Pressan


Pressan - 03.05.1991, Qupperneq 23

Pressan - 03.05.1991, Qupperneq 23
FÖSTIJPAGUR PRESSAN 3. MAI 1991 .. .fær fólkiö sem enn nennir að labba niöur Laugaveginn 1. maí. Þaö væri leiðinlegt ef þetta legðist alveg af. AÐUR ÚTI NÚNA INNI Hver segir aö það sé ómerki- legra að kaupa og reka bar í Bangkok en að reyna að vinna sig upp hjá Kaupþingi eða reyna að fóta sig í bisness hér heima? Enginn, alla vega ekki lengur. Um leið og hipparnir eru að komast í tísku verður það aftur girnilegt að reka (jafnvel) leðurverkstæði og reyna að gera litla hluti vel. Það er ekki lengur skylda að allir verði eins og Donald Trump. Það er nóg að hafa einn slíkan á öld. ÁÐUR INNI NÚNA ÚTI Nú er það orðið ljóst að fundir og ráðstefnur höfðu aldrei ann- an tilgang en skemmta fólki sem lifði 140 prósent fyrir vinn- una. Svoleiðis fólk varð náttúr- lega líka að finna sér einhverja afþreyingu. Þar sem það lifði fyrir vinnuna bjó það til afþrey- ingu í vinnunni. Núna þegar enginn nennir lengur að lifa og deyja í vinnunni hafa fundir og ráðstefnur engan tilgang. Það er miklu betra að skella sér í leikhús, renna fyrir silung eða slappa af á annan hátt. KURTEISI___________________ Hvad á ad gera þegar tveir menn koma samtímis að leigubíl og telja sig báðir hafa kpmið fyrr að? Þá er rétt að spyrja Ieigubíl- stjórann hvorn hann sá fyrst. Það er hins vegar eðlilegt að Ijúga því að honum í leiðinni að þú sért að fara út á Keflavík- urflugvöll. íTu 5T POPPIÐ Hljómsveitin Deep Jimmy and the Zep Creams hefur gert allt vitlaust í heimabæ sínum Kefla- vík og ætlar nú að taka reykvískt tónlistarlíf með trompi um helg- ina. Hljómsveitin sérhæfir sig, eins og nafnið bendir til, í tónlist DtTl'TKRPLt * Vs&r- / Deep Purple, Led Zeppelin og fleiri frá svipuðum tíma. Hún verður á Púlsinum í kvöld og annað kvöld og Tveimur vinum á sunnudag. Sniglabandið ætlar að halda uppi fjöri á Tveimur vinum föstu- dag og laugardag. Púlsinn endar helgina á djass- og blúskvöldi ‘ með Sálarháska. Rúnar Georgsson saxófónleikari verður gestur á þessu síðasta kvöldi háskalegra hljómleika. SJÓIN________________________ Yfir strikið svíkur ekki gesti um þessa helgi fremur en aðrar og lofar óvæntum uppákomum í kvöld og annað kvöld. A Hótel Islandi verður rokksýn- ing á laugardagskvöld, þó ekki sú hin sama og Yoko Ono sá með Davíð Oddssyni, þá ennþá borg- arstjóra, um síðustu helgi. Sýn- ingin um helgina kemur að norð- an og þá verður rokkað við tryllta tónlist sjöunda áratugar- ins. PRESSAN mælir ekki með því að dvalið sé lengi á stærsta dansstað landsins eftir að sýn- ingu lýkur. NÆTURLIFIÐ Það er ekki lengur nauðsynlegt að fara á dansstað til að fá sér snúning um helgar. Á 22 við Laugaveginn er dansað á efri hæðinni og sömuleiðis á Berlín við Austurstrætið. Það er aftur á móti spurning hvort danstónlist- in bitnar ekki á stöðunum sem góðum börum og eyðileggur rabbstemmningu með alltof há- værri tónlist. Kosturinn er aftur sá að menn sleppa við að borga sig dýrum dómum inn á skemmtistaði hafi þeir áhuga á dansæfingum. LEIKHUSIN Pétur Gautur verður víst að telj- ast fallinn hjá Þjóðleikhúsinu, á kostnað Söngvaseiðs er sagt, og því síðustu forvöð fyrir þá sem vilja sjá hann. Þeirsem ekki hafa áhuga á Gauti eða hafa ekki tryggt sér miða á Seiðinn ættu að notfæra sér afsláttinn sem Borg- arleikhúsið býður um helgina á þær sýningar sem brátt hverfa af fjöiunum. Þæreru 1932, Sigrún Ástrós, Eg er meistarinn og FIó á skinni. KLASSÍKIN____________________ Sinfóníuhljómsveit Islands leikur í Háskólabiói í kvöld kl. 20.00 óperutónlist eftir Giorgio Tieppo. Stjórnandi er Robin Stapleton. Það verður haldið upp á rumsýningu myndarinnar The Doors í Lídó í kvöld. Tónlist hljómsveitarinnar verður leikin og tískusýn- ing haldin á fatnaði gull- aldarára Morrisons og fé- laga hans í Doors. 