Pressan - 21.11.1991, Side 9

Pressan - 21.11.1991, Side 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 21. NÓVEMBER 1991 9 Bjami Pálmarsson: Lind borgadi bifreiAagjöldin af bilunum sam Bjami keyrir á og stefndi honum siðan fyrir upphœö- inni og vann málið. að kaupleigufyrirtækið, í þessu til- viki Féfang, hafði ekki áttað sig á öll- um veðskuldum á tækjum fyrirtæk- isins. Reyndar voru kaupin nokkuð flókin, því Glitnir átti tækin í fyrir- tækinu til að byrja með. Síðan lenti G. Ólafsson í rekstrarerfiðleikum sem enduðu með gjaldþroti. Áður en það gerðist höfðu tekist þríhliða samningar um að Glitnir fengi borg- að fyrir sín tæki, sem gerðist með þeim hætti að Féfang yfirtók eignar- réttinn að tækjunum. Það kom síð- an í Ijós við gjaldþrotaskiptin að Fé- fangsmenn höfðu ekki áttað sig á veðskuldbindingum vegna Iðnlána- sjóðs, en sjóðurinn hélt því fram að hann ætti kröfu á að koma þar inn kröfur Iðnlánasjóðs, sem þýddi að þeir þurftu að taka að sér kröfur sem á vélunum hvíldu áður en þeir gátu fengið eitthvað upp í sínar kröf- ur. Tap þeirra af þessu máli varð því verulegt, þrátt fyrir að Glitni tækist að stofna til nýrra kaupleigusamn- inga í kringum endurreisn fuglaslát- urhússins. Fuglasláturhússævintýrið varð hins vegar til þess að Glitnir fór að gera mun strangari kröfur um að engar veðskuldbindingar hvíldu á tækjum sem þeir endurfjármögn- uðu. BRUGGTANKAR OG LOFTRÆSTIKERFI Á KAUPLEIGU Mörg dæmi er sjálfsagt hægt að fasteignaveð í hótelinu, sem gerði það síðan að verkum að það leysti til sín hótelið. GLITNIR TAPAÐI TÖLVUBÚNAÐIVEGNA VANLÝSINGAR Mjög margir kaupleigusamningar hafa verið gerðir vegna tölvukaupa og ófáir þeirra munu hafa endað með innheimtumáli. í júní í sumar gekk dómur í máli Glitnis gegn Bút hf. og ábyrgðarmönnum fyrirtækis- ins Glitni í óhag. Krafa þeirra var því töpuð og þar að auki varð fyrirtæk- ið að greiða málskostnað. Árið 1987 hafði Glitnir gert samn- ing við fyrirtækið um fjármögnun- arleigu á tölvubúnaði. Bútur var síð- an tekinn til gjaldþrotaskipta 19. Siguröur Már Jónsson unnar Arnarins, sem nú er gjald- þrota. „Það var engin tala á víxlin- um vegna þess að þetta var vegna tryggingar á bílum sem kunningi minn átti. Síðan löngu, löngu síðar, þegar við teljum að þessi víxill sé ekki lengur gildur, kemur krafa og þeir fara í mál út af henni, en ég sé ekki betur en þessi krafa sé ekki byggð upp með eðlilegum hætti og vildi láta á það reyna," sagði Stefán í samtali við PRESSUNA. Vixillinn sem Stefán er rukkaður um er, eins og áður segir, vegna bif- reiðatrygginga sem eru lögveð sem fylgja bílunum. Stefán sagði að á sín- um tíma hefði verið talað um lága upphæð, 50 til 60 þúsund, vegna þessa, en nú, löngu síðar, kemur önnur og hærri tala fram. GLÆSIVAGNAR BJARNA SÖFNUÐU VEÐSKULDUM Á LIND Og áfram um bíla, en bílaián eru einn umfangsmesti liðurinn í starf- semi kaupleigufyrirtækja. Þar hafa fyrirtækin lent í vandræðum með lögveð eins og mál Lindar gegn Bjarna Ftílmarssyni hjá Limúsínu- þjónustu BPsýnir. Lind fjármagnaði kaup Bjarna á tveimur bifreiðum af gerðinni Oldsmobile 98 Regency og Mercedes Benz 300 D. Upp kom hins vegar ágreiningur vegna bif- reiðagjalda af bílunum og eftir að Lind varð að greiða þau stefndi fyr- irtækið Bjarna og vann málið fyrir bæjarþingi Reykjavíkur, enda varði Bjarni ekki mál sitt. Þegar haft var samband við Bjarna sagðist hann koma af fjöllum um lyktir þessa máls og sagðist ekk- ert