Pressan - 23.04.1992, Page 19
FIMMTUDAGUR PRESSAN 23.APRÍL1992
19
v I Ð H O R F
Skjallbandalögin í Háskólanum
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
Ekki get ég kvartað undan vistinni uppi
i Háskóla, samkennarar mínir eru lang-
flestir hin mestu ljúfmenni, nemendur
skemmtilegir og áhugasamir og öll að-
staða ákjósanleg. En eitt finnst mér stór
galli. Það er sá aragrúi skjallbandalaga,
Mutual Admiration Societies (MAS),
sem starfa innan skólans.
Eitt skjallbandalagið skipa til dæmis
hagfræðikennaramir Þorvaldur Gylfason
°g Þráinn Eggertsson. Alþjóð brosti breitt
rétt fyrir jólin 1990, þegar Þorvaldur
skrifaði lofsamlegan ritdóm um bók eftir
Þtáin í Morgunblaðinu og Þráinn skrifaði
skömmu síðar lofsamlegan ritdóm um
bók efdr Þorvald í sama blað. Þorvaldur
sagði í tilefni bókar Þráins, að það væri
svo gaman að vera íslendingur, og Þráinn
treysti sér ekki til að gagnrýna kröfu Þor-
valdar um auðlindaskatt í sjávarútvegi. Á
Þráinn þó að vita, í krafti ágætrar hag-
fræðimenntunar sinnar, að þetta er gömul
firra, uppsuðá úr georgismanum, sem hér
hafði nokkur áhrif á öðrum áratug aldar-
innar, meðal annars á Jónas frá Hriflu.
Annað skjallbandalagið mynda heim-
spekikennaramir Þorsteinn Gylfason og
Eyjólfur Kjalar Emilsson. Þegar Þor-
steinn birti kenningu um réttlætið í Skími
árið 1984, sagði Eyjólfur í Tímariti Máls
og menningar, að þetta væri skemmtileg-
asta og ffumlegasta heimspekikenning á
íslensku. Ég sendi Tímaritinu smáathuga-
semd og benti þar á, að kenning Þorsteins
væri ekki nýrri en svo, að William nokkur
Wollaston hefði sett hana fram 1722, en
Davíð Hume hlegið hana í hel í Ritgerð
sinni um mannlega náttúm nokkmm ár-
um síðar. Neitaði Tímaritið að birta at-
hugasemd mína að ráði Eyjólfs Kjalars.
Mörg fleiri skjallbandalög mætti nefna
í Háskólanum. En aðalatriðið er það, að
slík bandalög em óheppileg. Vísindi em
ffjáls samkeppni hugmynda. Um kenn-
ingar verður að leika gustur harðrar, en
málefnalegrar gagnrýni. Sumir, sem ég
hef hér nefnt, em líka snjallir menn og
ættu ekki að þurfa á neinum skjallbanda-
lögum að halda. Þráinn Eggertsson hefúr
til dæmis dýpri skilning á eðli og lögmáli
hins frjálsa hagkerfis en margir starfs-
bræður hans, og Þorsteinn Gylfason hefur
ort nokkur ffamúrskarandi ljóð og er lík-
lega að verða eitt besta skáld okkar.
En að lokum varpa ég ffam tveimur til-
gátum um skjallbandalög. Önnur er, að
þeim sé ætlað að vera hagsmunasamtök
(ég læt þig í ffiði, ef þú lætur mig í fnði).
Hin er, að þau verði oft, þvert á ætlun fé-
„Alþjóð brosti breitt
rétt fyrir jólin 1990,
þegar Þorvaldur skrif-
aði lofsamlegan ritdóm
um bók eftirÞráin í
Morgunblaðinu og Þrá-
inn skrifaði skömmu
síðar lofsamlegan rit-
dóm um bók eftirÞor-
vald ísama blað. “
laganna, að skemmtiatriðum fyrir okkur
hin. En á Spaugstofan ekki heldur að sjá
um að skemmta landsmönnum en Há-
skóli íslands?
Höfundur er lektor í stjórnmálafræöi viö Há-
skóla Islands.
STJÓRNMÁL
Léleg fyrsta einkunn
Ekki vantar nema viku upp á að ríkis-
stjómin verði ársgömul. Hvaða einkunn
er hægt að gefa henni að loknu þessu
fyrsta ári kjörtímabilsins? Ég hallast að
því að gefa henni laka fystu einkunn fyrir
fraministöðuna til þessa.
Ríkisstjómin hefur þegar fengið tals-
verðu áorkað á nokkmm sviðum og mik-
tlvæg mál em í undirbúningi á öðmm. Á
hinn bóginn hefur henni ekki tekist að
marka skynsamlega stefhu í málaflokkum
sem varða þjóðarhagsmuni.
