Pressan - 21.11.1991, Page 30
30
fimMtudagur PRESSAN 21. nóvember 1991
Hvers vegna er fólk timbrað? Hvaða líffræðilegi djöful-
skapur liggur þar að baki? Og það sem meira máli skiptir;
hvernig er hægt að losna undan þessum ósköpum?
ALKASELZER
Sumir sem PRESSAN hringdi
i sögðu aó það besta som til
væri vari að reyna að kom-
ast yfir alkazelzer, sem er lyf
sem ekki er selt á islandi
Það læknaði timburmennina
mjög vel.
Hrcr kunnusl chki nd
þessu hryllileifu lilfinninyu
sem mudur fær eflir ud luifti
i>erid ti lonyu fyllerii. t‘ii
ruknur oy þud er eins oy
uörubill hufi ktimifi sér fyrir i
huusnum ú þér. Þú tíll erfill
med tid huijsu skýrl. finnur lil
múttleysis oy lilrtir tillur
Munnurinn er þurr ofi hrjósl-
svidinn óbterileyur oy þú
veisl uö uppkösl eru ú nteslu
leili. Þér liöur sro illu tiö þú
ijœlir ffefiö uleiffunu lil tiö
sleppu viö kvulirnur.
Þessi tegund vanlídunar
eftir fyllerí er venjulega köll-
uð timburmenn vegna þess
að það er eins og verið sé að
hamra á heilanum í manni.
En hvað eru timburmenn og
hvað er hægt að gera við
þeim? Eftir því sem PRESSAN
kemst næst er ekki til nein
endanleg líffræðileg skýring
á þvi hvað þetta er og ekki
nein ein aðferð til að minnka
kvalirnar. Þó eru til tvær líf-
fræðikenningar sem veita
ágætis skýringu á kvölunum.
BRENNIVÍNIÐ SJÁLFT
EÐA SKORTUR Á
VATNI OG SALTI
Sú fyrri segir að vanlíðanin
sé vegna þess að alkóhólið
hefur verið brotið niður í lík-
amanum og ferðast með
blóðinu upp í haus. Þetta
veldur ógleðinni og haus-
verknum sem margir finna
fyrir. Lifrin hreinsar blóðið en
hún hreinsar svo lítið magn i
einu að það tekur hana
marga klukkutíma að vinna
úr alkóhólinu. Þess vegna eru
timburmennirnir svona lengi
að hverfa. Því meira sem fólk
drekkur því lengur er það að
verða edrú.
Hin skýringin er sú að van-
líðanin sé afleiðing vatns-
skorts og saltleysis vegna
þess að fólk pissar mikið á
fylleríinu sjálfu. Læknavís-
indin halda að þetta geti vald-
ið bjúg við heilann sem tekur
marga klukkutíma að réna.
segir Einar Thoroddsen
læknir.
ÝMIS RÁÐ TIL AÐ SLÁ
Á TIMBURMENNINA
Eins og fyrr segir er ekkert
hægt að gera til að losna við
timburmenn, en þ<> er hægt
að gera ýmislegt til að
minnka líkurnar á að maður
fái þá. Allar aðferðir sem hér
verða gefnar eru einstakl-
ingsbundnar. Það besta sem
fólk gerir, segir Einar, er að
stoppa drykkjuna áður en illa
fer. Þeir sem gleyma því ættu
að fara i langan göngutúr og
drekka mikið vatn áður en
þeir fara að sofa. Sumir geta
prófað að taka magnyl áður
en þeir leggjast til hvíldar.
Aðrir ættu að borða eitthvað
salt áður en þeir hefja
drykkju og einnig áður en
þeir fara að sofa. Sumir þola
ekki að blanda saman mörg-
um tegundum af áfengi og þá
ætti það fólk að sleppa því.
Kyrir aðra er það ekki vanda-
mál að blanda saman vinteg-
unum. Sumir verða meira
timbraðir af léttu víni, aðrir
þola ekki rauðvín en finna
aldrei fyrir timburmönnum
eftir hvitvínsdrykkju.
Fólk verður að læra að
þekkja sjálft sig og fara eftir
því sem likaminn segir því.
AFRÉTTARI í RAUN
ÞAÐ EINA SEM DUGIR
Af öllum aðferðunum sem
til eru er ein sem stoppar
kvalirnar næstum eins og
skot og það er að fá sér í glas.
afréttara eins og það er oft
kallað. þegar maður vaknar.
Áfengi læknar áfengisböl.
segir Einar, en oft fylgir bögg-
ull skammrifi. Þegar fólk er
farið að þurfa að fá sér í glas
til að minnka timburmenn er
það að verða háð áfengi og
þá er fólk komið út á hálan is.
En hvað gerir fólk við timb-
urmönnum? Allir hafa sína
aðferð og PRESSAN var for-
vitin og hringdi í allskonar
fólk og spurði hvað það gerði
til að lina kvalirnar.
Þórunn Bjarnadottir
SÓDAVATN OG KAFFI
Önnur rað eru að drekka
hátfan litra af sódavatni og
svo tvo stóra bolla af
cappuccino-kaffi meö hun-
angi.
________KREM
PRESSAN komst lika að þvi
að til er krem sem heitir
Midnight Secret Krem þetta
á að bera á andtitið aður en
farið er að sofa eftir fylleri og
það eyðir öllum einkennum
mikillar drykkju eins og
bólgnum augum og hrukk-
óttri huA Þetta krem er gott
fyrir þá sem verða að mæta
til vinnu með útirtið i lagi.
________KYNLÍF________
Sumir segja að það besta við
timburmönnum sé viltt kyn-
lif. Það fái mann til að
gleyma timburmönnunum og
i staðinn fyrir kvalir öðlist
maður ánægju.
KÖRFUBOLTI
Vinsætt meðal þjóðarinnar
virðist vera að biða bara eftir
að timburmennimir fari með
þvi að horfa á ameriska
körfuboltann á sunnudögum
eða ensku knattspymuna á
laugardögum, — þee s. að
velja sér viðfangsefni sem
hæfir ástandi likama og sál-
ar.
EINA TEGUND
Nokkrir sem PRESSAN talaði
við mæltu með að drekka
bara eina tegund og ekki
blanda hana i gos og reykja
ekki — þá yrði maður ekki
timbraður.
LÝSI OG MJÓLK
Annað ráð er að taka eina
eða tvær matskeiðar af lýsi
áður en maður byrjar að
drekka. Svo á að drekka eins
mikið af mjólk og mögulegt
er fyrir svefninn. Þá losnar
maður við að fá timburmenn.
Þé er mjög gott að drekka
mjólk þegar maður vaknar
og vera duglegur og þrifa
ibúðina eða fara i langan
göngutúr.
TÓMATDJÚS
Barþjónn i bænum segir að
það sé mjög gott ráð drekka
eitt glas af sterkkrydduðu
tómatdjúsi en sleppa vodk-
anum. Tómatdjúsið á að
krydda með tabaskososu,
salti og miklum pipar. Svo á
maður að halda sér i eitt-
hvað, loka augunum og
drekka allt i einum teyg.
HREINT LOFT
Margir mæla með þvi að fólk
rifi sig bara upp úr volæðinu
og skelli sér i sund eða ein-
hverja hreyfmgu utandyra til
að anda að sér hreinu lofti.
Svo ætti fólk lika að reyna
að borða eitthvað — þó það
sé erfítt.