Pressan


Pressan - 03.05.1991, Qupperneq 10

Pressan - 03.05.1991, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR PRESSAN 3. MAl' 1991 Flest bendirtil þess að miklar deilur séu framundan vegna endurnýjunar námaleyfls kísilgúrverksmiðj- unnar við Mývatn og hugsanlegrar skaðabótakröfu bænda. KISILIBJUHNAR Bráðlega er væntanleg rannsóknarskýrsla um lífríkið við Mývatn frá þar til skipaðri sérfræðinganefnd. Skýrsl- an er unnin vegna spurninga sem vaknað hafa um áhrif kísilgúrverksmiðjunnar við Mývatn á lífríki vatnsins. Ágreiningur mun vera innan nefndarinnar um niður- stöður hennar. Á sama tíma eru bændur við vatnið að íhuga stórfelld skaðabótamál vegna tjóns sem þeir telja að starfsemi verksmiðjunnar hafi unnið á lífríki vatnsins. AÐALFUNDUR VEIÐIFÉL AGSIN S RÆDDI MÁLAFERLI Á aðalfundi Veiðifélags Laxár og Krákár, sem haldinn var fyrir þrem dögum, voru sameiginleg málaferli meðal annars rædd. Meðal margra veiðiréttarbænda mun vera vilji fyr- ir því að hefja skaðabótamál á hend- ur verksmiðjunni og fá um leið starfsleyfi hennar hnekkt. ,,Eg neita því ekki að málaferli eru í uppsiglingu en ákvörðun um slíkt hefur þó ekki verið tekin ennþá," sagði Þorgrímur Starri Björgvinsson bóndi í Garði en hann er einn þeirra sem telja málaferli ekki ólíklega nið- urstöðu. Peir bændur sem nú hugleiða málaferli telja að umskipti hafi orð- ið í vatninu upp úr 1970 en kísilgúr- verksmiðjan tók til starfa 1967. „Það virðist augljóst mál að það hafa orðið alger umskipti í Mývatni í kringum 1970 og við erum búnir að fá hvert hrunið ofan í annað hér í lífríkinu. Sum svo djúp að það er al- ger aflabrestur," sagði Þorgrímur Starri en hann hefur safnað marg- víslegum heimildum um lífríkið fyr- ir og eftir gangsetningu verksmiðj- unnar. í hans huga eru engar efa- semdir um neikvæð áhrif hennar. „Eftir því sem mér sýnist þá mun þetta ekki eiga skylt við hinar nátt- úrulegu sveiflur. Þá hlýtur maður að spyrja hvort breyttir lifnaðarhættir eða atvinnuhættir komi ekki hér inn í dæmið og eigi hér sök á. — Og þá liggur beinast við að ætla að það sé Kísiliðjan því hún veður beint inn í lífríkið," sagði Þorgrímur Starri. SILUNGSAFLINN 10% AF MEÐALÁRI Eitt sýnilegasta dæmið um breyt- ingar á lifríkinu eru breytingar á sil- ungsveiði við vatnið sem hefur stöð- ugt verið að breytast á verri veg. Bændur benda á að árið 1989 hafi hrunið í silungsveiðinni orðið algert en þá fór veiðin niður í 3.000 fiska en að sögn Þorgríms Starra þá var meðaltalið fram til 1970 um 30.000 fiskar á ári — os allt upp í 100.000 fiska sum árin. í fyrra glæddist afl- inn hins vegar aftur og fór upp í 12.000 fiska. Þá má einnig tína til að húsandar- stofninn er nú fimmtungur af því sem hann er í eðlilegu árferði. Árin 1989 og 1990 drápust allir ungar húsandarinnar. Einnig má nefna til að álftin, við neðri hluta Laxár, féll öll í fyrrasum- ar. Einnig má geta þess að margir telja að mývargstegundum hafi fækkað stórlega við vatnið. NÁMSLEYFIÐ ENDURSKOÐAÐ í SUMAR Núgildandi námaleyfi Kísiliðjunn- ar