Pressan - 25.07.1991, Page 9

Pressan - 25.07.1991, Page 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. JÚU 1991 9 Systurnar Rósa og Kristín Guðmundsdætur hafa báðar komist í kast við Barnaverndarnefnd. mynd er röng, þó að sjálfsögðu komi upp bráðatilfelli þar sem hús- ráðendur eru frávita af drykkju eða vímuefnaneyslu og þá þarf að fjar- lægja börnin tímabundið. Þegar fé- lagsleg úrræði duga ekki, eins og til dæmis í þeim tilfellum þar sem um mikla óreglu eða geðræn vandamál er að ræða, er reynt að þrýsta á að fólk leiti sér aðstoðar. Málsmeðferð hjá Barnaverndarnefnd tekur yfir- leitt langan tíma,“ sagði Anní. SAMKOMULAG UM FÓSTUR Samkuœmt upplýsingum frá lög- frœdingum sem hafa farið með þessi mál, suo og fólki sem hefur lent í barnauerndarmálum, er uiö- komandi foreldri ekki alltaf suipt forsjá með barninu formlega, held- ur látið skrifa undir samþykkisyfir- lýsingu þess efnis að barnið sé í fóstri annars staðar. Oft eru félags- legar aðstœður fólks slíkar að það á ekki um mikið að uelja. „Á þessum tíma er því yfirleitt þannig farið að sálfræðingar hafa gert rannsóknir á bæði börnum og foreldrum til að meta hvað hægt er að aðhafast," sagði Anní Haugen. ,,Á þessum tíma gæti náðst sam- komulag um fóstur barnanna og þá er þeim komið í fóstur til 16 ára ald- urs eða þar til nefndin ákveður ann- að. Ef samkomulag um fóstur næst ekki og engin önnur úrræði finnast er foreldrið svipt forsjá barnsins," sagði Anní. DÝR LÖGFRÆÐIAÐSTOÐ Til að leita réttar síns gagnvart barnaverndarnefnd ef skjólstæðing- hjón í fjárhagsvandræðum f'rá Fé- lagsmálastofnun. Okkur var strax gefið til kynna að það kæmi aldrei til greina að við fengjum börnin aftur, hvernig svo sem aðstæður kynnu að snú- ast okkur í vil. í beinu framhaldi af því var markvisst reynt að klippa á öll tilfinningatengsl mín við börnin og ég fæ aðeins að hitta þau tvisvar á ári, klukkutíma í senn. Mín eina huggun er sú að ég veit að börnunum líður vel í nýjum heimkynnum, en það breytir því hinsvegar ekki að barnaverndar- nefnd valdi mjög ódýra lausn á þessu máli. Nefndin reyndi ekki til hlítar neina aðstoð. en leikur eftir sem áður hlutverk góðu gæjanna í þessu máli. Eftir sitja ég og konan mín fyrrverandi. afskrifuð sem vanhæfir einstaklingar, og tökum út refsingu fyrir mistök okkar í líf- inu. Við erum stimpluð fyrir lífstíð og um leið og annað okkar myndi gera sig líklegt til að stofna fjöl- skyldu yrði barnaverndarnefnd komin inn á gafl. Það sannar mál Annýjar Margrétar Ólafsdóttur nú á dögunum." sagði Einar biturlega að lokum. um finnst á sér brotið þarf oftar en ekki lögfræðilega aðstoð jafnvel þótt málið þurfi ekki að fara fyrir dómstóla. Önefndur lögfræðingur sagði í samtali við PRESSUNA að barnaverndarmál væru með óvin- sælli málum sem kæmu inn á borð til lögfræðinga og flestir þeirra neit- uðu að taka þau að sér. Bæði vegna þess hve tyrfin og persónuleg þau eru og einnig vegna þess að oftar en ekki er um eignalaust fólk að ræða með takmörkuð fjárráð. FJÁRHAGSVANDRÆÐI OFTAST MEÐAL ÁSTÆÐNA Sérfræðiaðstoð er dýr, en oftast haldast peningavandræði í hendur við önnur bágindi fólksins sem