Pressan - 25.07.1991, Síða 25

Pressan - 25.07.1991, Síða 25
 LISTAPOSTURINN Kedjusagar- skúlptúristinn kemur til Islands Hann hóf feril sinn korn- ungur og skar út litla trékarla aö hœtti Emils í Kattholti. Seinna tóku stórvirkari tœki við; og nú er Rolf Suensson kunnur fyrir ad saga út stórar tréfígúrur med vélsög. Rolf œtlar aö saga út fyrir áhorf- endur íslensk tröll og víkinga. í kynningu á Rolf Svensson kemur fram að hann er nú um fertugt og hefur skapað um tvö hundruð tréfígúrur í Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Þýskalandi og Bandaríkjun- um. Rolf Svensson sýnir vegfar- endum í Austurstræti leikni sína á föstudag og laugardag en hann flutti stóran trjábol til landsins af þessu tilefni. Áhugasamir geta pantað verk á staðnum frá Rolf, sem virðist ekki minni húmoristi en landi hans í Kattholti. Þess er enn fremur getið í áðurnefndri kynningu að Rolf Svensson reykir ekki, hann drekkur góð vín og öl með mat (en eftir matinn drekkur hann ekki meira, segir þar) og áhugamálin eru meðal annars náttúruskoð- un, konur og ný sambönd. Eða eins og þar stendur: ,,Sá se upp nu ni kvinnor pá Is- land." Rolf Svensson að störfum. Sagar út tréfólk i viðurvist áhorf- enda. Súsanna Svavarsdóttir skrifar skáldsögu Xú geta Porvaröur Helga- son rithöfundur og önnur fræg fórnarlömb Súsönnu Siavarsdóttur. gagnrýnanda Morgunbladsins. farid ad hlakka til: Súsanna gefur út skáldsögu fyrir jólin! Súsanna hefur verið að- sópsmikill gagnrýnandi síð- ustu árin. bæði fjallað um bókmenntir og leiklist; og hafa blaðadeilur oft fylgt í kjölfar dóma hennar. Jafn- framt þessu hefur hún verið umsjónarmaður menningar- blaðs Morgunblaðsins. Það er Iðunn sem gefur bók Súsönnu út en áður hefur ver- ið fært upp leikrit eftir hana. TVEIR RISAR Iðunn og Mál og menning bera höjuð og herðar yfir önnur bókaforlög Mál og menning og Iðunn bera höfud og herdar yfir önnur íslensk bókaforlög. Þessi forlög gefa út 40—50% allra bóka sem út koma. Þau reka einnig fjölmargar bóka- búðir og œtla má ad ríflega 60% allrar bóksölu í Reykja- vík séu í þeirra höndum. Þá eru langflestir íslenskir rit- höfundar og skáld hjá löunni eda MM. Síðasta áratug hafa orðið miklar breytingar hjá bóka- forlögunum. Einkum hefur Iðunni og MM vaxið fiskur um hrygg. Árið 1989 unnu að meðaltali 27 starfsmenn hjá Iðunni en 72 á siðasta ári. Þar munar langmest um starfs- menn Eymundsson-búða- keðjunnar sem Iðunn keypti á siðasta ári. Almenna bóka- félagið rak búðirnar áður, en seldi þær til Prentsmiðjunnar Odda, þar sem AB var skuld- um vafið. Oddi seldi Iðunni búðirnar skömmu síðar. Ey- mundsson-búðirnar eru i Austurstræti, Laugavegi, Kringlunni, Mjódd og Eiðis- torgi á Seltjarnarnesi, auk úti- bús á Keflavíkurflugvelli. Fyr- ir rak Iðunn tvær búðir, for- lagsverslun og Bókabúð Braga. Mál og menning rekur tvær mjög öflugar búðir, við Laugaveg og Síðumúla. Bókaútgefandi í meðalstóru forlagi áætlaði að MM-búð- irnar hefðu um 20% af allri bóksölu í Reykjavík og Iðunn- arbúðirnar rúm 40%. Aðrir bókaútgefendur hafa tals- verðar áhyggjur yfir því hve mikill hluti bóksölunnar er i höndum keppinauta þeirra. FYRIRTÆKI AF ÓLÍKUM UPPRUNA Iðunn og MM eru af mjög ólíkum uppruna. Mál og menning var stofnað fyrir rúmlega hálfri öld af róttæk- um vinstrimönnum og var smátt í sniðum lengi framan af. Iðunn er fjölskyldufyrir- tæki, sett á laggirnar árið 1945 af Valdimar Jóhanns- syni, sem rak það lengst af. Jóhann Páll sonur hans kom til starfa hjá fyrirtækinu árið 1974 og átti mestan þátt í vel- gengni þess næstu 10 árin. Þá skildi leiðir og Jóhann Páll stofnaði Forlagið með fleir- um. Það hefur verið rekið sem