Pressan - 28.11.1991, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. NÓVEMBER 1991
13
Stjórnendur Ríkisskips:
IfLMAUI
jH2jm
MIUJÚIMA
Guðmundur Einarsson, forstjóri Ríkisskips. Frumvarp
framsóknarmanna byggir á hugmyndum stjórnenda
fyrirtækisins og stjórnarnefndar. Þar er gert ráð fyrir
áframhaldandi ríkisstyrkjum upp á 700 til 2.000 milljónir á sjö
ára tímabili.
IUnV SJð ÁRUM
Verðbréfafyrirtækin telja að
hiutabréf í hugsanlegu hlutafélagi
um Skipaútgerðina (Ríkisskip) muni
ekki reynast vænlegur fjárfestingar-
kostur á almennum verðbréfamark-
aði ef ríkið verður meirihlutaeig-
andi — eins og gert er ráð fyrir í
frumvarpi sem þingmenn Fram-
sóknarflokksins hafa lagt fram.
Sérstök undirbúningsnefnd
áhugaaðila um stofnun hlutafélags
um Skipaútgerðina hefur verið sett
á laggirnar. Nefndin hefur valið Eyj-
ólf Konrád Jónsson þingmann sem
formann og er þar unnið út frá því
að nýja félagið verði almennings-
hlutafélag. Nefndin hefur því í raun
hafnað frumvarpi framsóknar-
manna. Hún gerir hins vegar ráð
fyrir því í hugmyndum sínum að rík-
ið styrki nýja félagið með ríkisfram-
lögum í allt að sjö árum — framlög
sem gætu numið allt frá 700 milljón-
um upp í 2 milljarða króna.
Forráðamaður eins verðbréfafyr-
irtækjanna sagði gagnrýniverðast
við frumvarpið að þar væri gert ráð
fyrir 60 prósenta eignarhlut ríkisins
og að hámarkseign annars einstaks
aðila yrði 10 prósent. „Hver vill eiga
í slíku félagi með ríkisjóði? Það er þá
helst einhver sem hefur mikilla
hagsmuna að gæta, en hugsar ekki
fyrst og fremst um arð af eign sinni.
Eg hygg að félag með þessu formi
yrði ekki talið vænlegur kostur til
að fjárfesta í af þorra aðila. Hins
vegar gætu annars konar sjónarmið
en ágóðasjónarmið komið inn, t.d.
frá sveitarfélögum og stórfyrirtækj-
um, sem byggja mikið á þjónustu
þessa fyrirtækis og óttast kannski
minnkandi samkeppni og jafnvel
einokun. En það breytir ekki því, að
hlutabréfin mundu ekki ganga vel á
almennum verðbréfamarkaði."
FRAMSÓKN VILL AÐ RÍKIÐ
EIGI 60 PRÓSENT
Frumvarp þingmanna Framsókn-
arflokksins gengur út frá þvi að rík-
ið leggi til allar eignir Skipaútgerð-
arinnar og eigi fyrst í stað 100 pró-
sent í nýja hlutafélaginu. Síðan
verði heimilt að selja 40 prósent í fé-
laginu með þeirri takmörkun að
enginn einn aðili geti eignast meira
en 10 prósent hlutafjár. Gefa á fast-
ráðnu starfsfólki Skipaútgerðar rík-
isins kost á sambærilegum störfum
og það hefur gegnt hingað til og síð-
an verði gerður þjónustusamningur
við hið nýja hlutafélag vegna þjón-
ustu við afskekktar hafnir landsins
og um endurgjald fyrir þá þjónustu.
Ekki er annað á frumvarpinu að
sjá en hlutur ríkisins eigi áfram að
vera „a.m.k. 60 af hundraði", en þó
tiltekið að „verði hlutabréf rikis-
sjóðs boðin til sölu, öll eða að hluta,“
skuli leita samþykkis Alþingis — og
þá fyrst eftir „nokkurra ára reynslu".
Ekki er að sjá að breyta eigi rekstri
fyrirtækisins heldur eigi hann að
vera svipaður rekstri Skipaútgerð-
arinnar hingað til, en án hamla á
skipulagsbreytingar og hagræðingu
í rekstri.
