Pressan - 03.05.1991, Page 13

Pressan - 03.05.1991, Page 13
FÖSTUDAGUR PRESSAN 3. MAÍ 1991 13 Mjólkursamsalan ÆTUUt AB REISA NÝJA BRAUÐGBtBAftVERKSMIÐJU Braudgerd Mjólkursam- sölu Reykjavíkur hefur fest kaup á stórhýsi vlð Lyngháls 7 og er œtlunin ad setja þar upp fullkomna braudgerdar- verksmidju. Húsnœdid er keypt af Búnadarbanka Is- lands og er kaupverðid 100 milljónir kóna. Þarna er œtl- unin ad taka í notkun um 2400 fermetra verksmidju- húsnœdi. Núverandi hús- nœöi braudgerdarinnar við Brautarholt verður selt. Að sögn Guðlaugs Björg- vinssonar, forstjóra MS, þá er ætlunin að taka verksmiðj- una í notkun í lok ársins. Fest hafa verið kaup á fullkomn- um bakarofni en hugmyndin er að þarna verði ákaflega sjálfvirk verksmiðja. Sagði Guðlaugur að gera mætti ráð fyrir að starfsfólki myndi fækka en á síðasta ári unnu hátt í 50 manns við brauð- gerð MS. Meðal bakara er mikil óánægja með þessa útþenslu á starfsemi brauðgerðar MS. Um langt skeið hafa bakarar haldið því fram að í krafti ein- okúnaraðstöðu MS á mjólkur- markaðnum þá sé fyrirtæk- inu unnt að flytja mjólkur- peninga yfir í brauðgerðina. Talsmaður Sea Shepard KOMUM TIL AO FAGNA EÐA BERJAST Peter Wallerstein, einn af forystumönnum Sea Shepard samtakanna, sem berjast hatrammlega fyrir verndun lífríkis sjávar, segir að Paul Watson aðal forystumaður samtakanna lóni nú á skipi sínu fyrir ströndum Banda- ríkjanna og bíði eftir kalli um hvort hann eigi að sigla til ís- lands, en fundur Alþjóða- hvalveiðiráðsins verður hald- inn í Reykjavík dagana 21. til 31. maí. ,,Við erum að vona að Is- lendingar taki ákvörðun um að hætta hvalveiðum," segir Wallerstein. „Spurningin um hvort við koinurn veltur á því. Það er hins vegjar aldrei að vita nema við komum til Is- lands til að fagna, ef þið takið ákvörðun um að hætta hval- veiðum." Wallerstein segir að sam- tökin muni berjast gegn hval- veiðum með hvaða aðferðum sem nauðsynlegar kunni að verða. „Það eru margar að- ferðir til, svo sem viðskipta- þvinganir og eins og íslend- ingum er kunnugt, þá sökkt- um við hvalskipunum árið 1986. Ég er ekki að segja að við beitum nákvæmlega þessum aðferðum nú, það eru margar aðrar leiðir fyrir hendi." Þið viðurkennið að hafa sökkt hvalveiðiskipunum? ,,Já, við sökktum hálfum flotanum í Reykjavíkurhöfn árið 1986 og eyðilögðum hvalveiðistöðina sama ár. En við berum virðingu fyrir öllu lífi og notumst því ekki við vopn. Þannig könnuðum við til hlítar hvort nokkur væri um borð áður en við sökktum skipunum. Við viljum ekki skaða nokkurt líf." „Þetta er algerlega út í hött. Rekstur brauðgerðar- innar hefur ávallt staðið und- ir sér og yfirleitt skilað hagn- aði," sagði Guðlaugur. — En á að nota verksmiðj- una í framleiðslu annars en brauðs? „Það kemur bara í Ijós," sagði Guðlaugur. Brauðgerð MS hefur keypt þetta hús af Búnaðarbankan- um á 100 milljónir. Flugleiðir ÍSLENDINGAR BORGA HELMINGIMEIRA EN NEW YORK-BÚAR Samvœmt auglýsingu Flug- leiða í New York Sunday Tim- es