðir frá borg-
inni) eins og
Össur Skarphéðinsson
frambjóðandi sem var i
KGB (Körfuknattleiksfélag
Garðsbúa) eins og
Baldur Kristjánsson
prestur sem var blaðamað-
ur á NT eins og
Jón Ársæll Þórðarson út-
varpsmaður sem er
sænsk-menntaður eins og
Óttar Guðmundsson
læknir sem er þurr alki
eins og
Magnús Þór Jónsson
(Megas) tónlistarmaður
sem hefur unnið í banka
eins og
Þórhallur Guðmundsson
miðill
hvíld á hóteli enda var fyrir
höndum langt og strangt
ferðalag til Brasilíu. Margir
farþeganna notuðu þennan
tíma til að leggjast fyrir stutta
stund á hótelherbergi og áð-
ur en ég fylgdi fordæmi
þeirra fékk ég mér bjór á hót-
elbarnum ásamt öðrum gest-
um. Ég hafði klætt mig upp á
í ansi litskrúðug föt og sett
upp græna hárkollu enda var
förinni heitið til lands karni-
vala og skemmtana. Ingólfur
leit grænu hárkolluna horn-
auga og vera má að hann hafi
litið á klæðnað minn sem
ögrun við sig en það var ekki
ætlunin. Ég get bætt því við
núna að ég sé engan sérstak-
an eðlismun á því að lyfta sér
upp með græna eða svarta
hárkollu. Það ætti að vera
einkamál hvers og eins.
Eftir hvíldina á hótelher-
berginu vaknaði ég upp við
vondan draum. Ég var einn
eftir úr hópnum og frammi
beið mín bréf frá Ingólfi sem
sagði í aðalatriðum að hann
hefði ekki getað vakið mig.
Ég varð að vonum mjög ör-
vinglaður og reif bréfið í tætl-
ur. Ef sú hefði verið reyndin
að Ingólfur hefði ekki getað
vakið mig hefði þá ekki verið
eðlilegra að kalla til lækni?
Ég er sextíu og þriggja ára
gamall.
Þá erum við komin að
kjarna málsins. Ingólfur fór
með farseðilinn minn til Bras-
ilíu og þegar ég vaknaði var
ég því ekki aðeins einn held-
ur einnig án farseðils. Ég leit-
aði til næstu Flugleiðaskrif-
stofu í London og starfsmað-
ur sem ég ræddi við þar sagði
mér að vinnureglur farar-
stjóía væru þær að þeim bæri
að skilja eftir farseðilinn ef
forföll kæmu upp í ferðinni.
Þannig gæti viðkomandi nýtt
sér farseðilinn daginn eftir en
því var ekki til að dreifa í
minu tilfelli.
Flugleiðir brugðu skjótt við
pg útveguðu mér farseðil til
íslands og þar endaði Suð-
ur-Ameríkuferðin mín sem
hafði kostað 260.000 krónur.
Ég geri þá kröfu til Veraldar
að þeir endurgreiði mér ferð-
ina að fullu auk miskabóta
enda hefur þetta mál valdið
mér umtalsverðum óþægind-
um eins og gefur að skilja."
Þaö hefur löngum þótt
viö hæfi hjá stjórnmála-
flokkunum aö skreyta lista
sína meö nokkrum lista-
mönnum til aö sýna aö þeir
beri íslenska menningu og
listir fyrir brjósti. Fyrir þess-
ar kosningar er heldur
minna af þessu en endra-
nœr. Og þó.
A-listi Alþýðuflokks býð-
ur upp á eftirtalda lista-
menn: Herdísi Þorvalds-
dóttur leikkonu, Atla
Heimi Sveinsson tónskáld
og Gunnar H. Eyjólfsson
leikara — öll í Reykjavík.
B-listi Framsóknarflokks
er ólistrænasti gömlu flokk-
anna. Aðeins einn fram-
bjóðenda flokksins ber titil
sem hægt er að tengja list-
um; Ásrún Kristjánsdóttir
myndlistarmaður, en hún
er á listanum í Reykjavík.
D-listi Sjálfstæðisflokks
býður upp á fleiri lista-
menn: Þuríði Pálsdóttur
söngkonu, Daða Guð-
björnsson listmálara og Lo-
vísu Christiansen innan-
hússarkitekt. Síðan vili
Árni Johnsen sjálfsagt
flokka sjálfan sig sem lista-
mann.
