Pressan - 21.11.1991, Side 27
FIMMTUDAGUR PRESSAN 21. NÓVEMBER 1991
27
„Ef íslendingur hefði ekki borgað hótelreikninginn sinn og tekist að fá heildsölu til að láta sig hafa vörur út í reikning hefði þetta aldrei orðið svona stórmál,"
segir Thorbjörn Gunnarsson. Thorbjörn er hér í Sakadómi Reykjavikur eftir að dómurinn var kveðinn upp.
vörur út í reikning hefði þetta
aldrei orðið svona stórmál,”
segir Thorbjörn.
ÁKÆRAN
Thorbjörn var kærður fyrir
að hafa gist á Hótel Holti vit-
andi það að hann væri ekki
borgunarmaður fyrir reikn-
ingi að upphæð 214.823
krónur. Hann var kærður fyr-
ir að hafa með blekkingum.
eins og að Ijúga til um að vera
íslenskur ríkisborgari fæddur
á Húsavik og gefa upp virðis-
aukaskattsnúmer fyrirtækis
á Hellu, fengið heildsölufyrir-
tækið Kristu sf. til að afhenda
sér ýmsar vörur fyrir samtals
að verðmæti 426.671 krónur.
Krista sf. fékk megnið af vör-
um sínum til baka og loka-
krafan á hendur Thorbirni
var 32.816 krónur. Hann var
einnig kærður af Kreditkort-
um hf. fyrir að hafa notað
greiðslukort sitt, útgefið í
Suður-Afríku. eftir að það var
afturkallað fyrir 38.865 krón-
ur.
Thorbjörn segir ekki rétt
að hann hafi ekki átt fyrir
hótelreikningnum og hann
hafi margoft reynt að ná i
EG EB BSKOP VEAIJULEGUR
MABUR SEM GERDIMISTÖK
segir Namibíumaðurinn svokallaði, sem nýlega fékk sex mánaða fangelsisdóm og var
dæmdur til að greiða sektir og dómskostnað
Tveimur mánuðum eftir að
Thorbjörn Gunnarsson. oft-
ast kallaður Namibíumaður-
inn í fréttum. kemur til Is-
lands er fallinn á hann dómur
vegna fjársvika. Hann er sak-
aður um að hafa þegið þjón-
ustu og vörur án þess að hafa
haft nokkra fyrirsjáanlega
möguleika á að geta borgað.
Hann var dæmdur í sex mán-
aða fangelsi og þarf að greiða
þeim sem kærðu hann alla þá
fjárhæð sem þeir fara fram á,
samtals 286.504 krónur
ásamt dráttarvöxtum. Hon-
um er einnig ætlað að greiða
níutiu prósent málskostnað-
ar. eða 270.(KK) krónur.
Saga Thorbjarnar hér á Is-
landi er ekki löng og fréttirn-
ar um hann hafa verið skraut-
legar. Hann er sagður hafa
gabbað fólk upp úr skónum
út um allan bæ. svikið út vör-
ur og þjónustu og vera
ósannsógull með ólíkindum.
PRESSUNA langaði að for-
vitnast um manninn á bak
við fréttirnar.
Thorbjörn er 26 ára hvítur
maður með namibískt nafn.
sem gæti allt eins verið ís-
lenskt. Hann kom til landsins
19. september síðastliðinn og
gisti á Hótel Holti og fór fljót-
lega að athuga hvort hann
gæti ekki sest að hérna.
Hann langaði til að starfa hér
se -!yrtifræðingur og hár-
greiðsiumeistari og leigði sér
pláss á virtri hárgreiðslustofu
í Reykjavík.
„Eg er ósköp venjulegur
maður sem gerði þau mistök
að Ijúga þvi að ég væri af ís-
lensku bergi brotinn til að
auka atvinnumöguleika
mína." segir Thorbjörn Gunn-
arsson. Hann segist eiga ættir
að rekja til Skandinavíu en
vera fæddur í Namibíu. Móðir
hans er læknir og faðir hans
gegnir mikilvægri stöðu í
störfyrirtæki i Suður-Afríku,
þar sem foreldrar hans búa.
Thorbjörn segist hafa hitt
marga Islendinga um allan
heim, en hann hefur búið í
mörgum löndum vegna at-
vinnu foreldra sinna og ferð-
ast til þrjátíu og eins lands
síðan snemma í vor. Hann
kom oft til íslands þegar hann
var yngri með foreldrum sín-
um. Þau stoppuðu bara
nokkra daga í senn.
