Pressan - 03.05.1991, Qupperneq 7
FÖSTUDAGUR PRESSAN 3. MAÍ 1991
7
RAFMAGNSLAUST
LÐMHUSIU/EBI
TBdfiURHONM
LBGUBRASKAM
fasteigna.
Búnaðarbankinn hefur rift sölu á Skipholti 7 til Austurvanes hf. Þar máttu 10 leigjendur Búnaðarbankinn sagði
hingað og ekki lengra í
herbergja búa við rafmagnsleysi frá mánaðamótum, óþrifnað og aðstöðuleysi. máiiskiphoits?. *
Helgi Rúnar Magnússon
lögfræðingur, stofnandi
fjölda fyrirtækja og
eigandi nokkurra
Búnadarbanki íslands hefur rift sölu bankans á fast-
eigninni Skipholti 7 tii Austurvangs hf., sem er fyrirtæki
Helga Rúnars Magnússonar lögfræðings og fleiri. Fast-
eign þessa keypti Búnadarbankinn á nauðungaruppboði
en seldi Austurvangi í ágúst 1989 á 29 milljónir króna.
Austurvangur greiddi fljótlega 3 milljónir króna, en í
tæpt ár hafa vanskil hrannast upp. Auk vanskila á kaup-
verði var húseignin nær lent á nauðungaruppboði vegna
vanskila á fasteignagjöldum við Gjaldheimtuna og þurfti
Búnaðarbankinn samkvæmt heimildum blaðsins að
snara út alls um 700 þúsund krónum vegna þess að eign-
in er enn þinglýst á bankann.
Um leið hefur húsnæðið verið í
niðurníðslu eftir að hafa verið hólf-
að niður í 15 herbergja leiguhús-
næði. Leigutakar herbergja í Skip-
holti 7 hafa verið rafmagnslausir í 3
vikur vegna um 500 þúsund króna
vanskila Austurvangs við Raf-
magnsveitu Reykjavíkur. Sumir
leigutaka flúðu reyndar húsið fljót-
lega, þrátt fyrir að hafa greitt leigu
fyrir apríl.
Helgi Rúnar Magnússon hefur
verið umsvifamikill í fasteigna-
rekstri og fjárfestingum síðustu ár
og er nafn hans að finna á bak við
ýmis fyrirtæki auk Austurvangs. Má
þar nefna Lögtak hf., Rúnar hf.,
Stelk hf., Norðurvang hf. og Lög-
fræðimiðstöðina hf. Aðalbæki-
stöðvar fyrirtækja Helga Rúnars eru
að Austurströnd 3 á Seltjarnarnesi.
Þar er einnig að finna lögmanns-
stofu Skúla Sigurdssonar, sem er
með Helga í Lögtaki hf.
MISSTU ÓPALHÚSIÐ EN
KEYPTU SJÁLFIR Á UPPBOÐI
Meðal stofnenda Austurvangs var
Kristján V, Kristjánsson, fyrrverandi
samstarfsmaður Sigurdar Arnar
Sigurdssonar og Sigurðar H. Gard-
arssonar i Hagskiptum. Kristján
seldi hlut sinn í Austurvangi þó fljót-
lega að eigin sögn.
Helgi Rúnar er liðlega þrítugur
lögfræðingur, sem átti stóran þátt í
öðru fasteignamáli við Skipholt,
sem PRESSAN greindi frá í febrúar
síðastliðnum. Fyrirtæki Helga Rún-
ars, Sigurdar R. Sigurjónssonar og
Ólafs Más Sigurdssonar, Stelkur hf.,
keypti stóran hluta húseignarinnar
Skipholt 29 í júlí 1989 fyrir 33 millj-
ónir króna og yfirtók m.a. skuldir.
Stelkur stóð ekki í skilum og eignin
lenti á uppboði 31. janúar síðastlið-
inn. Á uppboðinu var hæstbjóðandi
Norðurvangur hf. og var eignin
slegin því félagi á 25,5 milljónir
króna. Norðurvangur er í eigu
Helga Rúnars, Sigurðar, Stelks og
fleiri. 40 milljóna króna veð hvíldu á
eigninni og má ætla að kröfuhafar
tapi tæplega 15 milljónum króna.
Þess má geta að Sigurður R. Sigur-
jónsson er starfsmaður Ríkisendur-
skoðunar og fjárveitinganefndar Al-
þingis. Kristján, Sigurður og Gunn-
ar Gunnarsson voru stjórnarmenn í
hljómtækjaversluninni Ópus hf.,
sem úrskurðuð var gjaldþrota í júlí í
fyrra, en verslun þessi var til húsa í
Skipholti 7.
RAFMAGNSLEYSI,
NIÐURNÍÐSLA OG HORFINN
UMSJÓNARMAÐUR
Húsnæðið í Skipholti 7 hefur ver-
ið hólfað í 15 herbergi og á jarðhæð
voru tvær verslanir og tvö herbergi
til viðbótar. Húsnæðið er í mikill
niðurníðslu. Baðherbergisaðstaða
og eldhúsaðstaða eru ekki mönnum
bjóðandi og er það á ábyrgð húseig-
enda. Leigusali hefur ekki séð um
þrif á sameign svo sem samningar
gera ráð fyrir. Rafmagnsleysi síðustu
þriggja vikna hefur orðið til þess að
sumir leigjenda eru flúnir. Aðrir
hafa þraukað í von um að úr rættist.