hafa vitað af dómnum! „Þetta hlýtur að vera einhver misskilning- ur,“ sagði Bjarni, en hann segir að samkomulag hafi orðið um að hann greiddi gjöld af öðrum bílnum en Lind af hinum. Þess má geta að Bjarni er ennþá með báða bílana í kaupleigu og segist ekki annað vita en hann standi í skilum. FÉFANG VISSI EKKI AF VEÐBÖNDUM IÐNLÁNASJÓÐS Þegar lyfjafyrirtækið G Ólafsson, sem var til húsa á Grensásvegi 8, var tekið til gjaldþrotaskipta kom í Ijós Stefán Valgeirsson er krafinn um tryggingavixla vegna heillar bilasölu. á milli. Sú krafa var reyndar ekki tekin til greina en það vakti athygli þeirra sem við skiptin voru hve full- komlega á óvart veðkröfur Iðnlána- sjóðs komu fulltrúa Féfangs. Þar sem Féfangi tókst að selja tækin aft- ur hefur tapið vegna þessa atviks líklega verið lítið. GLITNIR TAPAÐI FUGLASLÁTURHÚSI Annað líkt tilvik kom í ljós í kring- um gjaldþrot fuglasláturhússins Hreiðurs í Mosfellsbæ, sem er lík- lega flestum kunnugt vegna vöru- merkisins; ísfugl. Þar átti Iðnlána- sjóður veð í bæði húsi og tækjum en síðan keypti Glitnir þessi tæki og láðist að athuga hvort þau væru veðsett fyrir. í þessu máli gekk síðan úrskurður á þann veg að Iðnlána- sjóður teldist hafa veð í eignunum þótt Glitnir hefði kaupleigusamn- inga um þau. Glitnir varð þarna að þola veð- taka um óvenjulega kaupleigu- samninga, enda eitt af boðorðum þessara fyrirtækja að bjóða upp á „sveigjanlega" samninga. Með þeim óvenjulegri hljóta þó að vera kaupleigusamningar á brugg- tönkunum í Víking brugg á Akur- eyri. Þar sem tankarnir voru hins vegar rammlega byggðir inn í verk- smiðjuna var það frekar marklítil hótun að koma og ná i þá! Sömuleiðis verður kaupleigan á loftræstikerfinu í Holiday Inn-hótel- inu að teljast dálítið djörf vegna þess að loftræstikerfið verður aldrei tek- ið án þess að rífa hótelið. Glitnir átti kaupleigusamning vegna innbús hótelsins og við gjaldþrot þess varð fyrirtækið að afskrifa nokkrar upp- hæðir. Reyndar varð Glitnir að fá sérstakt leyfi frá viðskiptaráðuneyt- inu á sínum tíma vegna þessa samn- ings, þar sem ekki var um hefð- bundið kaupleigufyrirkomulag að ræða. Vegna þessa tók fyrirtækið október 1989 og virðist Glitnis- mönnum hafa yfirsést að lýsa kröf- um í búið og kom krafa þeirra því ekki til úthlutunar úr þrotabúinu. Þrátt fyrir að eigendur Búts, þeir Konrúö Balduinsson, /ngimar Þor- láksson og Baldvin Jónsson, hafi undirritað sjálfskuldarábyrgð fyrir kaupunum þurftu þeir ekki að greiða. Glitnir tapaði þess vegna kröfunni þó að hún hefði átt.að vera rækilega baktryggð. FÉFANG SAT UPPI MEÐ NÁNAST VERÐLAUSAR FISKELDISKVÍAR Kaupleigufyrirtækin lögðu tölu- vert til af tækjum vegna fiskeldis- stöðvanna sem hér hafa verið byggðar. Oft voru gerðir kaupleigu- samningar vegna búnaðar stöðv- anna eins og súrefnistækja, dæla og kvía. Kaupleigufyrirtækin fjár- mögnuðu oft tækjakaup sem aðrar lánastofnanir vildu ekki koma ná- lægt. Stærsta einstaka tap Féfangs er vegna fiskeldisfyrirtækisins Faxa- lax, sem nú er orðið gjaldþrota. Þar var um að ræða fiskeldiskvíar sem Féfang fjármagnaði. Féfang leysti þær til sín við gjaldþrotið og gat að iokum selt þær á um 15 prósent af upphæðinni sem uppreiknuð krafa sagði til um. Voru kvíarnar seldar til Færeyja. Eftir því sem næst verður komist hafa þær ekki verið afskrif- aðar ennþá í reikningum fyrirtækis- ins. „VORUM HVÍTÞVEGNIR AF BANKAEFTIRLITINU“ „Við höldum nú ekki í við bank- ana í afskriftum," sagði