Pressan - 03.05.1991, Qupperneq 8
8
FÖSTUDAGUR PRESSAN 3. MAI 1991
PRESSAN leitar uppi tíu stærstu landeigendurna og tíu stærstu kvótaeigendurna.
Þess hefur oft verið spurt hverjir eigi ísland. Þá er oft-
ast átt við hverjir hafi hér öll tögl og hagldir eða hverjir
það eru sem fá stærstan hluta af þeim kostum sem landið,
þjóðin og miðin bjóða upp á.
En hverjir eiga sjálft landið? Og hverjir eiga miðin í
raun og veru?
Hér að neðan getur að líta yfirlit yfir tíu stærstu jarðirn-
ar og tíu stærstu kvótaeigendurna. Tíu stærstu jarðirnar
ná yfir einn tíunda af landinu öllu. Tíu stærstu kvótaeig-
endurnir eiga um fjórðung af öllum miðunum.
Þaö hefur reynst mörgum erfitt að
svara spurningunni um hverjir eigi
ísland. Þó menn einfaldi það, eins
og hér er gert, og spyrji bókstaflega
hverjir hafi pappíra upp á vasann
um að þeir eigi landið eða miðin, þá
er spurningin ekki auðveldari við-
fangs.
LOÐIÐ MÁL HVERJIR
EIGI LANDIÐ OG MIÐIN
í fyrsta lagi er deilt um hvort út-
hlutun fiskveiðikvóta feli í sér eign
eða ekki. Þá skiptir engu þó hann
gangi kaupum og sölum og sé jafn-
vel eignfærður og skattlagður. Það
er einkum útgerðin sjálf, sú sem á
kvótann, sem neitar því að líta á
hann sem eign. Þrátt fyrir það er nú
almennt byrjað að líta á kvótann
sem eign. Það er frekar deilt um
hver eigi hann.
Það er ekki auðveldara að finna út
hverjir eigi land á íslandi. Ástæða
þess er í raun enn kostulegri en deil-
an um kvótann. Því er nefnilega
þannig farið að jarðamerkingar eru
afskaplega ófullkomnar á Islandi.
Einu gögnin um stærð jarða eru í
svokölluðum landamerkjabréfum
en í þeim eru landamerkin einungis
tilgreind. Til þess að finna út hvaða
jarðir eru stærstar þarf því að safna
saman hátt í sex þúsund landa-
merkjabréfum, setja landamerkin á
kort, draga línu á milli og reikna út
ferkílómetra-fjöldann.
Öfugt við það sem margur skyldi
ætla er því enn flóknara að finna út
hverjir eigi landið en hverjir eiga
miðin.
RÍKIÐ Á MEST EN
REYKJAHLÍÐ ER
STÆRSTA JÖRÐIN
Ef þeirri spurningu væri fyrst velt
upp hverjir ættu landið þá verður
svarið líkast til íslenska ríkið. Það er
ekki bara að þjóðgarðarnir (þar af
er einn þriðja stærsta jörðin) ná yfir
gífurlegt jarðflæmi heldur á ríkið og
ríkisstofnanir um 746 jarðir af um 6
þúsund jörðum á landi. Af þessum
746 jörðum ríkisins eru 576 í ábúð.
170 eru eyðijarðir. Ríkið er því án
efa stærsti jarðareigandinn þó það
eigi ekki stærstu jörðina.
Hana eiga hins vegar um tuttugu
afkomendur Einars Friðrikssonar
og Guðrúnar Jónsdóttur, en þau
hjónin keyptu jörðina Reykjahlíð
fyrir 90 árum á 7.150 krónur. Sam-
kvæmt landamerkjabréfi nær
Reykjahlíð yfir um 2.000 ferkíló-
metra lands og er því án efa stærsta
jörð landsins.
Reyndar er það nokkuð á reiki
hversu stór Reykjahlíð er. Sam-
kvæmt munnmælum sem getið er
um í Landið þitt ísland þá ná Reykja-
hlíð og Skaftafell saman á Vatna-
jökli. Ef miðað er við það þá er
Reykjahlíð um 6.000 ferkílómetrar.
REYKJAHLÍÐ SKRÁÐ
Á MILLJÓN EN GÆTI
KOSTAÐ MILLJARÐ
Ómögulegt er að geta sér til um
hvað jörðin Reykjahlíð kostar í raun.
Skráð verðmæti hennar er 1,2 millj-
ónir.
Þessi lága upphæð byggir á út-
reikningum á verðmæti landsins til
landbúnaðarframleiðslu sem gerð
var á sjöunda áratugnum. 98 pró-
sent af landi Reykjahlíðar er afréttur
sem nýttur er sameiginlega af
bændum í Skútustaðahreppi.
