Pressan - 05.09.1991, Blaðsíða 23

Pressan - 05.09.1991, Blaðsíða 23
23 Halldór Kiljan Laxness Nóbelsskáld. IMafnið virðist gleymt, en eitthvað örlaði á því að menn vissu til þess að íslendingur hefði hlotið bókmennta- verðlaun Nóbels. inu STERN, mundi engin nöfn. Hann vissi þó að við hefðum kvenkyns forseta og áttaði sig á Ásgeiri Sigurvinssyni þegar hann heyrði starfið nefnt. ,,Hvað veit ég um ísland? Ég kom til landsins fyr- ir 10 árum en veit samt ósköp lítið um það. Þarna var leiðtogafundur, þarna er herstöð Atlantshafs- bandalagsins og miklar fiskveiðar. Ég gerði reyndar kvikmynd um fiskveiðivandamálið. ísland er lítil eyja þar sem kona er forseti og öðlaðist sjálfstæði frá Danmörku. Og held ég að þá sé allt upptalið!" ALEX FINER, ritstjóri hjá tímarit- inu ESQUIRE i Englandi, mundi ekki eftir neinu íslensku nafni, en eftir að hafa kallað til félaga síns nefndi hann (Guðna) Bergsson knattspyrnumann hjá Tottenham og Magnús Magnússon sjónvarps- mann. Þegar rennt var yfir nafnalistann sagðist Alex hafa heyrt nafnið Kristján Jóhannsson nefnt, en mundi ekki af hverju. Þegar listinn var hálfnaður var blaðamaðurinn stöðvaður. ,,Ég trúi að þú hafir sýnt fram á það með áþreifanleg- um hætti hversu þekking mín á ís- landi er lítil." Það eina sem kom upp í huga Alex frammi fyrir miklum þrýst- ingi blaðamannsins var orðið „fiords" (firðir). ER EKKI SVART GRJÓT í LANDSLAGINU? DANIEL VERNET, ritstjóri er- lendra frétta hjá franska dagblað- inu LE MONDE, þekkti strax við upplesturinn Vigdísi Finnbogadótt- ur og Steingrím Hermannsson. Hélt þó að Steingrímur væri enn forsætisráðherra. Hann kannaðist við Oddsson þegar blaðamaðurinn bætti stöðuheiti Davíðs við. ,,Já, auðvitað, þetta vissi ég,“ sagði hann. Þá vissi Daniel að Jón Bald- vin var ráðherra en ekki hvaða málaflokks. Loks var hann örugg- ur á Halldóri Laxness. Onnur nöfn á listanum voru Daniel ókunn. Hann sagðist helst geta nefnt ísland í sambandi við viðræður EFTA og EB um evr- ópskt efnahagssvæði og stöðu ís- lands og taldi þekkingu almenn- ings í Frakklandi um Island og ís- lendinga mjög takmarkaða. „Ég er hræddur um að fyrir utan gos- hverina ykkar og heitu laugarnar sé það ekki margt sem fólk veit um." MARILO RUIZ DE ELVIRA, rit- stjóri erlendra frétta hjá EL PAIS í Madríd. vissi um Finnbogadóttur, forseta íslands, og hver hefði verið fyrsti forsetinn, Sveinn Björnsson! ,.Ég man líka að maður frá ís- iandi hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels. en nafnið man ég ekki al- veg." Þegar nafn Halldórs Laxness var nefnt kveikti hún strax á per- unni og bætti við frá eigin brjósti: ..Alveg rétt. Hann heitir líka Kiljan FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. SEPTEMBER 1991 Jón Páll Sigmarsson, vor heimsfrægi sterkasti maöur heims. Enginn hafði heyrt hans getiö. er það ekki?“ Hún kannaðist loks við nafnið Oddsson en vissi ekki af hverju. „Ég veit ekki mikið um ísland. Þið hafið fleiri konur á þingi en við og, jú, nú man ég að Reagan og Gorbasjov hittust hjá ykkur. Ég sá það í sjónvarpinu og tók eftir að það var mjög kalt. Er það ekki rétt munað? Ég man síðan eftir einhverjum landslagsmyndum, getur ekki verið að það sé mikið um svart grjót í landslaginu?" FREDERIC JOIGNOT, ritstjóri franska tímaritsins ACTUEL, þekkti enga íslenska einstaklinga, en þótti nafn Kristjáns Jóhannssonar Kristján Jóhannsson, vor heimsfrægi óperusöngvari. „Er hann ekki leik- ari?" spurði einn. „Er hann ekki