Pressan - 23.04.1992, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGUR PRESSAN 23. APRÍL 1992
um ís, ekki bara í þessu tilfelli
heldur í gegnum árin.“
LÉLEG MYND AF RÁÐ-
HÚSI
„ UndirrítaÖur er ekki alveg
nógu ánœgÖur meÖ frásögn
IjósvakamiÖla af opnun ráÖ-
hússins. I ríkisútvarpinu var
vígslan ekki fyrsta frétt í
kvöldfréttatíma og sjónvarps-
stöövarnar gáfu ekki ncegi-
lega góÖa mynd af húsinu.
ÞaÖ skiptir ekki máli hvort
menn eru
meö eöa á
móti slíkum
byggingum.“
Ólafur M. Jóhannesson, Mbl.
Friðrik Páll Jónsson, vara-
fréttastjóri Ríkisútvarpsins:
,JÉg held að við höfum sinnt
þessu bara ágætlega. Þetta var
fyrsta frétt í hádeginu, fyrsta í
fréttayfirlitinu, urn kvöldið ein-
hvers staðar miðbiks og allur
fréttaþátturinn Hér og nú, sem
A((V
er á vegum fréttastofunnar, var
um þetta mál líka. Auk þess
voru beinar útsendingar á Rás 2
sem em ekki á vegum fréttastof-
unnar."
ÓTRÚLEGUR MUNN-
SÖFNUÐUR
„Það er meÖ ólíkindum
hvað áhorfendur geta œst sig
á íþróttakappleikj-
um. I Víkinni verða
blaöamenn meira
varir við það en í
flestum öðr-
um húsum
þar sem
áhorfendur og
blaðamenn sitja næst-
um hlið við hlið. Munn-
söfnuður sumra þeirra, en
sem betur fer fárra, er með
ólíkindum og það hlýtur að
koma liÖi þeirra betur að vera
hvatt áfram á annan hátt en
skíta mótherjana út með fúk-
yrðum."
Íþróttasíóa Mbl.
Sigurjón Friðjóns-
son, framkvæmda-
stjóri handknattleiks-
deildar Víkings:
„I raun ættu þeir að
svara sem em með þenn-
an munnsöfnuð. Annars
hafa dómarar kvartað
mjög mikið undan þessu.
Þetta er bara
keppnisskapið í
mönnum og lítið að
gera í því annað en að
biðja þá að vera úti, —
sem myndi náttúrlega
aldrei ganga upp.“
EINRÆÐISHERRA UR
TAKT
„Tímarnir hafa brcyst síÖ-
an bœjarstjórinn gerðist ein-
rœðisherra á Seltjarnarnesi
fyrir rúmum aldarfjórðungi.
Þegar einrœðisherrar hœtta
að geta lagað sig að nýjum
timum og
n ý j u m
áher slum
getur komið
brestur í ein-
rœÖiÖ, svo
sem nú hefur
orðið á Sel-
tjarnarnesi.“
Jónas Krist-
jánsson, lelóari
DV.
Sigurgeir Sigurðsson,
bæjarstjóri á Seltjarnar-
nesi:
,Ég hef ekki neinu við þetta
að bæta. Jónas hefur skrifað
svona tvo, þijá leiðara áður. Eg
held ég mundi bara hvetja Sel-
timinga til að skoða nesið okkar
og sjá hvort það er honum sam-
mála. Ef fólk er honum sam-
mála um að hér hafi verið gerðir
hlutir sem betur hefðu verið
ógerðir þá vildi ég gjaman heyra
um það.“
Á að leyfa frjálsan af-
greiðslutíma veitinga-
húsa?
DAPURLEGIR VINÁTTU-
LEIKIR
„Fyrir nokkru léku lands-
liðsmenn Islands í knatt-
spyrnu svokallaðan „vináttu-
leik“ við liö Israelsmanna.
Framganga Israelsmanna
gegn Palestínumönnum gegn-
um tíðina er með svo hroða-
legum hætti að líkt hefur verið
við framgöngu SS og Gestapo
gagnvart hernumdu löndun-
um í seinni heimsstyrjöldinni.
ÞaÖ er dapurlegt að íslensk
íþróttaæska skuli finna hvöt
hjá sér til að sýna slíkum
hrottum vináttu. Þar leggur
hún lóð á vogarskálar hiyöju-
verka í heiminum.“
Guöjón V. Guömundsson, les-
endabréf í DV.
Eggert Magnússon, for-
maður Knattspyrnusam-
bands íslands:
„Við blöndum ekki saman
pólitík og íþróttum. Ef við gerð-
um það þá væmm við oft á hál-
Að undanfömu hafa svonefndir næturklúbbar verið mjög í umræð-
unni og þær raddir gerast æ háværari, að tímabært sé að rýmka af-
greiðslutíma veitingahúsa. Dómsmálaráðherra hefur skipað nefnd til
að gera tillögur um hvað gæti farið betur í þessum efnum.
