Pressan - 05.09.1991, Blaðsíða 27

Pressan - 05.09.1991, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. SEPTEMBER 1991 27 Vissir þú að Matthías Johannessen er hirðskáld Músavinafélagsins? Um félög - þessa dýrðlegu dellu sem íslendingar eru heimsmeistarar í Ertu ad íara á fund í kvöld? Mikilvœgan félags- fund, jafnvel stjórnarfund? Ertu kannski formadur í fé- laginu — eða dreymir um ad verða þaö? Hvaða félag er verið að tala um? Nú, það gæti verið húsfélagið, íþróttafélagið, líknarfélagið, fagfélagið, stjórnmálafélagið — Félagið! Þú tilheyrir fé- lagaglöðustu þjóð í heimi, já, Islendingar eru hreinlega félagsmálafríkaðir. Þaö er til Félag húseig- enda á Spáni og Félag harmóníkuunnenda; Draugavinafélag, Félag áhugamanna um íþróttir aldraðra, Félag norðlenskra steinasafnara, Félag ungs áhrifafólks (já, það er til) og það er til Félag þingfréttarit- ara og Félag íslenskra lið- frœðinga . . . Bíðum nú aðeins við, Það eru þúsundir félaga á íslandi. Þau eru auðvitað mjög mismunandi og skipt- ast í talsvert marga flokka. Menn ganga í sum félög vegna brennandi áhuga meðan þeir eru félagar í öðrum af illri nauðsyn. Tök- um verkalýðsfélögin. Það eru eiginlega allir í verka- lýðsfélagi. Fæstir leiða að vísu hugann að því nema þegar þeir sjá um hver mánaðamót hvað þeir hafa greitt í félagsgjöld. Flest verkalýðsfélög eru stein- dauðar stofnanir og sanna ágætlega þá kenningu að eftir því sem félög eru stærri því áhugalausari eru félagarnir. Og alveg sérstak- lega þegar þeir eru skikkað- ir til þátttöku. Sigurður Sig- urjónsson leigubílstjóri er eini maðurinn sem hefur neitað að vera í verkalýðsfé- lagi og rekur nú mál sitt af eldmóði fyrir dómstólum í Evrópu. En við verðum að viður- kenna höfuðgalla verkalýðs- félaga: Þau eru leiðinleg. STJÓRNMÁLAFLOKKAR ERU FÉLAGSMÁLA- STOFNANIR Það eiga þau sameiginlegt með stjórnmálaflokkunum en samt hafa þeir þúsundir félaga. Þar eru fáir virkir í starfi — og þó. Sumir koma alltaf á alla fundi í flokksfé- laginu sínu; til að ræða mál- in, móta stefnuna, selja happdrættismiða — og makka. Stjórnmálaflokkar eru nefnilega eins og para- dís fyrir þá sem hafa þörf PRESSUNNI tókst aðeins að grafa upp eitt félag sem hafði tvo félaga: Drauga- vinafélagið. Það er skipað tveimur skáldum af yngri kynslóðinni — annað þeirra ber titilinn forseti, hitt er siðameistari. En þótt Draugavinafélagið sé kannski ekki ,,alvöru“ fé- lag þá er ekki hægt að segja annað en Kíró- praktorafélagið sé fyllilega boðlegt félag þrátt fyrir að félagar séu aðeins MU S AVI NAfELAtrlD gjöf? Margar, margar. Vor- um við að tala um strákafé- lög? Þá hljótum við að enda í musteri frímúraranna. Einu sinni þótti verulega fínt að vera í þeim selskap. En allt er duttlungum tískunnar háð og nú er það ekki „inn" að komast inn í frímó. Samt heldur frímúrarareglan sæti sínu sem strákafélag númer eitt, tvö og þrjú: þar sem reglubræður vappa um í kjólfötum með pípuhatt. Lengi var litið á þessa hreyf- ingu sem mikla mafíu — en ekkert hefur í raun gefið til- efni til þess. Frekar syfjulegt strákafélag, að því er virð- ist. En eru ekki öll félög strákafélög? í starfi stjórn- málaflokka, íþróttafélaga, flestra verkalýðsfélaga eru karlar við stjórnvölinn. Svo virðist hins vegar sem kon- ur séu atorkusamari innan líknarfélaga — af ein- hverjum ástæðum. En stelp- urnar eiga líka sín félög sem eru fyrst og fremst MAGNÚS H. SKARP- HÉÐINSSON ER í MEIRA EN HUNDRAÐ FÉLÖGUM . . . Nú, nú. Hvað eru menn yfirleitt í mörgum félögum? Það er náttúrlega mismunandi en við getum tekið dæmi af tveimur mönnum, Magnúsi H. Skarphéðinssyni og Tóm- asi A. Tómassyni. Magnús H. Skarphéðins- son á áreiðanlega fslands- metið á þessu sviði. Hann er til dæmis félagi í 30—40 líknarfélögum. Já, 30—40. ,,Ég tók þá ákvörðun að ganga í öll þessi félög til þess eins að greiða til þeirra ársgjald. Þetta var mín leið til að styðja við bakið á þeim. Ég