Pressan - 05.09.1991, Blaðsíða 25

Pressan - 05.09.1991, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. SEPTEMBER 1991 25 Hvemig er lífið í Frönsku útlendingahersveitinni og hvernig var að vera í átökunum miðjum í Persaflóastríðinu „Það er starf hermanns- ins að hlýða þeim skipun- um sem hann fær. Hann ber enga ábyrgð, vegna þess að hann getur það einfaldlega ekki.“ Sá sem hér talar er einn fárra ís- lendinga sem hafa lagt fyr- ir sig hermennsku. Hilmar Þór Arnarsson heitir hann og starfar í Frönsku út- lendingahersveitinni. Hilmar Þór gekk í her- sveitina fyrir tveimur ár- um og er nú í fyrstu heim- sókn sinni til Islands síðan. Hann kom reyndar eins óvænt og hann fór — birt- ist bara einn daginn inni í eidhúsi hjá mömmu. Hilmar er ekki margmáll piltur en féllst þó á að ræða lítillega um sitt óvenjulega starf og sérstaklega þátttök- una í Persaflóastríðinu. „í raun var okkar hlutverk ein- falt. Við fengum 36 tíma til að taka herflugvöllinn við Alsal- man, sem er einn helsti flug- völlur íraka. Við keyrðum þangað á 30 tímum án þess að sjá neinn. Þegar þeir sáu okkur koma gáfust þeir upp.“ Hilmar segir að þetta sé að mörgu leyti lýsandi fyrir stríðið — það hafi í raun kom- ið öllum á óvart hvað þetta var auðvelt. ÍSLENSKUR HERMAÐUR ENN Á SPÍTALA En það er langt í frá að þetta hafi allt verið svona ein- falt. Hilmar var einn þriggja íslendinga í Frönsku útlend- ingahersveitinni sem börðust fyrir botni Persaflóa. Annar hinna tveggja særðist lífs- hættulega þegar hann tók upp riffil sem hafði verið tengdur við sprengju. Hilmar sagðist lítið geta sagt frá hon- um nema að hann dveldist enn á sjúkrahúsi — hálfu ári eftir að hann slasaðist. Mannfall í liði bandamanna var ótrúlega lítið en sama verður ekki sagt um tjón ír- aka. Hann var spurður um það hvort hermennirnir hefðu hugsað eitthvað um fólkið fyrir handan? „Nei, við höfðum engar tilfinningar gagnvart íraksbúum. Það er einfaldlega ekki hægt að hugsa á þann veg — við verð- um að vera tilfinningalausir að því leyti." Þetta vekur upp spurningar um eðli starfsins, sem vissu- lega er fjarlægt okkur íslend- ingum. „Það er í sjálfu sér ekki mikið hugsað um þetta — það væri þá helst á kvöldin þegar menn eru að spjalla. í raun erum við ekkert nema verkfæri og við hlýðum þeim skipunum sem við fáum.“ DAUÐINN FYLGIR STARFINU Hilmar segir að þeir sem taki að sér þetta starf þurfi í sjálfu sér ekki að efast um að þeir geti lent í þeirri aðstöðu að þurfa að drepa aðra menn. Hann segir að það sé ekki vandamál sem haldi fyrir sér vöku. Það er í raun einkenni- legt að velta svona hlutum fyrir sér, sérstaklega þar sem Hilmar er sallarólegur þegar hann svarar þessum spurn- ingum. „Ég hef aldrei þurft að skjóta á menn. Það er hins vegar Ijóst að ef slík staða kemur upp þá er ekki hægt að velja á milli. Ef þú hleypir ekki af sjálfur þá verður þú undir — þetta er spurning um að lifa af. Ef til þess kæmi að maður þyrfti að skjóta á menn mundu aðstæður væntanlega réttlæta það. Hins vegar er það þannig að þeir sem hafa lent í því tala ákaflega lítið um það.