Pressan - 28.11.1991, Blaðsíða 39

Pressan - 28.11.1991, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. NÓVEMBER 1991 39 Jón Gunnarsson kraftlyftingamaöur Hvað ætlar þú að gera um helgina, Jón? ,,Ég er svo eftir mig eftir mótid úti og um sídustu helgi að ég held að ég slappi bara af með kon- unni og hvíli mig. Ég er allur í henglum og geng eins og spýtukarl. Það getur þó verið að við för- um austur fyrir fjall til foreldra minna í sveitina í Ölfusi á sunnudag. Alltaf gott að koma í sveitina." Zn, UL ettin uUuwú Anna Júlíana Sveinsdóttir. aldur mun hefja tónleikana með eigin lögum og Ijóðum. Á föstudagskvöldið flytur Har- aldur sig hins vegar yfir á veit- ingahúsið Gikkinn og skemmtir þar fram eftir kvöldi. Á Tveimur vinum verð- ur meiriháttar viðburður: Stórdansleikur, hvorki meira né minna, með hljómsveitinni Síöan skein sól. Á Dansbarnum verða Gömlu brýnin með Bjögga Gisla í fararbroddi. Bjarni Ara og Siggi Johnnie syngja með Borgarsveitinni í Borgarvirkinu á föstudags- og laugardagskvöld en á Gaukn- um verða Giaumar. í Glaumum eru meðal annars Jakob, Jósep og Eggert sem voru í Skriöjökl- unum sálugu. Jakob var auk þess í Góðkunningjum lögregl- unnar. Glaumar eru þrusu- helgarband og leikur lög sem öll þjóðin þekkir, rútubíla- og skátasöngva. Breiðdalssyst- urnar Bogga, Bibi og Baddy, nýkomnar frá Houston í Texas, koma fram á Moulin Rouge á föstudags- og laugardags- kvöld ásamt óvæntum gesti. Við mæLuivi Eð Tískufatið í ár er tvímælalaust kraginn. Ekki rúllukraginn og ekki blúndukraginn heldur þessi sem maður fær eftir að hafa fengið hnykk á hálsinn við árekstur. Sá sem gengur með slíkan kraga sýnir ekki einung- is að hann eigi peninga í vænd- um frá tryggingafélaginu og sé því fjárhagslega þokkalega sett- ur, heldur er eitthvað nútíma- legt við kragann. Sá sem ber hann hefur gefist upp á harka-af-sér-móralnum, sem hefur skilið þessa þjóð eftir kreppta á sál og líkama. Mórall- inn í dag er að leita sér hjálpar. Ef þér er illt ferðu til læknis. Ef þér líður illa leitarðu þér hjálp- ar. Það er engin ástæða til að láta eins og ekkert sé. f • UTI Rúskinnsskór. Þeir eru þó alls ekki úti til frambúðar heldur bara í vetur. Það er nefnilega hjákátlegt að sjá menn tipla um i slabbinu á skóm sem mega ekki blotna. Álíka aumt og sjá forsætisráðherrann okkar skjót- ast frakkalausan á milli húsa i þriggja stiga frosti og ofan- komu. (Vel á minnst: Hvernig stendur á því að maðurinn er svona sjaldan i frakka og alltaf með laus blöð undir hendinni í stað þess að geyma þau i skjalatösku?) En sem sagt. Það er úti að klæða sig ekki eftir veðri, vera rakur í fæturna og koma inn úr votviðrinu í blaut- um jakka. POPPIÐ Dauöarokkssveitin In Memori- am, sem vann Músíktilraun- irnar á þessu ári, leikur á Tveimur vinum íkvöld. Dauða- rokkið á erfitt uppdráttar á ís- landi og er In Memoriam eina sveitin sinnar tegundar á land- inu, enda biðja klerkar sértrú- arsafnaöanna þess heitt að sem fæstir áheyrendur komi á tónleika slíkra banda. Eldfugl- inn leikur á Gauknum í kvöld. Blúsbarinn lofar óvæntri uppákomu í kvöid en hann vill ekkert gefa upp um hvað það verður, Anna Vilhjálms verður ásamt Borgarsveitinni í Borg- arvirkinu. Hörður Torfa heldur tónleika á Borginni í kvöld ásamt sérstökum gesti sínum, Haraldi Reynissyni, ungum trúbador sem getið hefur sér gott orð að undanförnu. Har- Lcikarar gömlu leikhúsanna gengnir til liös Endarreisn í Gerocibergi „Efni Ijóðanna er oftast sögulegt, segir til dœmis frá Márunum sem voru á Spáni og því þegar Spánverjarnir hröktu þá þaðan. Einnig um atburði sem gerast í Biblí- unni. Þau voru upphaflega samin fyrir hljóðfœri líkt lútu, sem hét Viuhela da mano og var mikið notað á fimmtándu ogsextándu öld á Spáni," segir Anna Júlíana Sveinsdóttir mezzósópran, sem heldur Ijóðatónleika í Gerðubergi á laugardaginn klukkan 17. „Tónleikarnir á laugardag- inn verða með mjög léttu yf- irbragði því við segjum frá hverju lagi á undan og röbb- um svolítið. Tónleikarnir verða svo endurteknir á mánudaginn og þeir verða með hefðbundnara sniði. Ég vona að sem flestir geti látið sjá sig, því það verður mjög gaman,“ sagði Anna Júlíana Sveinsdóttir. NÆTURLÍFIÐ________________ Það er merkilegur andskoti en sumir skemmtistaðir virðast skána við að færast af einni hendi yfir á aðra í nokkra mán- uði. Þannig erþað að minnsta kosti