Pressan - 28.11.1991, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. NÓVEMBER 1991
27
Frumsýningargestir hjá Þjóðleikhúsinu fá um 3.000 til 3.600 krónur í styrk frá skattborgurum.
Gestir á tónleikum Sinfóníunnar fá hins vegar rúmar 21 þúsund krónur í styrk.
ÞIÍSUND KROUIA STYRKUR
Miðaverð á tónleika Sinfón-
íuhljómsveitar íslands er nið-
urgreitt um 17 þúsund krónur
að jafnaði af skattborgurum.
Á einum tónleikum getur
styrkur numið alls um 8,5
milljónum króna. Niður-
greiðsla á miðum i Þjóðleik-
húsið er minni, eða um 3.000
til 3.600 krónur. Þar sem gest-
ir Listasafns íslands greiða
ekkert fyrir aðgang að list-
sýningum má líta svo á að
þeir þiggi um 550 krónur í
niðurgreiðslu.
21 ÞÚSUND KRÓNA
NIÐURGREIÐSLA Á
TÓNLEIKUM
SINFÓNÍUNNAR
Tónleikagestur sem kaupir
sér miða í besta sæti á tón-
leikum Sinfóníuhljómsveitar
íslands greiðir 1.500 krónur
fyrir. Þar sem tekjur Sinfón-
íunnar af miðasölu standa
ekki undir nema um 7,6 pró-
sentum af rekstrargjöldum
hennar greiðir tónieikagest-
urinn í raun aðeins hluta
kostnaðarins af tónleikunum.
Raunvirði miða hans er því
um 22.760 krónur. Mismun-
urinn á þeirri upphæð og
þeim 1.500 krónum sem tón-
leikagesturinn greiddi, eða
um 21.260, kemur úr ríkis-
sjóði og frá ríkisstofnunum.
Verð á miðum á sinfóníu-
tónleika er mismunandi eftir
því hvar gestir sitja í Háskóla-
bíói. Það er frá 900 og upp í
1.500 krónur, meðalverðið
því um 1.200 krónur. Meðal-
niðurgreiðslur á miða eru
samkvæmt því um 17 þúsund
krónur. Ef gengið er út frá því
að tónleikagestir fylli Há-
skólabíó að hálfu nema þær
um 8,5 milljónum á hverja
tónleika.
Þessi niðurgreiðsla kemur
annars vegar beint úr ríkis-
sjóði og hins vegar frá Ríkis-
útvarpinu. Ríkisútvarpið er
sem kunnugt er á fjárlögum
og ríkissjóður greiðir tap-
rekstur þess. Það má því
segja að niðurgreiðslan á
miðunum á tónleika Sinfón-
íunnar komi beint úr ríkis-
sjóði, þó svo að hluti hennar
renni í gegnum bókhald Rík-
isútvarpsins.
Þrátt fyrir að tónleikagestir
greiði ekki nema rúm sjö pró-
sent af rekstrarkostnaðinum
er verði aðgöngumiða að
tónleikum Sinfóníunnar
mjög stillt í hóf. Til saman-
burðar kostar um 500 krónur
á erlenda bíómynd og um
700 krónur á innlenda mynd.
Tónleikar Sinfóníunnar verða
því að teljast tiltölulega ódýr
skemmtun, — mjög ódýr ef
miðað er við að tónleikarnir
eru aðeins fluttir einu sinni
og af miklum fjölda manna.
HVER SYNING STYRKT
UM 1,3 MILLJÓNIR
Gestir í Þjóðleikhúsinu
greiða einnig 1.500 krónur á
venjulegar sýningar. Ef mikið
er lagt í uppsetninguna
hækkar miðaverðið. Þannig
kemur til með að kosta 1.800
krónur á Rómeó og Júlíu.
Þjóðleikhúsið fær 274 millj-
ónir til rekstrar á fjárlögum
og aukafjárlögum. Inni í
þeirri tölu eru ekki framlög til
viðgerða á húsinu sjálfu.
Áætlað er að miðasala skili
um 137 milljónum á árinu.
Styrkur ríkisins er því helm-
ingi hærri en framlag leikhús-
gesta.
