Pressan - 28.11.1991, Blaðsíða 20
20
FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. NÓVEMBER 1991
s
Ik-Fterkur grunur leikur á að Stein-
grímur Hermannsson fari ekki
aftur í framboð. Meðal framsóknar-
manna á Reykjanesi
er þegar hafin bar-
átta um efsta sæti
framboðsiista þeirra
í kjördæminu.
Nokkrir gera tilkall
til sætisins. Þeirra á
meðal eru Jóhann
Einvarðsson, sem var i öðru sæti
síðast, og Níels Árni Lund, sem var
í þriðja sæti. En það eru fleiri sem
vilja sætið. Á nýafstöðnu kjördæm-
isþingi framsóknarmanna steig Sig-
urður Geirdal, bæjarstjóri í Kópa-
vogi, í pontu og gerði ýmsar athuga-
semdir við tillögu að stjórnmála-
ályktun. Allir vissu að Steingrímur
var höfundur ályktunarinnar. Til að
koma í veg fyrir orðaskak var fund-
urinn stöðvaður vegna gagnrýni
bæjarstjórans. Eftir rúmlega
klukkustundar hlé var ályktun
Steingríms samþykkt nær óbreytt.
Upphlaup Sigurðar þótti mistakast
illa og vera einstaklega klaufa-
legt...
v
▼ erslunarferðir Islendinga hafa
verið ýmsum umfjöllunarefni. Þeir
sem farið hafa í fjögurra daga ferðir
til Dyflinnar hafa iítinn tíma haft til
að kanna næturlífið og upplifa írska
kráarstemmningu. Allur tíminn hef-
ur farið í búðarráp og kjarakaup. Til
að Islendingarnir fái einhverja nasa-
sjón af kráarlifinu er þeim öllum
smalað eitt kvöld inn á bar. Þar sitja
síðan tvö hundruð fullir íslendingar,
syngja Þórsmerkurljóð og upplifa
ekta írska kráarstemmningu ...
jóðviljinn hefur fengið aðra og
síðari framlengingu á greiðslustöðv-
un sinni hjá skiptarétti og rennur
húnþví út 19. janúar
næstkomandi. Á sín-
um tíma var GuA-
rún Ágústsdóttir,
fyrrverandi borgar-
fulltrúi Alþýðu-
bandalagsins, fengin
til að stjórna áskrift-
arátaki til að bjarga lífi blaðsins og
var takmarkið sett á 2.000 eintök.
Nú hefur því starfi verið hætt vegna
þess að Þjóðviljinn ætlar að taka
þátt í stofnun nýja dagblaðsins sem
Gunnar Steinn Páisson hjá Ný-
mælum hf. er að undirbúa þessa
dagana .. .
✓
A
JL & þeim tíma sem eftir er af
greiðslustöðvun Þjóðviljans er ætl-
unin að ganga formlega frá því með
hvaða hætti Þjóðvilj-
inn kemur inn í út-
gáfu nýja dagblaðs-
ins, sem Nýmæli hf.
eru að undirbúa.
Þjóðviljamenn eru
þegar farnir að yfir-
gefa hið sökkvandi
skip og eru báðir ritstjórarnir þar
með taldir. Árni Bergmann hefur
snúið sér alfarið að kennslu i háskól-
anum og Helgi Guðmundsson
stendur við smíðar á nýja dagblað-
Utleiga á rykmottum
Skeifunni 11
Sími: 812220
í .. • |- f v--3—I
ÞJÓNÚSTA í SÉRFLjOKKI
fyrir verslanir, fyrirtæki, stofnanir og húsfélög.
Rykmotturnar, sem FÖNN leigirút, eru hreint ótrúlegar.
Vegna sérstakra elginlelka mottunnar hreinsar hún um 85% óhreininda
undan skósólum þeirra sem yfir hana ganga. Skipt er um motturnar reglu-
lega þannig aó „englnn kemst vaðandi inn á skltugum skónum".
Þar sem mottan er fyrir hendi hefur vinna og kostnaöur við hreingerningu
innandyra minnkað stórkostlega.
Hægt er að velja um stærðir og litl.
Hinar glfurlegu vinsældir rykmottunnar sanna ágæti hennar.
V
lights
f
SokkabuxLjjr fyrir
yngsfu dömnurnar.
5 stærðir: Infant: 0-12 mán.
1 Toddler: 12-24 mán.
I Small: 2-4 ára
Medium: 5-8 ára
Fallegir litir...
Sterkar, mjúkar
og passa vel.
Large:
9 -11 ára
Einkaumboö
g/g....
íslensk/////
inu hjá Nýmælum. Eftir sitja rit-
stjórnarfulltrúarnir Árni Þór Sig-
urósson og SigurAur A. FriA-
þjófsson, sem eru að fara að hrinda
af stað hinu árlega happdrætti
blaðsins. Ekki fylgir sögunni hvort
áskrift að Þjóðviljanum er meðal
vinninga í happdrættinu ...
Innan verktakabransans er mikið
rætt um höfnun Morgunblaðsins á
stærsta verktakafyrirtæki landsins.
Þrátt fyrir að Jó-
hann Bergþórsson
og þeir Hagvirkis-
menn byðu lægst í
nýbyggingu blaðsins
í Kringlunni ákvað
stjórn Árvakurs, út-
gáfufélags Morgun-
blaðsins, að taka tilboði ístaks, sem
var þó á milli 40 og 50 milljónum
króna hærra ...
*
U tvarpsstöðin FM birti í vikunni
heilsíðuauglýsingu í DV þar sem út-
varpskonan Valdís Gunnarsdóttir
er boðin velkomin
til starfa. Valdís var
rekin frá Bylgjunni í
fyrrasumar eftir að'
hún, í trássi við yfir-
menn sína, fór til
Bandaríkjanna í frí á
sama tíma og hún
átti að vera á vakt í vinnunni. Margir
af starfsmönnum Bylgjunnar urðu
hálffegnir brottrekstrinum, því
þeim fannst hún orðin heimaríkari á
Bylgjunni en góðu hófi gegndi...
UAUSN Á KROSSQÁTU Á BUS. 40
m
JEPPA
HJÓLBARD-
ARNIR
VINSÆLU
WHANK00K
Jeppahjótbarðar
frá Suður-Kóreu:
215/75 R15 kr. 6.550
235/75 R15 kr. 7.460
30- 9,5 R15 kr. 7.950
31- 10,5 R15 kr. 8.950
31-11,5 R15 kr. 9.950
33-12,5 R15 kr. 11.600
Hröð og örugg
þjónusta
BARÐINN hf.