Pressan - 28.11.1991, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. NÓVEMBER 1991
þorsteinn pálsson. Er aö reyna aö finna leiðir til aö selja SR án
þess aö þaö kosti stórfé. stefanía traustadóttir. Allt varö vitlaust
þegar hún komst ekki í framkvæmdastjórn.
DEILT UM HVE
MIKIÐ KOSTAR
AÐSELJASR
Hart er nú deilt um það inn-
an ríkiskerfisins hvernig eigi
að fara að því að selja Síldar-
verksmiðjur ríkisins. Þær eru
nú reknar með miklu tapi
sem áður. Eftir erfiðleikana í
sumar var samþykkt að láta
verksmiðjuna hafa 300 millj-
ónir króna og er hún búin að
nota 250 og augljóst að nú-
verandi vertíð skilar litlu í bú-
ið. Þorsteinn Pálsson sjáv-
arútvegsráðherra er búinn að
kynna þá áætlun sína að
breyta fyrirtækinu í hlutafé-
lag. Hann mun hafa orðað í
ríkisstjórninni að það mundi
kosta um 500 milljónir. Því
vilja menn ekki kyngja þar á
bæ og er hörðust andstaðan
við þá hugmynd í fjármála-
ráðuneytinu.
Mörgum finnst það skrítin
hagfræði að styrkja fyrirtæki
til að selja það síðan. Þá er
deilt um hversu mikil sölu-
vara Síldarverksmiðjurnar
eru þó að 500 milljóna skuld
sé létt af þeim.
ÓLAFS G.
SÁRTSAKNAÐ
í GARÐABÆ
Stuðningsmenn Ólafs G.
Einarssonar menntamála-
ráðherra í Garðabæ eru ekki
ýkja hrifnir af honum þessa
dagana. Helsti stuðnings-
maður hans í Garðabæ,
Björgvin Pálsson, hefur
lengi reynt að fá Ólaf á fund
með sínu fólki en ekki tekist.
Björgvin, sem hefur verið
kosningastjóri Ólafs í próf-
kjörum, óttast að Ólafur sé að
tapa tengslum við fólkið sitt.
Annars virðist Ólafur hálf-
vansæll í starfi sínu sem
menntamálaráðherra og þyk-
ir ekki dvelja langdvölum í
ráðuneytinu. Hann hefur
heyrst kvarta undan miklum
ágangi fólks í viðtalstíma ráð-
herra og að um 120 manns
bíði eftir að ná tali af honum.
Gárungarnir sjá Ólaf fyrir
sér þegar hann keyrir upp
Sölvhólsgötuna á leið í vinn-
una i gamla Sambandshús-
inu. Þegar hann sér ráðuneyt-
ið fallast honum hendur og
hann beygir af braut.
SAGAN
ENDALAUSA
HELDUR ÁFRAM
Landsfundur Alþýðu-
bandalagsins um helgina
sveik ekki unnendur spennu-
funda því þegar í ljós kom að
sérlegir fulltrúar ABR, þau
Stefanía Traustadóttir og
Arni Þór Sigurðsson, náðu
ekki kosningu í fram-
kvæmdastjórn flokksins ætl-
aði allt gersamlega um koll
að keyra meðal ABR-manna
á fundinum.
Þarna voru í raun felldir
tveir nánir stuðningsmenn
varaformanns flokksins,
Steingríms J. Sigfússonar,
því Stefanía er varaþingmað-
ur hans og Árni Þór fyrrum
aðstoðarmaður í ráðuneyt-
Kolaportið
kyndir undir
Undralandi
Stríð virðist geysa milli úti-
markaðanna í Kolaporti og
Undralandi á Grensásvegi.
Þúsundir manna sækja mark-
aðina um hverja helgi og
komast færri sölumenn að en
vilja, en kaupmenn eru allt
annað en ánægðir með þró-
un mála, þar sem sölumenn
vara í Kolaportinu greiði eng-
an virðisaukaskatt af varn-
ingnum.
Jens Ingólfsson í Kola-
portinu vísar þessum ásökun-
um á bug og segir vörur seld-
ar í portinu undanþegnar
skattinum.