36 40 |4T L 7— r- 7— ÍT" 1 ■ tó ■ “ P li P 32 P ■ 43 : 47 : 5, ■ KR0SSGATAN LÁRÉTT: 1 höfuðskraut 6 drykkir 11 önugu 12 níska 13 snáði 15 hægar 17 æxlunarfruma 18 einlægni 20 konu 21 steypuákast 23 fé 24 fiskurinn 25 svarar 27 fugl 28 sljóleiki 29 hirð 32 örlát 36 barni 37 tré 39 gauf 40 spíra 41 svalir 43 vafa 44 fannfergi 46 mylsnan 48 tvjsalt 49 fals 50 þáttur 51 meðábyrg. LÓÐRÉTT: 1 Freyjuheiti 2 rusls 3 blási 4 annars 5 lötra 6 dáin 7 hár 8 frjó 9 bónbjargir 10 skinnið 14 sóminn 16 æðir 19 geðjast 22 snáði 24 ágengs 26 dá 27 smokraðist 29 meðhjálpara 30 rölta 31 skelfing 33 barða 34 stofuhúsgagn 35 mergð 37 gamli 38 riísks 41 umhyggja 42 skrimta 45 fóðri 47 boga. R1KISSJONVARPIÐ___________ James Brown á eftir að trylla þá sem ætla að horfa á Sjónvarpið á föstudagskvöldið svo að þeir ná ekki að sofna fyrr en í bítið morg- uninn eftir. Hann kemur fram í fyrsta þættinum af fimmtán í röð sem kallast The Golden Age of Rock’n’Roll eða Föstudags- rokk á íslensku. Fyrsti þátturinn er um soul-tónlist; Marvin Gaye, Supremes og svo framvegis. Vinsælustu myndböndin 1. Bird on a Wire 2. Young Guns II 3. Wild at Heart 4. Pretty Woman 5. Die Harder, Die Hard II 6. Another 48 Hours 7. Impulse 8. Love at Large 9. Krays-bræðurnir 10. Cadillac Man STÖÐ2 Samningsbrot The Fourth Protocol, sem sýnd verður á Stöð 2 á laugardagskvöldið, er miðlungs-njósnamynd frá Bret- um. Að sjálfsögðu fer Michael Caine með aðalhlutverkið en hins vegar vekur það furðu að Edward Fox sést hvergi. VEITINGAHUS Ef ykkur líkar við Hard Rock í Kringlunni skuluð þið reyna að borða á ham- borgarastöðunum niðri í Miðbæ; Svörtu pönnunni, Jarlinum og að ekki sé tal- að um Tomma-borgara á Lækjartorgi. Þá áttið þið ykkur á því hvað Hard Rock er góður veitinga- staður. Þið áttið ykkur líka á því að það er ósanngjarnt gagnvart Hard Rock að bera þessa staði saman við hann. Hvað þurfa að líða mörg ár frá því að íslend- ingar kynntust hamborgar- anum þar til hægt er fá sómasamlegan hamborg- ara niðrí bæ? Ekki veit ég það. Spyrjið Tomma. Cöte-Rötie Cötes Brune et Blonde 23 Árgangurinn af Cóte-Rötie sem boðið er upp á í vín- búðinni í Mjóddinni er 1985 og því nýsloppinn við að teljast of ungur og óþroskaður. Hins vegar sakar ekkert að geyma þetta vín í 5 til 6 ár. Cöte- Rötie kemur úr norður- hluta Rhónedalsins og er að mestu gert úr Syrah-þrúgunni, sem talin er ættuð frá Sýrlandi. Þetta er nokkuð alkóhól- ríkt vin, bragðmikið, dimmrautt og gott með lambakjöti og hvítlauk. Flaskan kostar rúmar 3000 krónur. Tónleikar tónfræðideildar Tón- iistarskóians í Reykjavík verða i Norræna húsinu á laugar- dag kl. 14.00. Koibeinn Bjarnason flautuleik- ari spilar einleiksverk eftir Mario Lvista, Harwey Sollberger og Brian Ferneyhoug í Listasafni ís- lands á mánudag kl. 20.30. Einn- ig leikur með honum á tónleik- unum Páll Eyjólfsson gítarleik- ari, verk eftir Svein Lúðvík Björnsson og Toru Takemitsu. PLATAN The Bootleg Series, Vol- umes