Pressan - 03.05.1991, Page 16
16
FÖSTUDAGUR PRESSAN 3. MAl' 1991
Kvenfólk
rennur
saman
í eitt
fyrir mér
Rætt við Viðar „Vidda"
Þórarins formann
Piparsveinafélags Islands um
konur, félagsráðgjöf á bamum
og gildi þess að trúa á sinn
æðri mátt.
Um hann ganga víst
ótrúlegar kjaftasögur og
hann hefur sjálfur heyrt
að á einni rakarastofu hér
í bæ sé ekki rætt um annað
en meint kvennafar hans.
Sá sem hér um ræðir er
Viðar „Viddi“ Þórarins
formaður Piparsveinafé-
lags íslands og einn þekkt-
asti barþjónn bæjarins.
PRESSAN útnefndi hann
nýlega einn af eftirsótt-
ustu piparsveinum lands-
ins og víst er að hann nýt-
ur nokkurrar kvenhylli
enda fjallmyndarlegur.
Viðar er fæddur í Kópavogi
en ólst að mestu upp norður
á Akureyri þar sem liann
gekk í skóla. Hann lítur á
sjálfan sig sem Akureyr-
ing . . . „eða raunar innbæ-
ing. Það eru þeir sem alist
hafa upp í gamla bæjarhlut-
anum á Akureyri. Þangað
koma engir innfæddir nema
þeir eigi brýnt erindi eða séu
í samböndum," segir Viðar. Á
Akureyri lauk Viöar námi
sem kokkur. Hann hefur
starfað sem barþjónn á
Glaumbar frá opnun staðar-
ins fyrir rúmu ári.
Viðtal PRESSUNNAR við
Viðar fer fram á Glaumbar á
þreyttu þriðjudagskvöldi.
Framan af kvöldinu er kven-
fólk í meirihluta gesta á
staðnum. Sumar heilsa Viðari
og ein þeirra slær hann um
sígarettu. Hann fær koss í
staðinn. Á milli þess að af-
greiða spjallar hann við okk-
ur um lífið og tilveruna. Hann
segir að vísu að hann sé ekki
reiðubúinn til að ræða ákveð-
in tímabil í ævi sinni, tímabil
sem nánustu vinir hans viti
að vísu vel af en öörum komi
hreint ekki viö.
PIPARSVEINAFÉLAGIÐ
TIL Á FYLLERÍI
Aðspurður um tilurð Pipar-
sveinafélags íslands segir
Viðar að sá félagsskapur hafi
orðið til á fylleríi er hann var
i ruglinu fyrir norðan 1988.
„Mér og nokkrum sukkfélög-
um mínum datt í hug að lífga
aðeins upp á skemmtanalífið
á Akureyri með því að stofna
þetta félag. Upphaflega átti
þetta bara að vera eitt gott
partí en hefur undið upp á sig
og nú höldum við stórveislu
árlega í Sjallanum. í hana
koma gaurar af öllu landinu."
En hvad þarf lil ad gerast
meölimur?
„Höfuðskilyröi er að við-
komandi sé á lausu, eða ekki
í neins konar föstu sambandi
við kvenmann. Einnig þarf
viðkomandi helst að vera
áberandi í skemmtanalífinu,
láta sjá sig á kvöldin. Þeir sem
ná þessu milli hátíða hjá okk-
ur fá úthlutað sérstökum
medalíum til staðfestingar
því að þeir séu enn gjald-
gengir í félaginu."
Pú ert sem sagt á lausu
sjálfur?
„Já, ég hef aldrei verið gift-
ur en var í sambandi með
stúlku í rúm sex ár áður en fé-
lagið kom til."
SAT Á BARNUM í
ÞRJÁR VIKUR SAMFELLT
Er eitllwad til í þessum
kvennafarssögum sem ganga
urn þig?
„Nei, kvenfólk rennur sam-
an í eitt fyrir mér og ég veiti
ekki einni konu athygli um-
fram aðrar nema þær fari sér-
staklega í taugarnar á mér og
það er nokkuð um slíkt á bar
sem þessum. Maður tekur
sérstaklega eftir freku kven-
fólki," segir Viðar. „Málið er
kannski að íslenskur karlpen-
ingur er alltaf á höttunum eft-
ir konum og þar af leiðandi
halda konurnar að þær geti
koinist upp með hvað sem er.
Sjálfur hef ég ekki tíma til að
standa í sambandi við konu
núna. Það eru aðrir hlutir
sem hafa forgang hjá mér.
