Pressan - 25.07.1991, Page 18

Pressan - 25.07.1991, Page 18
18 FIMMTUDAGUR PRCSSAN 25. JÚU 1991 smaa letrið Vissirdu þetta: Ein af hverjum tíu hjónum gera'da aldrei og eru bara hæstánægd. Þetta kemur fram í hinu virta banda- ríska vikubladi National Enqu- irer. „Kynlíf höfðar einfaldlega ekki til þessa fólksj' er haft eftir hjónabandsráðgjafanum Jud- ith Seifer. Og dr. Anthony Pi- etropinto kynlífsfræðingur segir: „Þvert ofan í viðteknar skoðanir, þá geta hjón verið hamingjusamlega gift án þess ai stunda kynlíf." Hvað skyldi Jóna Ingibjörg segja um þetta? En þetta minnirlíka á hin fleygu orð Cher: „Þú ættir aldr- ei að elskast þegar þú hefur eitthvað betra að gera — en hvað erbetra?" Ég segi það líka. Og nú er Ivana Trump að reyna að krækja aftur í Donald eftir að hann lét Mörlu Maples fjúka. Veldi Donalds er að mestu hrunið til grunna en Iv- ana segist einfaldlega elska hann samt. Donald er hins veg- ar að dúlla með Cörlu Bruni þessa dagana, ítalskri gellu úr módelbransanum og dóttur milljónamærings. En það eru víðar sviptingar! Eftirsóttustu piparsveinar Is- lands, samkvæmt ítarlegri könnun PRESSUNNAR, ganga út einn af öðrum. Birgir Árna- son, hagfræðingur EFTA í Genf, er á leiðinni í hjónaband með Margréti Pálmarsdóttur. Þau kynntust þegar hann var for- maður Sambands ungra jafn- aðarmanna og hún varafor- maður. (Stjórnmálin eru róm- antisk.) Margrét er kaþólsk og þess vegna þurfa þau persónu- legt leyfi Jóhannesar Páls páfa. Jóhannes hlýtur að gefa leyfi enda veit hann að Birgir er góður drengur þótt hann sé ekki kaþólskur. Árni Jörgen- sen, ritstjórnarfulltrúi á Morg- unblaðinu, var lika i hópi eftir- sóttustu piparsveinanna. En ekki lengur! Hann er búinn að kaupa hús Bubba Morthens og fluttur inn með Margréti Þóru Þorláksdottur (systur Rand- vers) sem var á auglýsinga- deild Moggans. Og enn einn af piparsveinum PRESSUNNAR stendur ekki undir nafni lengur: Hans Kristján Arnason (best klæddi maður Islands). Hann er aftur tekinn saman við Önnu Sigriði Pálsdóttur, fyrrum eigin- konu sína. Meira um tilhugalíf- ið: Skáldið Sjón hefur verið að slá sér upp með Ásu Junius- dóttur. Hún er systir Moeidar sem hefur slegið i gegn sem söngkona i sumar: Móeiður og Eyþor Arnalds ur Todmobile eru saman. Ása og Móeiður éru dætur Guðrunar Gudlaugs- dóttur, blaðamanns á Moggan- um. Sólveig, dóttir Jóns Ótt- ars, er með Jokli Tomassyni: faðir hans er Tómas Karlsson, sem einu siiini var ritstjóri 77m- ans og foringjaefni hjá Fram- sókn áður en hann fór i utanrik- isþjónustuna Fyrrverandi kona Jóns Óttars, Elfa Gisla- dóttir, er hins vegar tekin aftur saman við Matthias Vidar Sæ- undsson bókmenntafræð- , , en þau bjuggu saman fyrir nokkrum árum. Óg um siðustu helgi gengu i hjonaband vestur i Selárdal Hulda Þóra Sveins- dóttir (Jakobssonar jarðfræð- ings og Gudriðar Hannibals- dóttur Valdimarssonar) og Arnar Arnason, sem verið hef- ur áberandi i stúdentapólitik-' inni. Þau Hulda og Arnar ætla bæði tilJapans til náms. Gam- an