“ Hilmar er búinn að vera tvö ár í deildinni og segist reikna með að vera þrjú ár til viðbót- ar. Þá gerir hann ráð fyrir að koma heim og segist meðal annars hafa velt fyrir sér að nýta sína óvenjulegu starfs- reynslu sem öryggisvörður eða á því sviði. TEL MIG GÓÐAN HERMANN Hann segist síður en svo fyrirverða sig fyrir þetta óvenjulega starf — segir þvert á móti að þetta eigi vel við sig. „Þetta er það sem mig iangaði alltaf til að gera,“ segir Hilmar, sem er á 21. ald- ursári. Hann segist gera sér grein fyrir því að ekki hafi all- ir upplifað herdeildarlífið eins vel og hann. „Ef menn misstíga sig þá getur þetta orðið virkilega erfitt." í kjöl- farið fylgja fremur óhugnan- legar lýsingar á meðferð aga- brota og ekki síst þeirri með- höndlun sem menn fá hjá fé- lögum sínum. En telur Hilm- ar sig góðan hermann? „Ég hef talið það. Mér hefur gengið vel og þetta á greini- lega við mig. Ég hef uppgötv- að ýmsa eiginleika hjá sjálf- um mér, til dæmis er ég orð- inn ágætur í íþróttum sem ég gat ekkert í þegar ég var hér heirna." Þess má geta að Hilmar er búinn að fá fimm heiðursmerki, þar af þrjú fyr- ir þátttöku sína í Persaflóa- stríðinu. Það er erfitt að fá ákveðin svör út úr Hilmari um það hvernig hermenn eru í Frönsku útlendingahersveit- inni. „Ég veit ekki hvort rétt er að segja að við séum harð- skeyttir. Þetta er sjálfboða- liðasveit og eina atvinnu- mannalið Frakka. Við erum alltaf viðbúnir og erum vana- lega í fararbroddi þegar til átaka kemur.“ Þess má geta að rætt hefur verið um að senda lið á vegum Evrópu- bandalagsins til Júgóslavíu og segir Hilmar að sveitin verði þar líklega í farar- broddi. Hann segist gera ráð fyrir að verða liðþjálfi fljótlega og þá muni hermennskan breyt- ast töluvert tii hins betra. Með því að ganga í hersveit- ina snúa menn baki við ýmsu sem venjulegt fólk telur nauðsynlegt: Það er til dæm- is óheimilt að eiga bíl og íbúð og þá er bannað að gifta sig. BORGAR SIG EKKI AÐ GERAST MÁLALIÐI Það hefur lengi loðað við Frönsku útlendingahersveit- ina að menn fari þaðan og gerist málaliðar. Hilmar segir að slíkir möguleikar séu nán- ast úr sögunni. „Það borgar sig einfaldlega ekki lengur. Það er of mikið framboð af mönnum og of lítið að gera.“ Hilmar segir að það hafi sér- staklega verið í Suður-Afríku sem eitthvað hafi verið fyrir málaliða að gera, en nú hafi pólitískar breytingar þurrkað þá möguleika út — ekki þar fyrir, Hilmar segist ekki hafa mikinn áhuga á slíku starfi. í Frönsku útlendingaher- sveitinni eru 6.000 manns og fækkar stöðugt, fyrir 10 árum vo.ru þar 9.000 manns. Kaup- ið segir Hilmar að sé ekkert sérstakt, en ef menn séu út- sjónarsamir megi leggja fyrir vegna þess að í raun sé engu hægt að eyða. En mundi hann rádleggja einhverjum ad leggja slíkt starf fyrir sig? „Ég mundi ekki ráðleggja neinum að leggja þetta fyrir sig, það verður hver og einn að gera upp við sig,“ sagði Hilmar, sem í morgun lagði af stað til Frakklands til liðs við hersveit sína. Sigurður Már Jónsson tengsl Sigurður Sigur- jónsson leikari er áhugamaður um laxveiði eins og Pálmi Gunnars- son tónlistar- maður sem eitt Pf* sinn vann sem I vörður eins og Árni Isleifsson píanóleikari sem er frum- kvöðull djass- hátíða eins og Ólafur Þórðar- son útvarps- maður sem er Akureyringur eins og Pétur Péturs- son þulur sem eitt sinn var sendisveinn eins og Davíð Stefáns- son háskóla- nemi sem var skáti eins og Sigurður Sigur- jónsson leikari. hannsson tón- Albert Guð- mundsson sendiherra sem sagði skilið við þinglið sjálf- stæðismanna eins og Ellert B. Schram rit- stjóri sem var í forystu SUS eins og Egill Eðvarðs- son kvik- myndagerðar- maður sem haldið hefur myndlistarsýn- ingar eins og ---------? HEyRÓU VIMURI.'I V VI© HP.UM A® RÉyNA AD R'l FA O&IÁUR IÍTúkSOVBT, Vlí> HOFUM sKo ENGAW TiMÁFyRlRKjAFTAcÐI ' BARINN I PERLUNI1

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.