íþróttamaöur?" spurði annar. Rit- stjóri ítalska dagblaðsins La Repu- blica þekkti ekki nafnið. legar drykkjutímareglur og öflug- an Kvennalista. Það skal tekið fram að Daniel Franklin var hér á landi þegar leiðtogafundurinn var haldinn 1986. „FORSÆTISRÁÐHERRA YKKAR ER KONA“ PAOLO GARIM BERDI, ritstjóri erlendra frétta hjá dagblaðinu LA REPUBLICA í Róm, mundi engin íslensk nöfn, hvorki með né án aðstoðar. Þó fannst honum nafn Kristjáns Jóhannssonar hljóma kunnuglega, en gat ekki sett það í Einar Vilhjálmsson, vor heimsfrægi spjótkastari. Nafn hans kveikti á eng- um perum. nefndri stórborg, taldi sig vita að forsætisráðherra íslands væri kona! („Ó, var það forseti, já auð- vitað.") Hann nefndi einnig að hann vissi til þess að íslendingur hefði eitt sinn hlotið bókmennta- verðlaun Nóbels. Þegar farið var yfir listann með Kosner kveikti hann á nafni Vig- dísar og spurði hvort hún væri ekki einmitt kvenforsetinn. Og um leið og nafn Helga Tómassonar var nefnt fékk PRESSAN smáfyrir- lestur um Helga. „Hann stjórnar San Francisco-ballettinum. Það kemur grein um hann í blað okkar eftir tvær vikur. Ég hefði samt kannast vel við nafnið þar fyrir ut- an, því hann var lengi hjá New York City Ballet." Kosner kveikti ekki á öðrum nöfnum. „Hvað get ég nefnt um ísland? Reykjavík, Keflavík. Ice- land Air var með ódýrustu far- gjöldin fyrir mörgum árum. Bobby Fischer háði einvígi á íslandi. Landið var norsk eða dönsk ný- lenda sem hlaut sjálfstæði fyrir lif- andi löngu. í seinni heimsstyrjöld- inni komu skipalestir við á Islandi. Frú Vigdís Finnbogadóttir og Stein- grímur Hermannsson. Meðal rit- stjóra heimsblaðanna eru þau hin einu sem komast svo heitið geti á blaö. Þrír nefndu Vigdísi hjálparlaust. Fleiri vissu að þjóðhöfðinginn væri kvenkyns. Tveir nefndu Steingrím, annar þeirra hélt að hann væri ennþá forsætisráðherra. hljóma kunnuglega. „Getur verið að hann sé leikari?" Eins og með Alex Finer var blaðamaður stöðvaður þegar upp- lestur listans var hálfnaður. „Mér þykir það leitt, en ég þekki engan frá landinu ykkar." Undir þrýstingi kveikti hann þó loks á nafninu Sugarcubes sem rokkhljómsveit. BRETINN Á ECONOMIST KOM, SÁ OG SIGRAÐI DANIEL FRANKLIN, ritstjóri evr- ópskra málefna hjá THE ECONOMIST í London, sýndi hins vegar fram á talsverða þekkingu á landi og þjóð. Án aðstoðar nefndi hann Oddsson sem fyrrverandi borgarstjóra og núverandi forsæt- isráðherra, nefndi Finnbogadóttur, en var ekki viss hvort hún væri enn forseti, og nefndi Hermanns- son fyrrverandi forsætisráðherra. Hann nefndi einnig Magnús Magn- ússon og meira að segja „Egil from the sagas", sagðist hafa lesið nokkrar íslendingasögur. Þá mundi hann eftir að við hefðum átt „Ungfrú heim" „með gælunafni" og kveikti strax á per- unni þegar nafn Hófíar var nefnt. Loks vissi hann af einhverjum Is- lendingum í ensku knattspyrn- unni, en mundi ekki nöfn. Af listanum fannst honum nafn Jóns Baldvins Hannibalssonar kunnuglegt, taldi líklegt að hann væri leiðtogi stjórnarandstöðunnar eða fyrrum forsætisráðherra. Önn- ur nöfn kannaðist hann ekki við nema hvað hann rámaði í nafn Kristjáns Jóhannssonar og „er hann ekki íþróttamaður"? Um ísland vissi hann talsvert, nefndi hveri, hreint loft, fiskveiðar, þorskastríð, mjög lítið þinghús en elsta þing heims, leiðtogafundinn, Höfða, undarlega fiskrétti, undar- Björk Guömundsdóttir, vor heimsfræga rokksöngkona. Einn viðmælenda rankaði viö sér þegar Sugarcubes voru nefndir. samhengi og breytti engu