ALLT AÐ TVEGGJA MILLJARÐA
FÓRNARKOSTNAÐUR
TIL VIÐBÓTAR
Frumvarp framsóknarmanna ber
mjög keim af hugmyndum sem ríkt
hafa innan Skipaútgerðarinnar
sjálfrar. Hugmyndirnar ganga út frá
því að haldið verði áfram að styrkja
Skipaútgerðina með ríkisframlög-
um í 7 ár. í því sambandi eru menn
feimnir að nefna ákveðnar töiur.
Framlagið í ár verður 234 milljónir
króna, en í hugmyndum Skipaút-
gerðarinnar er gert ráð fyrir stig-
lækkandi ríkisframlögum, 100 til
150 milljónum til að byrja með.
Gagnrýnendur frumvarps fram-
sóknarmanna og hugmynda Skipa-
útgerðarinnar benda hins vegar á
að hvergi sé að finna tillögur um
breyttan og bættan rekstur, burtséð
frá breyttu eignarformi. Því sé raun-
hæfara að gera ráð fyrir að Skipaút-
gerðin „þurfi" áfram 200 til 300
milljóna króna ríkisframlag á ári —
til að geta haldið uppi þjónustu við
afskekktar hafnir.
Skipaútgerðin gerir með öðrum
orðum ráð fyrir 700 til 1.000 millj-
óna „fórnarkostnaði" ríkissjóðs til
viðbótar, en hinir, sem svartsýnni
eru, sjá fyrir sér 1.500 til 2.000 millj-
óna króna ríkisframlög á þessum sjö
árum.
Þess má geta að samkvæmt árs-
skýrslu Skipaútgerðarinnar voru
eignir fyrirtækisins metnar á 720
milljónir um síðustu áramót, þar af
skipin á 410 milljónir og fasteignir á
140 milljónir.
TAPIÐ 3,5 MILLJARÐAR
Á 10 ÁRUM OG SKULDIR
FELLDAR NIÐUR
Árin 1981 til 1987 hljóðuðu áætl-
anir fyrirtækisins, með ríkisfram-
lögum, samtals upp á 82,5 milljóna
króna tap að núvirði, en niðurstað-
an varð 768 milljóna króna tap eða
nær tífalt meira.
Ríkisframlög til Ríkisskips 1981 til
1990 námu samtals 2.430 milljónum
króna að núvirði. Framlagið í ár átti
að vera 134 milijónir, en í fjárauka-
lögum er gert ráð fyrir 100 milijón-
um til viðbótar. Heildarframlög frá
1981 fara þá upp í tæpa 2,7 milij-
arða.
Á sama timabili var rekstraraf-
koma með ríkisframlagi neikvæð
um 1.060 milljónir króna. Raun-
verulegur halli fyrirtækisins á þessu
tímabili var því samtals um 3,5 millj-
arðar króna.
í apríl sl. voru síðan felldar niður
vanskilaskuldir og dráttarvextir
Ríkisskips við ríkissjóð og ríkis-
ábyrgðarsjóð frá umliðnum árum.
Þessi niðurfelling nam að núvirði
670 milljónum króna og gjörbreytir
stöðu Ríkisskips. Fjármagnskostn-
aður nam á umræddu tímabiii alls
um 1.300 milljónum króna. Niður-
fellingin þýddi að eiginfjárstaða fyr-
irtækisins breyttist með einu penna-
striki frá því að vera neikvæð um
113 milljónir í árslok 1989 í að vera
jákvæð um 485 milljónir.
NIÐURGREIDDIR
STÓRFLUTNINGAR
OG MIKILL
STJÓRNUNARKOSTNAÐUR
Samkvæmt heimildum PRESS-
UNNAR innan og utan samgöngu-
ráðuneytisins eru nokkrir þættir
þyngstir á metunum þegar skýra á
tapreksturinn. Þannig hefði kostn-
aðurinn við að flytja hvert tonn á
síðustu árum verið 4.700 krónur að
meðaltali, að ríkisframlagi með-
töldu. Á sama tíma væri verið að
flytja áburð fyrir 1.388 krónur tonn-
ið, sement fyrir 1.566 krónur tonnið
og almennan varning fyrir 3.149
krónur tonnið. Meðalgjald á tonn er
2.200 krónur.
