Pressan


Pressan - 25.07.1991, Qupperneq 21

Pressan - 25.07.1991, Qupperneq 21
FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. JÚLÍ 1991 Guðmundur Björgvinsson listamaður / Eg var sauður Það veit „enginn" hver hann er. Þessi Gudmundur Björgvinsson. Samt þreyt- ist hann seint á því að sýna okkur listir sínar. Sem eru málverk og bækur. Og eru þær fleiri en gerist og gengur. Hefur hann haldið minnst átta einkasýningar á myndverkum sínum, þ.á m. á Kjarvalsstöðum og í Norræna húsinu, og gefið út 5 bækur, sjálfur, þó ekki eldri en 36 ára. Bækurnar heita: Ailt meinhægt (út- gefið 1982); Næturflug í sjöunda himni (’85); Ástin sigrar, þessi gamli djöfull (’88); Burt, burt (’89) og Sjóferðin mikla (barna- bók, útg. ’89). Og nú er sú sjötta í burðarliðnum, væntanlega útgefin í haust. Svo hver er hann þessi huldumaður? Sem skýst af og til upp á yfirborð móðurjarð- ar, eftir útlegð í útlandinu. Við pöntum viðtal. Ég virði hann fyrir mér frá hvirfli til ilja. Flottur í tauinu. Djarfur í litavali. Hár og myndarlegur. Mætti halda að hann væri Jesús Kristur. Slík er dökk ásjóna hans. En að inntaki? Eins og hann sé að fela eitt- hvað. Hvað? Skrattann? Hann vekur ekki beint guð- legar kenndir. Miklu fremur erótískar. Þannig eru myndir hans og bækur. Þó með þetta munkafas. Á eiginlega hvergi heima nema í bók. Eða i mynd. T.d. þeirri nýjustu eftir Bergman. Þvi ég get ekki ímyndað mér hann úti í búð. Ráðsettan. Eða keyrandi bíl. Þetta sauðslega bros. Nei, ég gefst upp. Það er ekki hægt að lesa í þennan mann. Svo ég bara spyr hann: — Hver erlu eiginlega? Guðmundur svarar ekki strax. er allt í einu horfinn úr stofunni, þeirri sem hann bauð mér að setjast niður í. svo ég ætla að fara að mæla út húsakynni hans. en þá skýst hann inn aftur. með eitt- hvað undir annarri hendinni, og þá sé ég svarið. málað á striga: Tvo samvaxna sauði. annan hvitan (með bindi) og hinn svartan (með slaufu og gleraugu). Þetta ku vera sjálfsmynd. með sömu yfir- skrift og óútgefin bókin: Einn tvöfaldur. ÚLFUR í SAUÐARGÆRU? ..Ég var sem sagt sauður. allsherjarsauður. til 16 ára aldurs." segir Guðmundur og kímir. ..Það var eitthvað sem gerðist þá. sem varð til þess að þessi sauður sem ég hafði verið hann lést. Og eftir það hef ég verið ýmist refur eða ljón." segir hann. ,.Er þad óskhyggja?" verd- ur mér á að spyrja. Kannski er hann úlfur i sauðargceru. eða skrattinn úr sauðar- leggnum? Þykist svo vera konungur dýranna! Hann svarar með þessari kenningu: ..Ég skipti mönn- um eiginlega í tvo megin- hópa. Það eru annars vegar sauðir. þ.e. þeir sem hugsa ekki. heldur sem hugsað er fyrir. þeir sem láta draga sig á sauðsevrunum hingað og þangað, t.d. kjósendur . . . Hins vegar eru þeir sem ekki eru sauðir, þeir sem hugsa sjálfstætt, lifa sjálfstæðu lífi, taka sjálfstæðar ákvarðanir, HUGSA. Ef ég er boðberi ein- hverrar heimspeki," segir Guðmundur, ,,þá er ég boð- beri sjálfstæðrar hugsunar. Það er kjarninn í minni heim- speki,“ segir hann. „Vegna þess að í listum er mjög mikil- vægt að menn þori að hafa sjálfstæða skoðun á málum, listaverkum, leiksýningum, hverju sem er. Það getur vel verið að sauðshátturinn stafi af einhverri sérfræðingatrú, sem hefur verið alin upp í fólki. Það trúir sérfræðingun- um, mjólkurfræðingnum, bókmenntafræðingnum, lækninum. Til vísinda leita menn þekkingarinnar. En í list á þetta ekki við,“ segir hann. „Það er ekki hægt að vera sérfræðingur í listum. Upplifun á listaverki er til- finningaleg, eða kannski and- legs eðlis.“ Listfræði segist Guðmund- ur sjá fyrir sér sem einhvers konar krufningu, sem sé raunar andstæð lífinu. „Þú kryfur til dæmis ekki lifandi mann,“ segir hann. „Þú kryf- ur dauðan mann." En nú hefurðu sjálfur sagt að enginn kunni að meta bœkur þínar, nema þá Sig- urður Kjartansson (og ég, hugsa ég, án þess þó að láta það uppi), og þú hefur flúið land ftil Mexíkó). Fórstu afþví að íslendingar kunna ekki að meta þig, hafa ekki þessa sjálfstœðu skoð- un? ÁTTRÆÐUR KLAUSTUREIGANDI — Segirðu nú alveg satt? spyr ég, óánœgð. „Það hefur að vísu ekki al- veg reynt á mig sem Palla ein- an í heiminum. Það getur verið að þetta sé einhver sjálfsblekking, ég skal ekki taka fyrir það. Ánægð?" En samt stendur nú til að birta verk þín á enskri tungu, sagðirðu mér, og þykist hafa gómað hann. „En nei.. . Jú, það er af því að þetta mannkyn sem er inni í hausnum á mér, það tal- ar allt ensku.