Pressan - 03.05.1991, Síða 25
FÖSTUDAGUR PRESSAN 3. MAÍ 1991
25
2. Kristján Jónsson, Fjallaskáld, 3. Sigurður Breiðfjörð,
beykir og skáld, 5. Jónas Hallgrímsson, náttúrufræð-
ingur og skáld, 7. Gestur Pálsson, ritstjóri og skáld, 8.
Jóhann Sigurjónsson, leikritahöfundur og skáld, 10.
Benedikt Svb. Gröndal, kennari og skáld, 11. Einar
Benediktsson, lögfræðingur og skáld, 12. Hannes Haf-
stein, ráðherra og skáld, 13. Vilhiálmur frá Skáholti,
blómasali og skáld, 15. Magnús Asgeirsson, þýðandi
og skáld.
öldina var drykkjuskapur feikimik-
ill á íslandi. Enskur ferðamaður
sem var á ferð um Reykjavík á
fyrri hluta nítjándu aldar segir
m.a. að drykkjuskapur í bænum
keyri fram úr öllu hófi og hann
kveðst hafa séð meira af blygðun-
arlausri ofdrykkju á einum degi í
Reykjavík en á heilum mánuði í
Englandi. Tómas Sœmundsson
segir m.a. í bréfi frá 1836 að
drykkjuskapur og lauslæti sé nú
svo hroðalegt að varla sé til sú
kona sem ekki dragi á eftir sér
lausaleikskróga.
Embættismenn í Reykjavík
kvarta undan því að mesta drykkj-
usvallið sé í kringum kirkjur
landsins og á einum stað segir.
„Verður ekki með sanni á móti því
mælt, að þann dag sem gengið er
til altaris drekka sumir hvað fast-
ast og lenda á stundum í illdeilum.
Er þvílíkt athæfi öllum góðum
mönnum til hneykslis og skap-
raunar, sem vonlegt er, og væri að
vísu mikillar refsingar vert, og
betra væri guðsníðingum siíkum
heiðnum að vera en að svívirða
þannig kristna trú."
Meðal þekktra drykkjumanna
frá þessum tíma má nefna Odd
Hjaltalín sem á tímabili var land-
læknir, Skúla Magnússon landfóg-
eta og Benedikt Gröndal kennara
við Lærða skólann sem hrökklað-
ist frá kennslu um tíma vegna
drykkjuskapar.
BRENNIVÍNSSKÁLDIN
Lengi hefur verið nokkuð róm-
antískur blær yfir frásögnum af lífi
íslenskra stúdenta í Kaupmanna-
höfn ekki síst á nítjándu öldinrii.
Margir næmir og óspilltir sveita-
menn fóru flatt þegar þeir komust
í snertingu við fjölskrúðugt líf í
borginni við sundið. Bak við goð-
sögnina og rómantíkina býr annar
veruleiki, veruleiki einsemdar, ást-
leysis og örvæntingar.
Þeir skáldbræður Jónas Hall-
grímsson, Jóhann Sigurjónsson,
Sigurdur Breidfjörö og Gestur
Pálsson, svo einhverjir séu nefndir,
eiga það allir sameiginlegt að hafa
drukkið mikið á Kaupmannahafn-
arárum sínu. Ævi allra þessara
þekktu og dáðu skálda markaðist
af mikilli drykkju og óreglu sem
beint eða óbeint leiddi þá til
dauða langt fyrir aldur fram.
Svo vel vill til, að lýsingar á því
hvernig dauðinn knúði dyra hjá
þessum mönnum eru skráðar og
er það fróðleg lesning.
