Pressan - 05.09.1991, Blaðsíða 4

Pressan - 05.09.1991, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. SEPTEMBER 19! Agústa Hlín Gústafsdóttir á afmæli 11. apríl. Hún skrifar Ijóö og vinnur á Mokka. Áttu kött? Nei, ég gaf hann. Hlustarðu á Megas? Já. Mér finnst hann mjög góð- ur. Hvað borðar þú í morgun- mat? Ég drekk kaffi. Kanntu að elda? Ég er listakokkur. Hefurðu farið á tónleika með GCD? Ég rakst á þá að spila á Gauknum og fannst þeir ágætir. Gengurðu með sólgleraugu? Nei. Læturðu lita á þér hárið? Nei, ég hef aldrei gert það. Ertu búin að sjá Hróa hött? Nei. Hefuröu átt heima í útlöndum? Nei. Kanntu dönsku? Ég er mjög góð í dönsku. Áttu fjallahjól? Já, reyndar. Ertu í Ijósum? Nei. Ég neyddist til að fara fyrir ferming- una mína og hef ekki stigið fæti í Ijósabekk síðan. Kitlar þig? Ég er hryllilega kitlin. Hvernig strákar eru mest kynæsandi? Hrafn Jökulsson. Hugsarðu mikið um það í hverju þú ert? Ég er í fötum sem mér líður vel í. Gætirðu hugsað þér að reykja hass? Ég hef gert það og ætla ekki að segja að ég muni aldrei aftur gera það. Áttu mótorhjól? Nei. En bíl? Nei. Við hvað ertu hræddust? Kannski framtíðina. Það hvern- ig allt á eftir að fara. Syngur þú í baði? Já. Ég er alltaf trallandi, allsstaðar. Hefurðu farið á sveitaball? Nei, aldrei. Er Bubbi Morthens sætur? Ekki get ég nú sagt það. Ertu daðrari? Ég svara að minnsta kosti daðri. Hvernig finnst þér Woody Allen? Stórsniðugur. Hann er einn af mínum uppáhaldsleikurum og leikstjórum. Ferðu ein í bíó? Já. Mér finnst gaman að fara ein. Finnst þér soðin ýsa góð? Nei! Mér finnst fiskur vondur. OFqAR næturLíFsíns Svona verða þær að klæða sig stelpurnar í New York þegar fara á næturklúbbana, efþær vilja að einhver taki eftir þeim. Það þýðir ekkert annað. Við skulum bara þakka okkar sæla fyrir að vera í litlu Reykjavík, þar sem minni og smartari öfgar duga til. Pad, , aðPr. ,.ekken á r °9b!an°UraV lena 3‘9inkonuU'e9a w ^ed 7~ - 9jarnen - Qlf<ara, n Sr Sldustu a/ d ' Þýskai UpPhaf. epPur f/J dar- Pýsl a°dl i Tist „ NpPa er, ° ser bvihað erJent'nskt ^stoo 1 \ l\/l Þýskalano-.haett. að ** '*nZ^^S sZitnSkunnlfVLr'eSkérrt,eðsNpTa "’ed bre,t kUr i 'eirsmUr~Arn- Urn i p , P'ia aða, burdi ^i'ö h*Usklúbbu' "Pulsil rikurnönn,We^ 9aíkiúbH Þe hiióm. rrn loðf ro Bara Chevrolet isMRDIMGIír og ævintýri hans í Reykjavík Nú nálgaðist óðfluga sú stund að Reimar yrði sautján og gæti tekið bílpróf. Við lágum andvaka margt eitt kvöld frændurnir og rædd- um fram og aftur hvernig bíl hann helst hefði áhuga á að eignast. Stuttu áður hafði hann séð svartan Kadilakk, gamlan sendiráðsbíl, á bíla- sölu og um leið fékk hann ólæknandi bíladellu. — Ég vil engan annan bíl, sagði Reimar. Við fengum Onund föður minn til að fara og kíkja með okkur á vagninn og hann varð nefmæltur af skömm þegar hann leit hann. — Þetta er sundurryðguð dós, sagði Öni pabbi. — Þú steinhættir þessari vitleysu eða ég sé til þess að þú verð- ir sendur aftur heim til ísa- fjarðar. Þessi hótun hafði undarleg áhrif. Reimar grjóthélt kjafti í að minnsta kosti mínútu. Svo sagði hann grimmur. — Við Nasi ætlum að gera þennan bíl upp. Oni pablti bara hló að hon- um. — Hvað ætli þið gerið bílinn upp. Þessi skrjóður verður ekki dreginn heim á lóð. Því get ég lofað þér upp á æru og trú, Reimar. Öllum á óvart náði Reimar bílprófinu með glans. Ég var með í för daginn sem hann lét taka af sér passamynd. Hann var stórkostlega kinn- fiskasoginn og dreyminn á myndinni, með rauða lokk- inn sinn lafandi niður á enni. — Nasi, við gerum bíiinn upp, hvað sem hver segir. Við fórum þúsund ferðir til bílasalans. Bílasalinn var bílasala líkur. Hann sagði að við Reimar gætum ekki ver- ið heppnari. Billinn væri sendiráðsbíll. Lítið notaður. Einn eigandi. Bandariska sendiráðið. Prívatfólk léti aldrei svona fína drossíu frá sér fara. Við fengum lykilinn lánaðan. — Nú set ég i fyrsta, sagði Reimar en start- arinn