er hins vegar al- gerlega óvirkur í þessum félögum, sæki ekki fundi eða starfa með þeim,“ sagði Magnús. Þannig er hann til dæmis félagi í Gigtarfélaginu og Sjálfsbjörg. En þetta er nú bara toppurinn á ís- jakanum. Magnús er virkur fyrir að krydda tilveru sína með makki á bak við tjöld- in: Bla, bla, bla . . . En stjórnmálaflokkar eru félög- um sínum fyrst og fremst skjól fyrir áföllum, ávísun á vinnu eða bankalán, með öðrum orðum: félagsmála- stofnanir. Og þar með erum við komin að því sem ýtir mörgum góðum dreng (og stúlku) út í hringiðu félags- málastarfsins: metnaðar- girndin, löngunin til að komast áfram, öðlast lang- þráða viðurkenningu. Hugs- ið ykkur: Það eru mörg þús- und félög á íslandi og þar með mörg þúsund formenn — og mörg þúsund varafor- menn sem áreiðanlega gætu hugsað sér að hækka í tign . .. Þetta er nú kannski ekki alveg rétt. ÞRIGGJA MANNA FÉLAG Tökum til dæmis Félag ís- lenskra liðfræðinga, sem er tiltölulega nýtt af nálinni (en nafninu hefur að vísu verið breytt í Félag íslenskra kíró- praktora). I Kírópraktora- félaginu eru haldnir félagsfundir einu sinni í mánuði og þar ríkir hin mesta samstaða. Félagar eru að vísu aðeins þrír. Og félagið er þar með hið næstfámennasta á landinu: þeim á eftir að fjölga: Katrín Sveinsdóttir, talsmaður fé- lagsins, sagði að fjórir ís- lendingar væru nú að nema fræði kírópraktora í útlönd- um. Þannig getur félagið vaxið um allan helming á næstunni. Látið ekki deigan síga, kírópraktorar! VIRÐULEGU LÍKNARFÉLÖGIN Svo eru það virðulegu fé- lögin: Kiwanis, Lions og Rotary. Þar koma menn (karlar, t flestum tilvikum) saman í matarboðum til að „ræða málin" eins og það heitir þegar strákar segja slúðursögur; hlusta á fyrir- lestra og erindi ýmissa mektarmanna og taka þátt í spökum umræðum. Sum þessara félaga eru líka öðr- um þræði líknarfélög. Hvað hafa margar myndir birst af ábúðarfullum, jakkafata- klæddum sendinefndum strákafélaganna sem eru að færa einhverjum spítala splunkuný tæki í samstarfi við um það bil sjötíu erlend félög. Það eru dýra- og náttúruverndar- samtök af ýmsu tagi (Green- peace og Sea Shepard til dæmis) og fjöldinn allur af sálarrannsóknarfélögum. „Þetta er ekki bara geggjuð ástríða," segir Magnús. „Öðrum þræði lít ég á þetta sem starf mitt: vegna vinnu minnar að hvalfriðunarmál- um hafa allir helstu leiðtog- ar erlendra friðunarsamtaka orðið heimagangar hjá mér." Og þetta er ekki allt búið enn. „Svo er ég virkur í starfi milli tiu og tuttugu ís- lenskra félaga: Það eru skógræktarfélög, náttúru- verndarfélög, sálarrann- sóknarfélög. Og svo er ég líka í Kattavinafélaginu." Kattavinafélaginu, já. En Magnús er ennfremur for- seti Músavinafélagsins. „Já, mér þykir mjög vænt um Músavinafélagið. Matthías Johannessen er hirðskáld Músavinafélagsins og hefur ort mikla drápu um þessa skjólstæðinga okkar. Hvern- ig það atvikaðist? Ja, ég bauð honum að gerast hirð- skáld Músavinafélagsins til að vega á móti hvað þessi svokallaða vinstri „intelli- gensía" hefur sniðgengið hann. Matthías þáði þetta með þökkum." Magnús H. Skarphéðins- son er þannig í tengslum við um það bil 130 félög. Geri aðrir betur! .. . EN TOMMI BARA í EINU (KANNSKI TVEIMUR) Það gerir athafnamaður- inn Tómas A. Tómasson ekki. Hann er bara í einu fé- lagi, SÁÁ, en kvaðst auk þess vera með félagsskír- teini í World Class. „Ég er kannski hálfgerður utan- veltugemsi," sagði Tommi. En þótt sumir hafi ekki upplag félagsmálahetjunnar eru félög stofnuð út um all- an bæ á hverjum degi. Hvað með félög eins og þessi: Félag bílskúrseigenda í Ofanleiti, Félag forstjóra Pósts og síma, Félag Sam- einuðu þjóðanna, Tófuvina- félagið, Félag kennara á eft- irlaunum, Samtökin Skrœp- ótti fuglinn, Skylmingafélag Reykjavíkur, Skattstjórafélag íslands — nei, hingað og ekki lengra: Skattstjórafélag íslands! Hvað gera þeir á fundunum þar?

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.