Pressan - 28.11.1991, Blaðsíða 28

Pressan - 28.11.1991, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. NÓVEMBER 1991 * er með ólíkindum — Samninganefnd ríkisins lagöi sem kunnugt er fram samningsdrög i 25 liðum og var skjalinu illa tekid af uiösemjendunum. Þeir gátu þó brosaö i gegnum tárin. Skjalið uar suo morandi í stafsetningaruillum og öðr- um uitleysum að yfirlestur- inn þótti öðrum þræði hin besta skemmtun. I nefnd- inni er þó uelmenntað fólk, Agúst Einarsson prófessor, Birgir Guðjónsson skrif- stofustjóri, Guðríður Þor- steinsdóttir lögfræðingur, Magnús Pélursson ráðu- neytisstjóri og Steingrimur Ari Arason, aðstoðarmaður Friðriks Sophussonar fjár- málaráðherra. .. — Ólafur Ragnar Grímsson segir Alþýðubandalagið nú vera hin einu sönnu krata- samtök landsins eftir svik Alþýðuflokksins, en Jón Balduin Hannibalsson mót- mælir þessu harðlega og segir Ólaf vera framsókn- armann. Báðir geta þeir talist með frægari flokka- flökkurum landsins. Ólafur var í Framsókn, fór úr hon- um með Möðruvellingum til Samtaka frjálslyndra og vinstrimanna og loks í Al- þýðubandalagið. Jón Bald- vin var fyrst allaballi, síðan var hann í Samtökunum með Ólafi en fór síðan í Al- þýðuflokkinn. Ólafur og Jón mynduðu svo saman „Lifrarbandalagið" og ætl- uðu að sameina jafnaðar- menn, en nú er sá draum- ur úti. Samtökin voru ann- ars merkileg fyrir margra hluta sakir og þar var að finna á framboðslistum menn eins og Magnús Torfa Ólafsson, Bjarna Guðnason, Björn Jónsson, Hannibal Valdimarsson, Braga Jósepsson, Karuel fíálmason, Kristján Thorl- acius, fv. formann BSRB, Njörð P. Njarðvík lektor, Harald Henrýsson saka- dómara, Elías Snœland Jónsson, aðstoðarritstjóra DV, Sigvalda Hjálmarsson ritstjóra og Baldur Krist- jánsson guðfræðing . .. BROTTREKNIR STARFSMENN KÓS HAFA SAMEINAST sé betur mætt á árshátíð hjá okkur en hjá fyrirtækinu sjálfu," sagði einn félags- manna. ,,Ég get ekki beinlínis sagt að það sé stefna félagsins að auka þátttökuna sem mest, það er í raun háð af- komu og vilja annars ónafn- greinds aðila. En við erum bjartsýn! Því má bæta við að við sækjumst ekkert eftir skilningi stjórnvaida, fjár- laganefnd fær að vera í friði fyrir okkur.“ Þetta var þriðja árshátíð X- Kós og mætingin góð að vanda, milli 50 og 70 manns. Enn er dýrlegt að drottna Afar sérstætt félag hélt nokkurs konar árshátíð sína um síðustu helgi, fé- lagarnir hittust og áttu saman góða stund í Naustkjallaranum. Þetta er félagið X-Kós. X-Kós er nánar tiltekið félagsskapur brotrekinna og annarra fyrrverandi starfsmanna fyrirtækis- ins Kristjáns Ó. Skagfjörð hf. Fyrir fjórum til fimm árum var þetta heildsölu- fyrirtæki stórt í veiðar- færum, matvöru, bygg- ingarefnum og ekki síst í tölvubransanum. En þá komu nýir valdhafar til skjalanna og samkeppnin í tölvubransanum riðlaði stöðu fyrirtækisins. Næstu árin voru fjölmarg- ir starfsmenn látnir flakka og ýmsir hættu áður en þeir fengu reisupassann. Um fyrirtækið var áður sagt að ef einhver byrjaði hjá því vildi viðkomandi ekki hætta, svo góður væri vinnuandinn. Nú bar hins vegar svo við að framkvæmdastjóri var sér- staklega ráðinn til að draga saman seglin og hreinlega til að reka fólk. Þegar hann var búinn að því var hann síðan rekinn