þótt hann fengi að vita að Kristján væri á menningarsviðinu. „Þú afsakar, en ég er hræddur um að ég viti afar lítið um málefni íslands. Ég minnist leiðtogafundar- ins hjá Reagan og Gorbasjov. Gamall vinur minn var sendiherra í Reykjavík fyrir mörgum árum og hann sagði að Island væri mjög þægilegt land að búa í, kannski dálítið leiðigjarnt, en þægilegt." EDWARD KOSNER, aðalritstjóri tímaritsins NEW YORK í sam- Þarna eru hverir og ungt fólk fjöl- mennir á marga skemmtistaði. Og, jú mikið rétt, þárna var leiðtoga- fundurinn haldinn. Þótt ég rembist man ég ekki eftir fleiru. Eg er hræddur um að ísland sé ekki of- arlega í hugum fólks hér. Það rugl- ar landinu gjarnan saman við Grænland og sér fyrir sér ísbreið- ur." Friðrik Þór Guömundsson ásamt Margréti Elisabetu Ólafsdóttur I—lyfsalar hafa kvartað sáran und- an afkomu sinni síðustu vikurnar. í nýjasta blaði Frjálsrar verslunar er að finna lista yfir tekjuhækkun lyfsala á milli áranna 1989 og 1990. Þar kemurí ljós að tekjur þeirra hækkuðu um 26 prósent, það er raunhækkun um- fram verðbólgu. Á milli áranna 1988 og 1989 varð raunhækkun á tekjum apótekara 18 prósent, þannig að af þessu má sjá að þetta ágæta fólk hefur fengið þokkalega hækkun á síðustu árum. í úttekt Frjálsrar versl- unar er miðað við meðalhækkun tíu lyfsala, þar má finna nöfn eins og Werner Rasmusson í ingólfsapó- teki og Jón Björnsson, en hann er formaður apótekarafélagsins . . . s fc^Jtuðningsmenn Vals í knatt- spyrnu eru flestir afar óánægðir með að lið þeirra tapaði fyrir Víði um síðustu helgi. Sárafáir mættu til að horfa leikinn, sem háður var á heima- velli Vals, Hlíðar- enda. Leikmenn Vals þóttu áhugalitt- ir og daufir. Þegar spurðist út að þeir hefðu verið að skemmta sér fram á fimmtudags- morgun, nóttina eftir að þeir hömp- uðu Mjólkurbikarnum, urðu stuðn- ingsmennirnir æfir. Eins og kunnugt er á Valur í mikilli fallbaráttu og því þótti stuðningsmönnum liðsins sjálf- sagt að Ingi Björn Albertsson þjálfari og hans menn tækju leikinn við Víði af fullri alvöru en mættu ekki hálftimbraðir til leiks . . . ✓ ^^^lsarar hafa löngum haft úr fleiri sjónvarpsstöðvum að velja en flestir aðrir. Það er vegna þess að til margra ára hefur verið rekin sjón; varpsstöðin Villa-Vídeó í Ólafsvík. í fyrstu var Villa-Vídeó sjóræningja- stöð, það er áður en sjónvarpsrekst- ur var gefinn frjáls. Villa-Vídeó er með kapalkerfi, sem nánast hvert einasta hús á staðnum er tengt við. Nú dreifir stöðin átta sjónvarpsrás- um; Ríkissjónvarpinu, Stöð 2, fimm gervihnattarásum og sérstakri kvik- myndarás, samskonar rás og Villa-Vídeó var með á árdögum fyr- irtækisins. Eigandi Villa-Vídeós er Vilhelm Árnason. Vegna kapalkerf- isins eru mjög fá sjónvarpsloftnet í Ólafsvík ... F JLJitt þeirra fyrirtækja sem keppa á sorphirðumarkaðinum er dóttur- dótturfyrirtæki Eimskips, Hirðir hf. Aðaleigandi Hirðis er Hafnarbakki hf. Þar sem Hörður Sigurgestsson og félagar hjá Eimskip hafa þótt stórtækir í viðskiptalífinu, og teygt arma sína víða, hafa starfsmenn Eimskips haft það í flimtingum að réttast væri að gamli risinn, Eimskip, fengi nafn dótturdótturfyrirtækisins, það er Hirðis. Menn hafa verið að grínast með að þar sem Eimskip hirði allt hvort eð er sé allt eins gott að breyta nafni fyrirtækisins. Síðustu misseri eru Eimskipafélagsmenn sagðir hafa „hirt" samkeppnisaðila, hluta- bréf og ekki síst völdin í öðrum stór- um fyrirtækjum . ..

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.