Pressan - 25.07.1991, Síða 12
12
FIMMTUDAGUR PRESSAM 25. JÚLÍ 1991
Hvernig hafa nyju ráðherrarnir staðið sig?
Samkvœmt mati álitsgjafa sem PRESSAN leitaöi til þurfa ráöherrarnir aö taka sig verulega á ef þeir œtla aö standast þau próf
sem framundan eru. Niðurstödur álitsgjafa blaösins gefa ríkisstjórninni 4,4 í meðaleinkunn, þrír af nýju ráðherrunum fá fimm
eða meira, en fjórir fá minna en fimm.
DAVÍÐ ODDSSON FORSÆTISRÁÐHERRA
Davíð Oddsson byrjaði ekki vel sem for-
sætisráðherra. Hann var hálflaskaður eftir
formannsslaginn og glímuna við þingflokk-
inn um ráðherravalið. Hann tapaði þar. Hann
kom ekki Birni Bjarnasyni að, — ekki einu
sinni sem formanni utanríkismálanefndar.
Hann missti dómsmálaráðuneytið, sem hann
ætlaði sjálfum sér, yfir til Þorsteins Pálssonar.
Og á fyrstu dögunum í stjórnarráðinu að-
stoðaði hann Þorstein við að sannfæra Frið-
rik Sophusson um að rétt væri að gefa Hrað-
frystihúsi Stokkseyrar eftir staðgreiðslu
starfsfólksins, sem stjórnendur frystihússins
höfðu tekið og notað í reksturinn. Síðan hef-
ur Davíð braggast dálitið. Hann var í víglín-
unni þegar Alafoss var sent í gjaldþrot og
gerði það með þeim hætti að enginn efaðist
um að það væri rétt. Stjórnarandstaðan gat
ekki einu sinni sáð óánægju af því tilefni. Og
honum tókst einnig að drepa fiskeldið með
þeim hætti að það á engan taismann lengur.
Og nú vill hann senda tvær eða þrjár rækju-
verksmiðjur sömu leið. Aðferðin sem Davíð
hefur beitt til að vinna þessum málum fylgi
er einföld. Hann hefur einfaldlega sagt að
þeir sem hafa stjórnað þessum batteríum
hafi verið slugsarar og glórulausir aular á
fjárfestingarfylleríi. Og þjóðin hefur keypt
þetta. Hún hefur ekki einu sinni hirt um for-
tíð Davíðs hjá Reykjavíkurborg, þar sem
hann eyddi gífurlegum fjármunum í lítilvæg
verkefni. Kn framundan er endalaus listi af
vondum málum sem fyrst og fremst mun
lenda á Davíð að vinna fylgi. Og það mun
ekki ganga hávaöalaust fyrir sig að skera
upp arfinn frá framsóknaráratugunum
tveimur.
Einkunn: 7
FRIÐRIK SOPHUSSON
FJÁRMÁLARÁÐHERRA
Það er varla hægt að meta hvernig Friðrik
Sophusson hefur staðið sig sem fjármálaráð-
herra á þessum tæpu þremur mánuðum.
Ástæöan er sú að höfuðverk lians sem fjár-
málaráðherra er enn eftir: fjárlagagerðin. Þá
mun fyrst reyna á hann fyrir alvöru og önnur
verk verða sem tittlingaskítur í samanhurði.
En þrátt fyrir stuttan tíma á stóli fjármálaráö-
herra er Friðrik þegar kominn með eitt vont
verk í kladdann. Hann gaf Hraðfrystilnísi
Stokkseyrar eftir staðgreiösluskatta starfs-
fólksins, sem forsvarsmenn þess höfðu tekiö
ófrjálsri hendi og notað í reksturinn. Þar
með varö hann fyrstur fjármálaráðherra til
aö hálfviöurkenna slíkan þjófnað. Áður hafði
Friðrik staðið fyrir vaxtahækkun á spariskír-
teinum ríkissjóðs. Hann stóð furöuvel af sér
fyrirséð viðbrögð stjórnarandstööunnar og
BSRB. Að flestu leyti mun Friðrik líklega fara
að ráðum starfsmanna ráöuneytisins, sem
gátu sjálfsagt ekki hugsað sér hetri kost eftir
sambúðina við Ólaf Ragnar Grímsson.
Einkunn: 5
SIGHVATUR BJÖRGVINSSON
HEILBRIGÐISRÁÐHERRA
Sighvatur er seinheppnasti ráðherrann í
ríkisstjórninni. Hann var ekki fyrr sestur í
ráðherrastólinn en hann fékk sér fimm millj-
óna króna bíl, en boðaði svo stórfellda
hækkun á lyfjum strax í kjölfarið. Sighvati
hefur ekki tekist að koma málstað sínum á
framfæri í fjölmiðlum, hvorki í lyfjamálinu
né öðru. Það var þess vegna ekkert grín þeg-
ar sagt var að brýnasta verkefni ríkisstjórn-
arinnar væri að útvega Sighvati góðan upp-
lýsingafulltrúa. Þannig er það ekki fyllilega
sannfærandi þegar hann svarar gagnrýni
Svavars Gestssonar með því að vitna í ömmu
sína, sem að hans sögn hellti grænsápu upp
í lygalaupa. Sighvatur er áreiðanlega ekki
búinn að bíta úr nálinni með lyfjamálið og
virðist í þann veginn að skapa sér varanlegar
óvinsældir. Hann hefur líka lent í vandræða-
legri aðstöðu vegna yfirlýsinga um að sjúk-
lingar á sjúkrahúsum eigi að borga fyrir sig.