EINM4NALEGIR DAUÐDAGAR
Meistari Megas kvað á sínum
tíma trúverðugan óð um skáld-
bróður sinn Jónas Hallgrímsson
og segir þar m.a.: „gættu þín
mamma, maðurinn hann er með
sýfilis". Hvort Jónas þjáðist af sýfil-
is eða ekki skal ósagt látið. En .
dauða Jónasar bar að með heldur
ömurlegum hætti. Hann hrapaði
dauðadrukkinn í stiga og hirti
ekki um að láta vita af sér, enda
hefði það kannski ekki breytt svo
miklu. Krufningarskýrsla lækn-
anna á Friðriksspítala þar sem
hann lá banaleguna talar sínu
máli. Meðal þess sem líkskurðar-
hnífurinn leiddi í ljós var alvarleg
sýking í lungum og lifur eftir lang-
vinna áfengiseitrun.
Skáldið ástsæla Siguröur Breið-
fjörð eyddi síðustu nóttinni í lítilli
kytru í Fjalakettinum við Aðal-
stræti. Síðustu æviárin voru aðeins
sjúkdómssaga drykkjumanns.
Skáldið þjáðist af flogaköstum sem
voru afleiðing drykkjunnar og
hann hafði víðast komið sér út úr
húsi. Undir það síðasta var Sigurð-
ur orðinn svo veikur að hann gat
varla haldið brennivíninu niðri og
skildi eftir sig lögg í flösku þar
sem hann fannst örendur í komp-
unni við Aðalstræti.
OG AÐRIR SEM DÓU EINIR
Ævisaga Kristjáns Jónssonar
sem nefndur hefur verið Fjalla-
skáld er samfelld saga vonbrigða
og sársauka. Strax á unga aldri
var Kristján orðinn mikill drykkju-
maður og flest það sem hann tók
sér fyrir hendur fékk heldur dap-
urlegan endi. Annars er sagt að
sálarlíf hans hafi verið myrkara og
flóknara en svo að drykkjuskapur-
inn og féleysið nægi til að skýra
örlög hans. Kristján dó einn og yf-
irgefinn, nema brennivínsflaskan
var hjá honum eins og við bana-
sæng Sigurðar Breiðfjörð.
Ritstjórinn og skáldið Gestur
Pálsson átti litríka ævi, hann var
dáður og mikilsmetinn fyrirlesari '
og skáld og hróður hans barst
víða. En drykkjuskapurinn fylgdi
honum eins og skugginn alla tíð
og ævilokin urðu nöturleg. Hann
dó í Vesturheimi farinn á líkama
og sál. í dánarvottorði eru dvalar-
staður hans, hjúskaparstétt og for-
eldrar talin ókunn. Hann var graf-
inn í Brookside kirkjugarðinum í
þeim hluta sem fátækt fólk hvílir
og leiði hans var nr. 107.
FÁEINIR AF MÖRGUM
DRYKKJUMÖNNUM
ÞESSARAR ALDAR
Halldór Laxness segir í bók
sinni íslendingaspjall: „Ónormalt
heilsuleysi er varla til á íslandi nú
á dögum, nema drykkjuæði." Og
nokkru síðar segir hann: ,,l
Reykjavík sjást til dæmis fleiri
menn drykkjubrjálaðir á almanna-
færi en í mestu vínborgum álfunn-
ar, en í slíkum borgum er hægt að
lifa ævilángt án þess að sjá
nokkru sinni drukkinn mann."
Þó þessi hugleiðing sé skrifuð á
seinni hluta aldarinnar lýsir hún
betur en flest annað sem ritað hef-
ur verið um drykkjuskap hvernig
drykkjuskapur í höfuðstaðnum
kemur sigldum mönnum fyrir
sjónir.
1 upphafi og fram á miðja þessa
öld lifðu og störfuðu í Reykjavík
margir þekktir og mikilsvirtir
menn sem þóttu hinir mestu
drykkjurútar.
Einar Benediktsson, einhver
mesti hugsuður og skáld þessarar
aldar, lenti a.m.k. um tíma í klóm
Bakkusar. Þótti það heldur dapur-
leg sjón að sjá skáldið ráfa um bæ-
inn sauðdrukkið og illa haldið en
slíkt mun hafa verið all algengt
um tíma.