á um sárt að binda í slíkum málum. Fáir sinna þessum málum af hálfu Barnaverndarnefndar og eins og áður hefur komið fram er nefndin bæði rannsóknar- og dómsaðili og ákvarðanir eru í höndum fárra. Finnist foreldrum á sig hallað er því í fá hús að venda og þungur róð- ur fyrir þá að reyna að fá börn sín aftur, því fæstir eru sendibréfsfærir þegar kemur að lögfræðilegri túlk- un á barnaverndarmálum og gagna- öflun þar að lútandi. Anní Haugen kvað það vera rétt að foreldrar hefðu átt í erfiðleikum með að fá lögfræðilega aðstoð, en í öllum til- fellum hefðu þeir þó fengið hana að lokum. Félagsmálastofnun hefur auk þess, að sögn Anníar, greitt slík- an kostnað fyrir fólk þegar málin eru á úrskurðarstigi. SÁRSAUKAFULLT INNGRIP „Samkvæmt lögum um vernd barna og ungmenna geta foreldrar farið þá leiðina að áfrýja úrskurði til Barnaverndarráðs, sem er einskon- ar hæstiréttur í barnaverndarmál- um,“ sagði Anní og bætti við: „Þetta er alltaf mjög sársaukafullt inngrip í líf viðkomandi einstaklinga og sem betur fer þurfa ekki öll þau mál sem koma til kasta Barnaverndarnefnd: ar að enda með forsjársviptingu. í flestum tilfellum er um að ræða ein- staklinga sem hafna allri samvinnu og það er ekkert skrítið þó að sá hópur sé reiður." Aðspurð um samtökin Fjölskyldu- uernd suaraði Anní: „Mér vitandi hafa þessi samtök ekki komið með neinar tillögur eða málefnalegar athugasemdir. Barna- verndarnefnd er hinsvegar ekki undanþegin gagnrýni ef sú gagn- rýni er sanngjörn og reist á málefna- legum grunni. Ég mundi einnig telja að meiri umræða um málefni barna og barnavernd þyrfti að fara fram.“ FÓSTURFORELDRAR Ýmsir viðmælendur blaðsins héldu fram að Félagsmálastofnun hefði stundum ráðlagt mæðrum að gefa frá sér börnin og jafnvel synjað þeim um aðstoð að öðrum kosti. Talsmenn samtakanna Fjölskyldu- verndar sögðu að oft á tíðum veldi Félagsmálastofnun ættleiðingu eða fóstur sem lausn, án þess að stuðn- ingsaðgerðir væru reyndar til þraut- ar. Anní Haugen neitar því að þetta sé rétt. Sumir viðmælenda blaðsins bentu á að óeðlilegt væri að sama nefndin fjallaði um ættleiðingar og forsjársviptingar. ÆTTLEIÐINGAR OG FÓSTURBÖRN Aðeins þeir aðilar sem eru giftir eða hafa verið í öruggri sambúð fá að ættleiða börn eða taka fóstur- börn. Þáð þýðir í raun að einstæðar mæður, sem eru stærsti hópur skjól- stæðinga stofnunarinnar og þeir skjólstæðingar sem búa við hvað lakastar fjárhagsaðstæður, eru í raun af stofnuninni taldar óheppi- legt fjölskyldumynstur. Umsóknir um ættleiðingar fara í gegnum dóms- og kirkjumálaráðu- neytið, en hinsvegar þarf vottorð frá Barnaverndarnefnd til að ættleið- ing geti farið fram. Að auki gerist það varla án samþykkis foreldra, en fyrir því finnst þó undanþága í kerf- inu. Umsóknir fósturforeldra berast Félagsmálastofnun og eru háðar samþykki Barnaverndarnefndar. Nú hafa meðlimir Fjölskyldu- uerndar gagnrýnt að greiðslur til fósturforeldra eru í raun mun hœrri en sú aðstoð sem kynforeldrum býðst. „Greiðslur til fósturforeldra eru aðeins inntar af hendi á reynslutíma eftir aldri og ásigkomulagi og þeirri vinnu sem umönnun barnsins krefst. Eftir þann tíma er