Þegar á reyndi voru engar tillögur til um
slíkt. Yfirlýsingagleði ráðherrans minnir
þannig á byssubófa sem skýtur fyrst og spyr
svo. Þá hefur Sighvati ekki tekist með sann-
færandi hætti að kveða Láru Höllu Maack í
kútinn. Henni virðist endalaust takast að
snúa á ráðherrann, en það segir meira en
mörg orð um Sighvat, því Lára á alls ekki upp
á pallborðið hjá fólki. Að öllu samanlögðu er
Sighvatur sá ráðherra sem hefur komið verst
út fyrstu mánuöina. Bílamálið var siðferðis-
legur prófsteinn, þar sem Sighvatur kolféll,
og lyfjamálið hefur verið klúður frá upphafi.
Einkunn: 2,5
HALLDÓR BLONDAL
LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA
Halldór Blöndal er sá ráöherranna sem
minnst hefur farið fyrir frá stjórnarskiptum.
Hann lét reyndar hafaeftirsérstórkarlalegar
yfirlýsingar strax eftir að hann tók við, en
síöan hefur fátt gerst sem hendir til að hann
muni standa viö þær. Hann hefur nú tekiö að
sér að skera niöur framlög til landbúnaöar-
mála um tvo milljarða og vandséð hvernig
hann ætlar að gera það án þess að hrófla við
grunni búvörusamningsins. Hann þarf þvi
annaðhvort að éta upp í sig aftur stóru oröin
frá fyrstu dögunum eða loforð gagnvart sam-
ráöherrum sínum um að skera niöur í land-
húnaðarkerfinu. Flest hendir til að Halldór
éti stóru oröin, enda situr hann í völtum stóli.
ísamgönguráðuneytinu bíður hans hins veg-
ar fáti annað en veisluhöld og gleði. Forveri
hans. Steingrímur .1. Sigfússon. hefur þegar
komið á koppinn vinsælum verkum á horð
við Vestfjarðagöng. Það verður síðan Hall-
dórs aö klippa á horðana. Kn Halldór á eitt
vont mál sem lesa má um á blaösíöu 7 í þessu
hlaði. en þar kemur fram að hann beitti ráð-
herravaldi til að tryggja félaga sínum af
þingi. Ólafi Þ. Þórðarsyni. hújörð í Borgar-
firöi.
Einkunn: 3
ÞORSTEINN PÁLSSON, SJÁVARÚTVEGS-,
DÓMS- OG KIRKJUMÁLARÁÐHERRA
Þorsteinn er eitt alvarlegasta vandamál
ríkisstjórnarinnar. Yfirlýsingar hans áður en
hann tók við embætti gáfu það strax til
kynna. Óbreytt ástand var dagskipun hans
fyrsta daginn í ráðuneytinu óg því engu lík-
ara en hann væri staðgengill Halldórs Ás-
grímssonar, sem hefði skroppið austur í sum-
arfrí. Þorsteinn hefur lýst sig andsnúinn
hverskyns útfærslu á sölu eða leigu veiði-
leyfa og þannig gert stefnuyfirlýsingu ríkis-
stjórnarinnar að innantómu hjali í mjög mik-
ilvægu máli. Þorsteinn veit að hann getur
reitt sig á hóp þingmanna í flokknum þegar
kemur að afgreiðslu viðamikilla mála og
þannig velgt formanni sínum undir uggum.
Yfirlýsingar hans í upphafi ríkisstjórnar gefa
einmitt til kynna að embættisfærsla hans
muni að töluverðu leyti markast af hefndar-
hug gagnvart Davíð Oddssyni. Jafnvel þótt
til uppgjörs hans og Davíðs hefði ekki komið
má ætla að Þorsteinn hefði litlu breytt frá
stjórnartíð Halldórs. Sem sjávarútvegsráð-
herra virðist hann ætla að sýna af sér sömu
linkind gagnvart hagsmunahópum og hann
gerði sem forsætisráðherra. Ef ríkisstjórnin
ætlar að framfylgja stefnu sinni um endur-
skoðun sjávarútvegsstefnunnar verður ann-
aðhvort að skipta Þorsteini út — eða Davíð
Oddsson að sýna honum hver hefur valdið.
Sem dómsmálaráðherra fékk hann strax á
fyrstu dögum guilið tækifæri til að vinna sér
inn prik með því að leiðrétta nokkur af
meintum embættisglöpum forverans. Síðan
þá hefur ekki heyrst í Þorsteini Pálssyni
dómsmálaráðherra og ekki líklegt að það
gerist, jafnvel þótt úrbætur í dóms- og réttar-
farsmálum séu með brýnustu verkefnum
næstu ára.
