Pressan - 28.11.1991, Blaðsíða 22

Pressan - 28.11.1991, Blaðsíða 22
FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. NÓVEMBER 1991 )') B Ö R N UNGLINGA VÍNIL-LAKKKÁPUR, SKYRTUKRAQAR EINS OQ HUNDSEYRU, FLOWERSJAKKAR, 14 SENTIMETRA HÆLAR OQ MJAÐMA- BUXURNAR QÓÐU Þó margur kunni að halda að tískan í dag sé einkennileg, þá er hún hátíð miðað við hverju það fólk sem nú er um fertugt klæddist á sínum yngri árum. Hér rifjar fólk á virðulegum aldri upp fyrstu kynni sín af tískunni. ,,Mesla della sem ég hef upplifad á œvinni voru fölsku augnhárin sem ég bar alla daga og mamma fékk mig ekki til ad fara út úr húsi fyrr en ég var búin ad koma þeim á sinn stað," segir danskenn- arinn og fyrrum „Ungfrú heimur" Henný Hermanns- dóttir, um fyrstu delluna sem hún fékk á unglingsárum sín- um. Flestir fá einhvern tíma á lífsleiðinni æði fyrir ein- hverju sérstöku. í velflestum herbergjum unglinga hanga myndir af poppgoðunum og vinsælustu hljómsveitunum á hverjum tíma. Keypt eru al- veg eins föt og goðin ganga í, allar plötur sveitarinnar og svo framvegis. Lífið snýst að miklu leyti um tónlist og tískuföt. Þetta hefur ekkert breyst með árunum. Frægt er Bjögga Halldórs-æðið sem gekk á sjöunda og áttunda áratugnum og var svo magn- að að unglingar brutu i sér tennurnar til að líkjast goð- inu sem mest. „ÆÐl FYRIR ÆÐUM“ Dæmi um æði sem nær tökum á heilli þjóð er guli lit- urinn sem varð sigurtákn í augum bandarísku þjóðar- innar meðan á Persaflóastyrj- öldinni stóð. Þá var bókstaf- lega hægt að kaupa alla skap- aða hluti, hvaða nafni sem þeir nefndust, í gulum lit. Æði af öðrum toga er heilsuræktaræðið sem geng- ur í dag yfir allan hinn vest- ræna heim. Enginn þykir maður með mönnum nema hann stundi einhvers konar heilsurækt, skokk, sund eða fari í líkamsræktarstöð og hlaupi á færibandi í tvo tíma með svitaband um ennið. imUALUKA fUKLLUKAK SEM FÆÐA AF SÉR NÝJA HIPPA A undanförnum misserum hefur gætt greinilegs aftur- hvarfs til tísku sjötta og sjö- unda áratugarins. Nú sjást ungar stúlkur á ný ganga í út- víðum buxum með túperað hár á háhæluðum skóm og með kattargleraugu. Þegar mæður þeirra sjá ekki til stinga þær sér á kaf í fatakist- urnar sem geyma ermalausu níðþröngu kjólana og gömlu háhæluðu skóna. í kistunum eru bernskubrek foreldranna geymd, andi hippatímans með mussunum og sandölun- um. Strákarnir klæðast hlýra- lausum bol, láta sér vaxa skegg og ganga í hljómsveit. Nú þykir töff að aka um götur bæjarins á algerri druslu, helst Volkswagen-bjöllu. PRESSAN leitaði til nokk- urra vel valinna aðila sem voru unglingar á áratugum bítlaæðisins og hippatímans — núna miðaldra ráðsettir foreldrar — og bað þá að rifja upp fyrsta uppáhaldsklæðn- að sinn á þessum tíma. HÉLT EKKI JAFNVÆGI Á SKÓNUM ,,Eg man sérstaklega eftir Jónas R. Jónsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.