rétt rumdi. — Ekkert mál, sagði bílasalinn. — Ég þarf bara að láta hlaða geyminn. Hann er búinn að standa hér í soldinn tíma bíllinn. Eiki Strandamaður græddi nú á tá og fingri í sjoppunni. Hann var þegar búinn að kaupa aðra sjoppu og Reim- ar ræddi um það í fúlustu al- vöru að hætta í skóla til að sjá um nýju Eikasjoppuna. Hann suðaði í föður sínum að kaupa gamla sendiráðs- bílinn. Þegar Eiki aftók það með öllu hótaði Reimar að hætta i skólanum. — Vertu ekki svona bráður Kútur minn, sagði Eiki. — Bráðum kemur bílprófið þitt og þá færðu kannski gjöf frá pabba litla. Reimar stokkroðnaði af hamingju. Hann dró stelp- urnar Kötlu og Tinnu með sér að skoða Kadilakkinn og stóð stoltur við hliðina á þessum forláta svarta bryn- dreka í snjónum. Hann var viss um að Eiki gæfi sér bíl- inn. Stelpurnar gáfu ekki baun fyrir Kadilakkinn. Hins vegar sáu þær litla fíatlús sem þeim fannst ofsa sæt. Á sautjánda afmælisdag- inn gerðist þrennt. Reimar fékk ökuskírteinið afhent. Eiki Strandamaður stóð við loforðið sitt. Og brúnt um- slag hlunkaðist inn á mottu heima, merkt Reimari. Það var sendingin frá Kaliforníu sem við höfðum skrifað eftir nokkrum vikum áður. Kennslubók í spæjarastörf- um. Við frændurnir flettum henni andaktugir. í fóðruðu aukaumslagi var magnað stækkunargler. Ég bar það fyrir augað og kíkti á höku Reimars. — Þarna er rosa fílapensill, sagði ég. — Lom’mér að kreist’ann. — Haltu kjafti, sagði Reim- ar. — Ég á afmæli. Frændi, þetta er stórkostlegt. Við munum fletta ofan af alls- konar óhroða hér í bænum. Nú getur Kalli Blómkvist blakað eyrunum. Reimar hampaöi bókinni. — Hér er það allt kennt. Taka fingra- för. Hlera síma. Fylgja eftir manni. Upplýsa morð. Og ég veit ekki hvað og hvað. En út í aðra sálma. Hingað til hef ég látið vera að segja mikið frá Gúttu mömmu. En fyrst Reimar fór út í sögu- bækur og nefndi Kalla Blóm- kvist þá get ég svarið að móðir mín var nákvæmlega cins og mamma Jakobs ær- legs. Maður gæti vel haldið að Captain Marryat hefði haft hana sem fyrirmynd. Mamma drakk að minnsta kosti sérríflösku á dag og vó þrjúhundruð pund. Hún hlaut að eiga við einhverjar slæmar minningar að stríða. Þennan dag hafði hún haft sig fram úr rúminu til að baka forljóta rjómatertu. Þetta var síðasta veturinn sem hún komst út um dyrn- ar á svefnherberginu sínu. Eiki bróðir hennar var kom- inn í heimsókn í tilefni dags- ins. Gardínur voru dregnar fyrir stofugluggann. Pabbi kom og við settumst að tert- unni. Þegar Reimar hafði orð á að tertan væri afbragð byrjaði mamma að gráta. Svo ræskti Eiki sig og sagði: — Reimar minn, viltu ekki fara og draga frá gluggan- um. Reimar dró frá gluggan- um. Á gangstéttinni var glæ- nýr bíll úr kassanum. Ég vissi ekki hver tegundin var fyrr en Reimar sagði dapur: — Bara Chevrolet. Það hefur ekki farið mikið fyrir Inga Þór Kormákssyni, sem á tvö af tíu lögum í úrslit- um landslagskeppninnar, þótt hann hafi fengist við tónlist meira og minna frá því á ung- lingsárunum. Hann kom við sögu í ýmsum rokk- og dans- hljómsveitum, þ.á m. Gadda- vir, Hljómsveit Önnu Vil- hjálms, Amon Ra og Goðgá. Músikin var þó alltaf fremur aukageta til að hafa fyrir salti í grautinn (eða sméri á brauðið), enda nam maðurinn bóka- safns- og bókmenntafræði, en ekki tónlist þegar til kom. Hann var þó við hljóðfæranám á sínum tíma og einnig í djass- deild Tónlistarskóla FÍH. Og það vita ekki allir að hann hef- ur sent frá sér þrjár stórar hljómplötur með eigin lögum, sem mörg hver eru samin við Ijóð nútfmaskálda. Hann hefur líka skrifaö um djass í DV. „Ég er alltof latur við aö æfa mig til að geta oröið góður djassleikari en legg þó von- andi málstaðnum lið með skrifunum. Alltaf þegar ég settist við hljóðfærið, með þeim góða ásetningi að æfa mig, flæddu út úr mér lögin svo aö ekkert varð úr skala- og fingraæfingum." Ólafur Gunnarsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.