Einkunn: 3
'ÓLAFUR G. EINARSSON
MENNTAMÁLARÁÐHERRA
Það bjóst enginn við miklu af Ólafi G. Ein-
arssyni í ráðherrastóli. Þess vegna reiknast
hvert hænufet sem hann stígur til metra í
prikum í einkunnakladdanum. Ólafur býr aö
reynslu málamiölunarmanns eftir að hafa
stýrt þingflokki sjálfstæðismanna og því
reynast honum erfiðar þrautir léttari en
margir skyldu ætla. Það gerðist viö niður-
skurð námslána. Hann fór að tillögu nefndar
og samþykkti refjalaust 1flatan niöur-
skurð. Áílir vissu að þyrfti að gera þetta.
meira að segja forysta námsmanna. sem
stöðu sinnar vegna þurfti líka að mótmæla.
Sama gerðist í Þjóöleikhúsmálinu. Hann tók
við áliti ríkislögmanns pg tók mark á því.
Einfaldara gat þaö ekki orðið. Þótt Ólafur
hafi staðist fyrstu prófraun, með því að fara
einfaldar og skynsamlegar leiðir. á enn eftir
að koma í Ijós hversu djarflega hann tekur á
útgjaldahlið ráðunevtisins. Það snýr meira
að honum en flestum öðrum ráðherrum á
næstunni að segja: Nei. Hann hefur leikiö
málamiðlunarrulíuna hingað til meö góðum
árangri. en það hlutverk getur einmitt orðið
honum fjötur um fót þegar alvaran tekur viö.
Einkunn: 6
EIÐUR GUÐNASON UMHVERFISRÁÐHERRA
Eiður byrjaði í miklum meðbyr sem um-
hverfisráðherra. Samkvæmt skoðanakönn-
unum fannst fólki umhverfismálin vera lang-
mikilvægasta málið sem taka þurfti á. Um-
hverfisráðuneytið er nýtt af nálinni og ein-
hvern veginn tókst engum að taka það alvar-
lega meðan Júlíus Sólnes gegndi ráðherra-
embættinu. Eiður kom hins vegar fram í fjöl-
miðlum og tilkynnti að umhverfismál væru
alvörumál. Eiður fær plús í kladdann fyrir að
selja jeppann hans Júlla. Hann braut líka
hefð ráðherra Alþýðuflokksins þegar hann
fékk sér ekki þekktan krata sem aðstoðar-
mann, heldur Magnús Jóhannsson siglinga-
málastjóra. Allt lofaði þetta sem sagt góðu.
Sem gamall fréttamaður virtist Eiður líka
kunna að koma málflutningi sínum á fram-
færi, sem er meira en sagt verður um Sig-
hvat, kollega hans. En svo kom stóra málið,
mengunarslysið á Ströndum. Þá voru fyrstu
viðbrögð Eiðs og Magnúsar að sverja málið
af sér. Nú er Ijóst að þessa mengunarslyss
verður fyrst og fremst minnst fyrir það að
alls ekkert var gert í málinu nema þráttað
um ástæður slyssins. Það var ekki fyrr en eft-
ir dúk og disk að Eiður og Magnús fóru á vett-
vang — en þá var hann löngu búinn að segja
að ekkert væri hægt að gera. Eiði tekst áreið-
anlega að skapa embætti sínu ákveðinn stíl
og hann fær þjóðina léttilega til að trúa því
að umhverfismál séu alvörumál. Hann á hins
vegar eftir að sanna að hann sé alvöru um-
hverfisráðherra.
Einkunn: 4,5
GÖMLU RÁÐHERRARNIR:
JÓN, JÓHANNA OG JÓN BALDVIN
Allir gömlu ráðherrarnir. Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráðherra. Jóhanna
Sigurðardóttir félagsmálaráðherra og Jón
Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
koma með erfið mál með sér í þessa ríkis-
stjórn. Jón Baldvin hefur lofað þjóðinni við-
unandi lausn í EES-samningunum og verður
að krossa fingurna og vona að EB-rikin láti
það eftir honum. EES-málið er hins vegar
eins og mörg önnur mál sem teygja sig yfir
mörg ár. Viðkomandi ráðherra getur ekki
unnið málið fyrir almenningi heldur einung-
is tapað því. Óg þannig er það líka með ál-
málið hans Jóns Sigurðssonar. Þrátt fyrir að
allt gott megi segja um það mál er það farið
að hljóma í eyrum almennings eins og hvala-
málið án þjóðernisvakningar. Og ekki er
húsbréfakerfið hennar Jóhönnu betra. Það
verður ekki fvrr en þessi mál þremenning-
anna eru komin í höfn að fólk mun átta sig
á að þau eru komin í nýja ríkisstjórn. Og þess
vegna er líka of snemmt að gefa þeim ein-
kunnir: Stóru prófin þeirra eru enn eftir.
Unnid af Gunnari Smara Egilssyni. Hrafni Jök-
ulssyni og Kristjani Porvaldssyni.