Pressan - 28.11.1991, Blaðsíða 38

Pressan - 28.11.1991, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. NÓVEMBER 1991 'Jííjjnr J>jóð§öguv / / Már Asgeirsson bæjarstarfsmaður er sjálfsagt sá Islendingur sem á hlut í flestum fyrirtækjum. Hann safnar hlutabréfum. Sökum þessarar ástríðu á hann í deilum við Láru Margréti Ragnarsdóttur þingmann um hlut í Steinullarverksmiðjunni. /í/T^VN SJÚKDÓMAR OG FÓLK Má nauðga stúlkum á „En hvers vegna hringdir þú í gær og sagðist hafa framið innbrotið?" spurði einn lögreglumannanna. „Þannig var að ég vissi að ekki var búið að upplýsa þetta mál. Ég var hálfþunn- ur og illa fyrirkallaður. Ég var með móral, hafði rifist við gamla settið, það er pabba og mömmu, og gat hvergi sofið. Ég þóttist viss um að ef ég segðist vera sekur munduð þið bjarga mér um svefnstað. Það gekk allt eftir. Mér líður mun betur núna," sagði sí- brotamaðurinn og endaði viðtalið með því að spyrja hvort hann mætti ekki fara. Leyfið var veitt. (úr smákrimmasögum) Nauðgun er fólgin í því að þröngva annarri manneskju til holdlegs samræðis með ofbeldi eða hótunum. Á ensku kallast verknaðurinn rape sem komið er af latn- esku sögunni rapere sem þýðir að grípa, taka, bera á brotv. í fyrstu lögum um nauðganir var álitið að um brot vavri að ræða gagnvart eignartétti karlmannsins á konunni, en afstaða hennar skipti litlu máli. Konan var lögbundin eign eiginmanns eða föður og kynferðislegt samneyti við hana álitið móðgun við þá. Hún var yf- irleitt álitin meðsek í göml- um lagatextum. í lögbók Hammurabis frá Babýlon fyrir 4000 árum var maður sem gerði sig sekan um að nauðga hreinni mey líflátinn en ef hann nauðgaði giftri konu voru bæði konan og of- beldismaðurinn álitin sek og drekkt. Sama tilhneiging er í Gamla testamentinu (5ta Mósebók 22:22-26). Ef mað- ur leggst með giftri konu skulu bæði deyja. Ef hann hittir fastnaða stúlku innan borgarhliðanna og leggst með henni skulu þau bæði lamin með grjóti til bana í ofbeldi vekur viðbjóð og andstyggð langflestra. Samkvæmt einni kenn- ingu er ekki mögulegt að nauðga konu: „Það er ekki hægt að þræða nál sem er öll á iði.“ En ofbeldismaður- inn er oft vopnaður, mjög ógnandi og hótar konunni lífláti, svo að hún er dauð- hrædd. Við slíkar aðstæður bregðast konur við hætt- unni á ýmsa þá vegu sem spakvitrir lögmenn leggja út á versta veg fyrir þær. NAUÐGUN í KEFLAVÍK Nýlega kærði ung íslensk kona þrjá varnarliðsmenn fyrir nauðgun á Keflavíkur- flugvelli. Samkvæmt fjöl- miðlum bar hún þessum verknaði glögg merki og hefur átt við andlega erfið- leika að stríða síðan. Ríkis- saksóknari ákvað fyrir skemmstu að höfða ekki ákæru á hendur þessum mönnum. Hann taldi sig ekki hafa nægilega mikið af sönnunargögnum í málinu, staðhæfing stæði gegn stað- hæfingu. Úrskurður sem þessi er í anda gamalla bá- bilja um nauðganir, hann gerir konuna mjög tortryggi- borgarhliðinu, stúlkan vegna þess að hún kallaði ekki á hjálp. BÁBILJUR UM NAUÐGANIR Mikið hefur verið skrifað um nauðganir á síðustu ár- um og reynt að útrýma ýms- um bábiljum um þetta efni sem einmitt koma fram í þessum lagatextum. Margir telja að kona, sem nauðgað er, bjóði upp á það; hún