Pressan - 21.11.1991, Síða 13

Pressan - 21.11.1991, Síða 13
FIMMTUDAGUR PRCSSAN 21. NÓVEMBER 1991 13 Atvinnutryggingasjóður útflutningsgreina Vanskil hjá Atvinnutrygginga- sjóði útflutningsgreina námu 740 milljónum króna um síðustu mán- aðamót og höfðu aukist um nær 450 milljónir á árinu eða um 152 pró- sent. Frá upphafi lánveitinga sjóðs- ins 1989 áttu að hafa borist inn 1.320 milljónir í afborgunum og vöxtum. en aðeins 088 milljónir hafa greiðst inn í sjóðinn. Þrjú fyrir- tæki eru nú með samtals um 100 milljónir króna í vanskilum, en van- skil 23 lánahæstu fyrirtækjanna nema nær 370 milljónum króna. Sjóðurinn þarf 5 til 5,5 milljarða króna á næstu þremur árum til að standa við skuldbindingar sinar og bætir það ekki stöðu hans ef afborg- anir og jafnvel vaxtagreiðslur verða felldar niður næstu tvö árin. Sjóður- inn var fyrir orðinn „gjaidþrota og alfarið á framfærslu ríkisins", eins og einn heimildamanna sagði. „Hæfileikar þeirra manna sem veittu lán úr sjóðnum mæiast á því hvernig gengið hefur að greiða af lánunum. Mér sýnist að ekki hafi vel tekist til við lánveitingar," segir Brvnjólfur Bjarnason. forstjóri Granda. Sjóðurinn á útistandandi 9.300 milljónir króna hjá 358 lántakend- um. 1.650 milljónir hafa verið lagð- ar á afskriftarreikning og 422 millj- ónir króna eru á sérstökum bið- reikningi vegna gjaldþrota fimm fyrirtækja. Hafa þá í raun liðlega 2.000 milljónir verið afskrifaðar af lánum sjóðsins. ÞRJÚ FYRIRTÆKI MEÐ ALLS 100 MILUÓNIR í VANSKILUM Þessi 5 þrotabú eru Álafoss, með 237 milljóna króna skuld við sjóð- inn, Bakkalax með 65 milljónir, Hraðfrystihús Ólafsvíkur með 59 milljónir, Smári í Þorlákshöfn með 43 milljónir og íslax með 18 milljón- ir króna. PRESSAN fékk ekki uppgefið hvaða fyrirtæki það eru sem eru með hæstu vanskilin hjá sjóðnum. Hins vegar liggur fyrir að skulda- staða 23ja fyrirtækja er 100 milljón- ir eða meira á hvert fyrirtæki. Eru það fyrirtæki Einars Guðfinnssonar hf. á Bolungarvík sem til samans skulda mest eða um 375 milljónir króna og eru með tæplega 40 millj- ónir króna í vanskilum. Þá liggur fyrir að þau þrjú fyrir- tæki sem eru með hæstu vanskilin eru til samans með vanskil upp á um 100 milljónir króna. Töluverð fylgni er á milli lánahæstu fyrirtækjanna og þeirra vanskilahæstu. FÆR AÐEINS HELMINGINN AF ÞVÍ SEM RUKKAÐ ER 740 milljóna króna vanskil hjá sjóðnum verða enn verri staða í Ijósi þess að i raun eru lántakendur ekki farnir að greiða afborganir að ráði. Af þessum vanskilum eru 555 millj- ónir vegna vaxta en aðeins 185 milljónir vegna afborgana. Samkvæmt heimildum PRESS- UNNAR er staða sjóðsins nú hrika- legri en nokkurn óraði fyrir. „Þegar sjóðurinn var settur á laggirnar voru sett þau skilyrði fyrir lánum að þau skyldu aðeins veitt fyrirtækjum sem staðið gætu í lappirnar á eftir. Þetta hefur alls ekki gengið eftir. Innheimtuhlutfall er aðeins um 50 prósent og þótt allt væri greitt upp í topp á næstu þremur árum er inn- byggð skekkja í sjóðnum upp á 1.750 milljónir króna, vegna þess að lánstími á lánveitingum