meðalstórt en mjög metnaðarfullt bókaforlag. Á síðasta ári keypti Mál og menning hins vegar Forlagið í kjölfar fjárhagserfiðleika en það er rekið áfram sem sjálf- stætt fyrirtæki undir stjórn Jóhanns Páls. Mál og menning hefur ver- ið i mikilli sókn síðustu ár. Mennirnir á bak við vel- gengni MM eru fyrst og fremst Árni Einarsson fram- kvæmdastjóri og Halldór Guömundsson útgáfustjóri. Á þeim bæ hefur verið ráðist í ýr.isar velheppnaðar nýj- ungar, m.a. Kiljuklúbbinn. ÓLAFUR í VÖKU VILDI EKKI AB Iðunn rekur nú íslenska bókaklúbbinn, en rekstur bókaklúbba hefur verið erfið- ur síðustu árin. í PRESSUNNI í síðustu viku var sagt frá því að Iðunni hefði verið boðið að taka Almenna bókafélagið yfir. Ef af því verður getur Ið- unn nýtt sér Bókaklúbb AB, sem er elsti og öflugasti klúbburinn. Heimildir PRESSUNNAR herma raunar að staða AB sé svo slæm að óvíst er að Jón Karlsson sjái sér hag í því að kaupa fyrir- tækið. Þannig hefur PRESS- AN heimildir fyrir því að Ól- afi Ragnarssyni í Vöku-Helga- felli hafi fyrst verið boðið AB en hann sagt nei takk. Ólafur stofnaði Vöku snemma á síð- asta áratug og bætti nokkru síðar Helgafelli við, sem var gamalt stórveldi. Vaka-Helgafell er nú þriðja stærsta bókaforlagið. Velta Máls og menningar á síðasta ári var tæpar 580 milljónir króna en Jón Karls- son í Iðunni vildi ekki gefa neinar upplýsingar um fjár- mál síns fyrirtækis. Fjöldi starfsmanna og útgáfubóka hjá forlögunum tveimur er hins vegar áþekkur. MARKVISST „UPPELDISSTARF“ MM Síðustu ár hafa rithöfundar og skáld safnast í ríkari mæli annaðhvort til MM eða Ið- unnar. Ef litið er á nýlegan lista PRESSUNNAR yfir 26 hæstu ^launþega úr Launa- sjóði rithöfunda 1982—'91 sést að 12 þeirra eru annað- hvort hjá MM eða Forlaginu; 3 hjá Iðunn i og 3 hjá AB. Onn- ur forlög leggja nær enga rækt við íslenska höfunda nema Vaka-Helgafell. Mál og menning er eina forlagið þar sem markvisst hefur verið unnið að því að fá unga höf- unda til liðs við forlagið. Þar má nefna Gyröi Elíasson, Sjón og Kristínu Ómarsdótt- ur, sem ýmist byrjuðu hjá mjög litlum forlögum eða gáfu verk sín út sjálf. Hjá Iðunni hefur talsverð rækt verið lögð við eldri höf- unda en tveir nýir skáld- sagnahöfundar kveðja sér hljóðs þar í haust, Illugi Jök- ulsson og Súsanna Svavars- dóttir. Mál og menning Starfsmenn: 48 (m/Forlaginu) Fjöldi útgáfubóka 1990: 117, þar af 18 barnabækur (MM og Forlagió) Áætlaður fjöldi útgáfubóka 1991: 209 (MM og Forlagið). Bókabúðir: 2. Áætluð hlutdeild í bóksölu i Reykjavik: 20%. Rekur Kiljuklúbbinn, gefur út Tímarit Máls og menningar og á Forlagið. Höfundar Anton Helgi Jónsson Álfrún Gunnlaugsdóttir Einar Kárason Guðmundur Andri Thorsson Gyrðir Eliasson Jakobina Sigurðardóttir Kristin Ómarsdóttir Pétur Gunnarsson Sigurður A. Magnússon Sjón Stefán Hörður Grimsson Thor Vilhjálmsson Frá Forlaginu Friöa Á. Sigurðardóttir Guöbergur Bergsson Nína Björk Árnadóttir Ólafur Gunnarsson Siguröur Pálsson Svava Jakobsdóttir Þórunn Valdimarsdóttir Þórarinn Eldjárn Bókaútgáfan Iðunn Starfsmenn: 72. Fjöldi útgáfubóka 1990: Um 100. Áætlaður fjöldi útgáfubóka 1991:Um 100. Bókabúðir: 8. Áætluð hlutdeild i bóksölu í Reykjavik: 40% Rekur íslenska bókaklúbbinn, gefur út tímaritið Ljóðorm, á bókaforlagið Lögberg. Höfundar Andrés Indriðason Elias Mar Eyvindur Erlendsson Gils Guðmundsson Guðrún Helgadóttir Hannes Pétursson lllugi Jökulsson Kristján Jóhann Jónsson Matthías Johannessen Njörður P. Njarðvik Olga Guðrún Árnadóttir Rúnar Ármann Arthúrsson Sigfús Daðason Steinunn Sigurðardóttir Súsanna Svavarsdóttir Vigdis Grímsdóttir Þorsteinn frá Hamri

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.