„Mér fannst iandið alltaf
heillandi. ævintýralegt og
dularfullt. það var eithvað
sem dró mig hingað. Allir ís-
lendingar sem ég hef hitt um
ævina hafa verið svo verald-
arvanir og mig langaði ein-
faldlega að vera hérna til að
kynnast þvi sem gerir þessa
eyjarskeggja svona veraldar-
vana.
Margir íslendingar sögðu
mér að ég gæti auðveldlega
fengið vinnu á íslandi vegna
þess að ég hefði þetta nafn
sem gæti alveg eins verið ís-
lenskt. Ég ákvað að slá til og
prófa."
HÉR VIUA ALLIR
VITA ALLT UM ALLA
Ævintýrið gekk ekki upp.
„Mér datt aldrei i hug að Is-
lendingar væru svona for-
vitnir um mig og mína hagi
og að þetta skipti einhverju
máli. Fólk var alltaf að spyrja
mig hvaðan af íslandi fjöl-
skylda mín væri og ég svar-
aði bara eitthvað út í loftið.
Þegar fólk spurði hvaðan
pabbi minn væri sagði ég að
hann væri frá ísafirði. vegna
þess að það datt mér fyrst í
hug. Svo þegar fólk spurði
hvaðan mamma mín væri
sagði ég að hún væri frá
Vopnafirði. vegna þess að
hann kom mér í hug. Mér
datt aldrei í hug að fólk færi
að hringja á þessa staði til að
leita ættingja minna."
Thorbjörn segist halda að
það sé smæð þjóðfélagsins
sem gerir það svona auðvelt
að komast að því hver er
hver.
„Hvergi í heiminum er
þetta eins auðvelt og hér og
hvergi skiptir það eins miklu
máli að vita deili á fólki og
hér," segir hann.
Þar sem Thorbjörn ætlaði
sér að setjast hérna að um
einhvern tima var honum
sagt að hann ætti að fá sér ís-
lenska kennitölu. Hann fór
þvi á Hagstofuna daginn eftir
að hann kom og sótti um
kennitölu og fékk hana sam-
dægurs. „Þetta var mjög ein-
falt og ekkert ólöglegt heldur.
Allir útlendingar sem ætla að
vera hér þurfa að hafa kenni-
tölu. Svo var ég spurður hvort
ég vildi láta skrifa nafnið mitt
með th eða þ og ég sagði bara
þ takk fyrir."
SNYRTISTOFURNAR
Thorbjörn segist fljótlega
hafa tekið eftir að snyrtistof-
ur hér á landi buðu ekki upp
á neina sérstaka þjónustu og
voru frekar á eftir í snyrtingu.
„íslenskar konur fá ekki
bestu meðferð sem völ er á,"
segir Thorbjörn. Honum
fannst hann geta orðið þar að
liði þar sem hann hefði tekið
kúrsa hjá virtum snyrtiskóla i
ferís fyrir nokkrum árum.
Thorbjörn viðurkenndi þó
fyrir rétti að hafa ofmetið
menntun sína. Viku eftir að
hann kom hingað til lands
leigði hann pláss hjá virtri
hárgreiðslustofu í Reykjavík.
Þar hugðist hann starfa sem
snyrtifræðingur. Thorbjörn
segir að hann hafi ætlað að
hefja störf í byrjun nóvember,
hann hafi verið búinn að
panta vörurnar sem hann
þurfti og var að raða í hillur
og útbúa plássið sem hann
leigði. Stuttu seinna fór allt í
súginn.
HENTÚT AF
HÓTEL HOLTl
Ellefta október kemur
Thorbjörn á Hótel Holt og
biður um lykilinn að herberg-
inu. Honum er þá sagt að
hann geti ekki fengið lykilinn
og hann verði að tala við eig-
andann. Skúla Þorvaldsson.
„Ég þurfti að bíða heillengi
eftir Skúla og svo loksins þeg-
ar hann kemur segir hann
mér að ég verði að borga all-
an reikninginn. 2(K).(KK)
krónur. i íslenskum pening-
um strax. Ég segi honum að
ég geti það ekki og hann
meinar mér aðgang að her-
berginu mínu og öryggishólf-
inu. „Svo henti hann mér út
og sagði mér að hann væri
mjög áhrifamikill maður í
þessu þjóðfélagi og geti gert
það sem hann vildi," sagði
Thorbjörn. Þá flutti Thor-
björn á Hótel ísland.