það sam- kvæmt 40. grein laganna um vernd barna og ungmenna," sagði Anní Haugen að lokum. SÁRSAUKAFULL MÁL Það má vera Ijóst af þessari um- fjöllun að barnaverndarmá! eru og verða alltaf sársaukafull og erfið mál. Þar sem Barnaverndarnefnd er bundin trúnaði um einstök mál skjólstæðinga sinna er það aðeins önnur hlið málsins sem birtist hér á síðunni. Það skal einnig tekið fram að Anní Haugen mælir hér fyrir munn Barnaverndarnefndar Reykjavíkur, en félagsleg úrræði ráðast af mismunandi sveitarfélög- um. Þóra Kristin Ásgeirsdóttir Úhsf til að ala upp eitt at bönnum en hæf til að annast hin tvö Rósa og Kristín Guðmundsdœt- ur eru utan af landi og áttu mjög erfiða œsku. Þœr máttu þola sifja- spell af uöldum fööur síns og það setti mark sitt á sjálfsmynd þeirra þegar þœr kynntust barnsfeðrum sínum. Þœr hafa báðar lent í að missa frá sér börnin sín, en Kristín hefur nú nýlega með aðstoð lög- frœðings endurheimt sín börn, tuo drengi, úr fóstri sem Félagsmála- stofnun Reykjauíkur hafði áður úrskurðað þau í. Það hjálpaöi til uið lausn málsins að drengirnir struku til móður sinnar úr fóstr- „Þegar ég skildi bað ég um tíma- bundna aðstoð. Pabbi þeirra og fjölskylda hans höfðu snúið baki við drengjunum í kjölfar skilnað- arins. Lausn Félagsmálastofnunar var að taka frá mér börnin og stía þeim sundur í fóstur, og eftir það höfðum við öll misst alla fjölskyld- una frá okkur," segir Kristín. „Ég var á átjánda ári þegar ég eignaðist barn sem ég lét í fóstur til föðurömmu þess, enda voru sjálfsmynd mín og sjálfsvirðing í molum eftir samband mitt við föð- ur minn, sem þegar þarna var komið sögu hafði misnotað mig kynferðislega frá því ég var smá- barn og starfaði sem lögreglumað- ur í bænum um þetta leyti,“ sagði Rósa. „Ég hafði treyst vinkonu minni fyrir því að annar maður Isem vann þarna í frystihúsinu hefði nauðgað mér. Hún brást trúnaði mínúm og sagan gekk sem eldur í sinu um bæinn og barst loks til föður míns, sem neyddi mig til að biðja manninn í frystihúsinu og konuna hans af- sökunar. Þá lokaðist ég inni í sjálfri mér og hætti að leita eftir sam- neyti við annað fólk, tæplega fimmtán ára gömul. Það setti mark sitt á min fyrstu ástarsam- bönd, enda fundu þeir að eitthvað var að. Aðrir karlmenn, svipað innstillt- ir og pabbi minn, fundu inn á þetta varnarleysi mitt. Eftir það sem hafði gerst heima Jrorði ég ekki einu sinni að æpa. Ég lenti ítrekað í misnotkun og hætti að geta treyst nokkrum manni. Eftir að hafa átt mitt annað barn með öðrum sambýlismanni mín- um skildum við og ég réðst sem ráðskona í sveit. Það voru mínir bestu tímar, en ég dvaldi þar fjög- ur ár. Þeim tíma lauk þannig að ég lenti í hörmulegu bílslysi sem skerti starfsorku mína verulega. Ég flutti því næst í bæinn og þar hófust vandræði mín fyrir alvöru. Ég kynntist þriðja sambýlis- manninum, sem drakk mjög illa, og átti með honum tvö börn og annað þeirra var tekið af mér eftir að mál mín fengu vægast sagt undarlega meðferð hjá Félags- málastofnun Kópavogs. Ég hafði beðið um tímabundið fóstur fyrir drenginn meðan málin væru í ólestri og eftir það fóru þeir að setja upp allskyns kröfur og