Pressan - 03.05.1991, Side 15
15
o
pnun tilboða í nokkra bygg-
ingarhluta Fljótsdalsvirkjunar fer
fram í stjórnstöð Landsvirkjunar í
dag. Þar verður
j menni samankomið,
manna Landsvirkj-
■ unar sem hefur skipt
um: Halldór Jóna-
tansson forstjóri flytur ávarp, Þor-
bergur Halldórsson innkaupa-
stjóri opnar tilboðin í þeirri röð er
þau bárust, Örn Marinósson skrif-
stofustjóri tilkynnir nafn bjóðanda
og yfirfer tilboðstryggingu, Helgi
Bjarnason deildarverkfræðingur
athugar tilboð, sérstaklega hvort
fráviksboð fylgi tilboði, Agnar Ol-
sen forstöðumaður verkfræðideild-
ar les uppboðstölur, Ingvar Björns-
son yfirverkfræðingur skráir til-
boðstölur og fylgist með að rétt sé
upp lesið, Gísli Gíslason yfirtækni-
fræðingur skráir tilboðstölur og
fylgist með á skjá að réttar tölur séu
slegnar inn og sýndar á tjaldi. Að
endingu flytur Halldór Jónatans-
son lokaorð. . .
D
■ mitstjóri Alþýðublaðsins, Ing-
ólfur Margeirsson, hefur fengið
starfsleyfi fram að næstu áramót-
um. Ingólfur hyggst
verja næstu mánuð-
um við ritun bókar
um Árna Tryggva-
son leikara og trillu-
karl. Þeir félagar
hyggjast eyða sumr-
inu í Hrísey, þaðan
sem Árni hefur gert út. Bækur Ing-
ólfs hafa vakið töluverða athygli,
einkum bókin Lífsjátning, sem fjall-
aði um ævi Guðmundu Elíasdótt-
ur, en bókin var tilnefnd til bók-
menntaverðlauna Norðurlandaráðs
á sínum tíma. Það er bókaútgáfan
Örn og Örlygur sem gefur út ævi-
minningar Árna. ..
11
tvarpsstjori FM 957, Sverrir
Hreidarsson, hyggst færa út kví-
arnar á fjölmiðlasviðinu. Fyrir hönd
fyrirtækisins Ferskur miðill hefur
hann sent bréf til útvarpsréttar-
nefndar, þar sem hann óskar eftir
leyfi til sjónvarpssendinga. Sam-
kvæmt umsókninni er fyrirhugað
að reka afþreyingarsjónvarp fyrir
landsmenn í um 70 til 80 klukku-
stundir á viku, auk þess sem leitast
verður við að færa landsmönnum
fréttir. Forsvarsmenn Fersks miðils
munu þegar hafa rætt við Póst og
síma um hugsanlega senditíðni sem
er fyrirhuguð á UHF bylgju-
breidd.. .
áttur Þorsteins Pálssonar í
stjórnarmyndunarviðræðunum
vakti mikla athygli. Kröfuharka
--------hans mun hafa sett
I Davíð Oddsson í
! mikinn vanda og þá
■ mun yfirlýsing Þor-
Hfj steins á mánudegin-
W | um um að veiði-
^ j leyfasala kæmi ekki
--------ÍDI| til greina hafa sett
spennu í viðræðurnar. Þorsteinn
mun hafa sýnt nýja og óvænta takta
í baráttu sinni og endaði meðal ann-
ars á því að gera bandalag við Hall-
dór Blöndal sem tryggði Þorsteini
sjávarútvegsráðuneytið og Halldóri
landbúnaðar- og samgöngumálin.
Óttast stuðningsmenn Davíðs að
Þorsteinn ætli sér að vera í stjórnar-
andstöðu innan Sjálfstæðisflokks-
ins, svipað og Gunnar Thorodd-
sen gerði á sínum tíma ...
lEkki er langt síðan verktakafyr-
irtækið Steintak var lýst gjaldþrota.
Aðaleigandi Steintaks var Vignir
Benediktsson en hann stofnaði
fyrirtækið Völundarverk til að klára
verkið við Skúlagötu. Enn er allt
óvíst með hvort það gengur eftir. Á
meðan berast fréttir af því að Völ-
undarverk sé að berjast á verktaka-
markaðinum og hafi nýlega fengið
úthlutað verki við Húnavallaskóla.
Er þar um að ræða byggingu íþrótta-
húss og er verkið upp á 40 til 50
milljónir króna. . .
s
^^öngvaseiður í Þjóðleikhúsinu
hefur gengið mjög vel. Sýningin
verður á fjölunum út júní en þá þarf
að skila búnaði sem fenginn var að
láni fyrir sýninguna og verður því
ekki unnt að taka hana upp að
hausti. Pétur Gautur mun því verða
að rýma til fyrir Söngvaseiði og eru
því síðustu forvöð að sjá það
verk...
...á húseignum, skipum, verksmiÖjum
og nánast hverju sem er. Við notum
traktorsdælu af öflugustu gerS.
Vinnuþrýstingur er 400 kg/cm2.
sem þýðir aS við getum bæði hreinsaS
yfirborS málningarinnar og/eSa fjarlægt
hana aS öllu leyti.
Háþrýstiþvottur eSa votsandblástur er
forsenda þess aS málning endist!
/VMR
Sími: 91 - 623036.
Bilasími: 985 - 34662.
SímboBi: 984-52053.
SIEMENS
Þvottavélar
Þurrkarar
Uppþvottavélar
Eldavélar
Örbylgjuofnar
Gœfiatœki fyrir
þig og þína!
SMITH&
NORLAND
Nóatúni 4 - Sími 28300
úas1"0"
Þar sem svarseðlar
hafa enn ekki boríst frá
öllum stöðum á landinu.
frestast útdráttur í
FERÐAGETRAUN
í A-FLOKKI
um eina viku.
Með þökk fyrir þátttökuna.
ALÞYÐUFLOKKURINN
JAFNAÐARMANNAFLOKKUR
ÍSLANDS