Pressan - 18.04.1991, Side 25

Pressan - 18.04.1991, Side 25
25 LISTAPOSTURINN Manneskjan og tón- skáldið Jón Leifs Hilmar Oddsson og Hjálmar H. Ragnarsson í viötali um kvikmynd byggöa á ævi Jóns Leifs ,,Myndin uerður ákveöin staðfesting á þeim áhuga sem Jón Leifs hefur vakið að und- anförnu þó að það sé ekki■ megintilgangurinn. Líf hans var margbreytilegt og merki- legt fyrir margar sakirþ segir Hjálmar H. Ragnarsson tón- skáld, en hann og Hilmar Oddsson kvikmyndageröar- maður hafa lokið að mestu við handrit byggt á lífi og starfi tónskáldsins Jóns Leifs og munu tökur hefjast bráð- lega. Um er að rœða leikna sjónvarpsmynd í fullri lengd og munu tökur fara fram í Þýskalandi, Svíþjóð og á ís- landi. „Eg hóf mínar rannsóknir á Jóni Leifs 1978," segir Hjálmar. „Þœr rannsóknir beindust einkum að tónlist hans en hann var þá hvorki leikinn né heldur til umrœðu í tónlistarheiminum og hafði ekki verið um langa hríð. Ég skrifaði st'ðan meistaraprófs- ritgerð frá Cornell-háskólan- um sem innihélt ágrip af œvi Jóns og greiningu á nokkrum tónverka hans. Ég held að mér sé óhœtt að segja að með þessari ritgerð hafi mér tekist að vekja áhuga á Jóni bœði hér heima og erlendis og sá áhugi hratt skriðunni afstað." „Við Hjálmar hittumst í Miinchen árið 1980," segir Hilmar Oddsson. „Ég var þar við nám í kvikmyndagerð og það má segja að fyrsti vísir- inn að þessu samstarfi okkar Hjálmars hafi verið á krá en þar lét hann þau óábyrgu orð „Ég bauð Hjálmari hlutverk fyrir kurteisissakir sem hann var svo vænn að afþakka." falla að Jón Leifs gæti orðið það sama fyrir íslendinga og Sibelius er fyrir Finnana og Grieg fyrir Norðmenn. Þá varð ekki aftur snúið. Ég var þó ekki alveg ókunnugur Jóni Leifs því ég kynntist lítillega syni hans Leifi þegar ég var strákur og hafði heyrt brot af tónlist hans. Þessi vitneskja var ákaflega lítil en hún megnaði að kveikja hjá mér áhuga á að vita meira. Fyrir tveimur árum fórum við að tala okkur saman en við fengum handritastyrk fyrir einu og hálfu ári og þá hófst vinnan fyrir alvöru. Þessi samvinna okkar Hjálm- ars við handritagerðina er einstök og mjög ólík því sem ég hef áður átt að venjast. Ég hlustaði á þá tónlist Jóns sem ég komst yfir og hellti mér út í lestur en það er gífurlega mikið af rituðu máli sem ligg- ur eftir Jón auk greina um hann og viðtala við hann.“ „Við lukum síðan við fyrstu gerð handritsins um síðustu jól,“ segir Hjálmar. „Aður fengum við Nýja bíó og Sjón- varpið til liðs við okkur og Nýja bíó fékk síðan styrk úr kvikmyndasjóði til að hrinda verkinu af stað.“ „Þá hófst undirbúnings- vinnan fyrir alvöru," segir Hilmar. Og við erum núna ný- komnir heim úr ferðalagi þar sem við þræddum slóðir Jóns ásamt tökumanni Guðmundi Kristjánssyni. Sú ferð hófst í Þýskalandi þar sem Jón var búsettur frá árinu 1916 og fram til 1944. Það var mikiil innblástur að berja þessa staði augum þar sem Jón bjó og mikilsverðustu atburðir lífs hans áttu sér stað. Jón var búsettur þar sem áður var Austur-Þýskaland, í bænum Rehbrucke í hverfinu Berg- holzt." Það hlýtur að vera heppi- legt að þessir staðir tilheyrðu Austur-Þýskalandi til að fá allt í sem upprunalegastri