Pressan - 23.04.1992, Page 13

Pressan - 23.04.1992, Page 13
FIMMTUDAGUR PRESSAN 23. APRIL 1992 13 Greiðslur til tólf tannréttingamanna hálfur milljarður á ári Vinstra megin er grunngjald tannlækna annars vegar og sjúkraþjálfara hins vegar. Brúttóárstekjur sömu hópa eru hægra megin. Venjulegir tannlæknar fá aö lágmarki 16 millj- ónir, tannréttingamenn um 40. MAlUtAUAIIN FRA TRVGGINGftSTOFIWM Tannréttingamenn hafa um tvær milljónir á mánuði í laun á þessu ári og því næsta. Ríkið greiðir helminginn, sjúk- lingarnir hitt. Innheimt fé vegna kostnaðar nægir til þess að reka tannréttingastofu í Borgarkringlunni og aka íimmtíu kílómetra á dag. 20 milljónir króna Árstekjur Tannlæknar Sjúkraliöar Jt 8.000 krónur Grunngjald sjúklinga á klukkustund Tannlæknar Sjúkraliöar Útlit er fyrir að tólf tannrétt- ’ttgamenn fái 967 milljónir yóna í greiðslur fyrir vinnu sína á þessu ári og því næsta sam- kvæmt umsaminni gjaldskrá Þeuta við Tryggingastofnun. Að meðaltali koma þvf í hlut hvers um fjörutíu milljónir á ári. Af þeim brúttótekjum eru um tutt- ugu og tvær milljónir launa- greiðslur. legum reikningi, sem sýna að brúttótekjur tannréttingamanns fyrir algenga aðgerð eru um tuttugu og fjögur þúsund krónur á klukkutímann, sem gerir ríf- lega fjörutíu og þijár milljónir á ári, miðað við átta stunda vinnu- dag í tíu og hálfan mánuð á ári. ins ætlaður til launagreiðslu, það er rúmlega tíu þúsund í þessu tilbúna dæmi. Sérfræðiálagið er hins vegar önnur tíu þúsund og fær tannréttingamaðurinn því rúmlega tuttugu þúsund í vas- ann eða rúmlega helming þess sem sjúklingurinn greiðir. sent af kostnaði við rekstur stof- unnar. Ef miðað er við lægsta grunngjald í gjaldskrá tann- lækna (taxtar frá mars 1991) kemur í ljós að þeim er ætlað að greiða rúmlega sextíu og átta þúsund krónur í húsaleigu fyrir áttatíu fermetra húsnæði. Þetta Innheimt gjöld fyrir kostnaði Aöstoöarfólk Bílar Kaffi Húsnæöi Tannlæknar Sjúkraliðar Tannlæknar Sjúkraliðar Tannlæknar Sjúkraliðar Tannlæknar Sjúkraliðar Tannlæknar fá mun hærri greiöslur vegna ýmiss kostnaöar en sjúkraþjálfarar. Þannig drekka þeir meira eöa mun betra kaffi. Tannréttingamenn fá þó ríflega helmingi meira en venjulegir tannlæknar, líklega nóg fyrir Irish Coffee. Það sem eftir stendur er ætlað til að greiða kostnað vegna rekstrar tannréttingastofu. Við athugun kemur í ljós að þeir gætu greitt allt að hundrað og fimmtíu þúsundum á mánuði í húsaleigu fyrir 80 feimetra hús- næði. Fyrir biffeiðakostnaði fá þeir ríflega þrjátíu þúsund og kaffi geta þeir keypt fyrir fimm- tán þúsund. Samanburður við sambæri- 'ega gjaldskrá sjúkraþjálfara leiðir í ljós að gert er ráð fyrir að tannréttingamenn greiði ríflega nífalt hærri leigu og aki næstum átta sinnum meira. Ekki er reiknað með að sjúkraþjálfarar heri sérstakan kosmað af kaffi- drykkju. TVÆR MILL.JÓNIR í LAUN Á MÁNUÐI I fyrirspumartíma á Alþingi fyrir skömmu upplýsti Sighvat- Ur Björgvinsson heilbrigðisráð- herra að heildarkosmaður vegna tannréttinga árin 1992-’93 verði ttm 967 milljónir króna. Þeir út- retkningar vom byggðir á 4.500 umsóknum um endurgreiðslur sem Tryggingastofhun hafa bor- tst. Þar sem ekki eru nema tólf tannréttingamenn á landinu fær hver að meðaltali fjöruu'u millj- ónir kióna á ári. Reikningar frá tannréttinga- mönnum renna stoðum undir þessa tölu. Vilhjálmur Ingi Arnason hjá Neytendafélagi Akureyrar birti nýlega í Degi út- reikninga, byggða á raunvem- Launaliðurinn í þessari tölu er um tuttugu og tvær milljónir eða sem svarar um tveimur milljón- um í mánaðarlaun. HELMINGUR REIKNINGS ER LAUN Gjald fyrir tannréttingar er reiknað í tveimur stigum. Ann- ars vegar er grunnreikningur og hins vegar 32 prósenta sérfræði- álag sem leggst ofan á fyrri töl- una. Dæmi: Grunnreikningur fyrir aðgerð er þrjátíu þúsund krónur. Með álaginu verður sú tala tæp fjömtíu þúsund, sem sjúklingurinn greiðir. Samkvæmt gjaldskrá Trygg- ingastofnunar er einungis rúm- lega þriðjungur grunnreiknings- Hinn helmingurinn, tæplega tveir þriðjuhlutar gmnnreikn- ingsins, telst kostnaður við rekstur tannlæknastofu (sömu reglur gilda um tannréttingar og aðrar