Ýmsar sögur eru til um drykkju-
skap Hannesar Hafstein sem fyrst-
ur Islendinga varð ráðherra.
Skáldið Vilhjálmur frá Skáholti
þótti liðtækur drykkjumaður og
það sama má segja um skáldið og
þýðandann Magnús Ásgeirsson.
En hér verður látið staðar num-
ið því það væri efni í sérstaka bók
að telja upp alla þá sem talist
gætu verulegir drykkjumenn á
þessari öld.
Björn E.Hafberg
eir verða seint sakaðir um
hógværð, ritstjóri og ábyrgðarmað-
ur VR-blaðsins. Ábyrgðarmaðurinn
heitir Magnús L.
Sveinsson og í nýj-
asta hefti VR-blaðs-
ins er viðtal við
hann. Fyrirsögnin
er: „Legg mig allan
fram við þau verk-
efni sem mér eru fal-
in.“ Ritstjóri sama blaðs, Pélur A.
Maack, birtist einnig á síðum blaðs-
ins. Undir mynd af honum segir:
„Pétur A. Maack er mesti dugnaðar-
forkur við hvað sem hann tekur sér
fyrir hendur.“ Það er auðséð á öllu
að VR-blaðið er í góðum höndum
þeirra félaga, Péturs og Magnúsar
L...
ic
■ ■Körfuknattleiksunnendur hér
á landi hafa undanfarið verið að
gleðjast yfir gengi landsliðs íslend-
inga en undanfarið hafa verið að
vinnast stórsigrar á landsliðum
Skota og Austurríkismanna. Þetta
hefur tekist án þess að risinn Pétur
Guðmundsson væri með. Án þess
að lítið verði gert úr góðum árangri
er athyglisvert að hvergi hefur kom-
ið fram að Austurríkismenn koma
með vængbrotið lið hingað til lands.
Margir af bestu körfuknattleiks-
mönnum Austurríkis eru nefnilega
slasaðir eftir umferðarslys sem þeir
lentu í á keppnisferðalagi í Ung-
verjalandi fyrir skömmu ...
C
^^tofnað hefur verið Hrafnavina-
félag íslands. Þessi tíðindi munu
vafalaust gleðja alla sanna hrafna-
vini, en eitt af meg-
inmarkmiðum fé-
lagsins er að vernda
þann glæsilega fugl,
hrafninn. Hins vegar
virðist tilgangurinn
líka vera að draga
fram alla Hrafnana í
mannslíki því stjórn þessa virðulega
félags skipa þrír skrautlegir Hrafnar,
þeir Hrafn Hardarson bæjarbóka-
vörður, Hrafn Pálsson deildarstjóri
og Hrafn Sæmundsson atvinnu-
málafulltrúi. . .
D
■Vygginga- og fiskverkunarfyr-
irtæki nokkurt hefur verið stofnað í
Stykkishólmi. það athyglisverðasta í
því sambandi er
nafn fyrirtækisins
„Höfuð-verk Krist-
jáns Ragnarsson-
ar“. Ekki er það þó
formaður Lands-
sambands íslenskra
útvegsmanna sem
er stofnandinn ...
Fyrirtækið Langholt hf„ Eika-
grill, bættist nýverið formlega í hóp
fjölmargra gjaldþrota veitingafyrir-
tækja. Þetta er eitt af þeim fyrir-
tækjum sem stofnað var af Birgi V.
Halldórssyni, en fyrr urðu gjald-
þrota fyrirtæki hans Hlóðaeldhúsið
hf„ Lennon hf. og Veitingahúsið
Austurstræti hf. Hann er einnig
skráður aðili að Hauki í horni hf. og
Veitingahúsinu Nonna hf„ sem sam-
kvæmt firmaskrá hafa ekki uppi
neina starfsemi...