klæði sig á eggjandi hátt, daðri við karlmenn og stofni þannig eigin öryggi í hættu. Slík staðhæfing firrir karl- menn ábyrgð á eigin athæfi og gerir þá að ábyrgðarlaus- um þrælum langana sinna og hvata. Aðrir telja að kon- ur njóti nauðgunarinnar og vilji láta neyða sig til sam- ræðis. Þetta stenst ekki og lega en stendur vörð um hefðbundin réttindi karla að hafa samfarir við konu þeg- ar þeim þóknast. Stúlka sem fer heim með varnarliðs- mönnum býður hættunni heim og getur sjálfri sér um kennt. „Nei er meyjar já,“ stendur einhvers staðar. Varnarliðsmennirnir hug- prúðu margbreyttu fram- burði sínum við yfirheyrslur en það hafði engin áhrif á verði réttar og laga. Með svona niðurstöðu í fartesk- inu geta ófyrirleitnir pjakkar nauðgað að vild ölvuðum stúlkum átölulítið, t.d. um verslunarmannahelgi. Þeir þurfa ekki einu sinni að vera samhljóða í framburði held- ur einungis gæta þess að -gera stúlkuna sem tortryggi- legasta í augum dómend- anna. Þá vega orð hennar næsta létt. Eftirmáli þessar- ar fréttar hefur þó verið næsta lítill mér til mikillar furðu. Hvorki stuna né hósti hefur heyrst frá þeim ágætu samtökum, Stígamótum. Kannski má nauðga stúlkum á Keflavíkurflugvelli og þær eigi sér enga formælendur í kvennasamtökum í Reykja- vík. Málið er sennilega allt of viðkvæmt frá sjónarhóli ís- lensk-amerískra samskipta, framtíðar herstöðvarinnar, vaxandi atvinnuleysis á Suð- urnesjum og kynþáttahat- urs. Þegar miklir hagsmunir eru í húfi skiptir eitt stúlku- tetur engu. „Við Lára Margrét erum erkifjendur” Már á hlut í Eimskip, Flugleiðum, Síldarvinnslunni á Neskaupstað, Skeljungi, Olíuversluninni, Olíufélaginu, ÚA, Skagstrendingi, Granda og fjöldanum öllum af öðrum hlutafélögum. kjörsbaráttunni að útvega mér hlutabréf í Steinullar- verksmiðjunni þar sem hún er í stjórn. Það tók mig sex mánuði að fá sent bréf frá þeim að norðan, undirritað af allri stjórninni, þar sem stendur að ég eigi eitt bréf í félaginu og það er ég búinn að borga. Eg veit bara ekkert hvers virði bréfið er vegna þess að ég er ekki enn farinn að sjá hluthafaskrána. Hún gaf mér líka loforð um að koma mér inn í félag sem heitir fslensk-ameríska, sem er ætlað að efla menningar- tengsl milli íslands og Amer- íku. Ég hef ekkert heyrt frá því félagi heldur þó að Lára sé í stjórn þess. Nu hótar hún bara að láta reka mig úr starfi hjá Reykjavíkurborg ef ég hætti ekki að ganga eftir lof- orðunum. Svo var mér hótað lögreglunni þegar ég reyndi að grennslast fyrir um hvort ég væri orðinn félagi í ís- lensk-ameríska.“ En Már á líka önnur áhuga- mál en þau að safna hluta- bréfum og ganga eftir loforð- um Láru Margrétar. „Já já, ég æfi fótbolta með Fram annað slagið. Ég hef líka gaman af óperum og er meðal annars styrktaraðili ís- lensku óperunnar. Ég hef mikinn áhuga á ferðalögum og hef til dæmis komið til Frakklands, Þýskalands, Spánar, Hollands, Danmerk- ur og Egyptalands." Hvernig stóð á því að þú fórst til Egyptalands? „Ég var hluthafi í Arnar- flugi sáluga og fór í hluthafa- ferð með félaginu til Amster- dam og þaðan til Kairó. Nú er það félag komið á hausinn svo þú sérð hvað maður var vitlaus að kaupa bréf þar.