Pressan - 28.11.1991, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. NÓVEMBER 1991
7
ívar Hauksson. Hann hefur verið ákærður tvisvar. Annars vegar fyrir líkamsárás og hins vegar fyrir
alvarlegar ofbeldishótanir.
RUKKAR
Hallvaröur Einvardsson ríkissak-
sóknari staðfestir að embætti hans
hafi gefið út ákæru á hendur ívari
Haukssyni vaxtarræktarmanni.
Akæran er gefin út vegna fann-
sókna á hótunum ívars við inn-
heimtuaðgerðir. Gunnar Steíáns-
son, fulltrúi ríkissaksóknara, fer
með málið af hálfu embættisins.
Hann staðfestir einnig að búið sé að
gefa út ákæru.
Málið er komið til meðferðar í
Sakadómi Reykjavíkur. Ekki náðist
til dómarans sem fer með málið og
því fékkst ekki staðfest hvort búið
væri að birta ívari ákæruna.
Rannsóknarlögreglan hefur haft
nokkrar kærur á hendur ívari
Haukssyni til meðferðar.
HÓTAÐl ALVARLEGU OFBELDI
ívar er ákærður fyrir að hafa hót-
að ofbeldi við innheimtuaðgerðir. í
þeim málum sem nýja ákæran er
byggð á var ekki um ofbeldi að
ræða, heldur alvarlegar hótanir um
líkamsmeiðingar. ívar hótaði að
neyta aflsmunar, en eins og flestir
vita er Ivar þrautþjálfaður vaxtar-
ræktarmaður og hefur eflaust mikla
líkamsburði.
Samkvæmt heimildum PRESS-
UNNAR er ívar ákærður fyrir að
hafa brotið gegn 233. grein al-
mennra hegningarlaga. Þar segir:
„Hver, sem hefur í frammi hótun
um að fremja refsiverðan verknað,
og hótunin er til þess fallin að vekja
hjá öðrum manni ótta um líf, heil-
brigði eða velferð sína eða annarra,
þá varðar það sektum, varðhaldi
eða fangelsi allt að 2 árum.“
í Sakadómi Reykjavíkur er eldra
mál á hendur ívari til meðferðar.
Þar er hann ákærður fyrir líkams-
árás. í því tilfelli mun ekki vera um
innheimtuaðgerðir að ræða, sam-
kvæmt því sem PRESSAN kemst
næst, heldur átök við annan mann á
skemmtistað.
Þar sem búið er að ákæra hann
aftur er líklegt að þessi mál verði
sameinuð og rekin samtimis fyrir
dómnum.
ívar Hauksson er ekki eini maður-
inn sem kærður hefur verið til lög-
reglu fyrir að hafa farið offari við
innheimtuaðgerðir. Rannsóknar-
lögreglan hefur haft kærur á hendur
fleiri mönnum til rannsóknar.
PRESSUNNI er ekki kunnugt um að
fleiri menn hafi sætt ákæru vegna
fantalegra innheimtuaðgerða.
FÓLK ER HRÆTT VIÐ ÍVAR
Það hefur færst í vöxt að inn-
heimta sé reynd með ofbeldi eða
hótunum um ofbeldi. Nokkrir af við-
mælendum PRESSUNNAR segja að
þessu verði að linna þar sem um sé
að ræða óvægnar aðferðir þar sem
venjulegt fólk eigi sér litla von gegn
þrautþjálfuðum kraftamönnum.
,,Ég vildi frekar vera í skotgröfun-
um en segja eitthvað um ívar
Hauksson opinberlega," sagði einn
þeirra sem fengu ívar yfir sig í inn-
heimtuham.
„Maður tengdur mér lenti í einum
þessara manna. Ég vil ekki segja
hver það er, en rukkarinn er vel
þekktur maður," sagði einn viðmæl-
enda PRESSUNNAR.
í sumar sem leið var ívar kærður
til lögreglunnar í Hafnarfirði. I því
tilfelli var um líkamsárás að ræða.
Málið er til rannsóknar. Lögreglan í
Hafnarfirði hefur sent málið frá sér.
VONUM SEINNA
Eftir því sem næst verður komist
starfar Ivar nær eingöngu við inn-
heimtu. Hann starfar einnig fyrir Al-
an Ball sem flytur inn erlendar
rokksveitir og hefur staðið fyrir
hljómleikahaldi hér á landi. Ivar er
nokkurs konar lífvörður meðlima
þeirra erlendu hljómsveita sem
hingað koma á vegum Alans Ball.
„Ivari var falið að innheimta
skuld hjá Alan. Skuldin var aldrei
innheimt heldur réð Alan ívar til
starfa hjá sér,“ sagði einn þeirra sem
PRESSAN ræddi við.
PRESSAN leitaði til rannsóknar-
lögreglu ríkisins vegna þessa máls.
Ekki var hægt að fá uppgefin efnis-
atriði einstakra mála, en staðfest
var að rannsóknarlögreglan hefði
haft kærur á hendur Ivari til með-
ferðar.
„Það hefði átt að vera búið að
stöðva þennan mann fyrir löngu.
Það er ekki verjandi að hann og aðr-
ir ámóta komist upp með að hrella
fólk, hóta því og jafnvel berja, vegna
þess eins að það skuldar peninga.
Segja má að þetta sé vonum seinna
sem ákæran kemur,“ sagði lögreglu-
maður sem PRESSAN ræddi við.
Hjá þeim viðmælendum
sem PRESSAN leitaði til kom
greinilega í ljós að fólk er hrætt við
að tala um samskipti sín og ívars.
Einn þeirra sem rætt var við sagði
það skiljanlegt og bætti við að þeir
sem hefðu lent í honum einu sinni
kærðu sig ekki um að lenda í slíku
aftur.
FÉLL Á LYFJAPRÓFI
ívar Hauksson keppti sem Islands-
meistari á heimsmeistaramóti vaxt-
arræktarmanna. ívar var tekinn í
lyfjapróf og í niðurstöðum prófanna
kom í Ijós að hann hafði neytt horm-
ónalyfja. Það varð til þess að hann
var úrskurðaður frá frekari keppni.
Áður en ívar sneri sér að vaxtar-
rækt var hann efnilegur golfleikari.
Hann þótti eiga talsverða framtíð
fyrir sér í þeirri íþrótt, en hann sneri
sér að vaxtarrækt og hefur ekki
keppt í golfi síðustu ár.
Sigurjón Magnús Egilsson
Sigurður Már Jónsson,
og Haraldur Jónsson
Embætti ríkissaksóknara
hefur sent frá sér ákæru á
hendur ívari Haukssyni
vaxtarræktarmanni. Hann
er ákærður fyrir brot á 233.
grein hegningarlaga.
í henni segir: „Hver, sem
hefur í frammi hótun um
að fremja refsiverðan
verknað, og hótunin er til
þess fallin að vekja hjá
öðrum ótta um líf,
heilbrigði eða velferð sína
eða annarra, þá varðar
það sektum, varðhaldi
eða fangelsi allt
að tveimur árum."