Pressan - 05.09.1991, Blaðsíða 26

Pressan - 05.09.1991, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. SEPTEMBER 1991 'Jít'ijnt* t^Icttéítttf ^jóöðögut* <9- Þekktur kaupsýslumaður í Reykjavík hafði til margra ára drukkið meira af áfengi en flestir aðrir. Vinir hans og vandamenn höfðu margoft fært drykkjuna í tal við manninn og reynt allt til að fá hann til að fara í áfengismeðferð, en það var sama hvað sagt var; hann var ófáanlegur til aö hlusta á ráðleggingar og athuga- semdir vina sinna, hvað þá taka mark á orðum þeirra. Árin liðu og maðurinn herti á drykkjunni frekar en hitt. Öllum á óvart ákvað hann einn daginn að hætta allri drykkju og fara í með- ferð. Einn hans bestu vina spurði hvað hefði orðið til þess að honum snerist hugur og hann gat horft á vandamálið og ákveðið að takast á við það. „Þannig var, vinur minn, að ég var á einhverri skemmtun hjá karlaklúbbi. Eins og venjulega var þar málverkauppboð og eins og venjulega keypti ég og keypti. Þegar skrallið var búið stóð ég uppi með f jög- ur málverk í höndunum. Eg fór í eitthvert heimahús á eftir, þar sem við héldum áfram að drekka. Svo mikið er víst að ég þurfti ekki meiri drykki, enda orðinn pöddufullur. Það var siðan um klukkan sex um morg- uninn að ég hringdi á leigu- bíl og fór heim. Það tók leigubílstjórann talsverðan tíma að koma mér og mál- verkunum fyrir i bilnum, en það hafðist allt að lokum. Þegar við vorum komnir heim, og ég var að reyna að opna útidyrnar, tókst ekki betur til en svo að ég steig í gegnum eitt málverkið og eyðilagði það. Konan vakn- aði við bröltið í mér og kom fram. Hún hafði svo sem séð mig svona áður og varð í raun ekki reiðari en hún var vön að veröa. Nema þegar hún sá að ég hafði keypt fjögur málverk. Kaupgleði min kætti hana ekki, svo mikið er víst. Hún er snillingur að gera gott úr öllu og ætlaði að reyna það þarna. Hún tók til við að skoða myndirnar og fannst þær allar ömurlegar. Það var reyndar talsvert meira en ég hafði gert, þvi ég hafði ekki haft fyrir því að skoða verkin. Þegar hún sá myndina sem ég hafði eyðilagt rak hún upp hróp og tók að skammast. Ég varð undrandi á viðbrögð- um minnar ágætu konu og man að ég spurði hana hvers vegna hún léti svona. Hún svaraði því til að myndin sem ég hafði eyði- lagt væri hið ágætasta verk og þá mynd gat hún víst hugsað sér á stofuvegginn. Það var um seinan, myndin var ónýt og konan reið. Þá ákvað ég að fara í meðferð. (Úr drykkjumannasögum) FrÁ hElqRÍMU TÍl hEyNÁlA Engum dytti í hug, þeg- ar komið er inn í glæsilega módelskartgripaverslun Sigmars Ó. Maríussonar á Hverfisgötunni, að í bak- herbergi verslunarinnar væri að finna eitthvert sér- stæðasta og stærsta safn forngripa í einkaeign. I herberginu eru allir vegg- ir þaktir forngripum, sem Sigmar hefur í áratugi safnað, lagfært og komið skemmtilega fyrir. Þar má m.a. finna öxina frægu sem Pétur Hoffmann Sal- ómonsson notaði þegar hann varðist af djörfung í fjörunni við Selsvör um ár- ið. Þar eru smíðaáhöld, hnífar, byssustingur og ná- gríma, svo fátt eitt sé nefnt. Sigmar segir að gripirnir séu rúmlega 450 og alltaf er eitthvað nýtt að bætast við. Og herbergi þetta er fyrir margar aðrar sakir athyglis- vert. Daglega koma þar sam- an vinir og félagar Sigmars til að spjalla og spekúlera. Um- hverfið og andrúmsloftið minna helst á lýsingar í göml- um, íslenskum bókum, þar 'sem skósmiðir voru gjarnan í hlutverki gestgjafans og út- veguðu mönnum húsaskjól til að drepa sér niður og ræða heimsmálin. Sigmar segir að nokkrir fastagestir mæti reglulega, þar á meðal er listmálarinn, hestamaðurinn og harm- ónikkuleikarinn Stefán Jóns- son frá Möðrudal, sem ein- mitt var að sýna Sigmari