annars veg- ar og lántöku sjóðsins hins vegar er ólíkur. Þá er innheimtustofn að skerðast vegna gjaidþrota, afla- skerðing brostin á og hugmyndir uppi um að fresta afborgunum í tvö ár. Þetta er gjaldþrota sjóður,” sagði einn viðmælenda blaðsins. Að fresta afborgunum til sjóðsins á næsta ári rýrir tekjur hans um 700 til 800 milljónir króna. Ef farið verð- ur út í að fresta vaxtagreiðslum þýð- ir það nálægt 600 milljóna króna tekjumissi sjóðsins til viðbótar. MÁTTI BARA LÁNA ÞEIM SEM STÆÐU UPPRÉTTIR Á EFTIR Á sama tíma liggur fyrir að til að geta staðið við skuldbindingar sínar þarf sjóðurinn að fá 1,5 milljarða króna á næsta ári, tæpa 2 milljarða 1993 og tæplega 2 milljarða til við- bótar 1994. í reglugerð með lögunum um sjóðinn sagði: „Fyrirtæki koma því aðeins til álita við lánveitingu eða skuldbreytingu samkvæmt reglu- gerð þessari að grundvöllur teljist vera fyrir rekstri þeirra þegar til lengri tíma er litið og að loknum skipulagsbreytingum á fjárhag þeirra og rekstri..Ríkisendur- skoðun hefur sagt að stjórnendur sjóðsins hafi ekki gætt þessa ákvæð- is nægilega vel. í fyrstu stjórn sjóðsins í október 1988 voru aðalmenn Gunnar Hilm- arsson, tilnefndur af forsætisráð- herra en valinn af Stefáni Valgeirs- syni, Björn Björnsson bankastjóri, Jóhann Antonsson viðskiptafræð- ingur, nú starfsmaður Seðlabank- ans, Kristján Skarphédinsson, starfsmaður sjávarútvegsráðuneyt- isins, og PéturSigurdsson, forseti Ál- þýðusambands Vestfjarða. Síðar sagði Björn sig úr stjórninni. Árið 1989 var stjórnarmönnum fjölgað. Þá kom Hólmgeir Jónsson inn í stað Björns en ný komu inn þau Gud- mundur Sigurdsson, Drifa Sigfús- dóttir og Páll Gústafsson. Fjölgunin var í tengslum við innkomu Borg- araflokksins i ríkisstjórnina. 332 ÞÚSUND Á HVERN BOLVÍKING EN 70 ÞÚSUND Á ÍSFIRÐING Áberandi er að sum útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki sem hvað mest- um hagnaði skiluðu í fyrra þurftu lít- ið eða jafnvel ekkert að leita til sjóðsins. Þannig skuldar Útgerðar- félag Akureyringa sjóðnum ekki krónu en skilaði í fyrra hagnaði upp á nær 200 milljónir króna. Skag- strendingurskuldarsjóðnum heldur ekki krónu, en skilaði 100 milljóna króna hagnaði. Grandi skilaði svip- uðum hagnaði og ÚA í fyrra en skuldar sjóðnum (ásamt Hraðfrysti- stöðinni) um 195 milljónir. Þá er athyglisvert hversú fyrirtæki sumra byggðarlaga hafa fengið mikla fyrirgreiðslu úr sjóðnum, en önnur litla. Skuldir fyrirtækja á Bol- ungarvík námu um síðustu áramót tæplega 400 milljónum eða sem nemur 332 þúsund krónum á hvern íbúa. Fyrirtæki á ísafirði skulduðu hins vegar liðlega 240 milljónir eða sem svarar 69 þúsundum á hvern íbúa. Nær 1.100 milljónir lágu í fyrir- tækjum í Vestmannaeyjum eða sem nemur 219 þúsundum á hvern íbúa, en 431 milljón hjá fyrirtækjum Akraness eða sem nemur 82 þús- undum á hvern íbúa. HÆFILEIKI LÁNVEITENDANNA MÆLIST í INNGREIÐSLUNUM Brynjólfur Bjarnason, íorstjóri Granda, sagði það sitt mat, að að- gerðir vegna vanda sjávarútvegs- fyrirtækja yrðu að vera almennar en ekki