Með öðrum orðum þá kost-
ar miði á leiksýningu í Þjóð-
leikhúsinu 4.500 til 5.400
krónur. Gestirnir greiða einn
þriðja og ríkið niðurgreiðir
miðann að tveimur þriðju.
Þjóðleikhúsið tekur 530
manns í sæti. Ef gert er ráð
fyrir að selt hafi verið í um 75
prósent sætanna er heildar-
styrkurinn á hverja sýningu
um 1,3 til 1,4 milljónir króna.
FRÍTT INN OG ÓKEYPIS
KAMPAVÍN í HLÉI
Borgarleikhúsið er sjálf-
stæð stofnun en nýtur styrkja
frá ríki og borg. Þeir styrkir
ná hins vegar ekki að greiða
jafnstóran hluta af rekstrar-
gjöldum Leikfélags Reykja-
víkur og hjá Þjóðleikhúsinu.
Undanfarin ár hafa styrkirnir
numið rétt um 50 prósentum
af útgjöldunum. Miðarnir í
Borgarleikhúsið eru ekki nið-
urgreiddir nema um helming
á meðan miðarnir í Þjóðleik-
húsinu eru niðurgreiddir um
tvo þriðju.
Opinberir styrkir til Leikfé-
lags Reykjavíkur eru rúmar
100 milljónir í ár. Styrkir til
rekstrar Þjóðleikhúsinu eru
hins vegar 274 milljónir, eins
og áður var sagt. Mismunur-
inn er 174 milljónir. Einn leik-
félagsmanna sagði í samtali
við PRESSUNA að ef Leikfé-
lag Reykjavíkur nyti jafnmik-
illa styrkja og Þjóðleikhúsið
gætu þeir haft frítt inn á leik-
sýningar og boðið öllum gest-
um sínum upp á kampavín í
hléi!
Það er dálítið einkennilegt,
í Ijósi þess hversu miklu
meira tap er á rekstri Þjóð-
leikhússins en Leikfélagsins,
Leikfélagsmenn segjast geta haft frítt inn á leiksýningar og boöið öllum upp á
kampavín í hléi fyrir styrkinn sem Þjóðleikhúsið fær.
að miðaverð hjá Leikfélaginu
er örlitlu hærra, eða 1.600
krónur á almenna sýningu í
stað 1.500 króna hjá Þjóðleik-
húsinu. Hluti af ríkisstyrkjun-
um til Þjóðleikhússins fer því
í að halda miðaverðinu undir
því sem samkeppnisaðilinn
getur boðið upp á.
3 ÞÚSUND TIL AÐ FÁ
EITTHVAÐ FYRIR
24 ÞÚSUND
Eitt dæmi enn um niður-
greiðslu á list er í Listasafni ís-
lands. Þar er ókeypis á sýn-
ingar. Rekstrarkostnaður
safnsins er tæplega 43 millj-
ónir. Ef ætti að láta gesti
safnsins standa straum af
þeim kostnaði þyrftu þeir að
greiða um 550 krónur inn á
sýningar. Ef markið væri sett
lægra mætti innheimta fjórð-
ung af rekstrarkostnaðinum
með því að krefja gesti um
140 krónur fyrir að skoða
sýningar safnsins.
í umræðum um landbúnað-
armál hefur verið deilt um
hverjir njóti niðurgreiðsln-
anna. Sumir halda því fram
að þær tilheyri neytendum,
aðrir bændunum og enn aðr-
ir líta á þær sem stuðning við
byggðina í landinu. Sjálfsagt
eru svipuð viðhorf uppi um
niðurgreiðslur á miðum á
leiksýningar, tónleika og list-
sýningar. Hægt er að líta á
þær sem styrk til starfs-
manna viðkomandi stofnana,
styrk til sýningar- og tón-
leikagesta eða styrk til handa
listinni sjálfri.
Hvernig svo sem litið er á
málið lítur dæmið þannig út,
frá skattborgaranum séð, að
ef hann leggur til 3.000 krón-
ur í aðgöngumiða á eina Sin-
fóníutónleika og eina leik-
sýningu í Þjóðleikhúsinu get-
ur hann sótt þær rúmu 24
þúsund krónur sem hann var
þegar búinn að greiða fyrir
þessa þjónustu. Ef hann legg-
ur ekki til þessar 3.000 krón-
ur fær hann ekkert fyrir 24
þúsund krónurnar sínar.