tannlækningar). í gjald- skránni er sá kosmaður brotinn niður í til dæmis húsaleigu, bif- reiðakostnað og kaffikostnað. Þessar tölur í gjaldskránni em býsna athyglisverðar, sérstak- lega ef þær em bomar saman við gjaldskrá sem Trygginga- stofnun hefur samið um við sjúkraþjálfara. TANNRÉTTINGAR í BORGARKRINGLUNNI? I gjaldskrá tannlækna er gert ráð fýrir að húsaleiga sé m'u pró- em um 850 krónur á fermetr- ann. Ef miðað er við fjömtíu milljóna brúttóárstekjur fyrir tannréttingar, sem heilbrigðis- ráðherra nefndi, innheimta tann- réttingamenn hins vegar rúm- lega hundrað fjömtíu og átta þúsund á mánuði fyrir leigu þessa húsnæðis. Það em 1.850 krónur á fermetrann. Sam- kvæmt upplýsingum fasteigna- sala er algeng leiga á dæmi- gerðu góðu húsnæði í Reykja- vík fyrir tannlæknastofu í kring- um 700 hundmð krónur á fer- metrann. Fyrir 1.850 krónur á fermetrann má velja úr góðu, nýju verslunarhúsnæði í Borgar- kringlunni. I gjaldskrá sjúkraþjálfara er gert ráð fyrir að þeir greiði rúm- lega 15 þúsund á mánuði fyrir húsnæði af sömu stærð, aftur miðað við gmnngjald. Það em tæpar 200 krónur á fermetrann. FIMMTÍU KÍLÓMETRAR OG FIMM KAFFIPOKAR Á DAG Reiknað er með að bifreiða- kostnaður tannlækna sé tvö pró- sent af kostnaðarhlutanum. Ef tannlæknir innheimtir einungis lægsta grunngjald í gjaldskránni em um 15 þúsund ætlaðar til þessa liðar. Tannréttingamaður- inn með fjömtíu milljónimar innheimtir hins vegar 33 þúsund fyrir biffeiðakostnaði á mánuði. Venjulegur bílastyrkur er 28,85 krónur á ekinn kílómetra. Mið- að við tuttugu og tvo vinnudaga í mánuði fá tannréttingamenn því greitt fyrir að aka sem svarar fimmtíu kílómetrum hvern vinnudag. Sjúkraþjálfara sem innheimtir grunngjald em ætluð rúmlega 4 þúsund á mánuði í bifreiðakostnað. f umsaminni gjaldskrá Trygg- ingastofnunar við tannlækna er reiknað með að kaffikostnaður sé 0,9 prósent af heildarkostnaði við rekstur stofu. Ef aftur er miðað við innheimt lægsta grunngjald fær hver tannlæknir tæplega 7 þúsund á mánuði til að kaupa kaffi. Af fjömtíu millj- óna brúttótekjum tannréttinga- mannsins era hins vegar ætluð tæp 15 þúsund fyrir kaffikostn- aði. Ef tannréttarinn vinnur tutt- ugu og tvo daga á mánuði hefur hann því um 680 krónur til kaffikaupa á dag. Það em ríflega fimm pokar af kaffi á hverjum degi miðað við að algengt veið á 250 gramma poka er 130 krónur. í umsaminni gjaldskrá við sjúkraþjálfara gerir Trygginga- stofnun ráð fyrir að þeir greiði úr eigin vasa það kaffi sem þeir drekka í vinnunni eða veita við- skiptavinum smurn. SJÚKLINGAR GREIÐA HELMINGINN Milljónirnar 967 sem heil- brigðisráðherra nefndi í svari sínu á Alþingi em ef til vill ekki dæmigerðar fyrir tekjur tannrétt- ingamanna eins og þær vom eða munu verða eftir árið 1993. Vegna deilna fyrrverandi heil- brigðisráðherra við tannréttinga- menn frestuðu einhveijir því að fara í tannréttingaaðgerð og hef- ur safnast fyrir nokkur hópur fólks, sem á rétt á endurgreiðsl- um frá Tryggingastofnun frá byrjun þessa árs til ársloka 1993, en ekki eftir það, sam- kvæmt bráðabirgðaákvæði í „bandorminum". Talan geftir þó skýra vísbend- ingu um hveijar tekjur tannrétt- ara verða á þessu ári og hinu næsta. Ef að líkum lætur verður hlutur Tryggingastofnunar um helmingur þessarar upphæðar, 480 milljónir. Hitt greiða sjúk- lingamir sjálfir.Útreikningamir sýna líka hversu mun betri samningum við Tryggingastofn- un tannlæknar hafa náð en aðrar heilbrigðisstéttir. I útreikningunum hér að ofan er miðað við síðustu gjaldskrá Tryggingastofnunar og Tann- læknafélagsins. Nú hafa samn- ingar tekist um nýja gjaldskrá, en hún er ósamþykkt og í henni er ekki gert ráð fyrir tannrétt- ingamönnum. Það er angi af deilu heilbrigðisráðherra og tannréttingamanna, en þeir síð- amefndu hafa nú loks fallist á að fylla út tilskilin eyðublöð til að sjúklingar geti fengið endur- greiðslu frá Tryggingastofnun. Það gerðist eftir að landlæknir kallaði þá inn á teppi til sín og sagðist myndu gefa þeim opin- bera viðvömn, sem væri undan- fari starfsleyfissviptingar. Karl Th. Birgisson

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.