JÓN PÉTURSSON Vrtjh
formaður Lögreglufélags ReykjavífC^JSjjfc?
„Ég var nú dyravörður í Vetrargarðinum og
Þórscafé í gamla daga þegar mun strangari reglur
giltu um þetta og þær vom allt of strangar. Mér
finnst ekkert vití að vera að tímasetja þetta ná-
kvæmlega, hvort heldur er klukkan hálftólf, þrjú eða fimm. Mín
vegna mætti vera opið allan sólarhringinn. Hafi menn þrek í að vera
að drekka, dufla og djamma svo lengi þá er það bara ánægjuefni.“
TÓMAS A. TÓMASSON
veitingamaður
„Ég tel að óbreytt ástand sé öllum
Það hefur verið reynt að lengja hann áður, en
traffíkin flyst þá bara áfram. Ef þessu yrði
breytt... tja ætli skemmtistaðimir fylltust þá
ekki um klukkan þrjú. Það er nógu slæmt að þeir
skuli ekki fyllast fyrr en klukkan tólf eða hálfeitt núna, þannig að
ég get ekki ímyndað mér að það bætti stöðuna þó að það væri op-
ið til fimm. Þetta var fínt þegar allir þurftu að vera komnir inn
fyrir klukkan hálftólf og menn hreyfðu sig ekki út!“
rir bestu.
WILHELM WESSMAN
hótelstjóri og formaður
Sambands veitinga- og gistihúsa
„Já, tvímælalaust. En það er vitaskuld að því til-
skildu að leyfi séu eingöngu veitt til staða, sem
uppfylla mjög ströng skilyrði hvað aðbúnað og
annað slíkt varðar. Á hinn bóginn ér ég alger-
lega andvígur þessum ólöglegu stöðum, sem eru reknir í skúrum
og bakhúsum. Og það þarf að endurskoða allar þessar reglur, því
mörg ákvæði þeirra hafa þær afleiðingar einar að við getum ekki
sinnt kúnnum okkar, sem getur verið mjög bagalegt, ekki síst á
hótelunum.“
ÞORARINN TYRFINGSSON
læknir og forstöðumaður Vogs
„Mitt álit er það, að við eyðum allt of miklum
tíma í að ræða smáatriðin á sama tíma og við lát-
um eiga sig að meta heildarmyndina og móta
heildarstefnu í samræmi við það. Á að leyfa bjór
eða ekki, á að leyfa börum að vera opnir á þess-
um tíma eða hinurn? Menn þurfa bara að spyrja sig hvað þeir
vilja. Er það stefnan að miðbær Reykjavíkur verði eins og
Franska hverfíð í New Orleans? Ef það er stefnan, þá gerum við
það bara þannig að menn hafi ótakmarkað frelsi til að selja vín.
Verður þá ekki heimsendingarþjónusta úr Áfengisversluninni
næst? Mér finnst frelsið orðið alveg nóg, hver sá sem ætlar sér og
vill drekka sig fullan í dag getur það alveg án þess að reglumar
verði neitt rýmkaðar. Svar mitt við spumingunni er nei.“
GUÐVARÐUR GÍSLASON
veitingamaöur
„Ég tel algert frelsi óheppilegt, (
rýmka vemlega til. Ég hef ekkert á
yfir daginn í stað þessarar vitleysu milli þrjú og
sex. Og þetta væl á laugardögum fyrir páska og
svo framvegis er bara gamaldags. Gott og vel
með helgidagana, en að vera að loka klukkan hálftólf kvöldið áð-
ur er tóm tjara. Hins vegar finnst mér ekki rétt að menn geti haft
opið langt frameftir nóttu, nema þá staðir sem uppfylla viss skil-
yrði. Þeir þyrftu til dæmis að bjóða upp á lifandi skemmtiatriði,
afgreiða mat til lokunar og vera almennt í fínni kantinum. Síðan
mætti kannski setja skilyrði um að þeir þyrftu að rúma einhvem
lágmarksfjölda, til dæmis 4—500 manns.“
að má
móti frelsi
PRESSAN/Jim Smarl
er formaður Rauða
kross Islands. Hann
segir það skrifast á
sameiginlega ábyrgð
þjóðarinnar að þró-
unaraðstoð íslend-
inga hefur aðeins
náð broti af þeirri
upphæð sem Sam-
einuðu þjóðirnar
gera ráð fyrir að
renni til nauð-
staddra. Guðjón
ræðir hér um aðstoð
við þróunarlönd, —
ekki í ljósi sorgarat-
burðarins í Kabúl, —
heldur út frá al-
mennu sjónarmiði.
Hver eru siðferðisleg rök
fyrirþví að veitt er þróunaraö-
stoð?
„Fyrst vil ég nefna mun á þró-
unaraðstoð og neyðarhjálp, en í
alþjóðasamstarfi er gerður mjög
skýr greinarmunur á þessu tven-
nu. Neyðarhjálp er veitt við nátt-
úmhamfarir og styrjaldir, öll
hjálp sem telst til skamms tíma.