mynd? „Já,“ segir Hilmar. ,,Að- stæður hefðu líkast til verið aðrar ef við hefðum verið tveimur árum seinna á ferð- inni. Það hefði verið vægast sagt óþægilegt ef búið hefði verið að malbika yfir allt saman." „Við fundum húsið þar sem hann bjó,“ segir Hjálmar. „Tréhús með stórum garði en því miður hefur við- hald allt verið mjög takmark- að. Borgarstjórinn tók á móti okkur í húsinu en hann sýndi þessu öllu mikinn áhuga. Bergholzt var áður fyrr hverfi ríkra en borgarstjórinn vill byggja þar upp nýtt hverfi með áherslu á varðveislu sögulegra minja. Hann vill fá stuðning íslendinga til að endurbyggja húsið og gera að listamannaíbúð fyrir íslenska listamenn." „Það er allt eins líklegt að húsið fari undir jarðýtu ef ekkert verður gert fljótlega af íslands hálfu," seg- ir Hilmar. „Málið er þannig vaxið að fjölskylda í Vest- ur-Þýskalandi hefur gert kröfu í húsið og byggir þá kröfu á ættartengslum við íbúa hússins frá því fyrir stríð. Við höfum notið skilnings utanríkisráðuneytisins í þessu máli og konsúllinn í Berlín og fulltrúi sendiráðsins í Bonn hafa gert sér ferð til að skoða húsið. Við erum því bjartsýnir. Nái þetta fram að ganga verður það ómetan- legt fyrir Islendinga." „Leið okkar lá einnig til Leipzig þangað sem Jón hélt til náms við Tónlistarháskól- ann,“ segir Hjálmar. „Hann var aðeins 17 ára gamall er hann kom þangað ásamt Páli ísólfssyni er þá var einnig í námi við Tónlistarháskólann í Leipzig. Jón bjó á mörgum stöðum í borginni þessi fimm eða sex ár er hann nam við skólann. í leit okkar að þeim urðum við að styðjast við kort frá 1920 en götumerk- ingum og nöfnum hefur víð- ast hvar verið breytt. Margir þessara staða hafa eyðilagst í loftárásum. En okkur til mikillar gleði stend- ur Tónlistarháskólinn því sem næst í upprunalegri mynd og Tómasarkirkjan þar sem Páll ísólfsson var aðstoðarorgan- isti. Og allir þessir staðir þar sem tökur munu fara fram eru svo til óskemmdir af vest- rænum áhrifum og það er mikils virði. Jón giftist gyðingastúlk- unni Annie Riethof sama ár og hann lauk prófi og með henni eignaðist hann tvær dætur. Hann var þrígiftur en Jón Leifs eftirlifandi eiginkona hans er frú Þorbjörg Leifs. í febrúar 1944 flýðu Annie og Jón frá Þýskalandi til Svíþjóðar þar sem margir örlagaríkustu at- burðirnir í lífi Jóns áttu sér stað. Foreldrar Annie höfðu þá nokkrum árum áður orðið fórnarlömb gyðingaofsókna og var móðir hennar myrt í fangabúðum nasista." Það liggur þá beint við að spyrja um orsakirnar fyrir þeim nasistastimpli sem Jón Leifs fékk á sig? „Jón Leifs var þjóðernis- sinni en sú þjóðernisstefna byggðist á frelsi smáþjóða til eigin menningar og reisnar. Hann var alinn upp í fjand- skap gagnvart Dönum og ís- land var honum heilagt. Þessi þjóðernisstefna var ekki á skjön við margar hræringar í Þýskalandi á þessum tíma en því er ekki að leyna að Jón hafði ímugust á heimsvalda- og öfgastefnu hverskonar hvaða nafni sem hún nefnd- ist. Á þessum tíma var mjög auðveit að stimpla þá nasista sem ekki beittu sér beinlínis gegn nasismanum en Jón átti engra kosta völ. Eiginkona Jóns og dætur voru gyðinga- ættar og það þarf ekki mikil heilabrot til að ímynda sér að hans markmið hafi einkum beinst að því að vernda þær. Hann var því ekki í neinni að- stöðu til að beita sér gegn nasismanum á þessum tíma. Jón vann aldrei fyrir nasista né gekk erinda þeirra. Allur slíkur söguburður er úr lausu lofti gripinn." Er búið að ganga frá ráðn- ingu leikara í hlutverkin? „Nei, það er verið að ganga frá því þessa dagana," segir Hilmar. „Þau mál eru enn á mjög viðkvæmu stigi og því ekki hægt að nefna nein nöfn.