“ Vel svarað, ekki satt? ()g hvar ertu svo staddur áttrœður, heldurðu? „Ja, þá á ég klaustur í Mex- íkó, hús í New York og á ís- landi,“ svarar hann íbygginn, en áður hafði hann eitthvað orðað hugleiðingar sínar um möguleg endalok sín í veru Steins í Steinahlíðum, að hann fyndi hinn eina sanna punkt á Hringbrautinni fyrir rest. Þessi var grunsemd hans áður en hann kynntist Mex- íkó, þar sem hann hélt að hann, útlendingurinn á ís- landi, gæti endanlega fundið sig heima, en nú þykist hann vita að punkturinn sé í raun- inni öll plánetan. „Maður get- ur í rauninni verið hvar sem er og átt heima hvar sem er. Ég er bara jarðarbúi og ekk- ert frekar íslendingur." Og ég sé í rauninni Guð- mund Björgvinsson vel fyrir mér sem eiganda stórhýsa í minnst þremur löndum. Þótt enn hafi ég ekki komist til botns í hver maðurinn er — og kannski ekki að furða, því eins og Guðmundur heldur fram sjálfur getur maðurinn, ekkert síður en leikarinn, brugðið sér í þúsund gervi, sem eru allt auðvitað hann sjálfur — þá er mér hitt ljóst að honum hefur tekist með seiglunni og þrautseigjunni að lifa svo spm hann ætlar sér, nefnilega sem listamaður, og mun sjálfsagt gera, hvað sem trú annarra á hann sjálf- an líður. Kannski hann finni hana úti í heimi, annað eins hefur nú gerst hjá listamön'ji- um, kannski við finnum han'n hér í formi bókar, þeirrar sem kemur út í haust, en þá verð- ur Guðmundur sjálfur á bak og burt og af honum ekki að finna annað tetur en þessa „sönnu sögu“, æviminning- arnar, undir nafninu Einn tvöfaldur. Aldís Baldvinsdóttir „Þú kryfur ekki lifandi mann" ir þessi faðir tveggja barna, sem endalaust grípa inn í samtalið með gáfulegum spurningum. sem pabbinn á að svara) og lifi góðu lífi. ekki bara fjárhagslega. heldur líka andlega. Þar get ég setið endalaust við skriftir og gert nákvæmlega það sem mér sýnist." Hann minnist ekkert á fag- urskapað kvenfólkið þar, sem mér þvkir grunsamlegt, að- eins frumkraftinn. sem þarna finnist í meira mæli. og varla hér á landi — fyrir skynsemi og velmegun — nema ef vera heiminum? þrjóskast ég við að spyrja og reyndu nú að fletta af grímunni, hugsaði ég. Hann skyldi hankaöur á Ijónsvfirlýsingunni. ,,Ég er laus við þörfina fyrir hól, eins og hægt er að vera laus við hana. (Þessu trúi ég ekki.) En ljónið heldur áfram að tala. Ég ímynda (takið eftir ímynda) mér að minnsta kosti að ég sé laus við þennan komplex að hafa eitthvert klapplið, hvort sem ég er hér eða annars staðar." Og nú neyðist hann til þess að mannkynið inni í hausnum á mér, ég skrifa 'fyrir þetta mannkyn. Þar eru allir með á nótunum, og ég fæ mjög sterk viðbrögð, líkt og leikari á sviði. Það eru stöðug við- brögð í gangi inni í hausnum. Og þar fæ ég alla þá umbun sem ég þarf á að halda. Þann- ig að þegar verkið er búið finnst mér ég ekki þurfa á frekari viðbrögðum að halda," fullyrðir hann. „Það er bara einhvers konar forms- atriði að gefa þetta út og losa sig við það.“ SKORTIR VEIÐINÁTTÚRUNA „Ja, ástæðan fyrir því að ég lagði land undir fót var sú, að ég hafði starfað hér sem myndlistarmaður og rithöf- undur í 13 ár og eina leiðin til þess aö ég gæti lifað af þessu var að stunda harða sölu- mennsku, nokkuð sem tók alltof mikinn tíma og ég hafði engan áhuga á, þótt ég næði sæmilegum árangri í því. Tókst að eignast þessa íbúð. Sem ég ætlaðist til að yrði mitt lifibrauð úti í þriðja heiminum. sem ég hef alltaf haft áhuga á að kynna mér. Og sá draumur varð að veru- leika. Nú bý ég í Mexíkó (seg- skyldi í listinni. Ég þykist vita að Guðmund skorti veiði- mennskueðlið í kvennamál- um, það hef ég iesið milli lín- anna í bókum hans, kannski að þær séu miklir veiðimenn, þessar mexíkönsku, hugsa ég. En hann fæst ekkert til að gefa upp erótískar fullyrðing- ar, — bara lesa bókina ítrekar hann. En mundir þú virkilega halda áfram listsköpun þinni, ef þú vœrir Palli einn i Ijóstra upp leyndarmálinu, sem á að rökstyðja fullyrð- inguna: „Sko, ef ég lýsi sköp- unarferlinu, þá liggur Ijóst fyrir að þeir sem eru að skapa listaverk, þeir eru að tjá sig fyrir einhvern, og ef t.d. eng- inn les bækur þínar, þá er það sama og að tala við vegg. Kannski þetta sé nokkurs konar geðbilun, að tala svona við sjálfan sig. En þetta virkar svona á mig, að þegar ég skrifa eða mála, þá er allt Ljósm. E.ÓI.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.