meðlngolfscafé. Guð má vita hvað margir hafa rekið þann stað síðan hann var opn- aður í vor. Og kannski veit enginn hver rekur hann núna. En er hreint ágætur. Flott fólk, • fín músík. Meira er þaö ekki og meira þarf ekki. fESKUMYNDIN Kannski er það aldurinn. Kannski er þaö fjármála- ráðherrastóllinn. Kannski er það Sigríður Dúna. En það er Ijóst að Friðrik Sophusson hefur gerbreytt um fatastíl. Hann er ekki lengur sá sundurgerðarmaður í klæðaburði sem hann var á sínum yngri árum. Nú felur hann sig á bak við klassísk jakkaföt. „Frú Emilía er ekki bundin af neinu nema lesa verkin í heild, ekki sleppa neinu, og hún les fyrir hvaða fjölda af áhorfendum sem er, jafnvel fyrir einn þó að það hafi sem betur fer ekki komið fyrir,“ segir Pétur Einarsson, leikari og leikstjóri leiklestrar Frú Emilíu og bókaútgáfunnar Bjarts á verkum Henriks Ib- sen í Listasafni íslands. Tvær undanfarnar helgar hafa verið lesin tvö vinsæl- ustu verk Ibsens í Listasafn- inu; Hedda Gabler og Aftur- göngurnar, og hafa áhorfend- ur fyllt húsið í bæði skiptin. Um næstu helgi verður þriðja og síðasta leikritið lesið, Brúðuheimilið. „Ibsen var alger byltingar- maður, hann var langt á und an sinni samtíð. Til dæmis Brúðuheimilinu tekur fyrir mál sem var var tabú á þeim tíma sem hann var uppi, það er að segja það þeg- ar kona fer frá manninum sín- um. Það þykir náttúrlega ekkert mál í dag, eins og þú veist." Við flutninginn á verkum Ibsens fékk Frú Emilía leikara frá Þjóðleikhúsinu og Leikfé- lagi Reykjavíkur og um næstu helgi sjá þjóðleikhús- menn um lesturinn á Brúðu- heimilinu, þau Edda Heiðrún Backman, Erlingur Gíslason, Jóhann Sigurðarson, Margrét Ákadóttir og Ingvar Sigurðs- son. m «*>■ Hressingarskálinn í Aust- urstræti hefur tekið upp | þá nýbreytni að halda menningarkvöld á fimmtudagskvöldum þar sem skáld þjóðarinnar munu koma fram og lesa úr nýjum bókum sínum. Ætlunin er að halda menningarkvöld á hverju fimmtudagskvöldi fram til jóla. í kvöld ríða á vaðið PÉTUR GUNNARSSON með leynibókina „Að lifa list" Og ÞÓRHALLUR SIGURÐSSON með sjálfsævisögu sína „Laddi". Nýr leikhópur er kominn fram á sjónarsviðið. Hann er lítill með stórt nafn. Samanstendur af tveim- ur ungum mönnum, STEINI ÁRMANNI MAGNÚS- SYNI Og HJÁLMARI HJÁLM- arssyni, sem nefna sig Kíló. Steinn og Hjálmar flytja gamanmál og ein- þáttunga og munu skemmta á Hressó í kvöld eftir upplestur péturs GUNNARSSONAR og ÞOR- HALLS SIGURÐSSONAR. „Eintöl á vegferðum'' heitir ný Ijóðabók eftir HANNES PÉTURSSON Sem komin er út hjá Iðunni. Bókin er minningabrot og hugleiðingar frá ferðalög- um Hannesar til Rómar, Kaupmannahafnar, Stað- arfjalla, Búdapest og Álftanesfjara. Bókin er gefin út í takmörkuðu upplagi i tilefni af sex- tugsafmæli hans og var GUNNAR KARLSSON listmál- ari fenginn til að mynd- skreyta bókina. til himna „Við höfum spilað á undan- förnum árum að meðaltali tvisvar til þrisvar í viku og það er ansi stíft, enda œtlum við að taka okkur mánaöar- frí eftir áramótin," segir Stef- án Hilmarsson, söngvari Sálarinnar. Hljómsveitin sendi nýlega frá sér plötu og hélt útgáfu- tónleika í Tunglinu í síðustu viku fyrir troðfullu húsi. Plat- an hefur selst mjög vel þrátt íyrir að hafa aðeins verið nokkra daga í verslunum og er mikið spiluð á útvarpsrás- unum. Stefán segir að Sálin hafi komið við á öllum helstu tón- leikastöðum á landinu. Þessa stundina fylgi Sálin nýju plöt- unni stíft eftir og eftir fríið á næsta ári muni sveitin hverfa á ný inn í hljóðver til upptöku á nýju efni. Þrátt fyrir mikla vinnu sé engin þreytumerki að finna á hljómsveitinni. „Sálin er við góða heilsu og við höldum áfram að spila, æfa og taka upp. Ný plata mun væntanlega líta dagsins ljós á næsta ári, en það er ekki búið að ákveða hvenær það verður, hvort það verður næsta sumar eða um jólin," sagði Stefán. Að fólk undlrbúl jól aem það hefur efnl é það er hreint djöfullegt að vera að borga jólin með Visa-reikn- ingum í byrjun febrúar Að fólk vorkenni glugga- gægjum í stað þess að siga lögreglunni á þá og í raun hverskyns röskun annarri. Það er miklu meira gaman að lifa í breytilegu þjóð- félagi en stöðnuðu Efnahagstillögum Össurar Skarphéðinssonar það þyrftu miklu fleiri að fara að dæmi hans og búa til sínar eigin aðgerðir. Hver maður sín- ar aðgerðir. Það er stefnan INNI við frú Emílíu

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.