Pressan - 28.11.1991, Side 8
8
FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. NÓVEMBER 1991
Hér eru rakin Qögur dæmi um hvernig aöstoð Byggðastofnunar við fyrirtæki hefur
nýst til fjölgunar atvinnutækifæra á landsbyggðinni. Þessi fjögur tilfelli hafa kostað
1.600 milljónir króna og hafa búið til 140 ársverk. Dýrustu ársverk stofnunarinnar
hafa kostað 40 milljónir stykkið.
Miklilax í Fljótum veitir nú á milli 16 og 17 manns atvinnu á stað þar
sem engin byggð var fyrir.
Byggðastefnan sem birst hefur
undanfarin sex ár í störfum Byggða-
stofnunar, atvinn utryggingadeildar
Byggðastofnunar og Hlutafjársjóðs
Byggðastofnunar hefur verið þjóð-
arbúinu dýr. Útistandandi lán og
hlutafé þessara fyrirtækja eru nú
um 20 milljarðar króna og virðist
margt benda til að stóran hluta þess
verði að afskrifa með einum eða
öðrum hætti.
Það er líklega ekki hægt að finna
dýrari aðferð til að búa til atvinnu
úti á landi en að láta Byggðastofnun
um verkið. Hlutverk stofnunarinnar
er að stuðla að „þjóðfélagslega hag-
kvæmri þróun byggðar í landinu".
Þetta hefur meðal annars birst í
þeim fjórum dæmum sem hér eru
rakin.
í Miklalaxi í Fljótum kostar um 40
milljónir að búa til starf og árangur
þess er að tekist hefur að fjölga
Fljótamönnum um sjö. Við Axar-
fjörð er líkt á komið fyrir Silfur-
stjörnunni — þar kostar starfið um
20 milljónir króna en þetta eru tveir
langstærstu skuldarar stofnunarinn-
ar. í Nauteyrarhreppi er Byggða-
stofnun að berjast fyrir kröfu sinni
vegna aðstoðar við fiskeldi þar sem
ársverkið kostaði stofnunina einnig
40 milljónir. Heimamenn standa
slyppir eftir þegar fyrirtækið er
komið í þrot. A Suðureyri hefur
Byggðastofnun rekið einar mestu
björgunaraðgerðir sínar en er nú
hætt. Þrátt fyrir að hafa borgað fjór-
ar milljónir með hverju ársverki í
Fiskiðjunni Freyju/Hlaðsvík hefur
íbúunum fækkað um 32 prósent.
Það er kannski táknrænt fyrir
ástandið að aldrei hefur verið gerð
athugun hjá Byggðastofnun um
kostnaðinn bak við hvert atvinnu-
tækifæri sem lánveitingar sjóðsins
hafa stuðlað að. „Alltaf þegar við
höfum ætlað að fara að reikna þetta
hafa komið upp einhverjar krísur
sem við höfum orðið að ráðast í,“
sagði einn af starfsmönnum stofn-
unarinnar þegar hann var spurður
um þetta.
Útistandandi lán Byggðastofnun-
ar eru nú um 9 milljarðar króna eða
svipað og hjá Atvinnutrygginga-
sjóði. Eigið fé stofnunarinnar er um
1.650 milljónir. Óhemjuhátt hlutfall
af því er hjá stærstu skuldurunum.
MIKLILAX MEÐ 85 MILLJÓNIR
í VANSKIL ÞRÁTT FYRIR
NÝFENGNA STYRKI
Stærsti einstaki skuldari Byggða-
stofnunar er fiskeldisfyrirtækið
Miklilax hf. í Fljótum i Skagafirði.
Staðsetning fyrirtækisins hefur vak-
ið athygli manna, því þar var engin
byggð fyrir. Staðsetningin var rök-
studd að nokkru út frá því hve auð-
veld vatnstaka væri þarna, en hún
hefur reynst mun minni og kostnað-
arsamari en gert var ráð fyrir. Því
hefur reyndar lengi verið haldið
fram að Miklilax sé að nokkru leyti
afkvæmi Stefáns Gudmundssonar,
þingmanns Skagfirðinga, sem um
langt skeið var stjórnarformaður
Byggðastofnunar.
Einnig vilja menn rekja þróun
Miklalaxævintýrisins til niðurstöðu
nefndar undir forystu Ólafs Isleifs-
sonar, efnahagsráðgjafa Porsteins
Pálssonar í forsætisráðherratíð
hans. Sú nefnd átti einmitt að leggja
til hvernig skyldi brugðist við hruni
seiðamarkaðarins. Niðurstaða
nefndarinnar var að það gæti verið
hagkvæmt að ala seiðin upp í slátr-
unarstærð. Upp úr því hófust stór-
felldar lánafyrirgreiðslur til Mikla-
lax.