“ Þið hafið ekki hugsað ykk- ur tónskáld í aðalhlutverkið? (segir blaðakona og horfir að- dáunarfull á konunglegt nef- ið á Hjálmari) „Nei, en ég bauð Hjálmari hlutverk fyrir kurteississakir sem hann var svo vænn að af- þakka,“ segir Hilmar glott- andi. Nú mun tónlist Jóns spila stóran þátt í myndinni? „Að sjálfsögðu," segir Hjálmar. „Tónlist Jóns er straumur út af fyrir sig. Hún er ekki lík neinni annarri tón- list hvorki íslenskri né er- lendri. Tónmálið er einfait en að sama skapi frumlegt. Fólk þarf ekki að heyra nema ör- fáa tóna úr tónlist hans til að þekkja til höfundarins. Mörg stór verk Jóns hafa ekki enn verið flutt opinber- lega og til þess að það verði þarf að sameina marga krafta." „Eddurnar," grípur Hilmar fram í „eru eins konar Nifl- ungahringur Jóns. Verkið hefur hinsvegar aldrei verið flutt opinberlega og ef við ætlum ekki að missa frum- kvæðið verðum við að hafa hraðan á. Það er bæði lélegt og skammarlegt ef íslending- ar verða ekki fremstir í flokki að veita Jóni þann sess sem honum ber í heimi tónlistar." „Það er von okkar,“ segir Hjálmar, „að þessi mynd verði ekki aðeins saga Jóns Leifs heldur einhverslags samnefnari fyrir þau átök sem endurspeglast í öllum stórum listamönnum. Jón hlaut aldrei meðbyr sem lista- maður. Það er eins og allir at- burðir heimssögulegir og í einkalífinu hafi hjálpast að við að leggja steina í götu manneskjunnar og tón- skáldsins Jóns Leifs,“ sagði Hjálmar að lokum. Dræm aösókn ad Pétri Gaut Mjög drœm aðsókn hefur verið að leikritinu Pétri Gaut í Þjóðleikhúsinu. Þeir sem œtla sér að sjá leikritið œttu . því að hafa hraðan á. íslenskukennarar hafa far- ið þess á leit við Þjóðleikhús- ið að sýningin verði tekin upp að hausti en áhugi er fyrir skólasýningum. Olíklegt er að orðið verði við þeirri ósk sökum þess hversu sýningin er dýr og viðamikil. Á fimmta tug leikara og hljóðfæraleikara taka þátt í sýningunni en ekkert norskt leikrit hefur verið sýnt eins oft og víða og þetta meistara- verk Ibsens. Leikritið er í nýrri leikgerð Þórhildar Þor- leifsdóttur leikstjóra og Sigur- jóns Jóhannssonar leik- myndateiknara og Hjálmar H. Ragnarsson semur tónlist- Sífellt fleiri listamenn hafa í gegnum tíðina spreytt sig á túlkun þessa margbrotna listaverks enda virðast túlk- unarmöguleikarnir nær óþrjótandi. Rigoletto á myndbandi Um síðustu helgi var lokasýning á óperunni Rigoletto. Mikil aðsókn var að óperunni og fengu þau Sigrún Hjálmtýsdótt- ir og Costas Paskalis ein- róma lof fyrir túlkun sína á Gildu og Rigoletto. Þeir sem ekki áttu heiman- gengt í óperuna geta nú von bráðar keypt sér myndbandsspólu en loka- sýningin var tekin upp á band. í-.í-

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.