Pressan - 28.11.1991, Blaðsíða 18
18
FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. NÓVEMBER 1991
IJNDIR
OXINNI
Árni
Gunnarsson
framkvæmdastjóri
Slysavarnafélagsins
— Er einhver
verkaskiptarígur á
milli Landhelgis-
gæslunnar og Slysa-
varnafélagsins þann-
ig að hvorugur aðil-
inn vill gefa eftir sitt
hlutverk?
„Nei, ekki á milli al-
mennra starfsmanna.
Samstarfið hefur ver-
ið mjög gott. Mér
finnst hins vegar ekki
eðlilegt að björgunar-
miðstöð SVFÍ, sem
fer með yfirstjórn
björgunarmála við
strendur landsins og
út að 12 mílum, skuli
ekki geta milliliða-
laust óskað eftir að-
stoð þyrlu frá varnar-
liðinu."
— Er sem sé hugs-
anlegt að stofnana-
pólitík hafi hamlað
þvi að tekið var af
skarið með að fá
þyrlu á slysstað
strax?
„Noi." .
— SVFI reyndi
árangurslaust í kort-
er að ná sambandi
við sína menn i
Grindavik. Eru
boðskipti í molum?
„Þau eru ekki i mol-
um. Álagið á öllu
kerfinu var gífurlegt á
þessu tímabili.
Boðskiptaleiðir má
alltaf bæta, en það
kostar fjármuni. For-
varnir og slysavarnir
á Islandi þyldu meira
fjármagn en til þeirra
er veitt nú."
— Þarf ekki að
sameina þjónustu
Landhelgisgæslunn-
ar og SVFI í svona
málum?
„Ég ítreka þá skoð-
un mína, að björgun-
armiðstöð, sem á að
fara með yfirstjórn
björgunarmála, þarf
að hafa ráð á öllum
þeim búnaði sem
grípa þarf til, þar á
meðal þyrlu."
Strand Eldhamars við Grindavik
hefur vakiö spurningar, ekki sist
af hverju þyrla varnarliðsins var
ekki boðuð á vettvang fyrr.
Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri
IDEILUM VHIDANARBU
MPORSCHEBIL
einu og hálfu ári, hafði tekið
að sér að flytja Porsche-sport-
bíl fyrir Hrafn til landsins.
Bíllinn er svokallaður kit-bíll,
sem felur í sér að hann er
með yfirbyggingu úr plasti,
framleiddur 1964 af blæju-
gerð. Mun hafa samist svo um
að Jón keypti bílinn úti og
setti hann saman hér heima.
Var bíllinn skráður á nafn
Hrafns, sem greiddi Jóni jafn-
óðum fyrir vinnuna í bílnum
en tók um leið tryggingavíxla
vegna innborgunarinnar.
Varð bíllinn einhverju dýrari
en gert var ráð fyrir, meðal
annars vegna leðuráklæðis á
sæti.
Agreiningur varð síðan á
milli Jóns og Hrafns um loka-
verð bílsins, sem ekki hafði
fengist lausn á þegar Jón lést
sviplega af slysförum. Sam-
kvæmt heimildum PRESS-
UNNAR hljóp kergja í málið
þegar tryggingavíxlarnir
voru sendir í innheimtu og
hefur það velkst á milli lög-
manna um skeið. Það kom
hins vegar fram hjá Gunn-
laugi Þórðarsyni, hæstarétt-
arlögmanni og föður Hrafns,
að hætt hefði verið við að
innheimta þá en ekki náðist í
Hrafn sjálfan. Sagðist Gunn-
iaugur ekki vita betur en mál-
ið væri leyst, en samkvæmt
heimildum PRESSUNNAR
mun enn vera í gangi krafa
um að Hrafn greiði loka-
greiðslu til dánarbúsins.
Þrœta er nú í gangi á milli
Hrafns Gunnlaugssonar kuik-
myndagerðarmanns og dán-
arbús Jóns S. Halldórssonar
út af viðskiptum þeirra með
sportbU af Pbrsche-gerð.
Jón heitinn, sem var einnaf
kunnustu rallökumönnum ís-
lands þegar hann lést fyrir
Hrafn Gunnlaugsson setti Por-
schinn á sölu í fyrra.