Eins og gefur að skilja hefur ekki
verið hægt að elda á staðnum og
eru sturtur óvirkar.
Leigjendur munu nú íhuga að-
gerðir til að gæta hagsmuna sinna.
Þeir vilja fá aprílleiguna endur-
greidda og eiga inni eins mánaða
tryggingagreiðslu frá upphafi leigu.
Pulltrúar Leigjendasamtakanna, Jón
Kjartansson og Halldór Jónasson
lögfræöingur, ræöa viö leigjendur í
„eldhúsi" annarrar hæðarinnar.
„Astandið á húsnæöinu er mjög
slæmt, algjörlega óviðunandi sem
mannabústaður... Það er forkastan-
legt aö skilja leigjendurna eftir raf-
magnslausa og í óvissu um fram-
haldið," segir Jón Kjartansson.
Austurvangur hf. virðist hafa
framleigt efri hæðirnar tvær til Viö-
ars Fridfinnssonar, sem undirritað
hefur leigusamninga. Þó leikur
grunur á að Viðar hafi verið e.k. um-
boðsmaður fyrir Austurvang, en
ekki raunverulegur leigusali.
Hvorki leigjendum né Leigjenda-
samtökunum hefur tekist að hafa
uppi á Viðari.
„HÚSNÆÐIÐ ALGJÖRLEGA
ÓVIÐUNANDI SEM
MANNABÚSTAÐUR"
Þegar leigjendur fóru fram á það
við Rafmagnsveituna að opnað yrði
fyrir rafmagnið af „mannúðar-
ástæðum" fengust þau svör að mál-
ið yrði kannað. Ekkert gerðist þó í
þeim efnum. í kjölfar riftunar Bún-
aðarbankans er hins vegar búist við
að samkomulag náist um að opna
fyrir rafmagnið um helgina.
Leigjendasamtökin eru nú komin
í mál þetta, en að sögn Jóns Kjart-
anssonar formanns samtakanna
hefur gengið erfiðlega að upplýsa
málið. Þegar PRESSAN fór á vett-
vang sl. mánudag bar þá Jón og
Halldór Jónasson lögfræðing að
fyrir hönd samtakanna. Var þá rætt
um að kveða heilbrigðisfulltrúa og
húsmatsmenn á vettvang.
„Ástandið á húsnæðinu er mjög
slæmt, algjörlega óviðunandi sem
mannabústaður. Það er fyrir neðan
allar hellur að koma fram við leigj-
endur sína á þennan hátt. Það er
óupplýst í málinu með hvaða hætti
samskipti Austurvangs og Viðars
Friðfinnssonar hafa verið, hver beri
ábyrgð á þessu ástandi, en hvort
heldur sem er má það heita forkast-
anlegt að skilja leigjendurna eftir
rafmagnslausa og í óvissu um fram-
haldið," segir Jón Kjartansson.
„HÚSNÆÐIÐ ER Á ÁBYRGÐ
HELGA RÚNARS"
Viðar Friðfinnsson vildi lítið tjá
sig um mál þetta í samtali við
PRESSUNA. „Eg hætti þarna 1. apr-
íl, eftir að hafa séð um húsið í eitt ár
og hefur húsnæðið síðan verið á
ábyrgð Helga Rúnars. Það er um
leið hann sem skuldar rafmagn frá
fyrri tíð, sem lokað hefur verið út af.
Þegar ég kom þarna inn voru þegar
komin eins árs vanskil á rafmagnið.
Það eru þarna 4 eða 5 mælar og ég
var bara með tvo.“
Viðar vildi ekki tjá sig um hver
hefði fengið leiguna fyrir apríl í sín-
ar hendur. Þá vildi hann ekkert
segja hver væri með trygginga-
greiðslur leigjendanna undir hönd-
um. „Þann tíma sem ég var þarna
voru yfirleitt aðeins 5 eða 6 í leigu.
Frá mínum bæjardyrum séð voru
þetta hundrað prósent lögleg við-
skipti. Ég ákvað hins vegar að fara
og mér kemur húsið ekki við lengur.
Auðvitað tel ég ekki rétt að loka raf-
magninu á fólkið, en því máli vísa ég
til Helga."
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og
skilaboð tókst ekki að ná tali af
Helga Rúnari Magnússyni. Sam-
kvæmt heimildum PRESSUNNAR
mun hann bera því við að leigjend-
um hafi verið sagt upp og að þeir
hafi átt að rýma herbergin um síð-
ustu mánaðamót. Það kannast eng-
inn leigjandi við.
Friðrik Þór Guðmundsson
Skipholt 7. Búnaöarbankinn var enn þinglýstur eigandi, en fyrirtæki Helga
Rúnars Magnússonar, Austurvangur, keypti eignina í ágúst 1989. Austurvang-
ur hlóð á sig vanskil hjá bankanum, Gjaldheimtunni, Rafmagnsveitu Reykja-
víkur og víöar.