Það em allir sammála um að
neyðarhjálp sé eitthvað sem er
siðferðislega rétt, sjálfsagt og
eðlilegt. Þróunaraðstoð er hins
vegar langtímaverkefni.
Að sjálfsögðu hangir þetta
tvennt saman því oft þarf fyrst að
veita neyðarhjálp, í mánuði eða
ár, en þróunaraðstoð getur varað
í áratugi. Mönnum hefur skilist
það smám saman að þróunar-
hjálp hefur meðal annars það
hlutverk að hægt er að koma í
veg fyrir þörf á neyðarhjálp á að-
þrengdum svæðum ef aðstoðin
er markviss og nógu mikil. Það
er afar keðjuverkandi ferli sem á
sér stað í þessum löndum.
Út frá peningalegum sjónar-
miðum er neyðarhjálpin einnig
mjög dýr og er þróunaraðstoðin
því séð sem góð íjárfesting til að
draga úr kostnaði, auk þess sem
hún auðvitað dregur úr hörm-
ungum og manntjóni. Þróunar-
aðstoðin er þarafleiðandi sið-
ferðislega réttlætanleg á sama
máta og neyðarhjálpin er talin
siðferðislega nauðsynleg.
Stundum gætir óþolinmæði
meðal þeirra sem ekki þekkja til
og þeir hinir sömu telja að þró-
unaraðstoð skih ekki árangri og
geri jafnvel illt verra. Við verð-
um hins vegar að athuga að það
tekur þetta fólk tíma að komast á
það menningarstig sem við lif-
um á og aðgerðir verða að vera í
takt við það sem íbúar eru færir
um að tileinka sér. Okkur er tamt
að láta gildismat okkar vera að-
almál, en fyrir íbúa þróunarlanda
er gildismatið allt annað. Þetta
gleymist oft í aðstoðinni og getur
valdið því að tekist er á við verk-
efni sem skila ekki tilætluðum
árangri þar sem skortur er á rétt-
um forsendum.“
Sameinuðu þjóðirnar gera
ráð fyrir að 0,7 prósent af
þjóÖarframleiðslu renni til
þróunarhjálpar. Islendingar
hafa aldrei staðið við þetta.
Hvers vegna stöndum við okk-
ur ekki betur?
,Jig held að aðalástæðan sé sú
að við erum óskaplega eigin-
gjöm þjóð. Við íslendingar höf-
um, að mínu mati, ekki mikla
samkennd með öðnun þjóðum,
sem er að hluta til vegna ein-
gangrunar okkar þar sem við
höfum þurft að bjarga okkur í
harðbýlu landi. Við höfum held-
ur ekki orðið fyrir eins miklum
þrýstingi að uppfylla þessi rnark-
mið og hinar Norðurlandaþjóð-
imar. þar sem hafa verið hópar
hugsjónafólks sem ekki hafa lát-
ið stjómvöld í friði með að
leggja sitt af mörkum og einnig
verið mun virkari í ýmsum al-
þjóðastofnunum. Einnig ma
benda á að þegar loka á fjárlög-
um vantar alltaf fé til þróu-
narhjálpar. Hún hefur aldrei haft
neinn sérstakan vörslumann.
fslendingar hafa einnig Iítið
veitt hjálp í formi tækja líkt og
aðrar þjóðir, en langmesta fram-
lagið hefur verið í formi mann-
afla og peninga. Þetta breytir þvi
þó ekki að siðferðislega ætwm
við ekki að leggja minna af
mörkum en aðrar þjóðir.“
Sett hefur verið á laggirnar
nefnd til að endurskoða þessi
mál.
„Nefndin hefúr skilað áhti ný-
lega og gerir tillögu um að auka
ffamlag um 10 prósent á næsta
ári og stefnt er að því að aðstoðin
verði 0,2 prósent af þjóðarfram-
leiðslu að fimm árum liðnum.“
Var þessi 0,7 prósenta áætl-
un þá óraunhæf alvegfrá upp-
hafi?
.Reynslan hefur sýnt að ekki
margar þjóðir hafa náð þessu
maiki. Það má því segja að þetta
hafi verið bjartsýn áætlun fyrst
hún hefur ekki gengið upp. En
þess má geta að jafnvel þó að við
myndum ekki gera annað en að
ná helmingi af þessari tölu þyrft-
um við að tífalda ffamlög okk-
ar.“
Hverjum er um að kenna að
málstaðnum er ekki meiri
gaumur gefinn?
,Jig myndi nú ekki treysta
mér til að finna einn sökudólg í
þessu máli og ég tel að sameigin-
leg samviska þjóðarinnar beri
þar ábyrgð á. Menn hafa skotið
sér bak við það að stundum hafi
árað illa á íslandi en í raun hefúr
oft árað afskaplega vel. Aðalrök-
in erujxr að við höfúm h'tið farið
í gegnum umræðuna um „á ég
að gæta bróður míns?“.“