Pressan - 25.07.1991, Síða 29

Pressan - 25.07.1991, Síða 29
FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. JÚLÍ1991 29 Hefði kcnan Hallvarður Einvarðsson orðið ríkissaksóknari? hægt að taka mark á því öllu. Guðrún hefur verið dálítið utan- veltu á þingi, eða allt þar til Ólaf- ur Ragnar Grímsson stakk upp í hana sporslu og gerði hana að for- seta sameinaðs þings til að kaupa sér frið. Steingrímur varð hins vegar formaður Framsóknarflokks- ins, forsætisráðherra og um skeið vinsælasti stjórnmálamaður lands- ins. Guðrún er kona og Steingrím- ur karl. Og fyrst minnst er á Ólaf Ragn- ar; hefði konu verið fyrirgefið fjöl- lyndi hans í flokkamálum og gerð að formanni Alþýðubandalagsins eftir að hafa verið í Framsókn, Frjálslyndum og vinstrimönnum og guð má vita hvað? Ólafur væri líklega að kenna stjórnmálafræði í Menntaskólanum í Hamrahlíð ef hann væri kona og sæti í áttunda sæti á lista fram- sóknarmanna í borginni. Og mið- að við aldur hans hefði hann lík- lega stutt Guömund G. Þórarins- son í slagnum við Finn Ingólfsson um fyrsta sætið. Hann hefði að minnsta kosti ekki stutt Ástu Ragnheidi Jóhannesdóttur, því á sama hátt og karlar gerast sjaldan stuðningsmenn kvenna í pólitík þá styðja konurnar þær ekki heldur vegna öfundsýki. Það ætti að minnsta kosti við um jafn metnað- arfulla konu og Ólaf Ragnar Grímsson. SKASSIÐ DAVÍÐ ODDSSON OG JÓN BALDVIN, MAÐURINN HENNAR BRYNDÍSAR En hvað með Dauíd Oddssorí! Mundi hann ekki pluma sig sem kona? Verða einskonar Margaret Thatcher íslands? Kannski á næstu öld. Thatcher sat á þingi í hartnær tuttugu ár áður en hún varð formaður Ihalds- flokksins. svo það er ekki trúlegt að Davíð hefði orðið forsætisráð- herra um leið og hann settist á þing. Líklegra væri að hann væri enn fastur í borgarstjórn ásamt Markúsi Erni þar sem þeir mundu baknaga hvor annan, vitandi vits að enginn flokkur er það stór að hann rúmi tvær konur með borg- arstjórann í maganum. Og Davíð hefði hvorki útlitið né skapferlið með sér. Hann væri ekki álitinn fylginn sér heldur frekur. Hann væri kallaður „skassið". Það er líka hugsanlegt að Davíð hefði tekið leikritasmíðar framyfir pólitikina. Ef hann væri kona hefði hann ekki getað haldið hvoru tveggja. Til þess hefði hann þurft að vanrækja uppeldi sonar- ins og slíkt gera fáar konur. Og heldur einhver að Jóni Bald- uini Hannibalssyni hefði tekist að verða fyrsta konan í formannsstóli Alþýðuflokksins fyrst Jóhönnu Sig- urdardóttur hefur ekki tekist það? Sjálfsagt hefði Hannibal gamli frekar veðjað á pólitískan frama tengdasonarins, Bryndísar Schram, þótt ætterni hennar hefði sjálfsagt orðið henni fjötur um fót í Alþýðuflokknum. Þannig að Jón Baldvin hefði sjálfsagt fylgt Bryn- dísi yfir í Sjálfstæðisflokkinn og tekið þar lítillega þátt í borgarmálapólitíkinni. FLOKKARNIR SJA UM KARLANA EN EIGIN- MENNIRNIR UM KONURNAR Og hvað með alla kallana í kerf- inu? Hvar væru þeir ef þeir væru konur: Þórdur Fridjónsson, for- stjóri Þjóðhagsstofnunar, Jón Skaptason borgarfógeti, Sverrir Hermannsson, bankastjóri Lands- bankans, Fridjón Þórdarson, sýslu- maður í Dalasýslu, Halluardur Ein- vardsson ríkissaksóknari, Bödvar