Pressan - 28.11.1991, Side 34
34
FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. NÓVEMBER 1991
SVIKAFgAPPAR
HREKMLÓMAR
Namibíumaðurinn, Thorbjörn Gunnarsson, var dæmdur í fangelsi
í fyrri viku fyrir að hafa haft fé og vörur af mönnum með
blekkingum. Hann laug til um þjóðerni, ætterni, starfsmenntun og
flest annað sem kunni að verða til að liðka fyrir viðskiptum hans.
En hann er síður en svo sá fyrsti sem beitt hefur landann
bellibrögðum og hrekkjum. Frægastur er sjálfsagt Einar
Benediktsson sem einnig flutti hrekki sína og svik út, en til eru
fleiri sögur af slíkum svikahröppum og hrekkjalómum. Einn réð
sig sem lyfjafræðing í apótek, aðrir seldu afdankaða síldarbræðslu
sem þeir áttu ekki og enn aðrir vísiteruðu frystihús víða um land
og lifðu í vellystingum á kostnað eigendanna.
Ýmsar sögur gengu um Einar Benediktsson og
til voru þeir er sögðu hann vilja selja ísland út-
lendingum.
Namíbíumaðurinn Þorbjörn Gunnarsson. Hann
sneri sig út úr vandrœðunum með því að höfða
til samúðar fólks er hann sagði föður sinn nýlát-
inn.
í sídustu uiku birtist viötal
hér í PRESSUNNI uiö Thor-
björn Gunnarsson, hinri suo-
kallada Namibíumann.
Thorbjörn hefur verið dœmd-
ur í sex mánada fangelsi
uegna fjársuika, þar af helm-
ingurinn skilordsbundinn.
Hann þótti ekki mjög sann-
sögull og suo viröist sem sög-
urnar er hann sagdi af sjálf-
um sér hafi verid nœr skáld-
skap en sannleikanum.
Alltaf ödru huerju birtast
fréttir eda sögur ganga
manna á milli um stórlygara.
Menn sem hafa farid um og
gabbad saklaust fólk upp úr
skónum. Sumt afþessu hefur
verid tiltölulega saklaust en
annaö öllu alvarlegra.
í sumum tilfellum hefur
fólk nefnilega tapað umtals-
verðum fjárhæðum þegar
það lætur blekkjast af gylli:
boðum ókunnugra manna. í
öðrum tilfellum hafa engir
eftirmálar orðið aðrir en þeir
að þeir sem létu blekkjasF
hafa mátt lifa með skömm-
inni alla sína tíð. Og aldrei
fengið tækifæri til að gleyma
því þegar þeir létu Ijúga sig
fulla.
EINAR BEN Á AÐ HAFA
SELT JARÐSKJÁLFTA
OG NORÐURLJÓS
Sögur af þessu tagi gengu
um Einar Benediktsson
skáld. Sjálfsagt eru einhverj-
ar þeirra orðum auknar en
hitt er víst að stundum tók
skáldskapurinn völdin af Ein-
ari þegar hann var að segja
mönnum frá hugðarefnum
sínum. Ákefð hans í að vinna
menn á sitt band var stund-
um svo mikill að lýsingarnar
urðu tneiri en efni stóðu til.
Þær sögur fóru um bæinn
eins og eldur í sinu að Einar
hefði selt útlendingum bæði
jarðskjálftana á Islandi og
norðurljósin. Hann átti að
hafa fengið stórfé fyrir þessa
sölu og hafa þarna haft er-
lenda auðmenn að fíflum.
Einnig var talað um að Ein-
ar hefði selt Gullfoss útlend-
ingum. Útlendingarnir hefðu
staðið í þeirri trú að þarna
væri um að ræða hinn eina
sanna Gullfoss, en í Ijós kom-
ið að þarna var um að ræða
samnefndan foss í lítilli lækj-
arsprænu. Á sömu forsend-
um á Einar að hafa selt Geysi.
Ekki þó hverinn, eins og
kaupandinn taldi, heldur hús-
ið Geysi, sem stóð við Skóla-
vörðustíg i Reykjavík.
Hvað sem hæft er í þessum
sögum þá var Einar gæddur
ótrúlegum sannfæringar-
krafti og fólk undraðist
hversu auðvelt hann átti með
að sannfæra menn og fá þá til
að leggja peninga í þau verk-
efni sem hann hafði á prjón-
unum hverju sinni.
í ævisögu Einars, Vœringj-
anum mikla eftir Gils Gud-
mundsson, er saga sem stað-
festir þetta. Þar er vitnað í
samtal er Björn Th. Björns-
son átti við Sigfús Blöndahl.
Þar segir Sigfús frá því er Ein-
ar hitti Svisslending á leiðinni
frá París til Kölnar. Þeir höfðu
aldrei fyrr hist en Svisslend-
ingurinn lét Einar fá 25 þús-
und þýsk mörk til kaupa á
hlutabréfum í Titan, fyrirtæki
Einars. Sigfús var konsúll
Þjóðverja hér á landi og
Svisslendingurinn kom hing-
að til lands til að forvitnast
um afdrif peninganna. Einar
var ekki á landinu þegar
þetta var og Svisslendingur-
inn gat því ekki hitt hann. Sig-
fús segist hafa gefið honum
litlar vonir um að hann fengi
nokkuð fyrir peningana sína.