Ríkisstjóminni til hróss tel ég að hún
hefúr náð nokkmm árangri í því að hemja
yöxt ríkisútgjalda og draga úr halla á rík-
issjóði þótt gera hefði þurft betur. Hún
hefur einnig leitt til farsælla lykta þátttöku
Islendinga í samningum um evrópskt
efnahagssvæði. Af góðum málum sem
em komin vel á veg nefni ég frumvörp til
Hga um aukið sjálfstæði Seðlabankans,
um skattlagningu eignatekna og síðast en
ekki síst um breytingu á ríkisbönkunum
tveimur í hlutafélög sem unnt verður að
selja almenningi.
Ríkisstjóminni til vansa tel ég ágrein-
ttiginn sem uppi er um stefnuna í málefn-
um sjávarútvegs, einkum er varðar stjóm-
un fiskveiðanna, og áhugaleysi hennar á
því að lækka matvælaverð til almennings
nieð því að gerbreyta um landbúnaðar-
stefnu. Þá hefur ríkisstjómin verið alltof
freg til að taka á dagskrá umræðu um
hugsanlega aðild íslands að Evrópu-
bandalaginu. Henni verður hins vegar
ekki kennt um það að ekki verða hafnar
framkvæmdir við nýtt álver á þessu ári.
Því réðu utanaðkomandi aðstæður.
Að öllu samanlögðu gefur þetta ríkis-
stjóminni ekki nema lélega fyrstu ein-
kunn fyrir fyrsta starfsárið og dugir ekki
að kenna því um að á brattan sé að sækja í
efnahagsmálunum. Því miður er ekki
ástæða til bjartsýni um að meðaleinkunn-
in fari til muna hækkandi það sem eftir
lifir af kjörtímabilinu.
Þar kemur fyrst til sú almenna regla í
stjómmálunum að ríkisstjómir taka ekki
óvinsælar ákvarðanir þegar dregur að
kosningum. Miklu líklegra er að ríkis-
stjómir láti vaða á súðum í aðdraganda
kosninga eins og verið hefur reyndin á ís-
landi að minnsta kosti tvo síðustu áratug-
ina. Þetta þýðir einfaldlega að ríkisstjóm-
in hefur ekki nema eitt til tvö ár til að
koma erfiðum málum fram. I mörgum
þeirra er ágreiningurinn svo mikill, jafnt
innan stjómarflokkanna sem á milli
þeirra, að ólíklegt er að hann leysist á
skömmum tíma. Fyrr verður þó ekki að
vænta skýrrar stefnumörkunar. Þetta er
stjómarflokkunum og ýmsum forystu-
mönnum þeirra að kenna. Þeir hafa látið
undir höfuð leggjast að vinna heimavinn-
una sína.
Sjálfstæðisflokkurinn gekk til síðustu
kosninga með svo almennt haldna stefnu-
skrá að hana má túlka og teygja eftir hent-
ugleikum. Alþýðuflokkurinn lagði aftur á
móti fram ítarlega stefnuskrá sem sumir
frambjóðendur flokksins ýmist nenntu
ekki að lesa eða þorðu ekki að kannast við
jregar á hólminn var komið. Flokkamir
tveir og ríkisstjómin sem þeir standa að
súpanúseyðiðaf.
BIRGIR ÁRNASON
Að öllu samanlögðu
gefurþetta ríkisstjórn-
inni ekki nema lélega
fyrstu einkunn fyrir
fyrsta starfsárið og dug-
ir ekki að kenna því
um að á brattan sé að
sækja í efnahagsmál-
unum.
En fái ríkisstjómin ekki nema laka
fyrstu einkunn fyrir frammistöðuna á
fyrsta ári kjörtímabilsins er stjómarand-
staðan fallin. Fyrir utan að standa að
skrípaleikjum á Alþingi hafa stjómarand-
stöðuflokkamir þrír gert lýðum ljóst að
þeir eru ábyrgðarlausir þjóðrembuflokkar
sem hafa ekkert jákvætt til málanna að
leggja. Það er af þessum sökum sem mik-
ilvægt er að Sjálfstæðisflokkur og Al-
þýðuflokkur sjái svo um að sverðin séu
slíðmð í innanflokkseijum og búi sig und-
ir samstarf ffamyfir þetta kjörtímabil með
sameiginlegri stefnumörkun til langs tíma
þar sem þess er kostur.
Höfundur er hagfræöingur hjá EFTA í Genf.
fjölmiðlar
Aldur og persónueinkenni blaða
011 blöð hafa yfir sér persónueinkenni
einstaklinga.