Kjartan Ge- org Gunnarsson, framkvæmdastjóri Féfangs, þegar hann var spurður um afskriftastöðu fyrirtækjanna. „Öll eignarleigufyrirtækin hafa verið tekin fyrir af Bankaeftirlitinu á þessu ári og í lok síðasta árs. Það hefur verið skrifuð skýrsla um hvert einasta þeirra. Ég þekki auðvitað ekki skýrslurnar um hin fyrirtækin en ég þekki skýrsluna okkar og við fengum mjög hreina og fína skýrslu frá Bankaeftirliti Seðlabankans og bankaeftirlitið fer miklu betur ofan í þetta en PRESSAN getur nokkurn tímann gert. Þeir hvítþvoðu okkur og fundu ekkert athugavert," sagði Kjartan Georg. „Okkar skýrsla var mjög jákvæð," sagði Kristján Óskarsson, fram- kvæmdastjóri Glitnis, þegar hann var spurður um úttekt bankaeftir- litsins á Glitni. Það kom fram hjá Kristjáni að 9 mánaða uppgjör lægi fyrir hjá fyrirtækinu og væri gert ráð fyrir að á þessu ári yrðu heildar- afskriftir Glitnis 27 til 28 milljónir króna. Þegar hafa verið lagðar í varasjóð 30 milljónir, sem er aukn- ing frá því sem verið hefur. Eiftir því hefur verið tekið að Á»- mundur Stefánsson, forseti ASÍ, er að þessu sinni ekki fulltrúi á landsfundi Alþýðu- bandalagsins eins og hann hefur verið til fjölda ára. Ás- mundur var fulltrúi Alþýðubandalagsfé- lagsins í Reykjavík og er stuðningsmað- ur EES-samningsins, en ABR hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við Samstöðu Bjarna Einarssonar í Byggðastofnun, sem er á móti samningnum .. . I Iver sýningin á fætur annarri fellur nú í leikhúsunum og fólk spyr sig hvað sé að. Félag áhugamanna um bókmenntir ætl- ar að efna til sam- komu á laugardag- inn kl. 13 í Norræna húsinu, þar semfjall- að verður um af hverju íslensk verk falla unnvörpum af fjölunum. Þeir sem flytja erindi um málið eru: Páll Baldvin Baldvins- son, hægri hönd borgarleikhús- stjóra, Árni Ibsen, leiklistarráðu- nautur Þjóðleikhúss, og Martin Regal. Auk þeirra tekur Silja Aðal- steinsdóttir þátt í pallborðsum- ræðum á eftir ... F Æ. elag islenskra iðnrekenda hef- ur leitað til auglýsingastofa eftir til- lögum að nýju slagorði. Slagorðið á að nota til að koma íslenskum vör- um á framfæri erlendis. Kynning og markaður, eða KOM hf„ mun eiga að fara yfir þær tíllögur sem berast. Hjá KOM er Jón Hákon Magnús- son aðalmaður. Auglýsingafólk er ekki ánægt með að þurfa að leggja verk sín í dóm hjá KOM og telur óeðlilegt að samkeppnisaðilar fái að skoða hugverk þeirra og ákveða hvort þau eru nothæf... F JK yrrverandi starfsfólk Jóhann- esar B. Skúlasonar á Stjörnunni hefur ákveðið að leita til lögfræð- inga til að fá greidd þau laun sem það á inni hjá Jóhannesi. Meðal annars mun Sigurður Ragnars- son, fyrrverandi dagskrárstjóri, eiga inni að minnsta kosti 500 þúsund krónur. Sigurjón Skæringsson, fyrrverandi starfs- maður auglýsingadeildar, fullyrðir að skuldir Jóhannesar séu milli 10 og 11 milljónir. Hann segir einnig að Jóhannes eigi yfir höfði sér kæru um skilasvik vegna fyrirfram greiddra auglýsinga. Viðskiptavinir greiddu með skuldabréfi fyrir birt- ingu auglýsinga en aðeins lítill hluti þess sem greitt var fyrir birtist. Að sögn Sigurjóns hleypti Jóhannes af stokkunum auglýsingaherferð á strætisvögnum sem kostaði 800 þúsund krónur. Á sama tima var Jó- hannes ekki fær um að borga starfs- mönnum sínum laun. Starfsfólk Stjörnunnar mun vera búið að fá nóg af framkomu Jóhannesar, sem það telur hafa einkennst af virðing- arleysi...

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.