sl. sunnudag býðst útlend- ingum fargjald til Lúxem- borgar fram og til baka á 464 dollara (með flugvallarskatti) eða sem nemur um 28.000 krónum. Flugleiðir bjóða ís- lendingum upp á ólík kjör. Samkvœmt ,,Besta-vest- ur-fargjaldi“ býður flugfélag- ið innfœddum upp á far til New York og til baka fyrir 39.750 krónur, virka daga, eða 42.370 krónur um helg- ar. Munurinn þarna á milli er 11.750 til 14.370 krónur eða 42 til 51 prósent. Munurinn er þó öllu meiri í raun. Kaupendum í New York er boðið upp á frían bilaleigu- bíl í Lúxemborg í allt að viku, með ótakmörkuðum akstri, séu tveir kaupendur um bíl- inn. Samkvæmt upplýsingum söluskrifstofu Flugleiða er vikugjald bifreiðar i B flokki hjá Lux-Viking með öllu um 13.500 krónur. I auglýsingu Flugleiða hér á landi er inn- fæddum kaupendum bent á að vikugjald á bílaleigubíl í Bandaríkjunum sé 6.800 til 9.000 krónur, án sölu- og bensínskatts. Ekki má gleyma því að ís- lendingurinn flýgur talsvert styttri leið. Frá Keflavík til New York eru flognir kíló- metrar um 4.100 en frá Kefla- vík til Lúxemborgar 1.960 kílómetrar. íslendingurinn flýgur alls 8.200 kílómetra, en kaupandinn í New York alls 12.120 kílómetra. Kaup- andinn í New York greiðir 2,29 krónur fyrir hvern flog- VESTLR inn kílómetra, en íslending- urinn 4,85 eða 5,17 krónur. Munurinn er 112 eða 126 pró- sent. Þess skal getið að forsend- urnar að baki báðum tilboð- um eru mjög svipaðar hvað gildistíma og lág- og há- marksdvöl varðar. Þó höfðu kaupendur í New York aðeins 9 daga til að ákveða sig frá birtingu auglýsingarinnar. „Oft mætti hann sýna skoðunum annarra meira umburðarlyndi og þolinmæði," segir Danfríður Skarphéðinsdóttir þingmaður Kvennalistans. „Hann er svo nákvæmur að það liggur við að hann fari stundum í taug- arnar á manni," segir Gísli Einarsson verkstjóri i Sementsverksmiðjunni. „Hann gat stundum verið einum of fljótfær og átt það til að hlaupa á sig," segir Pétur Guðfinnsson fram- kvæmdastjóri Sjónvarpsins. „Það er lítiö hægt að setja út á störf hans. Helst að hann sé skapmikill ef eitthvað er og getur verið fljótur upp hef ég séð, þó ékki hafi það bitn- að á okknr,“ segir Gylfi Þórðarson fram- kvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar. „Ef það getur verið galli að vera ákveðinn má helst segja um Eið að hann hafi stundum verið of ákveðinn, og hefði mátt vera þolin- móðari," segir Bogi Agústsson fréttastjóri og fyrrum samstarfsmaður Eiðs á fréttastofu Sjón- varpsins. „Eins og öðrum væri honum hollt að temja sitt skap," segir Danfríður Skarphéð- insdóttir. „Hann gat að mati sumra viðmæl- enda verið óþarflega aðgangsharður, sem þótti hinsvegar bera vott um góða og nú- tímalegri fréttamennsku en áður hafði tíðk- ast í viðtölum við frammámenn þjóðarinn- ar," segir Pétur Guðfinnsson. Eiöur Guönason er nýskipaður umhverfisráöherra. Hann hefur setið á Alþingi um árabil, sem þingmaður Alþýöuflokksins á Vesturlandi, en var áöur fréttamaður á Sjónvarpinu. Eiöur hefur