Bragason, lögreglustjóri í Reykja- vík, og Eggert G. Þorsteinsson, for- stjóri Tryggingastofnunar? Sjálfsagt gegndi enginn af þess- um mönnum þeim störfum sem þeir sinna í dag ef þeir hefðu ekki fæðst sem sveinar. Margir þeirra geta þakkað stjórnmálaflokkunum sínum þessi embætti. Það er nefnilega þannig að flokkarnir taka á sig ábyrgð af framfærslu helstu flokkshestanna. Þeir sem hafa náð langt innan flokkanna þurfa því ekki að ör- vænta; flokkurinn sér um að koma þeim í embætti sem tryggja þeim góð laun og tiltölulega lítið vinnuframlag. Þetta á hins vegar ekki við um konur. Framfærsla þeirra er mál eiginmannanna, ekki flokkanna. Sumir þeirra sem nefndir eru hér að ofan hefðu sjálfsagt náð ágætisframa þótt þeir nytu ekki stuðnings stjórnmálaflokkanna. En fáir eða enginn þeirra hefði kom- ist svona langt ef þeir væru konur. Hefði kona með skapgerð og vaxtalag Davíðs Oddssonar náð frama innan Sjálfstæðisflokksins? Þórður væri hugsanlega hag- fræðingur hjá Stéttarsambandi bænda, Jón deildarlögfræðingur í samgönguráðuneytinu, Böðvar væri sjálfsagt fulltrúi við sýslu- mannsembættið á Hvolsvelli og Hallvarður trúlega enn hjá Rann- sóknarlögreglunni. Meira þyrftu flokkarnir ekki að gera til að upp- fylla skyldur sínar gagnvart þess- um konum. Þeir Eggert og Friðjón væru sestir í helgan stein en Sverrir hefði sjálfsagt aldrei náð neinum frama í Sjálfstæðisflokkn- um og flokkurinn því ekki haft neinar skyldur gagnvart honum. MATTHÍAS HEFÐI SVIPAÐAN SESS OG ELÍN PÁLMA Og svona má halda áfram. Matt- hías Johannessen væri varla rit- stjóri Morgunblaðsins ef hann væri kona og ekki heldur Styrmir Gunnarsson. Ef Matthías væri í vinnu hjá blaðinu gegndi hann ábyggilega svipuðu hlutverki og | Elín Pálmadóttir; tæki viðtöl og héldi úti Gáru-dálkinum. Styrmir skrifaði kannski fréttaskýringar 'eins og Agnes Bragadóttir eða ferðaðist um arabalönd eins og Jó- hanna Kristjónsdóttir. Það er líka erfitt að ímynda sér að Indriöa G. Þorsteinssyni hefði verið treyst fyrir Tímanum ef hann væri kona og enn síður Ingv- ari Gíslasyni. Indriði hetði sjálfsagt haldið sig fyrir norðan og orðið virt en lítt lesin skáldkona eins og Jakobína Siguröardóttir. Hins vegar er líklegt að Árni Bergmann hefði orðið ritstjóri á Þjóðviljanum þrátt fyrir að hann væri kona. Jónas Kristjánsson væri sjálfsagt þingmaður Kvenna- listans en ekki ritstjóri DV. Páll Magnússon hefði aldrei verið tek- inn alvarlega sem fréttamaður. Fólk hefði látið sér nægja að tala um hvernig hann væri klæddur. HÖRÐUR HEFÐI EKKI VERIÐ KEYPTUR FRÁ FJÁRMÁLA- RÁÐUNEYTINU Og sjálfsagt trúir þvi enginn að Höröur Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, Siguröur Helgason, for- stjóri Flugleiða, eða Valur Valsson, bankastjóri Islandsbanka, hefðu komist til þessara metorða væru þeir konur. Hörður væri sjálfsagt deildar- stjóri í fjármálaráðuneytinu, þar sem hann hóf starfsferilinn. Flug- leiðir hefðu varla sótt hann þang- að á sínum tíma, enda eru konur sjaldan keyptar á milli fyrirtækja. Állra síst konur á aldur við Hörð. Sigurður hefði meiri framalíkur þar sem hann er yngri. Hann gæti gert sér vonir um deildarstjóra- ‘stöðu hjá