Pressan - 21.11.1991, Qupperneq 8
8
FIMMTUDAGUR PRESSAN 21. NÓVEMBER 1991
Kaupleigufyrirtækin afskrifa sífellt hærri upphæðir
KAUPAAFTUR
EIGIN SKItB
I mörgum tilfellum hafa kaup-
leigufyrirtækin þurft að leysa út
eignir sínar með því að greiða
JJ upp vanskil viðskiptavina sinna.
FU GLASLATll RHU S
TÖUfUROG
LOFTRÆSTIKERFI
f
Kristján Óskarsson, framkvœmda-
stjóri Glitnis: Afskrifuðu flutninga-
skipið ísafold 1987.
Kjartan Georg Gunnarsson, fram-
kvœmdastjóri Féfangs: Seldu fiskel-
diskviar til Færeyja fyrir 15 prósent af
andvirði þeirra.
Á undanförnum árum hafa komiö
upp mörg tilfelli þar sem kaupleigu-
fyrirtæki hafa þurft að greiða upp
vanskil viðskiptavina sinna til leysa
til sín eignir. Eins og kunnugt er
starfa þessi fyrirtæki þannig að þau
eru skráðir eigendur tækja, sem þau
lána út á, þar til kaupandinn hefur
greitt upp allt kaupverðið. í mörgum
tilfellum hafa ýmiskonar gjöld:
tryggingar, hafnargöld og bifreiða-
gjöld, hins vegar hlaðist upp á þessi
tæki vegna vanskila notendanna.
Þegar þeir fara síðan á hausinn sitja
kaupleigurnar uppi með skuldirnar.
Kaupleigufyrirtækin hafa gengið í
gegnum þrengingar á undanförnum
árum eins og aðrar lánastofnanir.
Fyrirtækin hafa orðið að færa
hundruð milljóna króna á afskriftar-
reikninga sína og sér ekki fyrir end-
ann á því. Sumt af þessu er vegna
eðlilegrar áhættu í starfseminni en
mörg þeirra útlána sem þeir hafa
staðið fyrir hljóta að vekja eftirtekt.
Sérstaklega vegna þess að fyrirtæk-
in hafa mikið þurft aö leita til dóm-
stóla og það í sívaxandi mæli til að
fá kröfum sínum framgengt. Mun
láta nærri að nokkrir tugir dóms-
mála þar sem kaupleigur eiga hlut
að máli bíði fyrir bæjarþingi Reykja-
víkur.
AFSKRIFTARPRÓSENTAN
HÆKKUÐ
Kaupleigufyrirtækin hafa með
hverju ári aukið þá prósentutölu
sem þau leggja til hliðar á afskriftar-
reikninga auk þess sem afskriftir
vegna einstakra mála hafa aukist.
Þetta er að nokkru leyti vegna
þess að kaupleigufyrirtækin starfa á
áhættusömu lánasviði. Þau eru oft-
ast að fjármagna nokkuð sérhæfð
tæki sem geta orðið verðlaus allt í
einu, eins og sannast hefur í fiskeldi.
Þá eru sum tækjanna sem fyrirtæk-
in höndla með tæpast til þess fallin
að fjármagna með þessum hætti.
Það er meðal annars vegna þess að
þegar á reynir og þarf að taka tækin
burtu geta þau verið svo rammlega
byggð inn í starfsemi að þeim verð-
ur tæpast náð í burtu. Þetta á líklega
við um bruggverksmiðjur, fuglaslát-
urhús og skipavélar.
„Þetta eru dýr lán en þægileg,"
sagði fyrrverandi kaupleigustarfs-
maður, sem segir líklega margt um
ásóknina í þessi lán sem kaupieigu-
fyrirtækin hafa í sífellt meira mæli
þurft að baktryggja.
GLITNIR TAPAÐl HEILU SKIPI
Glitnir á líklega eitt sérstæðasta
málið núna, en fyrirtækið hefur
stefnt fimm einstaklingum sem
stóðu að Kæliskipum hf„ þeim Gislu
V. Benjaminssyni, Hirti Haukssyni,
Friöriki Jónssyni, Brynjólfi M. Þor-
steinssyni og Gudmundi Kr. Þórdar-
syni. Þeir Gísli og Friðrik búa nú er-
lendis. Fyrirtækið, sem úrskurðað
var gjaldþrota í september 1989,
gerði samning um fjármögnunar-
leigu á flutningaskipinu ms. Isafold,
sem hét áður ísberg. Átti leigusamn-
ingurinn að gilda frá 19. ágúst 1986
til 1. september 1993.
Nánast frá upphafi var slagsíða á
útgerðinni og strax í maí 1987 var
skipið kyrrsett í Hull í Englandi.
Kyrrsetningarkrafan byggðist á veð-
skuldum sem hlaðist höfðu upp á
skipið, en útgerð þess hafði í engu
sinnt að greiða hafnargjöld. Glitnir
sagði síðan leigusamningnum upp
31. júlí 1987, en til að geta leyst skip-
ið til sín varð Glitnir að greiða lög-
veðskröfur upp á um 10 milljónir.
Auk þess voru gjaldfallin leiguvan-
skil upp á 2,4 milljónir og þá voru
eftirstöðvar leigusamnings, upp á
10,8 milljónir, gjaldfelldar. Glitnir
stefnir því vegna vanskila upp í tæp-
ar 23 milljónir króna síðan 1987.
Þrátt fyrir að Glitni hafi tekist að
selja fyrirtækið aftur á fjármögnun-
arleigu 1987 er ljóst að fyrirtækið
hefur skaðast verulega af þessari
skipasölu, sem var færð á afskriftar-
reikning fyrirtækisins 1987. „Þeir
virðast einfaldlega hafa gleymt að
fylgjast með lögveðunum," sagði
maður kunnugur þessu máli. En
lögveðsmál hafa líka komið upp í
kringum bílaviðskipti.
STEFNA STEFÁNI
VALGEIRSSYNI VEGNA
ÁBYRGÐARÁ
BÍLATRYGGINGU M
Lýsing er nú með mál gegn Stef-
áni Valgeirssyni, fyrrverandi alþing-
ismanni og formanni bankaráðs
Búnaðarbankans. Þar er Stefáni
stefnt vegna tryggingavíxils sem
hann skrifaði upp á vegna bílaleig-