er frá árinu 1986 og gildir til árs- ins 2001 — að óbreyttu. í leyfinu er nefnilega ákvæði um endurskoðun námaleyfisins að fimm árum lokn- um og lýkur því tímabili í sumarlok. Þá er ætlunin að niðurstöður rann- sóknarnefndarinnar geti auðveldað mönnum að taka afstöðu til áfram- haldandi námaleyfis, afnámi þess, takmörkunum eða auknu frelsi verksmiðjunnar til kísilvinnslu. Rannsóknarnefndarmenn eru þögulir sem gröfin og hafa augljós- lega tekið sig saman um að segja ekki neitt áður en skýrslan kemur út. Nefndarmenn vísa allir sem einn á formann nefndarinnar, Vilhjálm Lúdvíksson hjá Rannsóknarráði. Vil- hjálmur vildi ekkert láta uppi. Samkvæmt örúggum heimildum PRESSUNNAR ber nefndarmönn- um rannsóknarnefndarinnar ekki saman í niðurstöðum sínum. Viður- kennt er að náttúrulegar sveiflur hafi mikið að segja um hnignun líf- ríkisins á þessu sérstæða svæði, en óeining mun ríkja um þátt Kísiliðj- unnar þessu til viðbótar. Þeir sem telja áhrif námavinnsl- unnar hjá Kísiliðjunni vera hverf- andi benda á hinar viðurkenndu náttúrulegu sveiflur í gegnum ald- irnar og að vatnið endurnýji sig á mjög skömmum tíma eða 28 dög- um. Hinir tala um þau efni sem runnið hafa frá verksmiðjunni í jarð- veginn og vatnið og benda svo á að þegar rótað er í vatnsbotninum þyrl- ist upp efni, sem hafi í för með sér næringarefnaauðgun, sem aftur or- sakar jafnvægisbrest. ÁHYGGJUR VEGNA BRENNISTEINS- SÝRUMENGUNAR Sérstaklega hefur andstæðingum Kísiliðjunnar verið tíðrætt um að um 250 lítrar af óuppleysanlegri brennisteinssýru fari í jarðveginn frá verksmiðjunni á ári. Forsvars- menn verksmiðjunnar benda hins vegar á að 30 kíló af sýrunni bland- ist saman við 150.000 kíló af vatni og þegar við bætist hröð endurnýj- un vatnsins sé magn sýrunnar vart mælanlegt. Sömu aðilar segja að meiri ástæða sé til að hafa áhyggjur af ágangi ferðamanna á staðnum, þeir komi 20 til 40 þúsund á ári og beri gróðurinn þess ótvíræð merki að þar verði að grípa í taumana. Róbert Agnarsson forstjóri Kísil- iðjunnar vildi sem minnst tjá sig um þetta mál fyrr heldur en skýrslan lægi fyrir. „Almennt séð get ég ekki séð nokkur merki þess, hvorki í nú- tíð né fortíð, að lífríkið við Mývatn hafi beðið skaða af starfsemi Kísil- iðjunnar. Sveiflur í lífríkinu eru þekktar frá þvi fyrir daga verksmiðj- unnar og þær hafa haldið áfram. Þessa dagana er uppsveifla, hún kom í fyrra og virðist eftir vorkom- unni að dæma ætla að halda áfram í ár. Ég sé ekki annað í hendi mér en að verksmiðjan starfi þarna áfram og vænti ég góðrar samvinnu við Náttúruverndarráð og aðra sem um málið munu fjalla." íbúar Skútustaðahrepps eru mjög klofnir í afstöðu sinni til málsins. Hjá öðrum hópnum eru náttúruvernd- arsjónarmið í öndvegi og sú afstaða að enga áhættu megi taka þegar þessi „perla” er annars vegar. Hinn hópurinn horfir til þess að verk- smiðjan veitir rúmlega 60 manns vinnu og sé um leið uppistaða at- vinnulífs í hreppnum. Sigurður Már Jónsson Friðrik Þór Guðmundsson

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.