sértækar þannig að í þeim felist mismunun milli fyrirtækja. „Grandi sótti um lán í sjóðnum á sín- um tíma vegna vaxtakjara en t.d. Út- gerðarfélag Akureyringa ekki. Það kemur ekki til greina að mismuna fyrirtækjunum með því að Grandi sleppi við afborganir í sjóðinn á sama tíma og ÚA fær ekkert. Það verður þá að bjóða ÚA eitthvað samsvarandi.” Brynjólfur sagði aðspurður að „hæfileikar þeirra manna sem veittu lán úr sjóðnum mælast á því hvernig gengið hefur að greiða af lánunum. Mér sýnist að ekki hafi vel tekist til við lánveitingar," sagði hann. Norðurtangi hf. á ísafirði skuldar sjóðnum um 30 milljónir króna. Jón Ftíll Halldórsson framkvæmdastjóri sagðist ekki vilja leggja dóm á hvernig til hefði tekist við lánveit- ingar úr sjóðnum. „Eg þekki það ekki nógu vel, en mér virtist þó að unnið hefði verið þar faglega. En ef forsendurnar bregðast brestur alit og sjálfsagt hafa forráðamenn sjóðs- ins gert ráð fyrir meiri tekjum í sjóð- inn er síðar reyndist. Ég hygg að enginn hafi reiknað með þeim afla- samdrætti sem varð og að botnin- um hafi verið náð á síðasta veiði- tímabili. Svo reyndist því miður ekki,“ sagði Jón Páll. Hann sagði ennfremur að frestun á afborgunum og vaxtagreiðslum úr sjóðnum mundi breyta afskaplega litlu fyrir Norðurtanga, þótt aðgerðin væri út af fyrir sig eðlileg. Friðrik Þór Guðmundsson 20 STÆRSTU SKULDARARNIR 01. Einar Guðfinnsson hf.................................. 373,9 m.kr. 02. Haraldur Böðvarsson hf............................... 349,4 m.kr. 03. Hradfrystistöö Vestmannaeyja......................... 286,3 m.kr. 04. Álafoss (á biöreikningi)............................. 272,2 m.kr. 05. Sildarvinnslan Neskaupstaö............................221,9 m.kr. 06. Fiskiöjan Vestmannaeyjum..............................212,4 m.kr. 07. Kaupfelag Eyfiröinga Akureyri..........................197,0 m.kr. 08 Grandi/Hraöfrystistööin................................195,2 m.kr. 09. Glettingur Þorlákshöfn.................................173,4 m.kr. 10. Vinnslustööin/Lrfrarsamlag. Vestm......................173,2 m.kr. 11. fsféiag Vestmannaeyja..................................169,9 m.kr. 12. Kaupfél. A-Skaftafellssýslu............................160,1 m.kr. 13. Meftillinn Þorlákshöfn................................156,9 m.kr. 14. Þormóöur rammi Siglufiröi..............................150,4 m.kr. 15. Miönes hf. Sandgerði....................................1443 m.kr. 16. Hraöfrystihús Eskifjaröar............................143,1 m.kr. 17. Fiskiöja Sauöarkróks..................................122,9 m.kr. 18. Ingimundur hf. Reykjavík...............................121,0 m.kr. 19. Fiskiðjusamlag Húsavikur...............................117,0 m.kr. 20. Fáfnir hf., Þingeyri...................................114,3 m.kr. Skýringar. Miöað er viö skuldastööu um siöustu áramót og sú staöa uppreiknuö meö lánskjaravisitólu (8,57%). Lán fyrirtækja sem eru i eigu sómu aöila eöa hafa sameinast hafa verið talin saman.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.