G-listi Alþýðubandalags-
ins hefur vanalega státað af
mörgum listamönnum.
Þetta árið býður hann upp
á: Guðrúnu Helgadóttur rit-
höfund, Auði Sveinsdóttur
landslagsarkitekt, Stein-
unni Jóhannesdóttur rit-
höfund og leikara, Ingi-
björgu Haraldsdóttur rit-
höfund, Tómas R. Einars-
Sigurðardóttur leikstjóra,
Svövu Jakobsdóttur rithöf-
und, Ragnar Arnalds leik-
ritahöfund, Jakobínu Sig-
urðardóttur rithöfund, Þor-
lák Kristinsson málara og
Didda fiðlu. Alþýðubanda-
lagið er tvímælalaust með
listrænasta framboðið í ár.
V-listi Kvennalistans býð-
ur einnig upp á listarpenn,
eða öllu heldur listakonur:
Þórhildi Þorleifsdóttur leik-
stjóra, Gerlu myndlistar-
konu og Margréti Pálma-
dóttir tónlistarkonu — allar
í Reykjavík.
Nýju framboðin bjóða
einnig upp á listamenn.
Frjálslyndir hafa Guðrúnu
Jónsdóttur arkitekt,
Heimastjórnarsamtökin
hafa Guðlaugu Helgu Inga-
dóttur söngkonu og Hrönn
Arnarsdóttur myndlistar-
,konu. Græna framboðið
hefur Guðmund Þórarins-
son kvikmyndagerðar-
mann, Ragnar I. Sveinsson
myndlistarmann, Mána R.
Svansson myndlistarmann
og Rúnu Gísladóttur list-
málara.
Óvæntasta listamanna-
framboðið kemur hins veg-
ar frá Þjóðarflokknum —
Flokki mannsins og þá sér-
staklega listi þess flokks á
Suðurlandi. Þar raða sér
upp: Eyvindur Erlendsson
listamaður, Karl Sighvats-
son orgelleikari, Inga
Bjarnason leikstjóri, Hjalti
Rögnvaldsson leikari og
Gunnar I. Guðjónsson list-
málari. Þetta er dálítið ein-
stakur listi því fáir aðrir
listamenn skreyta lista
Þjóðarflokksins. Magnús
Þór Sigmundsson tónlistar-
maður er þó á listanum í
Reykjavík.
KYNLÍF
Bábiljur sem koma í veg fyrir
ábyrgt kynlíf
JÓNA
INGIBJÓRG
JÓNSDÓTTIR
Við fyrstu sýn virðumst
við ekki eins slæm í tví-
skinnungshætti í kynferðis-
málum og grannar okkar í
vesturheimi. Ein af goð-
sögnunum þar á bæ sem
illa hefur gengið að kveða
niður er sú að skírlífi sé
besta vörnin gegn ótíma-
bærum þungunum og kyn-
sjúkdómum — þ.m.t. al-
næmi. Hér á landi trúa von-
andi flestir að smokkanotk-
un sé raunhæfari kostur.
Þeir sem trúa að skírlífið
sé betri kostur, og skiptir þá
engu hvort um er að ræða
foreldra eða skólayfirvöld,
eiga mjög erfitt með að tala
um smokka og kosti þeirra.
Þá er fræðslan of mót-
sagnakennd ef talað er um
skírlífi sem bestu lausnina
fyrir unglinga um leið og
kostir smokka eru tíundað-
ir. En skírlífslausnin hefur
fyrir löngu sýnt að hún
stuðli frekar að ótímabær-
um þungunum og kynsjúk-
dómum. Einfaldlega
vegna þess að það er miklu
auðveldara fyrir krakka að
rjúfa skírlífsheiti en
smokka. Fyrir tæpum
tveimur árum síðan birti
Miðstöð sjúkdómavarna
(Centers for Disease Cont-
rol), mikilsmetið apparat í
bandaríska heilbrigðiskerf-
inu, auglýsingu um smokka
í sjónvarpi. En þó auglýs-
ingin ætti að fjalla um
smokka mátti ekki nefna
þá á nafn. I staðinn birtist
mynd af berfættum karl-
manni sem tók sér góðan
tíma í að fara í sokk. Sam-
tímis var áhorfendum til-
kynnt að sokkar gætu ekki
bjargað mannslífum en að
það væri annar hlutur álíka
einfaldur sem gæti hins
vegar gert það. Slík auglýs-
ing þætti fáránleg hér á
landi. Fyrir nokkrum árum
birtust fjölmargir þekktir
íslendingar hýrir á svip á
plakötum með smokk i
hendi og þótti mörgum það
bara ansi frumleg auglýs-
ing.