LÉTU BÆTA
KAFFIAÐSTÖÐU
STARFSFÓLKS
Fyrir næstum því fjörutíu
árum fóru þrír ungir íslend-
ingar um landið og heimsóttu
fiskvinnslufyrirtæki og
kynntu sig sem starfsmenn
sjávarútvegsráðuneytisins.
Þeir kváðust vera að gera út-
tekt á aðbúnaði starfsfólks og
gerðu ýmsar athugasemdir.
Þessum stórmennum úr
ráðuneytinu var að sjálf-
sögðu tekið kostum og kynj-
um og haldnar veglegar veisl-
ur.
Sem fyrr sagði fannst þeim
fyrirtækjunum í ýmsu ábóta-
vant og létu meðal annars
stórbæta kaffiaðstöðu starfs-
fólks á einhverjum stöðum.
Sagan segir að upp um þá
hafi komist þegar einhver sá
ástæðu til að síma til Reykja-
víkur og athuga málið betur.
Það þótti víst nefnilega grun-
samlegt hvað slaknaði á kröf-
um ungu mannanna þegar
minnst var á peninga.
Einn þessara ungu manna á
að hafa verið Ómar Konráds-
son tannlæknir. í samtali við
PRESSUNA vildi Ómar ekk-
ert um þennan atburð ræða.
Hann kvað þetta löngu
gleymd bernskubrek og frá-
bað sér umfjöllum um þetta í
blöðum. Annar var Þoruald-
ur Sigurdsson, en hann frels-
aðist fyrir mörgum árum og
starfaði þegar síðast fréttist
að trúmálum í Svíþjóð. Um
þann þriðja er lítið vitað ann-
að en það að hann var á þess-
um árum kallaður Danni
blakk.
ÞÝSKUR HUNDASÉR-
FRÆÐINGUR Á
FERÐ UM LANDIÐ
Um Ómar eru reyndar til
fleiri sögur. Þannig á hann
einhvern tíma að hafa farið
um, við annan mann, og
kynnt sig sem þýskan hunda-
sérfræðing. Hann talaði tóma
þýsku en félaginn túlkaði. Nú
var haldið á sveitabæina og
hundar skoðaðir. Þeim varð
vel ágengt og virtust flestir
bændur áfjáðir í að koma
rökkum sínum í verð. Þeir fé-
lagar þágu veitingar á bæjun-
um og héldu síðan á brott
með hundana, sem þeir borg-
uðu með ávísunum. Sagan
segir að oft hafi þeir fengið
smáfjárhæð til baka. Þegar
þeim þótti sem þeir væru
búnir að kaupa nógu marga
hunda, og þröngt var orðið í
bíl þeirra félaga, var hundun-
um einfaldlega hleypt út á
hentugum stað og hlupu þeir
þá rakleitt til síns heima.
Ávísanirnar reyndust aftur á
móti verðlausar.
Önnur er á þá leið að ein-
hverju sinni hafi Ómar verið
staddur í sólarlöndum. Hann
kom þá inn í leðurvöruversl-
un og sá þar forláta leður-
jakka sem hann ágirntist
rnjög en verðið þótti honum
heldur hátt. Hann talaði þá
við eigandann og kynnti sig
serri fararstjóra fyrir stórum
hópi Islendinga. Honum þótti
ekki ótrúlegt að auðvelt yrði
fyrir sig að fá íslendingana tii
að koma í búðina og þá yrði
verulega verslað. Eigandinn
sá þarna kærkomið tækifæri
til mikilla viðskipta og það
reyndist Ómari auðvelt að fá
jakkann keyptan fyrir lítið
verð. Hann gekk síðan út í
sólina og kom aldrei nálægt
þessari búð meir.
Ómar vildi ekkert tjá sig
um prakkarastrik sín í gegn-
um tíðina við PRESSUNA og
við seljum þessar sögur því
ekki dýrar en við keyptum
þær. En það breytir ekki því
að allar eru þær sagðar um
Ómar og eru nokkuð
skemmtilegar.
ÓLI KOMMI
LYFJAFRÆÐINGUR í
IÐUNNARAPÓTEKI
Um Þorvald Sigurðsson,
sem fyrr er nefndur, eru einn-
ig til fleiri sögur. Þannig mun
hann einhvern tíma hafa ver-
ið staddur í Hveragerði einn
síns liðs en var búinn að
stofna til kunningsskapar við
nokkuð af fólki.
Þorvaldur var mælskur
mjög og gæddur sannfæring-
arkrafti miklum. Hann hafði
gaman af að halda ræður og
hélt þær við öll möguleg og
ómöguleg tækifæri og kynnti
sig þá oftar en ekki sem ann-
an en hann var. Einn þeirra
sem hann kynntist í Hvera-
gerði mun hafa verið í tygjum
við stúlku eina og höfðu þau
hug á að gifta sig. Þorvaldur
taldi það lítið mál og ekki
nema sjálfsagt að gera þeim
þann greiða að pússa þau
saman og kvaðst hafa til þess
öll tilskiiin leyfi. Á endanum
hafði Þorvaldur gift þau
nokkur pörin áður en upp