“ Már fór til Spánar í sept- Aimenna bókafélaginu, ember síðastliðnum í tilefni af fimmtugsafmælinu sínu, til þess að þurfa ekki að halda afmælisveislu fyrir mann- skapinn, eins og hann segir sjálfur. Og hann ætlar að halda áfram ferðalögum í mörg ár enn áður en hann sest í helgan stein. Ætlar þú að kaupa hluta- bréf í fleiri fyrirtœkjum eða ertu búinn að fá nóg? „Nei nei, ég ætla að kaupa fléiri bréf, til dæmis í PRESS- UNNI. Það var gott að þú minntir mig á það, hvar er hann Friðrikl... ÓTTAR GUDMUNDSSON Rannsóknarlögreglan hafði eitt sinn verið lengi að rannsaka innbrot. Miklu var búið að kosta til rannsókn- arinnar, án sýnilegs árang- urs. Búið var að yfirheyra marga síbrotamenn, en allt kom fyrir ekki. Eitt þóttust menn vissir um; að síbrota- maður hefði framið inn- brotiö. Jæja, næst segir af þessu máli þegar kunnur sí- brotamaður hringir seint um kvöld í rannsóknarlög- regluna og játar á sig inn- brotið. Hann segist jafn- framt vera tilbúinn að gefa skýrslu strax. Rannsóknar- lögreglunni létti mikið. Sent var eftir manninum og hannfærðurtilskýrslutöku. „Mér er ómögulegt að sœtt- ast við þingmanninn fyrr en ég fœ send hluthafaskrá og lög Steinullarverksmiðjunn- ar á Sauðárkróki. Þar á nafn- ið mitt að vera ef pappírinn sem ég fékk sendan að norð- an er ekki marklaus," segir Már Ásgeirsson. Már er stór og þrekinn með þykkar vinnulúnar hendur. Þegar hann flutti til Reykja- víkur frá Ási í Ásahreppi í Rangárþingi árið 1947 byrj- aði hann að selja dagblaðið Vísi, síðan gerðist hann rukk- ari og hefur eflaust orðið vel ágengt ef dæma má af vaxt- arlaginu. Hann er nú starfs- maður Reykjavíkurborgar og ólíkur flestum öðrum starfs- systkinum sínum að því leyti að hann safnar hlutabréfum í íslenskum fyrirtækjum. Þegar komið var með manninn sást að hann var ekki í ástandi til að gefa skýrslu sakir ölvunar. Hann var því fluttur í fanga- geymslur og geymdur þar til næsta dags. Um hádegi daginn eftir var hann færður fyrir lög- reglumann sem byrjaði að yfirheyra hann. Strax kom í Ijós að hann hafði allt annað að segja nú en daginn áður; sem sagt hann dró allar játningar til baka. í fyrstu vildu lög- reglumennirnir ekki trúa þessum nýja framburði. Maðurinn benti þeim á að hann hefði verið á allt öðr- um stað á landinu þegar innbrotið var framið og því með öllu ómögulegt að hann bæri sök á innbrotinu. Lögreglan athugaði þetta og það reyndist rétt. Engir möguleikar voru til þess að maðurinn væri sá seki. Már er hluthafi í að minnsta kosti 20 fyrirtækjum, meðal annars í hlutafélögunum Eimskip, Flugleiðum, Skelj- ungi, Olíuverslun íslands, 01- íufélaginu, Útgerðarfélagi Akureyringa, Skagstrend- ingi, Síldarvinnslunni á Nes- kaupstað og Granda. Hann var þrítugur þegar hann keypti fyrsta bréfið sitt, sem var í Samvinnubankan- um. Síðan hefur hann keypt hvert bréfið á fætur öðru en einungis til að vera með, segir hann, takmarkið sé ekki að kaupa mörg bréf í hverju fé- lagi. En Már Ásgeirsson vill hafa allt sitt á hreinu. Þess vegna er hann ekki alveg sáttur við hana Láru þingmann. „Hún lofaði mér á sínum tíma þegar hún var í próf-

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.