Þannig birtist DV mér sem vel rúm-
'ega miðaldra karlmaður; á svipuðum
aldri og velflestir leigubílstjórar. Blaðið
hefur líka viðmót leigubílstjórans. Því er
tthtaf mikið niðri fyrir og tekur harðasta
ttfstöðu til mála sem farþeganum stendur
ttiest á sama um. Hjá DV em það sundur-
hðun símreikninga, hugsanleg byggð á
ystu tá Seltjamamess og skrásetning
hesta í bækur hrossaræktarráðunauta
vestur í Bændahöll. Leigubílstjóramir
verða hins vegar heitastir út í bann við
hægribeygju á rauðu ljósi, hraðahindran-
ir og saltburð á götur.
Ekki ætla ég að dæma um persónuein-
kenni PRESSUNNAR, en einhver af
fjölmiðlarýnum Ríkisútvarpsins sagði að
blaðið hefði verið eins og ódæll ung-
lingsstrákur sem var eins og stílbrot í
settlegri fermingarveislu heldri blaðanna.
Rýninum fannst leitt hvað blaðið hafði
mannast og sagði að það hefði verið eini
gesturinn í veislunni sem mátti hafa
gaman af. Það er sorglegt, ef rétt er, að
blaðið skuli vera orðið svo settlegt að
það skeri sig ekki frá hinum blöðunum.
Morgunblaðið er hins vegar nákvæm-
lega jafn gamalt og þreytt og það lýsir
sjálfú sár í Víkverja 9. apríl síðastliðinn.
Þarsegir:
„Morgunblaðið birti aprílgabb árlega í
mörg ár og urðu mörg þeirra landsffæg.
Síðan var ákveðið að birta aðeins gabb-
ffétt þegar menn duttu niður á sérlega
snjallar hugmyndir. En það verður að
segjast eins og er, að þær verða vand-
fundnari með ámnum.“
Kannist þið ekki við þessa manngerð
úr fermingarveislunum? Fólk sem hefúr
látið það eftir sér að eldast illa. Það lítur á
þann tíma sem það var lifandi og lífsglatt
sem hoifinn hetjutíma. Það stendur í
þeirri trú að endurminning þess um æsk-
una sé á einhvem hátt merkilegri en æska
þess fólk sem enn nýtur hennar. Þetta
fólk heldur að ástæða þess að því dettur
ekkert skemmtilegt í hug sé sú að gleðin
sé horfin úr mannlífmu. Ef það tekur eftir
gleði annars fólks þá virkar hún á það
sem fíflalæti.
Gunnar Smári Egilsson
„Ég vildi að aðal-
samningamaður
tilkynnti það skrif-
lega að undirskrift
hans þýddi aðeins
að hann vœri
hœttur störfum og
myndi afhenda
ríkisstjórninni
málið. “
Eyjólfur Konráö Jónsson
landsölumaöur.
ye-óóc, óe-frv
c) j>e
cícvtt £ yoo-LLUvcv?
„Það er kannski rétt aÖ geta
Jóns Ólafssonar því sumir hafa
staðið í þeirri trú að hin persón-
an vœri Þorsteinn Pálsson sjáv-
arútvegsráðherra. “
Davíð Oddsson,
hinn nýi ástmögur þjóöarinnar.
„ Við erum búnar að vera ansi
uppteknar undanfarna daga og
það er vaknað upp snemma á
morgnana en œfingar standa yfir
nánast allandaginn. “
Svava Haraldsdóttir
feguröardfs.
(j^cvcwcð ccyoyo c
Lcœ-óicc Lcae-c)c\-
„Nú tala menn um að semja til
18 mánaða um eitthvað sem í
hœsta lagi geti orðið núll, þ.e.a.s.
efguð og gœfan verða okkur
hliðholl. “
Guömundur J. Guömundsson
samningamaður.
— ÉDc^. itícjLcLcc-
‘caeAcvccc et-þ&cew c
LrLot) LrCr'cCCV
„ Tímamönnum ber skylda til
að vera þjóðlegir íhaldsmenn. “
Ingvar Gíslason
fyrrverandi.
'j)jtCÓÍtccLýiccvcý
cVCiCtvi
„Þeir voru einfaldlega betri.
Alfreö Gíslason
þrumufleygur.
^-bcvccc)L
ocý cLýöjccLLccvrv
„Eins og ég segi hefég engin
áform um að bjóða migfram
gegn Jóni Baldvini en sá mögu-
leiki getur komið upp. Það er
ekkert víst í lífinu nema dauð-
inn. “
Jóhanna Siguröardóttir
húsaráðherra.
(^tfjvccc) e-tcc Lurvtccv
cvc)jLvcuzLcvit cv vcvjcv-
icnwccrw
itöc)c
„Menn eiga ekki að láta kort-
in sín úr augsýn, sérstaklega ekki
á vafasömum stöðum. “
Gunnar Bæringsson
krítarí.