Flutningur á sementi og áburði
var boðinn út fyrir nokkrum árum
og bauð Skipaútgerðin best. Hafa
ríkisframlögin augljóslega skipt
miklu máli í því sambandi.
Þá vegur þungt hjá fyrirtækinu að
sigla á litlu hafnirnar svokölluðu
með lítinn varning. Einnig er bent á
að Færeyjasiglingarnar réttlæti
kaupin á þriðja skipi fyrirtækisins,
án þeirra hefðu tvö skip dugað og
því fylgt minni rekstrarkostnaður.
Loks er á það ben t að stjórnunar- og
skrifstofukostnaðu r Skipaútgerðar-
innar hefur að meðaltali verið 22
prósent af rekstrartekjum, en 5 til 12
prósent hjá hinum skipafélögunum.
AÐEINS FIMM
HAFNIR „RAUN VERULEGT
VANDAMÁL"?
Þá er samkvæmt heimildum
blaðsins verulega dregið í efa að
vandamál ýmissa landsbyggðar-
hafna séu eins alvarleg og af er látið.
Bent er á bættar samgöngur á landi
og möguleika á að þjóna einstökum
höfnum frá öðrum höfnum með
þjónustusamningum. Strangt til tek-
ið séu þrjár litlar hafnir og tvær
stærri sem kalla má raunverulegt
vandamál; Norðurfjörður á Strönd-
um, Bakkafjörður, Borgarfjörður
eystra, Þórshöfn og Bíldudalur.
Þetta eru þær hafnir sem dyttu út úr
þjónustu án sérstakra aðgerða við
það að Skipaútgerðin yrði lögð nið-
ur. Nokkrar aðrar hafnir hafa síðan
sérstöðu sem kallar á sérstakar úr-
lausnir, t.d. Suðureyri, Grímsey og
Höfn í Hornafirði.
Auk þessara hafna eru nokkrar
aðrar sem hvorki Eimskipafélagið
né Samskip eru með á fastri áætlun;
Þingeyri, Hrísey, Kópasker, Vopna-
fjörður, Mjóifjörður, Djúpavík,
Breiðdalsvík og Stöðvarfjörður. Þó
má geta þess að Kópaskeri og Mjóa-
firði er nú þjónað frá nærliggjandi
höfnum^og á nokkrum hinna stað-
anna eru Eimskip og Samskip með
skipaafgreiðslur, þótt hafnirnar séu
ekki í fastri áætlun.
FORSTJÓRINN:
RÍKISFRAMLAGIÐ
LÆKKAR ÞVÍ
FJÁRÞÖRFIN MINNKAR
Guömundur Einarsson, forstjóri
Skipaútgerðar ríkisins, taldi ekki við
hæfi að tjá sig í smáatriðum um
áætlanir á bak við hið nýja félag á
þessum tímapunkti.
„Hvort ríkið á 70, 30 eða 0 pró-
sent í félaginu er að mínu mati ekki
aðalatriðið nú, það er atriði sem
undirbúningsfélagið þarf að skoða.
Varðandi ríkisstyrki í framtíðinni vil
ég ekki nefna tölur, nema gert er
ráð fyrir því að framlagið fari stig-
lækkandi á næstu árum, enda liggur
fyrir að fjárþörfin fer minnkandi
með því að skipin eru skuldlaus orð-
in.“
Um ástæður taprekstrar á umliðn-
um árum sagði Guðmundur að erfitt
væri að benda á ákveðin atriði öðr-
um fremur. „Við erum með þéttriðn-
ar áætlanir, samofið net. Einstaka
hafnir eru augljóslega þannig að
kostnaður við að sigla þangað er
meiri en tekjurnar og skiljanlega
eru það minni hafnirnar sem sýna
halla. Við höfðum vonast til að
framlegð af stærri höfnunum bætti
þetta upp, en það hefur ekki gengið
sem skyldi, því miður,“ sagði Guð-
mundur.________________________
Frjðrik Þór Guðmundsson