En Jens er líka óánægður,
eins og kaupmenn. Það er
vegna nýs samkeppnisaðila
sem risinn er við Kolaportið
og heitir Undraland. Nú hefur
Jens því allar klær úti til að
torvelda starfsemi nýja mark-
aðarins, sem starfræktur er á
Grensásvegi.
Jens tók til dæmis eftir því
að útidyrahurðin í Undra-
landi sneri inn en ekki út,
kvartaði yfir því við Eld-
varnaeftirlitið.
Undralandsmenn kipptu
málinu í liðinn eins og skot og
bíða nú bara eftir næsta út-
eins og lög kveða á um, og spili Jens.
inu, nú ritstjórnarfulltrúi hins
deyjandi Þjóðvilja, og hafði
gamla klíkan gert sér vonir
um að Árni yrði formaður
framkvæmdastjórnarinnar.
ABR kenndi Birtingar-
mönnum um fallið en það var
í raun þeim sjálfum að kenna.
Auður Sveinsdóttir hafði
áður gert þau afdrifaríku mis-
tök að bjóða sig fram til gjald-
kera gegn sitjandi gjaldkera
flokksins, Unni Kristjáns-
dóttur frá Blönduósi, og það
túlkaði landsbyggðin sem
ógnun við sig og Auður náði
ekki kosningu. I kosningu til
framkvæmdastjórnarinnar
gerðist það sem alltaf gerist í
Alþýðubandalaginu; þegar
einhver tapar kosningu fær
sá hinn sami góða kosningu
næst. Þess vegna komst Auð-
ur inn en Stefanía og Árni Þór
ekki, þar sem þau eru bæði
fulltrúar ABR.
VILJA BANNA
AUGLÝSINGUNA
Hörð deila er risin milli Le-
ós Löve í ísafold og Kára
Halldórs, leikstjóra Jóla-
dagatals Sjónvarpsins. 1 Jóla-
dagatalinu, sem gert er eftir
handriti Sigrúnar Eldjárn,
er persóna sem heitir Isafold.
Leó Löve á bókaforlag með
sama nafni. Hann fékk leik-
konuna sem leikur ísafold í
Jóladagatalinu til að kynna
þær bækur sem bókaforlagið
Isafold gefur út fyrir jólin í
sjónvarpsauglýsingu.
Þetta féll ekki í góðan jarð-
veg hjá leikstjóranum. Leó
mun hafa verið beðinn að
hætta við auglýsinguna. Ekki
tókust sættir á þeim forsend-
um, enda búið að framleiða
auglýsinguna og hún mun að
öllu óbreyttu birtast í fyrsta
sinn á skjánum næsta föstu-
dag, þ.e.a.s. á morgun. Það
eina sem getur komið í veg
fyrir það er að leikstjóranum
takist að stöðva birtinguna.
Rök Kára Halldórs leik-
stjóra eru meðal annars þau
að með þessu sé verið að
eyðileggja Jóladagatalið fyrir
börnunum. Þess ber að geta
að leikkonan kemur fram í
eigin persónu í auglýsingunni
en ekki í gervi Isafoldar úr
Jóladagatalinu.
árni þór sigurdsson. Dugði skammt aö vera Steingrímsmaður. ólafurg. einarsson. Stuöningsmennirnir aö gera hann vitlausan. leólöve.
Vill eigna sér ísafold meö húö og hári. sigrún eldjárn. Bjó til ísafold sem allir deila um. steingrímur j. sigfússon. Hans fólki gekk illa á
landsfundinum. kári halldór. Hræddur við aö Jóladagatal sjónvarpsins yröi eyöilagt.
Sigurður, slappstu með >
öll nærfötin í gegn?
,,Eg uar ad minnsta kosti
ekki bara á brókinni þeg-
ar ég kom heim.“
Sigurður Hreiðar, ritstjóri Úr-
vals, hefur gagnrýnt tollskoö-
unina á Keflavíkurflugvelli og
þá sérstaklega kventollverði,
sem hann segir mjög að-
gangsharða og sýna óhrein-
um nærfötum mikinn áhuga.
