Pressan - 05.09.1991, Síða 8

Pressan - 05.09.1991, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. SEPTEMBER 1991 Hlutabréf Flugleiða hafa verið að lækka í verði að und- anförnu og nú er svo komið að í raun er ekki skráð neitt kaupgengi á þau. Um leið er í gangi orðrómur meðal hluthafa um að reksturinn í sumar hafi gengið mun verr en gert var ráð fyrir og tekjusamdráttur sé verulegur. Fyrirhuguðu hlutafjárútboði upp á 400 milljónir að nafn- virði hefur ítrekað verið frestað og óljóst hvenær fyrir- tækið treystir sér til að selja það hlutafé. A sama tíma hefur hækkun bandaríkjadollars mjög slæm áhrif á skuldastöðu félagsins sem skuldar gífurleg- ar fjárhæðir í kjölfar endurnýjunar flugflotans. Allt gerir þetta að verkum að menn velta nú mjög fyrir sér framtíð félagsins. Á stjórnarfundi í næstu viku er gert ráð fyrir aó fyrir liggi sex mán- aða uppgjör fyrirtækisins, staðfest af endurskoðendum en ekki áritað. Eftir því sem komist verður næst verður tap af þeim liluta ársins. Er það samkvæmt venju, því tekjur Sigurður Helgason, fyrrverandi stjórnarformaöur, taldi að félagið yrði aö ná í 1,5 milljaröa í nýju hlutafé og seldi siðan sitt. Rugleiða koma vanalega inn seinni- hluta árs. Talið er að tapið verði um 450—500 milljónir króna, sem er svipuð staða og eftir fyrstu sex mán- uði ársins 1990. Að sögn Einars Sit>- urdssonar, blaðafulltrúa Flugleiða, er afkoman 17,2% betri af reglu- legri starfsemi ef miðað er við sama tímabil í fyrra. Er þá miðað við rekstrar- og fjármagnskostnað. ORÐRÓMUR UM SLÆMA STÖÐU EFTIR 8 MÁNUÐI Næstu mánuðir á eftir skipta hins vegar sköpum, en tekjur félagsins koma aðallega inn yfir sumartím- ann. Vanalega skilar félagið inn 9 mánaða uppgjöri þar sem staðan þá kemur i Ijós. Nú þegar eru hins veg- ar farnar að heyrast raddir um að tekjumánuðirnir hafi komið illa út, en þetta 9 mánaða uppgjör er ekki tilkynnt formlega fyrr en í október. „Hluthafar bíða núna spenntir eft- ir því að heyra niðurstöðutölur frá sumrinu, en orðrómur er á kreiki um að rekstrartekjur félagsins hafi orðið mun minni en gert var ráð fyr- ir i sumar. Einnig er því haldið fram að rekstur hótelanna og bílaleig- unnar hafi komið illa út,“ sagði aðili Flugstjórarnir Jóhannes Markússon og magn hlutabréfa sem þeir hafa nú selt. sem áður átti mikið hlutafé í Flug- leiðum. Ljóst er að Evrópuflugið hefur ekki gengið samkvæmt rekstrar- áætlun þrátt fyrir að farþegafjöldi hafi aukist. Stafar það annars vegar af því að aukningin var ekki eins mikil og gert var ráð fyrir og hins vegar því að Flugleiðir urðu að lækka fargjöld vegna óvæntrar sam- keppni. URÐU AÐ LÆKKA FARGJÖLDIN í kjölfar gjaldþrots Arnarflugs á síðasta ári ákvað Steingrímur 1 Sig- fússon, þáverandi samgönguráð- herra, að breyta reglugerð um leigu- flug. Breytingin hafði í för með sér að Flugleiðir fengu óvænta sam- keppni á mikilvægum áætlunarleið- um eins og til London og Kaup- mannahafnar. Hafa Flugferðir-Sól- arflug í eigu Gudna Þórdarsonar í Sunnu nú flutt út 8.000 farþega á þessum leiðum. Þó að hér sé að Dagfinnur Stefánsson áttu verulegt mörgu leyti um nýja farþega að ræða, þ.e.a.s. fólk sem að öðru jöfnu hefði ekki ferðast í ár, þá hefur þetta orðið til að lækka verðið á markað- inum. Menn kunnugir í ferðamálum segja að Flugleiðir hafi að meðaltali orðið að lækka fargjöld á þessa staði um 10.000 krónur á farmiða í maí, júní og aftur í ágúst. Þetta sé meðal annars ástæða fyrir tekjulækkun fé- lagsins, en tæplega 40% af farþeg- um þess fara á þessa staði. ,,Eg trúi ekki öðru en forráða- menn Flugleiða reyni að fá núver- andi samgönguráðherra til að þurrka út reglugerðina, því nú hafa aðrar ferðaskrifstofur væntanlega gert sér grein fyrir þessum mögu- leika. Guðni í Sunnu yrði einn til að nýta sér þetta næsta sumar," sagði maður úr ferðamálaiðnaðinum. Margir telja hins vegar erfitt að snúa til baka því nú þegar séu reglurnar þrengri en í nágrannalöndunum. BERJAST í AMERÍKUFLUGINU ÞRÁTT FYRIR AÐ RÁÐGJAFARNIR SEGI ANNAÐ En heimamarkaðurinn er ekki eini staðurinn þar sem Flugleiðir þurfa að berjast í fargjaldastríði. í Atlantshafsfluginu hefur verið mikil samkeppni í sumar, meðal annars frá flugfélögunum United Airlines og American Airlines, sem hafa ver- ið að brjótast inn á markaðinn. Hafa heyrst sögur af ótrúlega lágum far- gjöldum, allt niður í 199 pund eða rúmlega 20.000 krónur fyrir farseðil fram og til baka. Samkvæmt heimildum PRESS- UNNAR hafa Flugleiðir orðið að bjóða fargjaldalækkun á þessari leið þannig að þeir fá aðeins um 27.000 til 30.000 krónur fyrir farseðilinn yf- ir Atlantshafið að meðaltali, þ.e.a.s. seðla selda í London. Flugleiðamenn segja að Ameríku- flugið hafi gengið vel það sem af er árinu. Virðist það rétt ef tekið er mið af sætanýtingu, en eins og áður segir er erfitt að segja hvernig arð- semin kemur út, meðal annars ef tekið er tillit til verðstríðs. Þá er rétt að benda á niðurstöðu bandaríska ráðgjafarfyrirtækisins Boston Consulting Group, sem fyrir nokkrum árum tók út starfsemi fyr- irtækisins. Var Flugleiðamönnum þá ráðlagt að hætta að berjast á Atl- antshafsmarkaðinum vegna þess að fyrirtækið gæti í raun aldrei þrauk- að í lágfargjaldastríði. Fyrst í stað var ætlunin að fara eftir þessu, en síðan varð skyndilegur umsnúning- ur og hélt fyrirtækið áfram að berj- ast þar. DOLLARAHÆKKUNIN ÞÝÐIR GENGISTAP UPP Á MILLJARÐ ÞAÐ SEM AF ER ÁRINU í ársreikningum Flugleiða fyrir 1990 kemur fram að gengishagnað- ur félagsins það ár var 1.127,2 millj-

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.