fyrir Japani! Tvifarakeppni PRESSUNNAR — 5. hluti Tvifarar vikunnar eru skald, hvort ur sinni áttinni; Ari Gisli Bragason og Flattop (eða Flat- haus eins og vinir hans a Islandi kalla hann) sem hefur löngum verið einn af helstu andstæð- ingum Dicks Tracy. Hargreiðsl- an er eins, hátt og hvelft ennið, bogadregnar brúnirnar, kipruð augun og litið eitt uppbrett nef. Ari Gisli er að visu kominn með skegg en Dick gæti hæglega handtekið hann i misgripum fyrir Flathaus. Hvernig menn fara á völlinn og horfa á „sitt lið“, styðja það í blíðu og strídu, sama hvað á dyn- ur? Alls konar menn: Skáld, stjórnmálamenn, múrarar, verkamenn, söngvarar. Alls konar menn, já. En alls engar konur. Fótboltavöllurinn er eitt síðasta vigi karl- anna og það vígi er ekki líklegt til að falla í bráð. Á vellinum fá menn út- rás. Hrópa og skammast, eða skiptast á íbyggnum augnaráðum. Og þetta gæti ekki verið einfald- ara: Allt sem þarf er að halda með öðru liðinu. Og vera þar með á móti hinu. KR-ingar eiga sérlega harðsnúið lið stuðnings- manna. Stefán Haraldsson, formaður knattspyrnudeild- arinnar, sagði að 5—600 manna kjarni léti sig aldrei vanta og þannig hefur það verið í mörg ár, þótt ekki hafi Vesturbæingar hampað neinum alvöru titlum í rúm- lega 20 ár. En nú hefur orð- ið mikil aukning áhorfenda hjá KR og það sem af er þessu keppnistímabili hafa að meðaltali 1.800 manns VÍKINGAR Ólafur Skúlason biskup, Bjarnl Guðnason prófessor, Garðar Yaldimarsson rík isskattst jóri. Ólafur B. Thors forstjóri, Jón G. Tómasson borgarlögmaöur, Ólafur Ólafsson landlæknir, Gisli Sigurbjörnsson i Grund, Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra, Hallur Simonar- son blaðamaður, Benedikt Árnason leikari, Eysteinn Helgason íorstjóri, Jóhann Óli Guðmundsson i Securitas, Ómar Kristjánsson í Þýsk-is- lenska, Ágúst Ingi Jónsson fréttastjóri á Morgunblaðinu. komið á heimaleikina. Allir vilja styðja sigurvegara. EKKI í GRÖFINA FYRR EN BIKARNUM ER HAMPAÐ En auðvitað eiga þeir heiður skilinn sem fylgja fé- laginu sínu í gegnum þykkt og þunnt. Egill rakari er löngu orðinn þjóðsagnaper- sóna og hann lætur sig aldr- ei vanta; mætir ennþá með kíkinn sinn og hefur jafn ákveðnar skoðanir og áður þótt hann láti þær ekki flakka i jafn stórkallalegum stíl og áður. Óli í Hala er önnur goðsögn. Hann var einn af fremstu knattspyrnu- mönnum landsins á fjórða áratugnum og er helst á því að síðan hafi fótboltanum bara hrakað. Og KR-ingar þekkja líka Óskar bruna- vörð, eða Skara babú eins og hann er kallaður. Skari babú er kominn um áttrætt og hefur strengt þess heit að fara ekki í gröfina áður en Vesturbæjarljónin hampa meistaratitli. Björguin Schram stórkaupmaður er á níræðisaldri en lét sig ekki muna um það í fyrra að fljúga með liðinu á útivelli. Að jafnaði er það um 30 manna hópur sem fylgir lið- inu hvert á land sem er. Þeir bræður Hördur og Gunnar Felixsynir voru stjörnur í gullaldarliði KR en verða nú að láta sér nægja að fylgjast með. Þeir eru að sögn „taugaveikiuð- ustu áhorfendur" á íslandi. „Himnaríki er einn stór fótboltavölIur“ Áhangendur og stuðningsmenn Reykjavíkurliðanna kortlagðir Þannig mun Gunnar sjaldn- ast hafa úthald í að horfa á heilan leik. „Þegar KR var að leika úti á landi fannst Gunnar oft niðri við höfn þegar leiknum var lokið. Þá þóttist hann vera að skoða bátana og mannlífið en hafði bara ekki taugar í að standa og horfa á,“ sagði Stefán Haraldsson. Múraragengid hefur verið alræmt síðustu ár fyrir væg- ast sagt umdeildar athuga- semdir í garð dómara. Það er kennt við forsprakkann, Hauk, sem er múrari. Þeir félagar, fjórir talsins, létu ýmislegt flakka. Fúkyrði þeirra í garð dómara líða ekki úr minni annarra áhorfenda: „Taktu forhúðina frá augunum, fíflið þitt“ og „Vinur minn er heima hjá þér að ríða konunni þinni." Stefán sagði að múrara- gengið hefði róast mikið upp á síðkastið, eftir að einn úr hópnum, Karl Löve, fór á dómaranámskeið. „Nú eru þeir farnir að læra reglurn- ar,“ sagði Stefán. VALSARAR Á NÆLONSKYRTU í KULDA OG TREKKI „Ég er viss um að himna- ríki er bara einn stór fót- boltavöllur," sagði Jón Stef- ánsson, skáld og stuðnings- maður Frammara. Af ein- hverjum ástæðum virðast rithöfundar og bókmennta- fræðingar flykkjast til Fram frekar en til annarra liða. „Fram leikur mjög listræna knattspyrnu," sagði Jón en taldi að titlar skiptu litlu á vellinum. „Galdurinn við knattspyrnuna er sá, að það skiptir ekki máli hvort menn eru bankastjórar eða skuldarar, skáld eða bók- menntagagnrýnendur. Á vellinum sameinast menn, gleyma sér. Menn verða hluti af múgnum, rétt eins og í hringleikahúsum Róm- verja til forna." Áhangendur Fram hafa yfirleitt orð á sér fyrir prúð- mannlega framkomu. Það virðist standa í sambandi við velgengni liðsins síðustu árin, þéir hafa ekki haft ástæðu til að vera með skæting. Stuðningsmenn smærri liða eru oft orðljótir, og þess er skemmst að minnast að blöð á Suður- nesjum kvörtuðu hástöfum yfir framkomu áhangenda Þróttar fyrr í sumar. Þróttur hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár og það hefur eðli- lega hlaupið i skapið á sum- um gallhörðum stuðnings- mönnum. Einn kunnasti stuðnings- maður Fram er Hördur Ein- arsson, verkstjóri og forsp- rakki „Castró-gengisins". KR-INGAR Mörður Árnason málfraeðing- ur, Jón Óskar Sólnes frétta- maður, Egill Helgason blaða- maður, Árni Snævarr frétta- maður, Birgir Árnason hag- fræðingur, Halldór Guð- mundsson, útgáfustjóri MM, Geir Haarde alþingismaður, Bogi Agústsson fréttastjóri, Leó Löve i ísafold, Björgólfur Guðmundsson, fv. forstjóri Hafskips, Egill rakari Valgeirs- son, Björgvin Schram stór- kaupmaður. PENIR VÍKINGAR Engir hafa átt eins erfitt uppdráttar og stuðnings- menn Víkings síðasta árið. Heilt ár leið án þess að liðið ynni leik á heimavelli, enda dalaði aðsóknin mjög. Vík- ingar hafa hins vegar verið mjög grimmir á útivelli og þangað leggja stuðnings- menn frekar leið sína til þess að sjá sigra og mörk. Það er vísu nær ekkert um að Víkingar fylgi