Fyrir skömmu seldi Blönduósbær
sinn hlut í Auðkúluheiði á 10 millj-
ónir. Samtals er heiðin um 560 fer-
kílómetrar og átti bærinn tíunda
hluta afréttarins. Samkvæmt þess-
um sölusamningi kostar ferkíló-
metrinn af afréttarlandi því um 175
þúsund krónur.
Ef þessi viðmiðun er notuð gæti
Reykjahlíð kostað um 360 milljónir
króna. Þá er miðað við stærð jarðar-
innar í landamerkjabréfum. Ef mið-
að er við munnmælasögur er verð-
mæti jarðarinnar þrisvar sinnum
meira eða 1,1 milljarður.
Söluverð jarðarinnar gæti því ver-
ið allt að þúsund sinnum meira en
skráð verð.
EIGN Á LANDI EÐA ÖRÞUNNRI
HIMNU UNDIR GRÓÐRINUM
Sjálfsagt finnst mönnum 175 þús-
und krónur ekki hátt verð fyrir einn
ferkílómetra. Ástæðan fyrir þessu
verði á Auðkúluheiði er sú að eign-
arréttur á afrétti er fyrst og fremst
bundinn við nýtingu hans til land-
búnaðar. Bændur hafa ekki fengið
viðurkenndan námurétt eða vatns-
rétt á afréttum. Þær bætur sem
Landsvirkjun hefur verið að greiða
þeim eru fyrst og fremst bundnar
við gróðurinn.
Þetta á við um afrétti sem ekki eru
tiltekin eign ákveðinnar jarðar. Það
getur því verið að Reykjahlíð og
aðrar jarðir sem hafa afrétti innan
sinna landamerkja geti krafist
hærra verðs fyrir afréttarlönd sín en
Blönduósbær í dæminu hér að ofan.
Það sem mælir gegn því er að í
landamerkjabókum er löndum jarð-
anna skipt í tvennt. Annars vegar
heimahagar og hins vegar afréttir.
Það er því hefð fyrir því að líta á
eignarrétt afrétta öðrum augum en
heimahaga.
Ef engin námaréttindi eða vatns-
réttindi fylgja afréttunum þá er eign
á þeim í raun bundin við gróðurinn
og einhverja afstæða himnu undir
honum sem er land án námu- og
vatnsréttinda. Fyrir þetta tvennt
hefur hins vegar verið greitt um 175
þúsund krónur á ferkílómetra.
TÍU STÆRSTU
KVÓTAEIGENDURNIR EIGA
FJÓRÐUNGINN AF KVÓTANUM
Það er einnig deilt um hvað þeir
eiga sem eiga kvótann. Eiga þeir
hann til frambúðar eða til eins árs í
senn? Hafa þeir hann einungis til af-
nota þar til hann verður tekinn af
þeim aftur? Eða hafa þeir átt hann
svo lengi að það sé orðið ófram-
kvæmanlegt að taka hann af þeim
eða krefja þá um endurgjald fyrir
hann?
Þrátt fyrir þessar deilur gengur
kvótinn kaupum og sölum, hann er
skattlagður og sum fyrirtæki hafa
meira að segja eignfært hann í árs-
reikninga sína. Eignarhald útgerð-
arinnar á kvótanum fer því að verða
nánast óumdeilt.
10 stærstu útgerðaraðilar landsins
höfðu á síðasta ári alls 88.721 tonn
þorskígilda á sín 49 skip. Þetta er
fjórðungur botnfiskaflans. Miðað
við gangverð á kvóta þorskígilda,
áætlað 150 krónur (hærra þekkist)
má áætla virði kvóta þessara 10
stærstu vera 13,3 milljarða, en
heildina vera 54,6 milljarða. Þetta
„gangverð" miðast auðvitað við að
framboð er takmarkað og væri
gangverð að sjálfsögðu lægra ef allt
væri til sölu.
ENDALAUS VAFAATRIÐI
UM EIGNARRÉTT
Hér neðar á síðunni má sjá sam-
antekt á tíu stærstu jörðunum og tíu
stærstu kvótaeigendunum. Hvoru
tveggja skal tekið með vissum fyrir-
vörum og þá sérstaklega saman-
tektinni á jörðunum. Upplýsingar
um eign manna og fyrirtækja á
landi og fiski liggur ekki á lausu.
Þrátt fyrir það er hér um tvö af
stærstu málum þjóðarinnar að
ræða. Það vekur athygli að í báðum
tilfellum eru endalaus vafaatriði.
En hvað um það. Samkvæmt því
sem PRESSAN kemst næst eru þetta
þeir sem eiga landið og miðin, eða
öllu heldur stærstan hluta af íslandi
og íslandsmiðum.
Friðrik Þór Guðmundsson og Gunnar
Smári Egilsson