l-lll, með tónlist eftir Bob Dylan frá 1961 —1991, telst eitt það besta sem út hefur kom- ið í þessari seríu. Ekkert laganna á diskunum hafa verið gefin út áður, og hlýtur það að vera fengur fyrir safnara, sem ekki þurfa að kaupa lög sem þeir eiga, til að komast yfir áður óútgefna tónlist Dylans. MYNDLISTIN Yoko Ono verður áfram á Kjar- valsstöðum og geta þeir sem tróðust um i margmenninu við opnunina um síðustu helgina nú væntanlega skoðað sýninguna i ró og næði. Það er að segja, hafi þeir ekki aðeins haft áhuga á að berja listakonuna sjálfa augum... Verk annarra Fluxus-lista- manna eru i Austursal Kjarvals- staða, og eru þau ekki siður áhugaverð, en verk Bitlaekkj- unnar. Finnbogi Pétursson sýnir hljóðverk í Nýlistasafninu. Sýn- ingin sem kannski höfðar jafnt til áhugamanna um raftækni, líkt og Finnboga, og myndlistar- áhugamanna. Guðjón Ketilsson sýnir lika i Nýlistasafninu, en öllu áþreifan- legri verk, nefnilega málaða tré- skúlptúra. Helga Magnúsdóttir er með sína fyrstu einkasýningu í FÍM-salnum við Garðastræti. Myndirnar hennar eru stór olíu- málverk, greinilega máluð undir áhrifum frá landslaginu og nátt- úrunni, líkt og verk fleiri ungra islenskra málara. HUSRÁÐ Ég bý með systur minni og kærasta hennar. Það er ósköp indælt ef kærastinn væri ekki hálfgerður kyn- ferðis-maniak. Hann er alltaf að koma inn i herbergið mitt á nóttunni þegar systir mín er sofnuð. Þar sem ég vil ekki að systir mín verði fyr- ir áfalli reyni ég að losna við manninn á rólegan hátt. Það gengur ekki betur en svo að við hvíslumst á í marga tíma, stundum. Hvað á ég að gera? Þú átt að fá þér uppblásna brúðu eins og klámbúllur selja. Þvi miður eru ekki enn til karl- mannabrúður, en kvennmanns- brúða ætti að duga. Þú skalt blása hana upp áður en þú ferð að sofa og hylja hana nægilega með sænginni þannig að í fljótu bragði virðist sem ein- liver sé í rúminu með þér. Það ætti að halda kærasta systur þinnar frá þar til þú hefur kom- ið þér upp kærasta af holdi og blóði. V(þ MÆLUM MEÐ kynferðislegri áreitni það er ef báðum líkar, þuklar- anum og hinum þuklaða. Vf ^ ' að fólk sé gott við Steingrím Hermannsson það er erfitt að læra eitthvað nýtt, eins og að vera í stjórnar- andstöðu, og þvi þarfnast hann að Bjarni í Brauðbæ fari að reka Prikið af einhverri alúð það er skritið þegar eigandan- um einum þykir einkennilegt að þetta klassiska kaffihús fái verðlaun. bjórnum á Bíóbamum og þá sérstaklega kældu krúsunum þar. að Ríkið fari að selja kryppl- inga aftur. ?' COWESSKHtS Of It IEWISM STtlO Sjálfsagt er ekkert blað í heiminum jafn smekklaust og bandaríska blaðið Screw, sem klámkóngurinn Al Gold- stein gefur út. Þrátt fyrir að lesendur þess blaðs kalli ekki allt ömmu sína má telja víst að þeim hafi brugðið í brún þegar þeir sáu þessa forsíðu. Hún fær mann til að halda að dýrasex, náriðils- háttur og aðrir þekktir kyn- lífsútúrdúrar séu næsta sak- laust grín. BÍÓIN GRÆNA KORTIÐ Green Card BÍÓBORGIN Fyrir utan Gerard Depardieu er komment hans: „Það er eins og þú hafir keypt allar skoðanir þínar á sama stað"það besta við myndina. Léttur rómans og sætur húmor. SpFIÐ HJÁ ÓVININUM Slepping with the Enemy BÍÓHÖLLIN Óhugnaður úr daglega lífinu, einskonar Kvennaathvarfs-tryllir. Sálarspenna af Hitchcock-gerð. BETRI BLÚS Mo Better Blues LAUGARÁSBÍÓ Besta myndin í bænum.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.