sínum mönnum út fyrir Stór-Reykjavíkursvæðið. Gunnar Órn Kristjánsson, formaður knattspyrnudeild- arinnar, sagði að KR og Fram stæðu langbest að vígi, með 5—600 manna lið sem aldrei léti sig vanta. Kjarni annarra liða væri tæpast nema milli eitt og tvöhundruð manns. En Vík- ingar eiga sér ýmsa öfluga áhangendur, einkum úr við- skiptalífinu og opinbera geiranum. Þeir eru hins vegar undantekningarlaust ákaflega ráðsettir og hafa sig lítt í frammi með hvatn- ingarhrópum. MINNSTA STÚKA í HEIMI Það hefur gjarnan verið FRAMMARAR Einar Kárason rithöfundur, Páll Valsson bókmenntafræöingur, Jón Stefánsson skáld, Hall- grímur Helgason myndlistar- maöur, Sveinn Andri Sveins- son borgarfulltrúi, Egill Ólafs- son tónlistarmaður, Pétur Kristjánsson tónlistarmaður, Þorsteinn J. Vilhjálmsson út-. varpsmaöur, Helgi Björnsson tónlistarmaöur, Þorgeir Ást- valdsson útvarpsmaður, Björn Arnórsson hagfræöingur, Ómar Ragnarsson fréttamaö- ur. talað um litla klíku í kring- um Val sem byggt hafi minnstu stúku í heimi utan um sjálfa sig. Ekkert lið virðist heldur eiga eins ótrygglynda áhangendur: í hvert sinn sem leikið er á Hlíðarenda eru tugir og jafnvel huhdruð manna sem fylgjast með úr Öskjuhlíð- inni. Skotastúkan er þessi staður kallaður, af skiljan- legur ástæðum, og fór lengi mjög fyrir brjóstið á for- ráðamönnum félagsins. í seinni tíð hefur verið brugð- ið á það ráð að byrgja út- sýni „Skotanna" með segl- dúk. En atkvæðamesti stuðn- ingsmaður Vals er án efa Gunni blaðasali, sem aldrei lætur sig vanta og á í fórum sínum óþrjótandi hvatning- arorð til sinna manna. EN ÍÞRÓTTA- FRÉTTAMENNIRNIR? Og að lokum: Með hvaða liðum halda mennirnir sem segja okkur fréttir af fótbolt- anum? Samkvæmt heimild- um okkar er skiptingin svona: Á DV eru Stefán Kristjánsson og Jón Kristján Sigurdsson gallharðir Frammarar, og Vídir Sig- urdsson mun einnig vera þeim hliðhollur. Róbert Ró- bertsson er FH-ingur (og sagður hafa skrifað um hvern einasta FH-leik í sex ár!) og það er Guömundur Hilmarsson auðvitað líka, enda leikmaður með Fim- leikafélagi Hafnarfjarðar. Sigmundur O. Steinarsson á Morgunblaðinu er mikill Frammari, Steinþór Guö- bjartsson er KR-ingur en Skafti Hallgrímsson er Ak- ureyringur. Og svo er það sjónvarpið. Jón Ósk- ar Sólnes heldur með KR en Arnar Björnsson kvað halda með Völsungi. Og svo er það náttúrlega hann Bjarni Fel... Hrafn Jökulsson Friðrik Sophusson fjarmála- ráðherra. Ossur Skarpheðins- son alþingismaötir, Pétur Sveinbjarnarson. Kristinn Hallsson songvari. Jón G Zoéga logfræöingur, Helgi Magnússon, endurskoðandi og ritstjóri. Birgir Andrésson myndlistarmaður, Ólafur Lár- usson myndlistarmaöur. Hörður er kallaður síðasti stalínistinn á íslandi og hann stjórnar genginu sínu að hætti einvalda. Það eru ströng inntökuskilyrði í Castró-gengið; meðal annars að standa úti heilan vorleik í köldu veðri í fráhnepptri nælonskyrtu! „Vinur minn er heima hjá þér að ríða konunni þinni“

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.