sjálfur. „Okkur sýnist vera fleiri í félaginu X-Kós en starfa hjá fyrirtækinu núna og að það Fyrir hartnær áratug sendi Guömundur Sœmundsson frá sér bókina ,,Ó, það er dýr- legt að drottna", háðska ádeilu á verkalýðshreyfing- una. Helsta kenning Guð- mundar var að innan hreyf- ingarinnar væru forystu- mannaskipti fátíð og for- mennska félaga og sam- banda gengi í pólitískar erfð- ir. Síðan hefur ýmislegt breyst en annað ekki. Ásmundur Stefánsson (XG) er enn forseti ASÍ. Þá var Björn Þórhalls- son (XD) varaforseti og síðar einnig Gudrídur Elíasdóttir (XA). Nú eru varaforsetar Ragna Bergmann (XA) og Örn Fridriksson (talinn óháð- ur). i Verkamannasamband- inu hefur Gudmundur J. Guö- mundsson (þá XG, nú óháður) vikið fyrir Birni Grétari Sveinssyni (XG) og varafor- maðurinn Karl Steinar Gudnason (XA) vikið fyrir Jóni Karlssyni (XA). í Lands- sambandi iðnverkafólks hef- ur Bjarni Jakobsson (XD) vik- ið fyrir Gudmundi Þ. Jónssyni (XG). í Landssambandi versl- unarmanna hefur Björn Þór- hallsson vikið fyrir Ingi- björgu Guðmundsdóttur (XD). í Málm- og skipasmiða- sambandinu hefur Guðjón Jónsson (XG) vikið fyrir Erni Friðrikssyni. í Sambandi byggingarmanna hefur Bene- dikt Davíösson (XG) vikið fyr- ir Grétari Þorsteinssyni (XG). í Alþýðusamböndum lands- hluta hafa orðið breytingar á formennsku í þeim öllum Guðmundur Sæmundsson, öskukarl og rithöfundur. nema Alþýðusambandi Vestfjarða, þar sem Pétur Sigurðsson (XA) ríkir enn. I einstökum félögum hafa ýmsir formenn stigið niður, eins og Aðalheiður Bjarn- freðsdóttir í Sókn, Hallgrímur Pétursson í Hlíf og Jón Helga- son í Einingu (höfuðandstæð- ingur bókarhöfundar). Hinir eru fleiri sem sitja sem fast- ast, svo sem Guðmundur J. í Dagsbrún, Ragna Bergmann í Framsókn, Guðríður Elías- dóttir í Framtíðinni, Grétar Þorsteinsson í Trésmiðafélagi Reykjavíkur, Guðmundur Hallvarðsson (XD) í Sjó- mannafélagi Reykjavíkur og Magnús L. Sveinsson (XD) í VR. Ekki skal fullyrt um hvort þróunin ýtir undir kenningar Guðmundar eða ekki. Hins vegar hafa orðið miklar breytingar á högum Guð- mundar sjálfs. Þá var hann háskólamenntaður „ösku- karl“ en nú, eða að minnsta kosti til skamms tíma, er hann sjálfstæður atvinnurek- andi í eigin fyrirtæki, verk- taki sem sér um útgáfu blaða og fleira. KYNLÍF Smokkurinn & neytandinn Ég var búin að lofa að halda áfram að fjalla um neytendamál smokkakaup- enda. Til að auka öryggi smokksins svo hann komi að tilætluðum notum þarf að huga að ýmsu við inn- kaup og geymsluaðferðir (hljómar þetta ekki heimil- islega?) Hver einasti smokkur á að vera í lokuðum, loftþétt- um umbúðum þegar þú færð hann í hendurnar. Ekki á að nota verju ef gat er á umbúðunum eða ef smokkurinn er augljóslega gallaður. Smokkurinn þarf líka að vera við höndina þegar þú hefur kynmök — annars kemur hann að eng- um notum — en þetta er atriði sem sumir athuga ekki nógu vel. Það er ekki nógu sniðugt að kaupa smokka en muna svo ekki hvar þú geymir þá. Aðrir hafa þetta á hreinu og eru ekkert að fela þá — hafa til dæmis óteljandi tegundir í öllum litum í skál við hlið- ina á rúminu. Elskhugan- um er boðið að gjöra svo vel og velja einhvern álit- legan. Ekkert fum og fát á síðustu stundu. Smokkar hafa geymslu- þol, ef réttar