veriö stjórnarformaöur Sementsverksmiöju ríkisins á Akranesi síöastliðin tvö ár. «----1----T --------ww «■■■■------]--------------—-------------— „Eiður er traustur og heiðarlegur í samstarfi. Hann hikar ekki við að segja sannleika, sem er óþægilegur og jafnvel óvinsæll," segir Danfríð- ur Skarphéðinsdóttir, þingmaður Kvenna- listans. „Hann er vandaðasti og heiðarlegasti maður sem ég hef unnið með," segir Gísli Einarsson verkstjóri og frambjóðandi Alþýðuflokks- ins í nýafstöðnum kosningum. „Mér líkar vel við hann, sem stjórnarformann. Hann er rögg- samur bæði á fundum og út á við,“ segir Gylfi Þóröarson framkvæmdastjóri Sements- verksmiðjunnar. „Sterka hlið Eiðs er hvað hann er vinnusamur og vandvirkur. Hann vill gera það vel sem hann lætur frá sér," segir Ingvar Ingvarsson bæjar- fulltrúi á Ákranesi. „Hánn var mjög ákveðinn og kunni sitt starf mjög vel. Ég til dæmis lærði mikið af honum þegar ég var að byrja í frétta- mennsku," segir Bogi Ágústsson fréttastjóri. „Hann er strangheiðarlegur og lofar aldrei upp í ermina á sér," segir Gísli Einarsson. „Hann er harðduglegur og fylginn sér. Vel greindur og ötull starfsmaður," segir Pétur Guö- finnsson, framkvæmdastjóri Sjónvarpsins. „Ég gef honum mín bestu meðmæli í samstarfi," segir Gylfi Þóröarson. „Hann var góður og trygglyndur félagi," segir Bogi Ágústsson. Eiður Guðnason umhverfisráðherra UNDIR ÖXINNI Hermann Svein- björnsson fyrrverandi aðstoðarmaður sjávarútvegsráð- herra — Atti þessi bækl- ingur ekki að koma út fyrir kosningar, Her- mann? „Hann átti að vera kominn út löngu fyrir kosningar, eða um ára- mótin, þegar ný lög um stjórn fiskveiða gengu í gildi, og ekki að vera neinn kosn- ingabæklingur." — Hvers vegna kom hann ekki lit þá? „Það var miklu meiri vinna að semja texta og skýringar, en reikn- að hafði verið meö." — Hvers vegna var hann þá ekki gefinn út fyrir kosningarnar, efhann hefur verið til- búinn þá? „Hann átti aldrei að lenda í kosningahryðj- unni. Það var aldrei ætlunin." — Hvers vegna er lögð mest áhersla á að fjalla um stjórnun- ina í fiskveiðum frá 1984? „Vegna þess að þetta er útskýringar- bæklingur á kvótakerf- inu, sem tók gildi 1984, og þróun þess." — Hvað kostaði út- gáfa bæklingsins? „Ég er ekki með endanlegt uppgjör á honum. Þú verður að spyrja um það i ráðu- neytinu." — Ef ekki hefur átt að nota bæklinginn í kosningabaráttunni, hver er þá tilgangur- inn með útgáfu hans? „Að sinna upplýS- ingaskyldu ráðuneyt- isins og útskýra fyrir breiðari hópi fólks, en venjulega ræðir um fiskiveiðistjórn, kvóta- kerfið og stjórn fisk- veiða." — Hvers vegna hef- ur bæklingnum þá að- eins verið dreift til út- gerðarmanna og sjó- manna? „Ætlunin er að dreifa honum í skóla og víðar, en það hefur ekki gefist tími til þess ennþá." Hermann Sveinbjörnsson er rit- stjóri bæklings um stjórn fisk- veiða, sem sjávarútvegsrádu- neytid er þessa dagana að dreifa til útgerdar- og sjómanna. \

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.