Nokkrum dögum eftir að
Thorbirni er hent út af Hótel
Holti koma menn frá heild-
sölunni Kristu hf„ sem Thor-
björn hafði pantað af vörur,
taka allar vörurnar úr hillun-
um og hverfa á brott. Thor-
bjöm telur næsta víst að Skúli
hafi hringt i heildsöluverslun-
ina og sagt að honum væri
ekki lengur treystandi. Thor-
björn hafði búið í fjóra daga á
Hótel íslandi þegar Rann-
sóknarlögregla ríkisins kom
á hótelið og flutti hann í Síðu-
múlafangelsið fyrir fjársvik.
Daginn eftir úrskurðaði Saka-
dómur Reykjavíkur hann í sjö
daga gæsluvarðhald.
„Þetta fannst mér ómann-
eskjuleg meðferð. Ég hafði
ekki gert neitt glæpsamlegt.
Það var verið að rannsaka
mál mitt en fyrir það er ekki
hægt að setja fólk í fangelsi.”
segir Thorbjörn. „Reynsla
mín af fangelsisvistinni er
ólýsanleg, mér leið hræði-
lega. Ég bað um að fá að tala
við kaþólskan prest en var
sagt að það starfaði bara lút-
erskur prestur við fangelsið
og það ætti að duga mér.”
Þremur dögum seinna var
svo hringt í kaþólskan prest
sem kom og talaði við Thor-
björn. Á fjórða degi úrskurð-
aði Hæstiréttur að hann ætti
ekki að vera í gærsluvarð-
haldi. Ástæðan var sú að refs-
ing hans fyrir þetta brot yrði
aldrei tveggja ára fangelsi. en
tveggja ára fangelsisvist er
forsenda þess að menn séu
settir í gæsluvarðhald.
ÍSLAND ER
LÖGREGLURÍKl
„fsland er eiginlega lög-
regluríki. Það er alveg ein-
stakt að það skuli vera nóg
fyrir hóteleiganda að hringja
í Rannsóknarlögreglu ríkisins
ef hann grunar að ekki sé allt
með felldu og fá Sakadóm
Reykjavfkur til að henda
manni í fangelsi. Dómskerfið
vinnur greinilega fyrir fyrir-
tækin í þessu landi en ekki
fyrir einstaklingana," segir
Thorbjörn. Það er einnig
skoðun hans að réttarkerfið á
íslandi sé tvískipt. Eitt kerfi
fyrir fslendinga og annað fyr-
ir útlendinga. „Ef íslendingur
hefði ekki borgað hótelreikn-
inginn sinn og tekist að fá
heildsölu til að láta sig hafa
Skúla í síma til að semja um
greiðslur.
„Ég ætlaði mér alltaf að
borga hótelreikninginn en ég
gat það aldrei vegna þess að
þetta mál varð að sakamáli
áður en mér tókst að borga
reikninginn. í dómnum kem-
ur fram að samkvæmt upp-
lýsingum frá Interpol i Kan-
ada er Thorbjörn eftirlýstur
þar í landi fyrir auðgunarbrot
framið í febrúar síðastliðn-
um. Þar kemur einnig fram
að Thorbjörn er fæddur í
Kanada og ber nafnið Lars-
Erik Thorbjörn Matti Pekka
Gunnarsson.
ERFTTT AÐ VERA
ÚTLENDINGUR
Thorbjörn segir að það sé
honum fjötur um fót að vera
útlendingur í islensku réttar-
kerfi. Hann eigi erfitt með að
fylgjast með öllum smáatrið-
um vegna þess að hann geti
aðeins hlustað á stuttorða út-
tekt á aðalatriðum málsins
frá túlki. „Þetta hefur verið
mjög þreytandi og erfiður
tími og ég er viss um að eftir
þessi málaferli og allt þetta
fjölmiðlafár verð ég að yfir-
gefa landið. Það yrði mjög
erfitt að koma á viðskipta-
samböndum hér í þessu litla
landi. þar sem allir vita allt
um alla."
Eftir réttarhöldin sagði
Thorbjörn að hann væri
mjög hissa á dómnum: „Þetta
er alveg ótrúlega þungur
dómur og miklu þyngri en
nokkur íslendingur mundi fá.
Þetta sannar bara það sem ég
hef sagt áður að útlendingar
sitja ekki við sama borð og ís-
lendingar í þessu réttarkerfi"
segir Thorbjörn. Hann hefur
tvær vikur til að ákveða
hvort hann áfrýjar dómnum
til Hæstaréttar.