Frjálsíþróttasamband fslaiids:
Sex milljónir í vanskilum
og skammtímalánum
Frjálsíþróttasambandið
skuldar sex milljónir króna.
Öll skuldin erýmist í vanskil-
um eða dýrum skammtíma-
lánum. Fráfarandi gjaldkeri
sambandsins mœtti ekki á
ársþingið, sem haldið var um
síðustu helgi. Á þinginu var
samþykkt tillaga þess efnis
að löggiltum endurskoðanda
yrði falið að skoða reikninga
sambandsins og gera úttekt á
fjárhagsstöðu þess.
Ljóst er að staða Frjáls-
íþróttasambandsins er mjög
erfið. Skuldirnar eru miklar,
sérstaklega þegar litið er á að
ársvelta sambandsins er rétt
um 16 milljónir króna, og því
hefur verið ákveðið að fara
mjög varlega á næstu árum.
Samþykkt var fjárhagsáætl-
un fyrir næstu ár.
Flestir munu vera sammála
um að of geyst hafi verið farið
í peningastjórnun og við því
verður að bregðast með nið-
urskurði.
Þingfulltrúar voru sam-
mála um að Frjálsíþróttasam-
bandið leysti sjálft mál sín en
leitaði ekki eftir utanaðkom-
andi aðstoð.
Fráfarandi gjaldkeri, Katrín
Atladóttir, mætti ekki á þing-
ið og gaf ekki kost á sér til
endurkjörs. Miklar umræður
urðu um reikningana. Þeir
voru gagnrýndir harðlega en
ekkert kom fram sem benti til
þess að misfarið hefði verið
með fjármuni, heldur hefði
ekki verið haldið um fjármál-
in með þeirri festu sem til
þyrfti.
Magnús Jakobsson var
endurkjörinn formaður.
Haukur Ingibergsson tekur
við gjaldkerastörfum sam-
bandsins. Haukur er nýr í
stjórn Frjálsíþróttsambands-
ins.
Helstu tekjuleiðir Frjáls-
íþróttasambandsins eru í
gegnum Lottóið og styrkir frá
Iþróttasambandi Islands.
Haukur Ingibergsson. Hann
hefur veriö kjörinn gjaldkeri
Frjálsíþróttasambandsins og
fær því það verkefni aö ráöa
fram úr erfiðri fjárhagsstöðu
þess.
Jakob Magnússon er menningarfulltrúi í sendiráði íslands í London. Aðferðir hans við íslandskynningu eru umdeildar.
DEBET
,,Hann er mjög áhugasamur um eigin hag, hann
er snyrtimenni með mjög gott og frjótt hug-
myndaflug. Hann er afkastamikill í verkefnum
sem hann tekur að sér. Ég mundi ekki vilja missa
hann úr vinahópi mínum," segir Amundi
Ámundason umboðsmaður. „Hann er dríf-
andi ungur maður og snjall og drífandi prómó-
maður," segir Rúnar Júlíusson tónlistar-
maður. „Hann er heiðarlegur og hjálpsamur og
drengur góður. Jakob býr yfir þeim hæfileika að
hrífa fólk með sér í hvað sem er og hefur mikinn
sannfæringarkraft," segir Egill Eðvarðsson
kvikmyndagerðarmaður. „Jakob er mikill
dugnaðarmaður og fylginn sér. Mikill smekk-
maður og er réttur maður á réttum stað hjá utan-
ríkisþjónustunni eins og stendur," segir Jón Ól-
afsson, stjórnarformaður Skífunnar.
Jakob Magnússon
KREDIT
„Hann hefur átt erfitt með að skipta um gír
í lífinu og hefði átt að hætta í poppinu fyrir
10 árum. Hann á erfitt með að hlusta á aðra
og á það til að ieita út fyrir hópinn til ann-
arra sem hafa sömu skoðun til að koma hug-
myndum sínum á framfæri,“ segir Ámundi
Amundason. „Hann tekur kannski að sér allt
of mikið í einu og er stundum að vasast í of
mörgu í einu," segir Rúnar Júlíusson. „Jakob
hefur eflaust sína galla en í samskiptum
okkar hafa gallar hans ekki komið í ijós,“
segir Egill Eðvarðsson. „Hann vinnur stund-
um svo hratt að hann er þar af leiðandi oft
kominn fram úr þeim sem vinna með hon-
um,“ segir Jón Ólafsson.