Pressan - 05.09.1991, Blaðsíða 21

Pressan - 05.09.1991, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. SEPTEMBER 1991 21 EG FER A BARINN EFMIG LANGAR Þeir sem þekkja Egil 01- afsson segja ad hann sé mesti Ijúflingur. Þad sé þœgilegt ad umgangast hann og gott aö vera ná- lœgt honum. Þegar þetta er borið undir hann segist hann vera ráðríkur. Reyni þó aldrei að ná sínu fram með látum, en gefist samt helst ekki upp fyrr en hann er búinn aö fá sínu fram- gengt. Nema hann skipti um skoðun. Og það gerir hann oft. Egill er líklega best þekktur sem söngvari og tónlistarmaður, þótt það hljóti að vera tímaspursmál hvenœr fariö veröur að tala um hann jafnt sem kvik- myndaleikara. Hann hefur leikið í fimmtán kvikmynd- um, sem er ekki svo lítið hér á landi. Reyndar á hann ennþá fleiri hljómplötur aö baki, eða heilar fimmtíu, en platan sem hann sendir frá sér um nœstu mánaðamót er samt fyrsta sólóplatan hans. Hyernig tónlist sendir Eg- ill Ólafsson frá sér þegar hann er einn á ferð? „í fyrsta lagi, þá gerir maður plötu aldrei einn. Hún heitir sólóplata af því ég er einn skrifaður fyrir henni. Ástæðan fyrir því er að músíkin og textarnir eru eftir mig og ég veit ekki um neinn annan sem mundi vilja gangast við henni. Þetta er efni sem ég er búinn að ganga með í mag- anum lengi. En ef ég gæti lýst því hvernig músíkin er, til hvers ætti ég þá að vera að setja hana á plötu! Flokkun á músík er ekki fyrir aðra en músíkólóga, fræðingana, sem vilja setja allt í rétt hólf. þegar ég er að reyna að fá fólk á mitt band, þá geri ég það með ljúfmennskunni held ég." Sigrún Hjálmtýsdóttir seg- ir að þú eigir auðvelt með að setja þig í spor annarra. „Þegar ég er ekki sam- mála einhverjum þá fer ég ekki að rífast, heldur hlusta á rökstuðning hans. Stund- um sé ég þá hlutina í nýju ljósi, sem gefur manni tæki- færi til að skipta um skoðun og er bara skemmtilegt. En hvort ég á auðvelt með að setja mig í spor annarra, það veit ég ekki. Það má þó kannski segja að það sé hluti af vinnunni. Það er hollt fyrir leikarann, til dæmis, að geta sett sig í spor annarra. Það er þó allt- of sjaldan sem við gerum það, því ef svo væri, þá væri tillitssemi okkar hvers í annars garð meiri." Mér er líka sagt að þú sért tilfinninganæmur. „Já, það er ég. Og fer kannski meira eftir tilfinn- ingunni en skynseminni. Ég finn hvort hlutirnir ganga upp eins og þeir eiga að gera og líður vel þegar ég finn að eitthvað er rétt. Þetta á ekki síst við í músík- inni. Ef manni líður ekki vel í því sem maður er að gera, heldur velkist í vafa, er maður ekki maður sjálfur. „DROP OUT“ í SKÓLA Þú kláraðir aldrei menntaskólann. „Ég er drop out í öllu, bæði menntaskóla og tón- listarskóla. Ekki það að mér finnist mennturi vera nei- kvæð. En spurningin er ekki hvort maður hefur lokið prófi í hinu eða þessu, held- ur afstaða hvers og eins. Ef þú gerir ekki hlutina af ein- lægni breytir það engu hvort þú ert með próf upp á vasann eða ekki. Ef árangur á að nást verður maður að vera sannur í því sem mað- ur er að gera. Mörg okkar sem vorum unglingar á milli '60 og 70 mátum vægi skólans svolítið upp á nýtt. Við gagnrýndum foreldra okkar meira, samfé- lagið og ástandið í heims- málum. Eins og allar kyn- slóðir líta á sig sem hina síðustu, þá komumst við að því að ef við ætluðum að lifa áfram varð að gera eitt- hvað „róttækt". Skólinn stóð fyrir allt það íhaldssamasta sem til var. — Af hverju var fólk svona vont? Hvað hafði því verið kennt? Engu að síður var ég í skóla til 23 ára aldurs, án þess að Ijúka prófum, og hafði marga góða kennara. Og að minnsta kosti lærðist mér þó að leita að sjálfum mér, hvað hentaði mér best Ljósm. Sig. Stefán Jónsson meira spennandi að fást við eitthvað nýtt en vera að syngja lög eftir þessa gömlu karla. Það gátu svo margir. Einn góðan veðurdag tók ég svo þá ákvörðun að fara ekki í söngnám til Mílanó eins og ég hafði ætlað mér." Sérðu eftir að hafa ekki farið? „Stundum er ég dálítið bitur og spyr sjálfan mig að því hvers vegna ég hafi ekki harkað af mér og gert það líka. En það virtist ein- hvernveginn sjálfgefið að snúa baki við klassíkinni." Þú ert líka leikari án prófs. Hvernig hefur þér verið tekið af skólagengnum leikurum í leikhúsunum? Eru menn ekki argir yfir að þú skulir fá hlutverk? „Ég hef nú reyndar lítið leikið á sviði nema hlut- verkin hafi tengst músík. Og ég er svo heppinn að það eru ekki alltof margir leikar- ar söngelskir." FER Á BARINN EF MIG LANGAR Um vinsœldir Stuð- manna... „Vinsældir hafa aldrei truflað mig, af því mér finnst ekki að mér hafi endilega tekist best upp þegar ég var sem vinsælast- ur. Svo er það spurning hvort við vorum svo vinsæl- maður fær jákvæð við- brögð." ... og frœgðina. „Margir fá þá grillu í höf- uðið að þeir megi ekki láta sjá sig neinsstaðar. Ég hef aldrei þjáðst yfir því að vera þekktur og fer á barinn ef mig langar. Stundum verður maður fyrir óþægindum, þegar ráðist er að manni og maður er ekki í skapi til að tala við fólk. En ég held nú reyndar að allir verði fyrir því.