Eg nefni þetta viðhorf til
skírlífis og hverjar afleið-
ingar sú siðfræði getur haft
til að undirstrika að þótt við
teljum okkur ekki vera
svona tepruleg, þá erum
við ekki algóð. Til dæmis
ber enn á ýmsum goðsögn-
um í íslensku samfélagi
sem beinlínis stuðla að
óábyrgri kynlífshegðun.
Ein er að fast samband
tveggja aðila sem elska
hvorn annan tryggi að kyn-
líf sé gott og hættulaust
með tilliti til kynsjúkdóma
eins og alnæmis. Kærustu-
pörin í þessum „tryggu" og
. .. það er miklu
auðveldara fyrir
krakka aö rjúfa
skírlífsheit en
smokka.
langvarandi samböndum
eru sjaldnast hreinar meyj-
ar eða hreinir sveinar.
Strangt til tekið skiptir
fjöldi bólfélaga ekki máli,
heldur hvað þú gerir þegar
þú ert í bólinu með elsk-
huganum. Það er miklu ör-
uggara að hafa samfarir við
tuttugu ólíka einstaklinga
ef þú notar ætíð smokk og
sýnir varkárni við notkun
hans, en að sofa hjá einum
aðila eða tveimur án þess
að nota smokk. Smokkur-
inn, ekki hversu langvar-
andi sambandið er eða
hversu miklum trúnaði par-
ið heitir hvort öðru, er
miklu betri vörn gegn
hugsanlegu HIV smiti. Að
vera í föstu sambandi með
manneskju sem hefur ein-
hvern smitsjúkdóm má
heita nær pottþétt leið til
að smitast sjálfur.
En fyrst landinn þykist
vita að smokkur er betri
vörn en ást til að hindra
kynsjúkdómasmit og
ótímabærar þunganir, er
hann sjálfum sér sam-
kvæmur í smokkanotkun-
inni? Hvaða ranghugmynd-
ir geta hindrað notkun
smokksins? Þær eru mý-
margar og ég get tæpt á
nokkrum þeirra: „Þeir sem
bera smokkinn á sér eru
ekki við eina fjölina felldir í
ástamálum" (rangt — þeir
sem bera smokkinn sam-
viskusamlega á sér eru
ábyrgir elskhugar sem þyk-
ir nógu vænt um sjálfa sig
og aðra til að taka ekki
óþarfa áhættu í kynlífinu).
„Það er ekki við hæfi
kvenna að hafa smokkinn á
sér“ (rangt — ef bæði eru
ábyrg eru meiri líkur á að
smokkurinn sé við hend-
ina, sé þörf á að nota hann).
„Ef ég er á P-pillunni, með
lykkju eða nota hettuna —
þá þarf ég ekki að nota
smokkinn" (rangt — áður-
nefndar varnir eru vörn
gegn getnaði en ekki kyn-
sjúkdómum — bara smokk-
urinn ver gegn þungun og
kynsjúkdómum). „Smokk-
ar drepa rómantíkina"
(rangt — smokkanotkun er
rómantísk því hún gefur til
kynna væntumþykju, það
er hins vegar ekkert róm-
antískt við kynsjúkdóma
eða ótímabæra þungun).
„Smokkurinn minnkar
næmnina hjá honum við
samfarir" (afar, afar lítið —
smokkurinn er 0,04 milli-
metrar að þykkt — þeir eru
til extra þunnir og ef dropi
af munnvatni er settur ofan
í smokkinn á þann hluta
sem snýr að kónginum fæst
meira næmi — einungis
þeir sem vilja ekki vera
ábyrgir bera þvi við að
smokkurinn eyðileggi til-
finninguna).
Til að bæta kynlífshegð-
un þurfum við að sköra
ranghugmyndir á hólm.
Ekki fyrr en það er gert
mun kynlífshegðun breyt-
ast til batnaðar.
Spyrjiö Jónu um kynlífió. Utanáskrift: Kynlíf c/o PRESSAN, Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík