Pressan - 18.04.1991, Side 29

Pressan - 18.04.1991, Side 29
FIMMTUDAGUR PRESSAN 18. APRÍL 1991 29 Bubbi Morthens og Utangarðsmenn. Asamt Megasi var hann ekki í náðinni hjá fyrstu einkastöðinni, Bylgjunni. lög. Nokkrum árum áður, árið 1952, hafði plata með laginu „Ég vildi ég væri (hænuhanagrey)" í flutningi Svavars Lárussonar verið brotin í beinni útsendingu. Benedikt Grön- dal síðar alþingismaður, ráðherra og sendiherra framkvæmdi verkið, en hann var jafnframt höfundur textans þótt það færi leynt á þessum árum. Það var textinn sem fór mjög svo fyrir brjóstið á hlustendum, en lagið naut mikilla vinsælda um tíma og fékk mikla spilun í útvarpi. Fyrsta rokklagið með íslenskum texta „Vagg og velta" fór á bannlista Ríkisútvarpsins. Lagið kom út árið 1957 í flutningi Erlu Þorsteinsdóttur við undirleik danskra hljóðfæraleik- ara. Höfundur textans var Loftur Guðmundsson, sem starfaði þá sem blaðamaður. Viðbrögð útvarpsins báru tilætlaðan árangur í þetta skiptið. Lagið var bókstaflega þagað í hel. Sakarefni textahöfundar var að snúa út úr þjóðararfinum, með því að nota gömul vísubrot og hend- ingar. ALLT Á FLOTI í i 5000 EINTÖKUM Hins vegar tókst ritskoðurum út- varpsins verr upp með „Allt á floti" sem Skapti Ólafsson söng inn á plötu árið 1958. Textinn var eftir þá Björn Braga, Jón Sigurðsson og Gunnar Reyni Sveinsson, en hann útsetti jafnframt lagið og var einn af hljóðfæraleikurunum. „Allt á floti" fékk spilun í útvarpinu fyrst í stað vegna fjölda áskorana frá hlustend- um, en var síðar bannað. Þessi við- brögð virðast hafa stóraukið áhuga fólks á plötunni, því þrátt fyrir að fólk ætti almennt ekki plötuspilara á þessum árum seldist platan í hátt í 5000 eintökum. Skapti segir að þessi ákvörðun og umtalið sem fylgdi í kjölfarið hafi síður en svo valdið honum óþægindum. Upp úr 1960 dró til tíðinda. Þá voru íslenskir popparar farnir að bregða fyrir sig alþjóðamáli popp- ara, enskunni, og lög eins og Kadi- lak með Dátum og „Tonight Is The End" með Óðmönnum voru falin dyggilega í plötusafni útvarpsins. OMAR VARÐIST FIMLEGA Árið 1962 hafði lagið Karlagrobb með Ómari Ragnarssyni verið bannað og nokkrum árum síðar Jón á líkbörunum með Pónik og Einari. Síðar heyrðist að Ómar hefði sjálfur bannað lög með sér, árið 1966. Þetta er að nokkru leyti rétt, segir Ómar: „Fyrst var Karlagrobb bannað og þar með plötunni hent með öllu sem á henni var. Þegar ég gaf síðar út gamanvísnaplötu, með 10 eða 12 lögum, þótti ófært að láta eitt eða tvö lög sem voru eitthvað vafasöm verða til þess að allri plötunni væri hent. Þess vegna tókum við þá ákvörðun að strika sjálfir út 2 lög á plötunni. Annað hét „Stjórnmála- syrpa" og hitt hét „Greyið Jón".“ Að sögn Ómars var Árni Thorsteinsson aðal ritskoðari útvarpsins á þessum árum. Svo var það ekki fyrr en með plötu Trúbrots árið 1969 sem bann- stimpillinn var aftur notaður. Lagið „Elskaðu náungann" af þeirri plötu var bannað en um er að ræða út- setningu með íslenskum texta á P'lagrímakór Wagners. Konuþjófur- inn fékk sömu meðferð. í Konuþjóf- inum dugði málvilla til, en þar segir Gunnar Þórðarson „bóndi upp í sveit sem átti eina kýr". ALLT A FLOTI Það er allt á floti alls staðar, ekkert nema sjór. En segðu mér: Hvað get ég annað en hugsað til þín, sem heima bíður mín? Ég sigli um heimsins höf, hætti oft á fremstu nöf. Lít ég Grænlandsfjöll og Grikklandsstorð, en garpar syngja um borð. Eitt Viðlag: Allt á floti.. . Oft er svalt á sjó, sjaldan fæ ég næturró. Alltaf maginn í mér ólmast fer, ef aldan byltir sér. Allt á floti. . . Oft er kátt í höll, alls staðar er gleðin jöfn, því að ástin logar alltaf björt, þótt öll sé meyjan svört. Allt á floti... En er ég aftur sný, alveg skal ég gleyma því, því að upp úr svefni þá er hjá mér ég ei skal tala af mér. Allt á floti. Ég kem til þín í kvöld, við kossa blíða og ástar eld, bæði gleymum við stund og stað, ég segi ei meira um það. Þá verður allt á floti alls staðar ekkert nema. . .(ummmmmm) Hvað get ég annað en hugsað til þín sem heima bíður mín? lag á tvöföldu albúmi Óð- manna var bannað,1 en þar var talað um „náttúruleysi". Tvö önnur dæmi um notkun þess orðs hafa einnig orðið til þess' að banna spilun í útvarpinu. Táningasveitin: Ævintýri fetaði í fótspor, Trúbrots og kom með eiginj útsetningu á Pílagrímakórnum, „Frelsarinn" og var sú útsetningj einnig bönnuð árið 1970. f LAGI „AÐ RÍÐA“ Sjónvarpið kom einnig við sögu á þessum árum. Þáttur með hljóm-| sveitinni Náttúru var aldrei sýndur, en þar lék hljómsveitin útsetningu sína á verki eftir Grieg.' Þáttur sem Kombó Þórðar Hall gerði var heldur ekki sýndur. í þeirri hljómsveit voru meðal annarra Egill Eðvarðsson kvikmyndagerðarmaður' og Áskell Másson tónskáld. Árið 1981 voru tvö lög með Kam- arorghestunum bönnuð, „Bíttu í rassgatið á þér" og „Samviskubit". Kvenréttindakonum þótti máli hall- að, að segja „samviskubit aðfásérá snípinn“.! Á sama tíma heyrðist hins vegar lagið „í nótt" meðj Fræbblunum, en þar segir „í nótt, í nótt, ég ætla að ríða þér í nótt". Árin á undan voru einnig nokkur lög í óformlegu banni, svo sem „í bláum skugga..." með Stuðmönn- (Texti Björns Braga, Jóns Sigurössonar og Gunnars Reynis Sveinssonar. Flutningur Skapta Ólafssonar á síöasta erindinu fór einkum fyrir brjóstiö á ritskoöurum Ríkisútvarpsins). um, sem heyrðist þó öðru hverju. Fyrsta plata Megasar heyrðist ein- faldlega ekki, en hún kom út árið 1972. Dagskrárgerðarmenn sem vildu bregða henni á fóninn fundu hana ekki í plötusafninu. VONBRIGÐI í REYKJAVÍK Af samtölum við tónlistarmenn og þá sem kynnt hafa sér þessa sögu kemur fram að oftast hafi verið erf- itt að rekja ákvörðun um bann til einhvers eins ákveðins starfsmanns Ríkisútvarpsins, en hin síðari ár beindust sjónir manna að Þorsteini Hannessyni tónlistarstjóra. „Þetta er margra ára gamall uppspuni," sagði Þorsteinn Hannesson þegar PRESSAN bar þetta undir hann. „Ég var tónlistarstjóri í átta ár og mér persónulega er ekki kunnugt um að það hafi verið bönnuð plata nema í sárafáum tilfellum að ósk flytjend- anna sjálfra. En það er fullt af plöt- um sem okkur hefur ekki fundist ástæða til að spila. Það geta verið plötur eftir frægustu menn, því mönnum eru mislagðar hendur." Einkum virðast tvær aðferðir hafa verið notaðar til að framkvæma bann, annaðhvort stóð á plötunni að ekki mætti leika tiltekið lag, eða að búið var að rispa gróflega yfir það. Auk beinna afskipta starfsmanna útvarpsins eru nokkur dæmi um að útvarpsráð hafi hlutast til um tónlist- arval dagskrárgerðarmanna. Þegar vinstri meirihlutinn féll í Reykjavík spilaði Ævar Kjartansson lagið „Ó Reykjavík" með hljómsveitinni Von- brigði. Ævar var kallaður inn á teppið. Einnig hlutaðist útvarpsráð til um að Ragnheiður Ásta Péturs- dóttir gæfi Heimavarnarliðinu frí, en hún þótti setja það ískyggilega mikið á fóninn, einkum lagið, Vögguvísu eftir Böðvar Guðmunds-| son. Það voru sem kunnugt er her- stöðvarandstæðingar sem stóðu að gerð þessarar plötu með Heima- varnarliðinu. BOÐ OG BÖNN HÖFÐU ÁHRIF Á TEXTAGERÐINA Gestur Guðmundsson þjóðfélags- fræðingur segir að bannfæringar Ríkisútvarpsins hafi eflaust haft áhrif á textagerðina. „Bann í út- varpi þýddi oftast að platan féll, þótt „Allt á floti" sé þar skemmtileg und- antekning. En fyrir suma voru boð og bönn einnig hvatning og ögrun.“ Gestur segir jafnframt að rekja megi i til Kanaútvarpsins að áhrifa ritskoð- unar gætti ekki jafn mikið hér og víða annars staðar. Þar var leyft mun meira frjálsræði en í Bandaríkj- unum sjálfum. „En ef Ríkisútvarpið og Morgunblaðið urðu sammála um siðferðismörkin gat fátt fengið því breytt. Og besta tæki þeirra var þögnin." Með almennari plötuspilaraeign og fjölgun útvarpsrása hefur reynst erfiðara fyrir ritskoðara að beita sér. Öðru hvoru hefur þó mátt sjá til- hneigingar í þá átt. Bubbi og Megas voru á tímabili í straffi á Rás 2, svo og á Bylgjunni, fyrstu útvarpsstöð- inni í einkaeign. Og líklega munu popparar um ókomna tíð telja að sér vegið með þögninni, jafnvel þótt í sumum tilfellum megi skýringuna finna í óboðlegu efni sem frá þeim kemur. Stuðmannalagið „I bláum skugga" heyrðist afar sjaldan þrátt fyrir miklar vinsældir. Skapti Ólafsson og hljómsveit. „Allt á floti" varð fyrsta metsölu- rokkplatan þrátt fyrir bann Rikisútvarpsins. Tveir fréttamanna Stöðvar 2 munu að líkindum hætta störfum í haust og hverfa til náms, þau Karl Garðarsson og Hulda Styrmis- dóttir. Ekki er ólík- legt að eitthvað af því afleysingafólki sem kemur til starfa í sumar á fréttastofu Bylgjunnar og Stöðvar 2 fylli skörð þeirra. Heyrst hefur að Heimir Már Pétursson ritstjóri Norðurlands á Akureyri, áð- ur blaðamaður á Þjóðviljanum, verði í hópi sumarmanna fréttastof- unnar... yrir hönd borgarfulltrúa Nýs vettvangs mun Ólína Þorvarðar- dóttir í dag leggja fram tillögu um að borgarstjórn veiti, samkvæmt til- nefningum lögreglu. viðurkenningu þeim vínveitingahúsum í Reykjavík, sem til fyrirmyndar eru og uppfylla vel og dyggilega ákvæði um rekstur vin- veitingahúsa. Með þessu vilja borg- arfulltrúarnir ýta undir jákvæða umra'ðu vftir fréttaflóð að undan- íörnu um róstur og ofbeldi í borg- imii. sem í flestum tilfellum er rakið til misnotkunar áfengis og annarra vímuefna . . . n V var með sérstaka frétt í vik- imni. þar sem greint var frá sérstakri ána'gju stjórnmálaforingjanna með ..beina línu" blaðs- ins. þeir hefðu talað um ..ígrundaðar spurningar", „mál- efnalegar og vitræn- ar". Þessi frétt er at- hyglisverð. sérstak- lega i Ijósi þriggja siðna umfjöllunar um spurningar til og svör Júlíusar Sólnes frá frjáls- lyndum. Péturs Guðjónssonar frá Þjóðarflokknum-Flokki mannsins og Tómasar Gunnarssonar frá I leimastjórnarsamtökunum Af sautján spurningum til .lúlítisar voru þrjár frá blaðamönnum l)V. Af þrett- án sptirningum til Péturs voru sjö frá blaðamönnum l)V. Af fjórtán spurn- inguni til Tómasar áttu blaðamenn l)V átta. Með öðrum orðum var önmir liver spurning til þessara for- mgja. samtals 18. frá blaöamönnum DV. þar af 10 frá Hauki Lárusi tiaukssyni. Það var svo einmitt llaukur sem skrifaöi fréttina um hversu spurningarnar hefðu þótt vitnenar og ígrundaðar . . . s ^^tarfsmenn Ríkisútvarpsins eru roggnir jx'ssa dagana eftir að niður- staðii kom i mjög umfangsmikilli hlustendakönnun Gallups. Þykir þeim sem samanburður- inn við Bylgjuna sé að verðii sífellt hag- stæðari fyrir Rás 2. Það er sérstaklega á tímaimm frá !) til I sem Rás2 hefur unnið á en þar voru yfirlnirðir Bvlgjunnar nokkrir. Kr þessi breyting meðal aimars þökkuð Þorsteini J. Vilhjálmssyni sem liefur haft yfirumsjón með þessum tíma síðan um áramót . . .

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.