Ijóðabálk stóran, sem ortur hafði verið til hans fyrir skömmu. En hvers vegna leggja menn á sig ómælda fyrirhöfn við að safna svona hlutum og koma þeim í gott ástand? ,,Ég hef stundum svarað því þann- ig að sumir safna frímerkjum og ýmsu öðru svipuðu, en þetta bara varð mitt hlut- skipti, einhverra hluta vegna. Ég hef lengi haft gaman af að koma á byggðasöfn og fortíð- in hefur lengi verið mér hug- stæð. Mér líður vel innan um þessa hluti og ég kann vel við þrengslin." Þú hefðir kannski viljað vera uppi á einhverjum öðr- um tíma en í dag? „Nei alls ekki. Mér finnst ég einmitt vera uppi á réttum tíma. En það er gott að geta blandað svona örlítið saman tímabil- um.“ Yfir listmununum sem Sig- mar hefur verið að hanna og smíða á síðustu árum er eng- in forneskja, þrátt fyrir áhuga hans á gömlum verkfærum og sögu. Þar ræður ríkjum nýtískuleg og djörf hönnun. Sigmar segist í upphafi hafa fengið flesta gripina á eyði- býlum, sérstaklega norður á Langanesi. En nú sé málum þannig komið að hann sé far- inn að fá senda hluti frá vin- um og félögum hvaðanæva af landinu. „Það er búið að kemba mestallt landið, en þeir sem hafa séð hlutina hjá mér muna oft eftir mér þegar þeir rekast á eitthvað gamalt og koma svo gjarnan næst þegar þeir eiga leið um með eitthvað að færa mér. Annars var það tengdafaðir minn sem gaf mér fyrsta gripinn." Sigmar segist skrifa hjá sér komudag gripanna, gefand- ann og hvernig hann hefur fengið hvern grip. Þá segist hann í flestum tilfellum vita hverjir smíðuðu gripina og notuðu. En hvað með verkfæri eða gripi sem hafa haft sérkenni- legt hlutverk á sinni tíð? „Það sem mætti til dæmis nefna er nokkuð sem nefndist blóð- bíldur, það er verkfæri sem hómópatar notuðu til að taka mönnum blóð, og sú trú var ríkjandi að við það létti mönnum og þeir losnuðu við sjúkdóma. Þetta er merkileg^ ur hlutur og sjaldséður. í þessu verkfæri eru sextán hnífar og þeim var gjarnan beitt á holdmikla hluta líkam- ans, eins og til dæmis lendar. Síðan var blóðið sogið með sérstökum koppi og sjúkdóm- arnir áttu að fylgja með.“ Elsti hluturinn sem Sigmar hefur í safni sínu er eirketill frá árinu 1795. Hann segist ekki vera viss um hvort hann eigi hluti sem ekki er að finna á Þjóðminjasafninu, segist þó hafa heyrt einhver dæmi um slíkt. Það er nokkuð farið að þrengjast um pláss á gull- smíðastofunni og Sigmar seg- ist geyma suma stóru hlutina heima. Hann segir að sjálf- sagt endi með því að þetta lendi allt á einhverju safni. „En sumum þessara hluta bjargaði ég frá því að týnast, því til að byrja með fann ég nokkuð af hlutum á ösku- haugum. Fólk vildi losa sig við þessi gömlu verkfæri þeg- ar ný komu og oft gerðist það að fólk brenndi gömul verk- færi og bækur hér á árum áð- ur. Fólki þótti þetta dálítið skrýtið fyrir norðan þegar ég var að fara með þetta dót suð- ur á skium tíma.“ SJÚKDÓMAR OG FÓLK Meira um fullorðin börn alkóhólista (SEINNI HLUTI) Sjöfn Iðunnardóttir var fullorðið barn alkóhólista. Hún var að fást við ýmiss konar vandamál; hún var ólétt eftir drykkfelldan und- irmálsmann sem sat inni og beið dóms fyrir fíkniefna- smygl og henni leið bölvan- lega. Faðir hennar var mikill alkóhólisti og hún var í við- tölum hjá mér. Við ræddum um það hvernig uppeldið sem hún hlaut á þessu óregluheimili mótaði líf hennar og skoðanir. „Full- orðin börn alkóhólista (Fba) geta sér til um hvað sé eðlilegt og hvað ekki," sagði ég. „Þetta þekki ég vel," sagði Sjöfn. „Þegar ég fór heim til annarra krakka í blokkinni heima velti ég því alltaf fyrir mér hvort fólk lifði svona í raun og veru. Allt var svo flott og strokið heima hjá öðrum. Mér fannst skrítið og óraunveru- legt aö sjá hina pabbana heima