geymsluað- ferðir eru viðhafðar, í um það bil þrjú ár. Séu verjurn- ar ekki brúkaðar innan viku er best að geyma þær á svölum, þurrum stað. Mikill kuldi eða hiti skemmir latex-gúmmíið. Þú ættir til dæmis ekki að geyma þær lengi í hanska- hólfinu úti í bíl, en þar er ýmist afar hlýtt eða ískalt. „Höldum haus þó hjartað sé heitt,“ sá ég eitt sinn á veggspjaldi sem auglýsti getnaðarvarnir. Smokkur- inn má ekki gleymast og það verður að meðhöndla hann rétt. Smokkaumbúðir verður að opna varlega þótt það reynist stundum erfitt í hita og þunga leiks- ins. Það er ekki svo galin hugmynd að prófa nokkrar smokkategundir og finna þá sem auðveldast er að opna. Háskólanemar í Stanford-háskóla í Banda- ríkjunum sem tóku þátt í smokkakönnun á sínum tíma voru sérstaklega hrifnir af ákveðinni smokkategund sem gerir elskendum kleift að rjúfa umbúðirnar með annarri hendi. Fyrst ég er byrjuð að tala um að gera heima- kannanir er ekki úr vegi að framkvæma eigin gæða- prófun. Blása lofti í einn frjópokann og fyila hann af vatni til að sjá það með eig- in augum hvað verjur eru sterkar og teygjanlegar. Leiktu þér með þá þar til þeir springa — þá kemstu að raun um hvað þolmörk- in eru há og það gefur þér aukið álit á öryggi smokks- ins (smurðir smokkar eru sterkari en ósmurðir). Alls ekki nota smokk sem þú ert búinn að blása upp eða teygja mikið á — beint í ruslið með hann! Það er enn mikilvægara en áður, nú á tímum alnæmis, að smokkar séu gæðaprófaðir með ýtrustu nákvæmni. Einnig ríður á að finna fleiri sæðisdrepandi efni sem draga úr lífslíkum veira og baktería. Þeir smokkar sem okkur berast í hendur eiga að vera gæðaprófaðir. Stundum er betra að bæta smurningu eða sleipi- efni á smokkinn, þá er minni hætta á að gúmmíið rifni. Góð regla er að nota efni sem innihalda nonox- ynol-9, efni sem bæði drep- ur sáðfrumur og getur hjálpað til við að lama al- næmisveiruna. Aldrei nota fituleysanlega smurningu eins og til dæmis vaselín, barnaolíu, nuddolíu eða jurtaolíu, því fituleysanleg efni eyðileggja gúmmíið. Sjón er sögu ríkari — smokkurinn bráðnar eins og smjör á pönnu. Það má nota vatnsleysanlega smurningu til dæmis K-Y- rakasmyrsl, Delfen, Astro- glide, Lubafax, Forplay eða Slip (tvær fyrstnefndu teg- undirnar fást hér á landi). .. alls ekki nota smokk sem þú ert búinn að blása upp eða teygja á.“ Hér gildir einnig að fikra sig áfram og finna hvaða smurning hentar best. Af ýmsum ástæðum er sum- um elskendum í nöp við smyrsl — finnst það óeðli- legt eða „subbulegt". Fyrir náttúrubörn má benda á að það má líka notast við vatn og jafnvel munnvatn. Meðferð og geymsla á verjum er í rauninni einfalt mál þó það virðist flókið í fyrstu — æfingin skapar meistarann. Nú á tímum aukinnar kynfræðslu finnst mér of mikið um að upplýs- ingar séu veittar án þess að hugað sé að því hvernig megi tileinka sér innihald fræðslunnar. Kynlíf er sam- skipti og það ætti ekki að vera neinn hausverkur að æfa sig í tjáskiptum og ákvarðanatöku. Allt sem eykur líkurnar á notkun smokksins er góðra gjalda vert. Það er ekki nóg að segja bara að smokkurinn sé góð getnaðar- og kyn- sjúkdómavörn. Spyrjiö Jónu um kynlífió. Utanáskrift: Kynlíf c/o PRESSAN, Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.