Gunnar Snnári Egilsson
En svona hugsar maður
reyndar i hverju jólabókaflóð-
inu á eftir öðru. I fyrra, þegar
Bubbi, Megas og allir hinir
komu út, hélt maður að útgef-
endur hefðu gelt sig. Nú væri
það búið. Eftir þetta yrðu öll
flóð aðeins sprænur. En hvað
gerðist? Útgefendur hafa enn á
ný galdrað fram flóð sem tekur
öllum eldri fram.
Á næsta ári munu þeir enn
fara fram úr sjálfum sér. Þá
komaþeirábyggilega með ævi-
sögu Halla til að fylgja vel-
gengni Ladda eftir. Og annað
bindið i æviminningum Ómars
Ragnarssonar sem verða ör-
ugglega tíu bindi. Hann fer ekki
að missa hárið fyrr en i sjötta
bindi. Ævisaga Rósu ingóHs-
dóttur, Næst á dagskrá — end-
urminningar kynnis, kemur út
’lafsson með viðauka um
Bjössa bollu. Heimir Steins-
son mun sjálfur skrifa endur-
minningar sínar frá Þingvöllum
og fyrsta bindið i æviminning-
um Hrafns Gunnlaugssonar
litur dagsins Ijós, — þær verða
tileinkaðar Ingmar Bergman,
eins og þær séu honum að
kenna. Næstu jól verða lika
biskupajól þvi þá munu þrjár
bókaútgáfgur gefa út endur-
minningar þriggja biskupa.
Þegar fer að líða að jólum gripur
um sig gifurleg spenna um
hvaða biskup er vinsælastur til
gjafa meðal þjóðarinnar og um
tíma liggur við að kirkjan klofni
sökum þessa. Rúnar Júliusson
verður meö sinar æviminning-
ar og líka Raggi Bjarna, Ingi-
marEydalog Valgeir Guöjóns-
son. Jakob Frimann Magnús-
son mun gefa út bókina Árið
mitt í utanríkisþjónustunni og
Hemmi Gunn sendir frá sér
sjálfsævisögu. Þá kemur út
bókin sem Garöar Cortes byrj-
aði á í fyrra þegar Kristján Jó-
hannsson fékk sína bók. Það
kemur líka út bók um Helga
Tómasson, Wathne-systur og
Joe Grimson.
Það verður hins vegar lítiö
um skáldsögur sem endranær.
Það er helst að einhverjar kon-
ur sendi frá sér bækur, enda er
skáldsagan svo illa borguö að
skáldastéttin er orðin að
kvennastétt. Það er helst að
einhverjir drengir úr
Voga-slömminu reyni að senda
frásérbókogbók. Ogsvonátt-
úrlega Jón Ottar.
TVÍFARAKEPPNI
PRESSUNNAR - 22. HLUTI
Hérkoma tvifararsem báðireru
herskáir. Generáll George Cust-
er leiddi Bandaríkjaher inn i
eina mestu auðmýkingu i sögu
hans þegar indíánar stráfelldu
hermenn við Little Bighorn.
Jón Baldvin Hannibalsson
leiddi íslendinga hins vegar í
orrustunni um EES og hefur
fengið mun mildari dóm i sög-
unni en Custer, — enn að
minnsta kosti. En báðireru þeir
skeggjaðir (Jón Baldvin klippir
sitt aðeins sneggra en Custer),
báðir hafa þeir liðað hár, báðir
eru þeir með hvasst nef og
augnaráð og báðir gengu þeir
með hatt, — Custer allt fram i
andlátið en Jón Baldvin allt þar
tilhann seldihattinn á uppboði.
smaa
letrið
Hvern fjárann ætla þeir eig-
inlega að gefaút um næstu jól?
Er von að spurt sé? Nú þegar
hrúgast yfir okkur æviminning-
ar Jónasar Jónassonar, Ladda,
Ómars Ragnarssonar, Errós og
Heiöars snyrtis. Hefði ekki ver-
ið vit í því að treina þetta dálít-
ið? Láta einn og einn af bestu
molunum um hver jól i stað
þess að hrúga þeim öllum i
einu á veisluborðið?