edrú að horfa á sjón- varp um helgar. Ég var kom- in á þá skoðun aö það væri eðlilegt að pabbi sæti hálf- fullur með glas föstudag og laugardag að þrasa ein- hverja vitleysu. Þegar hinir pabbarnir hétu einhverju ÖTTAR GUDMUNDSSON efndu þeir það venjulega. Það fannst mér einkenni- legt. Ég gat aldrei treyst neinu sem pabbi sagði. Hann lofaði stundum að fara með mig á 3-bíó á sunnudög- um og allan laugardaginn vorum við að tala um mynd- ina sem viö ætluðum að sjá. En svo fór hann að drekka og aldrei fórum við neitt. Ég trúði því alltaf að í þetta skipti mundi hann fara með mér. Hann var alltaf að lofa einhverju og tala um æðis- gengin plön sem voru alveg á nippinu aö ganga upp. Þá ætlaði hann að kaupa nýtt hjól handa mér. En það gekk aldrei neitt upp. Ég gat aldrei vanist þessu." AFNEITUN OG VÖRN „Ég neitaði því alltaf að einhver vandamál væru fyr- ir hendi. Einu sinni kom ég heim með tvær stelpur og við vorum að leika okkur í stofunni þegar pabbi kom heim. Hann var blindfullur og fór að röfla við okkur. Ég kom stelpunum út og sagði þeim að hann væri veikur." „Hvernig gekk þér þegar þú fórst sjálf að vera með strák- um?“ spurði ég. „Ég lét mig dreyma um einhvern ofsa- lega góðan strák sem drykki ekki og gæti stofnað með mér yndislegt heimili sem væri engu líkt. Mig langaði svo ofsalega mikið til að verða hamingjusöm. En ein- hvern veginn klúðraði ég öllu." „Það held ég að sé vegna þess að þú vissir aldrei hvernig eðlilegt og venjulegt samband er," sagði ég. „Það er alveg rétt," sagði Sjöfn. „Ég var svo ofsalega óörugg í þessum sambönd- um og síhrædd við höfnun. Mér fannst alltaf að ég bæri alla ábyrgð á sambandinu." „En svona eru fba," sagði ég. „Þau eru alltaf hrædd um höfnun, full af ábyrgðar- kennd og efast stöðugt um eigin verðleika. Þau leita að fullkomleika sem ekki er ti! og kenna sér um allt sem miður fer. Þetta óöryggi ger- ir það að verkum að þau taka minnstu rifrildi mjög al- varlega og eru alltaf viðbúin skilnaði. Sambandið dansar öfganna á milli. Annaðhvort er það gott eða vont; annað'- hvort ætlar fólk að vera sam- an í 100 ár og eiga 12 börn og byggja hallir og kastala eða fólk ákveður að skilja og hittast aldrei framar. Þetta gerir að verkum að það er erfitt að byggja upp venju- legt samband sem á bjartar og dekkri hliðar sem fólk sættir sig við." ORAUNSÆI OG VANMAT „Fba verða mjög háð maka sínum en eiga samt erfitt með að bindast honum á eðlilegan hátt og skynja galla hans og bresti. Vegna eigin óöryggis leita þau stöð- ugt eftir viðurkenningu og hrósi sem þau fá ekki. Flest- um fba finnst þau vera van- metin og misskilin vegna þess að þau geta engan veg- inn gert sér grein fyrir því hvernig eðlilegum samskipt- um fólks er háttað. Þau upp- fylla aldrei þær kröfur sem þau gera til sín." „Já," sagði Sjöfn. „Svona var þetta hjá mér. Ég var tvisvar í sambúð með ágætum strákum en einhvern veginn slitnaði upp úr öllu saman. Svo hitti ég Bjarna steypu, barnsföður minn, og þá fannst mér eins og ég hefði fundið mitt hlut- verk í lífinu. Hann var svo umkomulaus og hjálparþurfi að ég tók hann að mér. Ég gerði engar kröfur til hans aðrar en þær að hann væri góður við mig og héldi ekki framhjá mér. En svo fór þetta líka út um þúfur." Hún sat lengi og horfði út um gluggann. Ég þagði. Eftir drykklanga stund rauf ég þögnina og sagði; „Þú mátt ekki gefast upp, farðu á fundi með fullorðnum börnum alkóhólista. Þú færð betri skilning á þér og persónuleika þínum og get- ur lært að lifa með sjálfri þér í framtíðinni." Hún stóð upp og horfði á mig. Laugunum glitraði á tár. „Má ég koma aftur eftir viku og tala meira um þetta?"

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.