Miklilax hefur nú fengið 558 millj-
ónir króna í föst lán, en inni í því eru
65 milljónir sem voru afskrifaðar á
árinu. Til viðbótar fékk fyrirtækið
21,2 milljónir króna úr Atvinnu-
tryggingasjóði, sem er nú sérstök
deild í Byggðastofnun, og þá fékk
fyrirtækið 48 milljónir í sérstakan
styrk í haust þegar stjórn Byggða-
stofnunar komst að því að láns-
hæfni fyrirtækisins væri engin.
Þrátt fyrir allar þessar aðgerðir er
vanskilastaða fyrirtækisins nú um
85 milljónir króna hjá Byggðastofn-
un. Þá er átt við gjaldfalínar afborg-
anir og vexti.
40 MILLJÓNA KRÓNA STARF
HJÁ MIKLALAXI
Til viðbótar 627,2 milljónum í lán
og styrki er rétt að tilgreina þær
24,3 milljónir sem Byggðastofnun á
í hlutafé hjá fyrirtækinu. Auk þess
hefur stofnunin lánað einstakling-
um og fyrirtækjum í Fljótum nokkr-
ar upphæðir til að kaupa hlutafé,
mest 1989 að andvirði 15,3 milljónir
króna. Samtals gerir þetta 666,8
milljónir.
Hjá Miklalaxi vinna nú 12 manns
í föstu starfi, en ef tekinn er inn í
dæmið sá viðbótarstarfskraftur sem
vinnur við slátrun má gera ráð fyrir
að stöðin leggi til 16 til 17 ársverk.
Miðað við þær 667 milljónir sem
Byggðastofnun lagði til Miklalax er
því unnt að segja að ársverkið þar
hafi kostað um 40 milljónir króna.
Á móti segja Miklalaxmenn að
þeim hafi tekist að snúa við fólks-
flóttaþróun. Frá 1971 til 1985 fækk-
aði íbúum Fljótahrepps um 32 pró-
sent, úr 253 í 171. Síðan hefur þetta
nokkurn veginn staðið í stað, en íbú-
arnir eru nú 178. Þessi sjö íbúa fjöig-
un síðan 1985 er því ávöxtur
byggðastefnunnar.
SILFURSTJARNAN MEÐ
20 MILLJÓNA KRÓNA STÖRF
Fiskeldisfyrirtækið Silfurstjarnan
hf. í Öxarfjarðarhreppi hefur fengið
næstmest hjá Byggðastofnun, en í
hreppnum eru skráðir 119 íbúar.
Fyrirtækið hefur fengið 340 milljón-
ir króna í bein lán og að auki á
Byggðastofnun 15 milljónir í hlutafé
í fyrirtækinu. Auk þess hefur stofn-
unin lánað um 14 milljónir til hluta-
bréfakaupa í fyrirtækinu. Síðast en
ekki síst ber að geta þess að í haust
fékk fyrirtækið 25 milljónir króna í
styrk á sömu forsendum og Mikli-
lax.
Þá hefur Silfurstjarnan fengið um
12,5 milljónir krdna frá Lánasjóði
Vestur-Norðurlanda, sem er nokk-
urs konar byggðasjóður og er reynd-
ar með útibússkrifstofu í Byggða-
stofnun á Rauðarárstíg. Geta má
einnig neyðarláns til fiskeldisfyrir-
tækja sem ríkisstjórnin úthlutaði á
árinu að upphæð 28 milljónir. Þrátt
fyrir þetta allt er vanskilastaða Silf-
urstjörnunnar hjá Byggðastofnun á
þessari stundu 73 milljónir króna.
Hjá fyrirtækinu eru nú á milli 18
og 20 starfsmenn og hafa aldrei ver-
ið fleiri, enda nýbyrjað að slátra þar
reglulega. Má því leiða líkur að því
að starfið hjá Silfurstjörnunni kosti
um 20 milljónir króna.
KOSTAÐI BYGGÐASTOFNUN
120 MILLJÓNIR AÐ BÚA TIL
3 ÁRSVERKí
NAUTEYRARHREPPI
Sem dæmi um hvernig fyrir-
greiðsla Byggðastofnunar deilist
niður á hreppa má nefna lán til íslax
hf. í Nauteyrarhreppi í ísafjarðar-
djúpi. Þar búa 59 manns, en hjá fyr-
irtækinu eru hins vegar ekki nema
3 ársverk. Fyrirtækið var tekið til
gjaldþrotaskipta nú í október og var
Byggðastofnun með stærstu kröf-
urnar eða samtals 120 milljónir
króna. Þessar 120 milljónir, lánaðar
á árunum 1986—1989, höfðu farið í
að búa til 3 ársverk. Það er því ekki
nema von að heimamenn sitji dálít-
ið hissa eftir, eftir að þessi ósköp
hafa dunið yfir.
„Við í Djúpinu sluppum blessunar-
lega frá refaræktinni. Þeir voru fáir
sem hættu sér út í hana og fáir sem