skil- yrði fyrir því að ég fengi drenginn aftur. Mér var m.a gert að fara í áfengismeðferð og sálfræðiviðtöl, sem ég og gerði, enda vildi ég samvinnu og mig óraði ekki fyrir því að stofnunin gengi á bak orða sinna. Meðan ég dvaldi á áfangastaðn- um á Amtmannsstíg fór mig að gruna að ekki væri allt með felldu og það kom á daginn. Eftir að ég var komin heim, og undirbjó heimkomu barnsins míns, var ég kölluð inn á teppi hjá Félagsmála- stofnun Kópavogs og tilkynnt að barninu yrði komið í fóstur vestur á fjörðum. Barnið var þá ársgam- alt. Þessir fósturforeldrar fyrir vestan voru „óvart" barnlaus hjón og nánir vinir félagsmálastjóra, sem fór með málið. Ég er sem sagt talin óhæf til að ala upp og umgangast þetta barn um leið og ég er hæf til að annast nýfætt barn og annað tólf ára,“ sagði Rósa að lokum. F Æ. yrir skömmu stofnaði Jóhann Ingólfsson nýtt fyrirtæki, Hol- lenska verslunarfélagið. Það væri ekki í frásögur fær- andi nema vegna þess að þetta er sami Jóhann og setti ís- lensk-portúgalska á hausinn fyrir nokkr- um árum. Það gjald- þrot er eitt af þeim umfangsmestu sem hér hafa orðið, því með heildversluninni fylgdi fjöldinn allur af verslunum víða um land. Þær voru reknar sem sjálf- stæðar einingar en í nánum tengsl- um við Islensk-portúgalska. Stjórn- arformaður í íslensk-portúgalska var Magnús Hreggviðsson, nú- verandi stjórnarformaður Frjáls framtaks og Fróða hf... . s K-7vo getur farið að Asgeir Elias- son, hinn nýi landsliðsþjálfari í knattspyrnu, fái fleiri verkefni en Evrópuleikina gegn Spánverjum og Frökkum í haust. Nú standa yfir viðræður við Kýpurbúa um landsleik þar ytra. Kýpur er í „flóð- hestadeildinni" í fót- boltanum og ætti að verða þokka- lega auðveld bráð ... N JL N u mun Inga Ingvarsdóttir, sem verið hefur auglýsingastjóri Sjávarfrétta um árabil, hafa hætt störfum hjá Fróða. Sjávarfréttir náðu mikilli útbreiðslu á sínum tíma, svo og Fiskifréttir, sem komu á tímabili út vikulega. Þessi blöð hafa átt í harðnandi samkeppni við sér- blað Morgunblaðsins, Úr verinu, sem kom fyrst út fyrir um það bili ári. . . F Æ. ramganga Sighvats Björg- vinssonar í lyfjamálinu hefur vakið mikinn titring innan Alþýðuflokks- ------------ ins. Sighvatur þykir innan flokksins né þýðuflokknum ótt- ast varanlegar óvinsældir vegna þessa máls, sem allaballar kalla „súrmjólkurstefnu krataflokksins". Sú nafngift kom upp eftir að leiðara- höfundur Alþýðublaðsins ráðlagði fólki með hægöatregðu að borða súrmjólk og „morgunkorn" í stað hægðalyfja. Á þriðjudaginn var boðaður þingflokksfundur krata, þar sem eingöngu átti að ræða lyfja- málið. Honum var hins vegar frest- að á síðustu stundu ... s l^tjornarflokkarnir hafa ekki enn komið sér að því að skrifa málefna- samning fyrir ríkisstjórnina, en hon- um var lofað með haustinu. Stjórnin keyrir því enn á ýmsum misheldum heiðursmannasamkomulögum. Sjálfstæðismenn hafa enn ekki til- nefnt menn í starfshópinn sem á að berja saman málefnasamninginn. Kratar munu hins vegar vera lang- leiðina tilbúnir með samninginn, enda vanir slíkri vinnu frá síðustu ríkisstjórnum ...

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.