Annað er að karlmenn hafa
ákveðið viðhorf til þeirra
kvenna sem sofa hjá mörg-
um. Og ég er viss um að kon-
ur hafa svipað viðhorf til
þeirra karla sem gera slíkt."
Er mikið reynt við þig hér á
barnum?
„Ekki lengur. Það var mik-
ið hér áður fyrr en ég er ekki
falur. Annars segja samstarfs-
menn mínir að þeir taki
nokkuð eftir þessu. Þótti til
dæmis undarlegt að sama
stúlkan sat hér við barinn
samfellt í þrjár vikur án þess
að drekka. Eg fylgist lítt með
þessu enda yfirleitt mikið að
gera. Og ég stunda ekki
skemmtistaðina hér í borg.
Einhver leiðinlegasta staða
sem ég lendi í er að vera á
slíkum stöðum með vinum
og kunningjum ef þeir eru
undir áhrifum."
í MEÐFERÐ FYRIR
ÞREMUR ÁRUM
í máli Viðars kemur fram
að stofnun Piparsveinafélags-
ins hafi verið síðasta uppá-
tækið hans í ruglinu því hann
fór í meðferð 11 dögum síðar.
„Þetta var erfið meðferð og
stóð í eina sjö mánuði. En þar
fékk ég tækifæri til að ná átt-
um í lífi mínu sem hafði verið
algerlega stjórnlaust fram að
þeim tíma," segir Viðar. „Áð-
ur en ég fór inn var ég alger-
lega trúlaus og hataði trúar-
brögð. í dag hafa þessi við-
horf algerlega snúist við og
ég er sannfærður um að
minn æðri máttur er til og að
hann hafi hjálpað mér mikið
við að halda mér þurrum
þessi ár. Málið er að maður
þarf að biðja guð um hjálp til
að fá hana. Djöfullinn þarf
ekki að biðja um eitt né neitt.
Hann kemur þér alltaf í
klandur óumbeðið."
Viðar segir að velgengni
sín í dag sé mikið að þakka
trú sinni og helstu framtíðar-
áform hans eru að viðhalda
þeirri velgengni.
FÉLAGSRÁÐGJÖF
VIÐ BARBORÐIÐ
Viðar kann mjög vel við
starf sitt sem barþjónn og
raunar stefnir hann á að fyrir
þrítugt verði hann búinn að
stofna sinn eigin stað. „Mað-
ur kynnist allskonar fólki í
þessari vinnu og raunar felst
hluti af starfinu í félagsráð-
gjöf ef svq má að orði kom-
■ ast. Góður barþjónn er sá
sem getur hlustað á gesti sína
þegar þörf er á slíku," segir
Viðar. „Hér ræða menn mik-
ið við mig um sín vandamál.
einkum þau er snúast um
drykkjuskap sinn og stjórn-
leysi samfara honum."
Aðspurður um áhugamálin
segir hann að þau séu það
sem kallast má ekta karl-
remba. Hann er nýbúinn að
kaupa sér stórt mótorhjól,
Honda 1100, ogeraðbíðaeft-
S.ÞÓR
ir tækifæri til að viðra grip-
inn. Að öðru leyti felast
áhugamálin aðallega í að
rækta tengslin við vini og
kunningja.
HEF GAMAN AF
KJAFTASÖGUM UM
SJÁLFAN MIG
Talið berst aftur að kjafta-
sögunum um Viðar en hann
segir að hann hafi gaman af
mörgum þeirra. „Sem dæmi
um svæsnar sögur get ég
nefnt að það eru nokkrir
gaurar upp í Sjómannaskóla
sem eru með það á hreinu að
ég hafi kvenfólk í umboðs-
sölu. Og jafnframt að ég taki
sjálfur að mér að sinna þörf-
um fólks á þessu sviði og
skipti þá ekki máli hvort kyn-
ið á í hlut," segir Viðar og
brosir sínu blíðasta. „Ég er
hinsvegar með alveg hreina
samvisku í þessum efnum og
meðan svo er fara þessar sög-
ur síður en svo í taugarnar á
mér."
Viðar segir ennfremur að
honum sé umhugað um að
halda hreinni samvisku í
þessum efnum og að slíkt sé
nokkuð sjálfgefið í dag. „Eins
og ég sagði áðan er ég að
pæla í allt öðrum hlutum en
kvenfólki þessa dagana," seg-
ir hann.