“ Svo ímyndina. „Auðvitað er maður að búa til ákveðna ímynd í gegnum músíkina. En mað- ur reynir samt að vera sam- kvæmur sjálfum sér. Jafnvel þó það sé erfitt, því maður var púkó. Þursaflokkurinn var lummó og Stuðmenn voru halló. En svo komst allt í einu í tísku að vera halló og þar með voru Stuðmenn hið besta mál. En Þursaflokkur- inn náði ekki að vera lummó á réttum tíma.“ FEITT FÓLK EKKI VIÐRÆÐUHÆFT Fimmtán kvikmyndir, fimmtíu hljómplötur og þrjú börn. Er tími fyrir fjölskyld- una? „Vinnan kemur í skorpum hjá okkur báðum, þannig að við getum svolítið skipt með okkur uppeldinu, þótt fyrstu árin hafi Tinna að mestu séð um uppeldið. En tími fyrir fjölskyldulíf er of lítill hjá flestum í þessu landi. Fólk vinnur of mikið til að geta veitt sér það sem nauðsynlegt þykir. — En ég bý við barnalán og ég held að á móti komi að íslend- ingar eru almennt góðir við börnin sín. I því sem ég er að fást við er afkoman líka misjöfn og það er aldrei nein trygging fyrir þvt að maður fái greitt fyrir vinnuna. Núna er ég til dæmis búinn að eyða heilu sumri í að taka upp þessa plötu. Síðan verður bara að koma í ljós hvort ég á eftir að fá eitthvað fyrir hana. Það má eiginlega segja að maður standi nær því frum- stæða en sá sem þiggur regluleg laun.“ Sókn eftir efnislegum gœðum og œsku. „Það er áreiðanlega of mikil áhersla lögð á umbúð- ir í samfélagi okkar. Maður veit það, en fylgir engu að síður straumnum. Það sem mér finnst þó kannski verra en það, er hve mikið er lagt upp úr út- liti fólks. Það fer næstum þvi út í öfgar, hvað það virðist skipta miklu máli. Liggur við að maður sé ekki talinn viðræðuhæfur, bara ef hann er feitur. Það er auðvitað alveg út í hött. Það mega ekki vera neinar varíasjónir. En allt er þetta haft fyrir fólki og það kemst lítið annað að.“ ..DROP OUT“ I ÖLLU, BÆÐI MENNTASKOLA OG TÓNLISTARSKOLA Það sem skiptir mestu máli í sambandi við músík, hvort sem þú ert flytjandi hennar eða njótandi, er að finna hana.“ RÁÐRÍKUR í SAMVINNU Vinir þínir og kunningjar segja að þú sért Ijúfur og in- dœll. Ertu sammála? „Ég hef nú alltaf verið dá- lítið ráðríkur í samvinnu. Ég held mínu til streitu í lengstu lög, þótt ég breyti reyndar oft um skoðun. En Maður dettur niður úr sínu eigin tré.“ Gerirðu þa aldrei neitt sem þér finnst ekki vera rétt eða þér líður illa yfir? „Jú. Og mér líður oft bölvanlega. Það versta er að þegar vel tekst upp, þá veit maður oft ekki hvers vegna það gekk upp. Maður gefur sér kannski ákveðnar forsendur um að það hafi verið út af þessu eða hinu, en maður er aldrei viss.“ og hvernig ég gæti lifað í sátt við menn og náttúru." Hvernig fór með tónlistar- námið? Ég var í Söngskólanum og stefndi að því að gerast óperusöngvari. Þetta var á þeim árum þegar ég, Val- geir og Sigurður Bjóla hitt- umst í öllum okkar frístund- um og vorum að búa til lög. Við iifðum og hrærðumst í tónlistinni. Þegar inaður vissi að maður sjálfur gat búið til lög var það miklu ir. Ef vinsældir eru mældar í plötusölu vorum við það vissulega,: en það hefur ekki neina merkingu. Er aðeins upplýsingar um ástand. Meðbyr hefur ekki allt að segja. Maður slær ákveðna varnagla og lætur það ekki koma sér úr jafnvægi ef maður fær mótbyr. Eg get heldur ekki verið að hugsa um það stöðugt hvað öðrum finnst, þótt það geri hlutina að sjálfsögðu meira virði ef Þegar hér var komið var búið að loka veitingastaðn- um þar sem viðtalið fór fram. Við höfðum fengið að sitja út af fyrir okkur í veislusal, með kertaljós og hvítvín. Hann var í rauðum jakka og gallabuxum. Tal- aði mikið með höndunum og sagði margt sem ekki kemst hér að. Hann var Ijúf- ur eins og honum hafði ver- ið lýst. Margrét Elisabet Ólafsdóttir

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.