LÍTILRÆÐI
af unaði kynlífs
Mikill uggur hefur gripið
um sig meðal kynlífsfræð-
inga sem álíta flestir að stór-
lega vanti á að fólk hafi
nægilega menntun í kyn-
fræðum til að geta stundaö
samfarir skammlaust.
„íslenskir þjóðhættir" eft-
ir Jónas frá Hrafnagili komu
út árið 1934 og er líkiega
eitthvert merkasta rit sem
komið hefur út á þessari öld.
Talið er að vitneskja um
fjölmarga snara þætti þjóð-
lífsins hefði glatast ef þessa
merka rits hefði ekki notiö
við.
I dag er til dæmis talið full-
víst að það sé „íslenskum
þjóðháttum'' að þakka að
hin þjóðlega dægradvöl
samdráttur karls og konu
hefur ekki á íslandi aflagst
með öllu.
Og enn er vá fyrir dyrum.
Meira en hálf öld er síðan
„íslenskir þjóðhættir'' komu
út og nú er enn svo komið að
flestir eru búnir að gleyma
því hvernig á að komast
uppá hver annan.
Einn snarasti þáttur ís-
lenskrar þjóðmenningar
hefur að undanförnu verið
svo stórlega vanræktur að
hann er að gleymast.
Sjálft kynlífið.
Sem betur fer hafa kynsál-
fræðingar og sálkynfræð-
ingar brugðist hart við þess-
um válegu tíðindum og
reynt að fá á því viðhlítandi
skýringu hversvegna fólk er
hætt að hafa samfarir og bú-
ið að steingleyma hvernig á
að fara að því.
Svarið er svosem sáraein-
falt. Ef þess er ekki vandlega
gætt að hafa jafnan á boð-
stólum, á prenti, í fjölmiðl-
um og í menntastofnunum,
ítarlegt fræðsluefni um ríð-
ingar þá fellur þessi heilsu-
samlega og bráðskemmti-
Iega dægradvöl í gleymsku.
Eg óttast, einsog kynlífs-
sálfræðingarnir, að van-
kunnátta í bólförum sé að
verða svo almenn að „do-
do“ afleggist með öllu.
Af framansögðu má geta
sér þess til hve glaður ég
varð þegar ég kíkti inní
bókabúð í gær, svona einsog
til að athuga í hvaða farvegi
jólabókaflóðið ætlaði að
renna í ár, og rakst á tvö vís-
indarit og tvær veglegar og
vandaðar kynlífsbækur
myndskreyttar í skrautút-
gáfu og vel til þess fallnar að
endurvekja hina gömlu
þjóðlegu íþrótt samfarirnar
og hin fjölmörgu afbrigði
hennar.
Þetta eru öndvegisritin
UNAÐSDRAUMAR og
ÍMYNDANIR KYNLÍFSINS
sem fjallar um skilning og
auðgun eigin hugarheims og
ÁSTARATLOT, UNAÐUR
KYNLÍFS í MYNDUM OG
MÁLI.
Báðar eru bækurnar eftir
kynsálfræðinginn Dr. And-
rew Stanway.
Grunnhyggið fólk sem kík-
ir í þennan litteratúr gæti lát-
ið sér detta í hug að myndir
og mál þessara bóka væru
grófasta klám og til þess fall-
in að græða á þeim peninga,
en við sem viljum endur-
vekja hina gömlu, góðu
íþrótt, samfarirnar, fögnum
þessum þjóðháttafræðilegu
vísindaritum sem gefa ótví-
ræða vísbendingu um það á
hvaða plani bókaþjóðin er.
I „Islenskum þjóðháttum"
er frá því skýrt hvernig telpa
var vakin til ásta með því að
setja umfeðmings- eða
brönugras undir koddann,
bera jónsmessunæturdögg á
augnlokin, leggja baldurs-
brá í sætið og sprettfisk í lóf-
ann og kyssa hana svo blíð-
lega á ennið.
Kynfræðslan í dag helgast
frekar af þéssum húsgangi:
Gott er og gaman
að gera hitt saman
aftan og framan
ofan og neðan
einkum ef daman
er ánægð á meðan.
FlOt Ölafsson