Flugleiðum. Eins og öðr- um konum yrðu honum sjálfsagt helst treyst fyrir starfsmanna- stjórnun. Valur væri gjaldkeri í útibúi ís- landsbanka í Lækjargötu eða í besta falli útibússtjóri einhvers staðar úti á landi. Jón Ottar Ragnarsson hefði aldr- ei fengið nokkurn banka til að leggja 500 milljónir í Stöð-2 ef hann væri kona. Það hefði auk þess varla komið til, því hann hefði líklega einbeitt sér að nær- ingarfræðinni og kannski séð um svipaða þætti í sjónvarpinu og Sig- rún Stefánsdóttir er með. Og þar yrði hann í dálítilli sam- keppni við Hemma Gunn, sem sjálfsagt væri með spjall- og skemmtiþátt í sjónvarpinu, svipað- an þeim sem hann stýrir í dag. Gunnar Smári Egilsson Væri Matti Jó ekki með svipað hlutverk á Morgunblaðinu og Elín Pálma í dag efMatti væri kona? Hefði fólk ekki bara horft á fötin hans Páls Magnússonar ef hann væri kona og ekkert heyrt hvaða fréttir hann væri að flytja? J—linn af þeim sem skrifa um fjöl- miðla í Morgunblaðið er Ingvi Hrafn Jónsson, fyrrverandi frétta- stjóri sjónvarps. í síðasta sunnudags- blaði Morgunblaðs- ins kvartar hann mikið undan því að „skynsemispiltarn- ir“ í útvarpsréttar- nefnd hafi lokað á CNN-sjónvarpsstöðina. Ingvi Hrafn hefur þarna augsýnilega gleymt því að í nefndinni sitja tvær konur . .. æntanlega mun ekki líða lang- ur tími þar til Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra tilkynnir val á nýjum útvarps- stjóra. Eins og allir muna kom val sjálf- stæðismanna á nýj- um borgarstjóra á óvart og er jafnvel gert ráð fyrir slíkum sviptingum í kring- um útvarpsstjóraembættið. Al- mennt er talið að Inga Jóna Þórd- ardóttir, formaður útvarpsráðs, standi næst embættinu, en því hefur verið haldið fram að vel geti hugsast að Árna Sigfússyni verði kippt inn í stöðu útvarpsstjóra. Þá segja sumir að það sé nóg fyrir framkvæmda- stjóra flokksins, Kjartan Gunnars- son, að lýsa yfir áhuga sínum þá fái hann embættið .. . ví hefur verið haldið fram að fljótlega muni miklar aðhaldsað- gerðir koma í Ijós hjá Miklagarði hf. Er rætt um að verslunum fyrirtækis- ins verði fækkað niður í tvær — í Mjódd og við Sund. Eins og kom fram á aðalfundi tapaði fyrirtækið 216 milljónum króna í fyrra. Það kemur ofan á 500 milljóna króna tap á Verslunardeild Sambandsins í fyrra, en Mikligarður hefur yfirtekið !þann rekstur. I ár var gert ráð fyrir 39 milljóna króna tapi hjá Mikla- garði en ljóst þykir nú að stefni í mun meira tap, sérstaklega í ljósi ný- legs milliuppgjörs hjá fyrirtækinu. Það er því ekki efnileg staða sem bíður Björns Ingimarssonar, sem fljótlega tekur við stöðu fram- kvæmdastjóra hjá Miklagarði hf.. .. M. yrir skömmu var áberandi í fjölmiðlum deila Hallgríms Þ. Magnússonar, læknis á Seltjarnar- nesi, og Ólafs Ól- afssonar landlækn- is. Þrátt fyrir að lykt- ir málsins hafi orðið þær að Hallgrímur fékk að opna stof- una aftur er Ijóst að starfsemin er ekki söm og áður. Mun verulegur sam- dráttur hafa orðið þar á stuttum tíma. Þá er því haldið fram að ind- íáni sá sem stundaði lækningar hjá Hallgrími sé nú farinn af landi brott, en hann lenti einnig í rannsókn hjá landlækni.. .

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.